Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1980 39 Jóhannes Páll II páfi ræöir viö Kalutsyan patríarka grísk-orþódox-kirkjunnar. í Konstantínópel um sameiningu Austur- og Vesturkirkjunnar, sem hafa verið aðskildar allt frá árinu 1054. Mikilvægi þessarar ferðar hefur mjög farið framhjá mönnum, en sjálfur mun Jóhannes Páll líta á þennan fund með patríarkanum sem eitthvert þýð- ingarmesta skrefið fram á við í kirkjusögu samtímans. Takist honum að ná fram markmiði sínu þrátt fyrir margs konar erfiðleika, sem það mætir (einkum hvað snertir orþódoxu kirkjuna í Rúss- landi), þá gæti svo farið, að mikill meirihluti kristinna manna sam- einaðist að nýju í einni fylkingu, og samkirkjuhreyfingin á meðal mótmælendakirknanna fengi þá nýtt vandamál til umhugsunar. Nú þegar hefur verið komið á fót nefnd 50 guðfræðinga frá Austur- og Vesturkirkjunni, og þingaði hún í fyrsta sinn í byrjun sumars á eyjunum Patmos og Rhodos. En hæpið er að búast við skjótri eða auðveldri lausn á klofningi, sem á sér jafn djúpar rætur og þessi. Hitt er staðreynd, að kaþólska og orþódoxa kirkjan standa miklu nær hvor annarri heldur en mótmælendakirkjum nútimans. Hinu endanlega mark- miði samkirkjuhreyfingarinnar verður þó ekki náð fyrr en allir þeir, sem játa guðdóm Krists og verk hans mönnum til endur- lausnar, hafa sameinazt aftur í einni almennri, þ.e. kaþólskri kirkju. Það markmið er vissulega langt undan, en sameining róm- versk-kaþólskra og grísk-orþó- doxra gæti orðið þeirri hreyfingu nauðsynleg hvatning, því að ekki er fráleitt að hugsa sér, að sam- starf mótmælenda við orþódoxa menn í Alkirkjuráðinu hafi dregið úr alvarlegri viðleitni þeirra fyrr- nefndu til að nálgast rómversk- kaþólsku kirkjuna. Páfinn mun því sjá hér rétt, að árangursríkast verði að stefna fyrst í austurátt í sameiningarstarfinu. Þar eru líka fleiri atriði, sem sameina, s.s. um sakramenti kirkjunnar, postullega vígsluröð biskupanna, viðhorfið til mannsins og endursköpunar þeirrar, sem á honum verður í trúnni, dýrkun sællar Guðsmóður og ákall helgra manna, svo að nokkuð sé nefnt. Með samræmd- um úrskurðum um þessi og önnur sameiginleg trúaratriði, sem varð- veitzt hafa í báðum kirkjudeildum frá upphafi, og þó með mismun- andi hætti, munu þær einnig öðlast sterkari stöðu í samræðum við mótmælendakirkjurnar, sem snúið hafa baki við þessari arf- leifð. Brazilíuferðin: þjóðfélagsmál í brennidepli Það er almennt álit fréttaskýr- enda, að ferð páfa til Brazilíu hafi tekizt framar vonum. Ástandið í latnesku Ameríku, sem er að mestu leyti kaþólsk að nafni til, er vægast sagt alvarlegt. Herforingja- stjórnir halda sem fastast við völd sín í flestum löndum álfunnar, og bilið fer enn vaxandi milli ör- birgðar og ríkidæmis. Kröfur um þjóðfélagslegar úrbætur hafa því komizt æ meir á dagskrá og þá ekki sízt á meðal kirkjunnar manna. Hefur Jóhannes Páll páfi sýnt það í þessu síðasta ferðalagi sínu, að hann er óhvikull málsvari lítilmagnans í þriðja heiminum og gerir því kröfur á hendur valdhöf- um um róttækar umbætur, sem einnig má telja einu leiðina til að skapa frið í þessum heimshluta. Um þetta fjallar meðfylgjandi grein úr Sunday Times, en þó í mjög lauslegum dráttum. Væri full þörf á því að gera afstöðu kirkjunnar til þjóðfélagsmála ít- arlegri skil hér í blaðinu, en það verður að bíða seinni tíma. Jón Valur Jensson á þennan hátt getur einnig orðið til þess að aftra því, að menn leiti slíkra umbóta undir áhrif- um stjórnmálastefnu, sem skirr- ist ekki við að grípa til ofbeldis og beint eða óbeint að brjóta niður grundvallar-mannréttindi og það frelsi, sem nauðsynlegt er mannlegri virðingu." Með öðrum orðum sagt: hóf- söm umbótastefna er eina leiðin til að hindra uppgang hinna róttækari manna innan kirkj- unnar — frelsunarguðfræð- inganna svokölluðu —, en rök- semdir þeirra fyrir nauðsyn valdbeitingar og byltingar eru Marxismi í hnotskurn. Túlkun þeirra á hjálpræðishugtaki Bibl- íunnar er sú, að það sé lausn undan kúgun og ranglæti. Þetta langa ferðalag páfans um Brasilíu hefur nánast allt verið rækilega undirbúin og áh- rifarík kynning á einu meginatr- iði, þ.e. afstöðu kirkjunnar til stjórnmála. Hér má greina tvo aðalþætti í boðskap hans. Málsvörn fyrir hina undirokuðu í fyrsta lagi hefur páfinn stöðugt ítrekað þá grundvallar- reglu, að kirkjunni beri að hvetja til þjóðfélagsumbóta. Taumlaust frelsi fyrir hið kapí- taliska markaðskerfi, sem leiðir af sér geypilega misskiptingu auðsins, er ógn við þjóðfélagið enda ómannlegt í eðli sínu. Hann sagði við verkamenn í Sao Paulo: „Að vonast til þess, að lausn á vandamálum eins og vinnulaunum, félagslegu öryggi og starfsskilyrðum komi af sjálfu sér eins og hátindurinn á vexti efnahagslífsins, er ekki raunsætt, og því getum við ekki tekið það gilt. Efnalegt ástand verður því aðeins lífvænlegt, að það sé mannlegt — skipulagt fyrir manninn og af honum." Og í Rio de Janeiro, þar sem hann talaði á ráðstefnu suður- amerískra biskupa, mælti hann: „Þegar haldið er áfram að undir- oka manninn, fordæmir kirkjan það. Þetta er hluti hinnar spá- mannlegu þjónustu hennar." Til að kóróna þetta töluðu verk páfans ekki síður sínu máli en ræðurnar, eins og svo oft áður á utanferðum hans. í Sao Paulo stóð hann í ræðustól við hlið verkamanns, Waldemars Rossi, sem tvívegis hefur verið hand- tekinn og pyntaður af lögreglu stjórnarinnar vegna meintrar byltingarstarfsemi. Gegn pólitiskri umtúlkun kristinnar trúar Á hinn bóginn snoppungaði páfinn áhangendur frelsunar- guðfræðinnar, þá kirkjunnar menn sem vilja umfram allt gefa sig að því að koma á laggirnar s.k. frumhópum í kirkjunni til að fást við félagslegar framkvæmd- ir, þar sem fólkið hjálpar sér sjálft. „Það er rangt skilið," sagði hann í predikun í höfuð- borginni, „að hlutverk kirkjunn- ar verði afmarkað við það eitt að fást við félags- og stjórnmálaleg efni, heldur er það í því fólgið að boða það, sem Guð hefur opin- berað um sjálfan sig og tilgang mannlífsins." Breytingin frá stefnu þeirri, sem páfinn tók á sinni fyrstu opinberu ferð erlendis (Mexíkó, janúar 1979), var því ekki jafn- mikil og leit út fyrir að vera. Einnig þá tugtaði hann frelsun- arguðfræðingana til, en bar þó lofsorð á ýmsar kröfur þeirra fyrir málstað hinna fátæku. Breytingin, sem fram kom á Brasilíuferðinni, var sú, að páf- inn ítrekaði bæði oftar og með meiri áherzlu þennan seinni þátt í málfiutningi sínum, þ.e. kröf- una um bætt kjör þeirra, sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Spenna og óvissa i samskiptum rikis og kirkju Ekki löngu eftir að Jóhannes Páll tók við embætti, sagði hann, að „framtíð kirkjunnar verði ákveðin í latnesku Ameríku," en útskýrði mál sitt ekki frekar. En það er í latnesku Ameríku, sem spurningin um afstöðu kirkjunn- ar til stjórnmála brennur mönnum mest á vörum, því að hvað eftir annað hefur róm- versk-kaþólska kirkjan gert ým- islegt í andstöðu við ríkisvaldið, sem varla á sér hliðstæðu annars staðar í alræðisríkjum heimsins. Slíkir árekstrar hafa átt sér stað um alla álfuna og jafnvel leitt til blóðbaðs. í Guatemala voru hátt í tuttugu prestar drepnir á síðastliðnu ári. í E1 Salvador var Oscar Romero erki- biskup ráðinn af dögum, og því hefur verið fylgt eftir með fleiri morðum, m.a. á ítölskum presti, og ásökunum herforingja- stjórnarinnar um að kirkjan aðstoði skæruliða. I Chile hefur Pinochet-stjórnin ákært Silva Henriquez kardínála um sam- særi til að steypa herforingja- stjórninni af stóli. Með yfirlýsingum sínum í ný- lokinni Brasilíuferð hefur páfinn gefið kirkjunni í S-Ameríku endurnýjaða leiðsögn í allri þessari baráttu. (Stytt og endursagt eftir Sunday Times 13/7. JVJ). Sendið sögur eða ljóð Nú langar okkur til að biðja ykkur að leggja höfuðið í bleyti. Virðið myndina vel fyrir ykkur, látið hugann reika um fréttir og frásagnir, sem þið hafið heyrt, séð eða lesið að undanförnu. Notið ímyndunarafl ykkar og semjið stutta sögu eða ljóð um þessa mynd. Við vitum ekki nákvæmlega hvaðan hún er, enda skiptir það ekki meginmáli. Kannski getið þið unnið þetta í skólanum. Það þarf ekki að vera langt — stundum nægja aðeins örfáar setningar. Dragið nú ekki að skrifa. Heimilisfangið er: Barna- og fjölskvldusíða Aðalstræti (i, Morgunblaðsins, 101 Reykjvík. Indíánahöfðinginn Stóri-Buffel settist fyrir utan tjald sitt og fékk sér í pípu. En einhver tók mynd af honum og klippti síðan úr henni part. í reitnum til hægri eru þrír bitar — hver þeirra er sá, sem klipptur var úr myndinni? Teikning: Ofurmenni, eftir Ingólf Snorrason. 6 ára. Stekkholti. Selfossi. Hér er skemmti- leg mvnd af Ingólfi við hestagirð- ingu í sumar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.