Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1980 43 | suður Sprengisand að Fjórðungs- öldu og inn í Nýjadal. Af Sprengi- sandsvegi fórum við yfir á Arnar- fellsveg, rétt austan Þjórsár. Létt . verk var að fara yfir Þjórsá, en nú fór að verða vart við mikla sandbleytu. Fórum við yfir hverja Þjórsárkvíslina á fætur annarri, en aðeins ein þeirra þótti okkur varhugaverð. Þá voru tekin fram öll tól og fyllsta öryggis gætt. Eftir að Valdi hafði gert allsherj- arkönnun á botni árinnar, ská- skutum við bílunum niður ána og yfir. Rétt flaut upp á vélarhlífina þar sem dýpst var. Sem kviksyndi Flljótlega birtist Arnarfellið mikla í rigningarskýjum. Hér er sagt eitt mesta gæsavarp heims, en nú var hér aðeins eina gæs að sjá. Gróðurinn hafði tekið á sig haustlitina og var fallegur til- sýndar. Kunnugir segja, að fyrir svo sem einum áratug hafi verið mun meiri gróður á þessu svæði. Þar sem nú var tekið að skyggja og næsti kofi við Nautöldu hröðuð- um við för okkar sem mest við máttum, en Arnarfellsmúlarnir voru blautir og sukku bílarnir hvað eftir annað í sandbleytu. Var mikið hugleitt hvort eitthvað af þessu gæti verið kviksyndi. Eftir mikið basl komumst við í Naut- öldu og var þá liðið undir mið- nætti. I Nautöldu er einn lekur kofi, sem reyndist þó hið bezta húsa- skjól, enda hafði stytt upp. Eftir ærlega pylsuhátíð sofnuðu allir og sváfu vært um nóttina. Næsta morgun var skyggni gott og þurrt veður, og var tækifærið notað til að ganga á Nautölduna og litast þaðan um. Lítið var í Blautukvíslum er við héldum suður yfir, en þær geta stundum verið erfiðar. Áfram var greiðfært vestur frá Hrútaveri um Setuhraun og norður Illahraun. Um kl. þrjú síðdegis vorum við komnir í Kérlingarfjöll og eftir góðan kaffisopa var rennt í bæinn. Allir vorum við ánægðir að ferðalokum og þóttumst hafa sloppið létt frá henni, því þessi leið verður vart farin nema á þessum árstíma og með góðan útbúnað og í fylgd kunnugra. Það er því óhætt að segja að náttúru- öflin eru fallvölt, en í þetta skiptið voru þau okkur hagstæð. Hér er veriö aö kanna vaö yfir eina af Þjórsárkvíslum. Áö viö skála Feröafólags Skagafjaröar, en eins og sjá má er skálinn hin myndarlegasta bygging. Oft þurfti nákvsamni viö aö þrœöa milli stórgrýtis í ánum. Hér vísar Valdi Ella hina réttu leiö. Pascoe 10 gíra hjól. Ensk gæöavara. Mjög hagstætt verð og kjör. Varahlutaþjónusta. Opiö frá kl. 17.30—20.00. alla virka daga. G. ÞÓRÐARSON Sævangi 7 — P.O. Box 424 222 Hafnarfirði. Sími 53424. rp a nœstunni Lundúnaferðir 1, 6, 8, 27, 29. nóvember. Verð frá kr. 264.400.- Gisting morgunveröur og leiðsögn innifalin í veröi. Ódýr Færeyjaferð 6.—9. nóv. Verö frá kr. 135.000.- Athugiö: Nú er rétti tíminn til aö panta vetrarfríið á Kanaríeyjum. FERDASKRIFSTOFAN URVAL VID AUSTURVOLL SÍMI 26900 Kassettur beztu kaup landsins 1 spóle 5 spólur 60 mínútur kr. IHB kr.. 4500 90 mínútur kr. kr. 6500 Heildsölu birgöir EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.