Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1980 Framhaldsleikritið kl. l(i.20: Lagt f ram bréf f rá Þorgeiri faktor Á dagskrá hljóðvarps kl. 16.20 or framhaldslcikritið „LeysinK“, sem Gunnar M. Mannúss færði í leikhúninK eftir söku Jóns Trausta. Að þessu sinni er fluttur 4. þátt- ur: „Ráðstefnur“. Leikstjóri er Benedikt Árnason, en með- al leikenda má nefna Jón SÍKurbjörnsson, Klemenz Jónsson, þórhall SÍKurðsson ok Þráin Karlsson. Flutn- inKstími cr 59 mínútur, ok tæknimenn eru Ilreinn Valdi- marsson ok GeorK MaKnús- son. í 3. þætti saKÖi frá því að ÞorKeir faktor ætlar að koma Einari í Bælinu úr landi með norsku skipi. En Einar hrapar ti! dauðs í sjvarhömrum á leið til skips, og Þorgeir grípur til örþrifaráða, sem þó kunna að duga skammt þegar til lengdar lætur. I 4. þætti erum við leidd inn á fund i barnaskólahúsinu í Vogabúðakaupstað, þar sem m.a. er lagt fram bréf frá Þorgeiri faktor. Ragna dóttir Þorgeirs og Friðrik sonur Sig- urðar hreppstjóra eru að draga sig samao, og er hrepp- stjórinn ekkert hrifinn af þeim tengdum. BerKljót Jónsdóttir (t.v.) og Karólina Eiríksdóttir. Þær fjalla um hljóð og tónlist i þættinum ABRAKADABRA i hljóðvarpi kl. 17.40. Abrakadabra kl. 17.40: Skilaboð hljóðanna í kringum okkur Á dagskrá hljoðvarps kl. 17.40 er þáttur um tóna ok hljóð, ABRAKADABRA, í um sjá Bergljótar Jónsdóttur ok Karólínu Eiríksdóttur. — Þetta verða einir tíu þætt- ir, sagði Karólína, hver öðrum ólíkur — og þeir fjalla um hljóð og tónlist án þess þó að vera beint tónlistarþættir. Við tökum til skoðunar kvikmyndatónlist, hljóðmengun og höfum getraun í þremur þáttanna — um hljóð. Fyrsti þátturinn fjallar líka um hljóð, þ.e. þau skilaboð sem hljóðin í kringum okkur flytja. Og við reynum að vekja athygli á þeim hljóðum í umhverfi okkar og í tónlist sem við tökum ekki eftir. Við völdum heitið á þætt- inum vegna þess hvernig það hljómar, þetta er gamalt galdra- orð úr hebresku og þýðir sama og hókus-pókus. Benedikt Árnason og Björg Jónsdóttir í hlutverkum sínum í sjónvarpsleikritinu Vandarhöggi eftir Jökul Jakohsson. Sjónvarp kl. 21:40: Ekki allt með felldu Frumsýnin^ á sjónvarpsleikritinu Vandarhöggi eftir Jökul Jakobsson í kvöld kl. 21.40 frumsýnir sjónvarpið „VandarhögK“. sjón- varpsleikrit eftir Jökul Jak- obsson. Kvikmy ndagerð og leik- stjórn annaðist Hrafn Gunn- laugsson. Mað aðalhlutverk fara Benedikt Árnason, Björg Jónsdóttir, Bryndís Pétursdótt- ir og Árni Pétur Guðjónsson. Kvikmyndataka var í höndum Sigurliða Guðmundssonar. hljMupptöku annaðist Jón Arason og Einar Þ.Ásgeirsson gerði leikmynd. Leikritið segir frá frægum ljósmyndara, Lárusi, sem kemur til að vera við útför móður sinnar. Við heimkomuna rifjast upp atriði úr æsku hans og eiginkona hans, Rós, sem er meira en tuttugu árum yngri en hann, finnur að ekki er allt með felldu. Lýst er á nærgöngulan hátt samskiptum Lárusar við eiginkonu sína, systur og vin. VandarhoKK er ekki við ha-fi barna. íslensk málfræði— seinni hluti komin út Kristján Arnason IÐUNN hefur gefið út íslenska málfnrði, seinni hluta, eftir Krist- ján Vrnason. Þetta er kennslub<)k handa framhaldsskólum og kom fyrri hluti hennar út í ársbyrjun. Ilöfundur er doktor í málvísindum og kennir nú málfrasM við Háskóla íslands. Seinni hluti bókarinnar skiptist í þrjá aðalkafla eins ogfy rri hlutinn. Fyrsti aðalkafli (þ.e. fjórði kafli bókarinnar) nefnist: Orð og beyging þeirra. Er þar fyrst fjallað um myndan, minnstu merkingarbæra einingu málsins, og síðan lýst beyg- ingu einstakra orðflokka, beyg- ingarformdeildum, beygingar- Sólarkvöld! mynstrum o.s.frv. — Annar (fimmti) aðalkafli heitir íslenska hljóðkerfið og er þar að finna yfirlit um íslenska hijóðfræði, kerfi sér- hljóða og samhljóða í íslensku, og loks kafla um íslenska stafsetningu. — Þriðji (sjötti) hluti bókarinnar nefnist Saga íslenskunnar. Þar er yfirlit um rætur málsins, sérkenni forníslenskunnar og helstu breyt- ingar í málinu á seinni öldum. Loks er kafli um íslenskar mállýskur, þar sem gerð er grein fyrir helstu framburðarafbrigðum í nútímamáli. Islensk málfræði, seinni hluti, er 200 blaösíður að stærð. Prentrún sf. prentaði. Súlnasal sunnudagskvöld Skemmtiatriði k'>4 W Spurningakeppni Bakarar og trésmiöir bregfia á leik og þriggja manna lið frá hvorum tekur þátt í spurningakeppni. Brotnir bogar Hljómsveitin Brotnir bogar frá Akranesi, sem sló í gegn í Hæfi- leikakeppninni, leikur nokkur lög. Kvikmyndasýning ,,Land og túristi" - ný mynd eftir nemendur I Verslunarskóla fs- lands. Bingó Og við spilum að sjálfsögöu bingó um glæsileg ferðaverðlaun. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar Dansað til kl. 01. Tískusýning Matseðill kvöldsins Kynnir Magnús Axelsson Módelsamtökin sýna nýjasta tísku- fatnaðinn frá Viktoríu og dómu- og herraskinnfatnað frá Framtíð- inni. La Longe de pork aux pommes a L'Aigre. Verð kr. 7.600 'Samvinnuferóir - Landsýn AUSTURSTRÆT112 - SIMAR 27077 i 28899

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.