Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1980 - segir sóknarpresturinn á Raufarhöfn séra Guömundur Örn Ragnarsson Á ferð um N-Þingeyjarsýslu Texti/ Hildur Helga Siguröardóttir Myndir/ Emilía „Tengsl ríkis og kirkju mjög óljós" „fix er búinn að vera hér í tvö ár ok kann alveg Ijómandi vel vift mÍK.“ saKÖi séra Guðmundur Orn RaKnarsson, s«')knarprestur á Raufarhófn. er blaðamaður hitti hann aö máli á heimili hans. Auk þess að vera sóknarprest- ur á Raufarhöfn þjónar séra Guómundur einnÍK Svalharös- <>K Sauöanessóknum. en til Sauö- aness sækja m.a. l>órshafnarbú- ar kirkju. Séra Guömundur Örn er kvæntur Jóninu Láru Einars- dóttur. Krafiklistamanni, ok eÍKa þau tvo unxa syni. Brynjar Frosta ok Bjartmar Orra. Jón- ína Lára hefur komið sér upp vinnuaðstööu á heimilinu ok kvaöst vera hin ánæKÖasta mcð vinnuskilyrðin. Guömundur Örn fæst reyndar við fleira en prestsskapinn. því hann er út- lærður prentari ok er með prentsetninKarvél á skrifstof- unni hjá sér. Kirkjan endurbyggð - safnaðarlífið í blóma „Að undanförnu hefur staðið yfir endurbygKÍnK kirkjunnar hér á staðnum, en hún var upphaf- lega vígð í janúar árið 1928,“ sagði séra Guðmundur. „Einhver færði í tal á sínum tíma að rífa kirkjuna, því hún var illa farin, en það kom nú eiginlega aldrei til greina. En þetta hefur kostað stórfé, sem að mestu hefur feng- ist með frjálsum framlögum, og Björg Björnsdóttir Jónína Lára Einarsdóttir. kona séra Guðmundar, er grafiklistamaöur og kvaö hún ákaflega gott aö búa ok starfa á Raufarhöfn. Séra Guömundur örn við prentsetningarvélina á skrifstofu sinni. en hann er útlærður prentari. Myndirnar á vegKnum eru eftir föður hans. Ragnar Kjartansson myndlistarmann. mikla vinnu, þannig að segja má að hér hafi fólkið byggt sína kirkju sjálft. Enda finnur fólkið að það byggir enginn kirkjurnar nema það sjálft. Ráðuneytið ákveður sóknargjöldin með lagasetningu og þau eru allt of lág. Þó að sjúkrahúsin séu góð og þjóni sínum tilgangi, þarf ekki síður að þjóna andlegum þörfum fólksins. En sé litið á aðbúnað kirkjunnar og prestanna í landinu, virðist svo vera, sem ríkið líti á kirkjuna sem óarðbæra stofnun. En safnaðarlífið stendur í blóma hér á Raufarhöfn og sókn- arnefndin er alveg einstök hvað í sumar var unnið af kappi við aö gera upp kirkjuna á Raufarhöfn. Kirkjan var upphaflega vigð áriö 1928. Hún stendur na-rri hafnarbakkanum og til skamms tima var innsiglingarljós i turngluKganum. dugnað og allt starf í þágu kirkjunnar áhrærir. Kirkjukór- inn hér er líka alveg sérstakur. Starfsemi hans hefur aldrei logn- ast útaf, þótt kirkjan hafi verið ónothæf um tíma og er það mikið því að þakka hve virka og góða stjórnendur við höfum haft. I þrjú ár var kirkjan aðeins notuð til jarðarfara en haustið ’78 var rifið innan úr henni og hún öll sandblásin að innan. Það má geta þess að þann tíma, sem kirkjan var alveg ónothæf, dó enginn, en margir strax á eftir. Kirkjan var svo tekin í notkun aftur vorið 1979 og kom biskup- inn, sá góði maður, þá og messaði í henni. Það hefur kostað mikið átak að endurbyggja kirkjuna en drottinn hefur verið með í þessari kirkjubyggingu," sagði séra Guð- mundur og gat þess einnig að til skamms tíma hefði verið innsigl- ingarljós í turnglugganum, en kirkjan stendur nálægt hafnar- bakkanum. Segja má því að kirkja þelrra Raufarhafnarbúa hafi verið þeim leiðarljós með fleiri en einum hætti. Tengsl ríkis og kirkju mjög óljós Þar sem minnst hafði verið á fjármál kirkjunnar barst í tal sú staðreynd hve margar kirkju- jarðir eru í eyði og hverjar ástæðurnar fyrir því myndu vera. „Tengsl ríkis og kirkju eru mjög óljós," sagði séra Guðmundur „ ... og æ fleiri kirkjujarðir lenda í höndum ríkisins, oftast þegj- andi og hljóðalaust. Menn hafa alltaf talið að það væru hagsmun- ir prestanna sjálfra, sem gerðu það að verkum að þeir væru mótfallnir þessari þróun. En það væri ekki svona erfitt að halda kirkjunum við, ef prestur sæti jörðina og arður fengist af þeim hlunnindum, sem fylgja góðum jörðum. En eins og ég sagði áðan, virðist ríkið líta á kirkjuna sem óarðbæra stofnun og ekkert hefur verið aðhafst til að skýra þessi mál. A prestastefnunni í sumar kom upp samstaða meðal yngri presta í sambandi við eignir kirkjunnar og tengsl ríkis og kirkju þar að lútandi. Enda ekki vanþörf á, því að í þeim samskiptum ber kirkjan æ ofan í æ stórlega skarðan hlut frá borði." Aðspurður hvort hann væri þá fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju sagði séra Guðmundur: „Ég tel timabært að stinga þvi aö stjúrnvöldum að gerð verði úttekt á sambúö rikis og kirkju meö aðskilnað i huga.“ „Þar sem minkurinn hreiðrar um sig flýr allt kvikt af svæðinu44 „MINKURINN er alls staöar, jafnvel hér í plássinu," sagði Stefán Magnússon. er blaöa- maöur Mbl. spjallaöi við hann síösumars norður á Raufar- höfn. Þetta reyndust orð aö sönnu, því skömmu eftir aö fundum okkar Stefáns bar sam- an, vann Stubhur. hundur Stef- áns, mink við hús sveitarstjór- ans og komst þar með í tölu merkishunda, eins og fram mun hafa komiö í blaðinu á dögun- um. „Dótturdóttir mín fékk Stubb í afmælisgjöf fyrir 8 árum, smá- hvolp, og það þurfti ekkert að kenna honum að eltast við mink- inn, hann tók þetta eiginlega upp hjá sjálfum sér,“ sagði Stefán, sem reyndar vinnur í frystihúsinu utan grenjatímans. „En þegar ég sá hvert stefndi, fór ég að taka hann með mér á veiðar, og nú er ég kallaður út þangað, sem sýnt þykir að minkur sé á ferli. Vopnin eru ekki önnur en reka og svo hef ég auðvitað hundinn. Það er mikið um mink hér á Sléttunni, viðkoman er hröð og lítil afföll á stofninum. Ef við segjum t.d. sem svo, að hundrað læður eigi hver um sig fimm unga á ári, þá verða læðurnar orðnar um tólf hundruð talsins eftir fjögur ár! Grenjatíminn er aöeins einn mánuður að sumrinu og erfitt að komast að. Fyrsta árið, sem við Stubbur vorum í þessu, náðum við ekki nema sjö minkum, en síðan hefur sú tala stundum farið upp í 40 dýr þegar mest hefur verið. í vor náðum við 25 dýrum, en það þýðir nú ekki að ekki sé nóg eftir! Það þarf að gera meira til að losna við minkinn, því ógagnið, sem af honum hlýst, er gífurlegt. Þar sem minkurinn hreiðrar um sig, flýr allt kvikt af svæðinu. Eg fór í hólma í vor, þar sem minkuiinn var búinn að hreinsa öll hreiðrin. Hann var kominn með 30—40 egg í jarðholu, sem hann hafði gert, óbrotin! Hann hafði sett mosabreiðu undir. Auk þess voru þar þrjár kollur, sem hann hafði stýft um höfuðið. Það verður ekki sagt um minkinn, að hann vanti vitið, en fólk gerir sér ekki grein fyrir, hvað þetta er mikil skaðræðisskepna", sagði Stefán að lokum og Stubbur hefði eflaust tekið undir með eiganda sínum, hefði hann getað, en varð að láta sér nægja að reka upp vígalegt bofs, þótt hann sé að sjálfsögðu afar dagfarsprúður hundur, þegar hann stendur ekki í stórræðum við hús sveitarstjór- ans. Rabbað við Raufarhafnarbúa Stefán meö Stubb og rekuna, sem hann notar til aö vinna á minknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.