Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1980 Haustferð í kringmn Hofsjökul Texti og myndir: ArnKrímur Hermannsson__________, „Eigum við ekki að skreppa í kringum Hofsjökul um næstu helgi?“ datt upp úr vini mínum, Ella, þar sem við sátum fyrir framan sjónvarpið í byrjun septembermánaðar sl. og horfðum á Holocaust. Ég var dálitla stund að átta mig. Hvað átti hann við? Sumarið búið, svo ekki ætlaði hann að ganga. Snjórinn rétt ókominn, svo ekki ætlaði hann á skíðum. „Keyra“, sagði hann. Nú leist mér á. Öslað yfir ísilagöa - bergvatnsá Síðast þegar ég vissi til var Ilofsjökull uppi á miðju hálendi Islands og einnig renna þar margar vatnsmestu ár landsins bæði í norður og suður. Auk þess hafa þær verið meira eða minna ófærar bifreiðum sl. sumur. Áhugi minn var vakinn. Manndrápsmyndir sjónvarpsins urðu nú að víkja fyrir umræðu um ferðina. Um 30 ár eru nú liðin síðan þessi leið var farin í fyrsta skipti, en þar voru á ferðinni menn sem seinna stofnuðu Flugbjörgunarsveitina eftir Geysis- slysið á Vatnajökli, en það slys varð um svipað leyti. Segir frá ferð þeirri í hókinni Hálendið heillar, sem Loftur Guðmundsson tók saman. Leið þessi hefur verið harla fáfarin þessi 30 ár, enda erfið yfirferðar nema á sérstaklega útbúnum jeppabif- reiðum. Þessi mynd er tekin af ferðalöngum uppi á Naut- öldu, en þeir eru, talið frá vinstri: Kristján Gíslason, Halldór Ólafsson, Magnús Már Magnússon, Gylfi Þ. Gunnarsson, greinarhöf- undur, Jóhannes Ellert Guðlaugsson, Björn Her- mannsson og Ástvaldur Guömundsson. nýju dekkjunum sínum, en við hinir fengum okkur heitt og gott morgunbað. I þann mund sem við ætluðum að leggja af stað skrölti í hlað eldgamall hertrukkur með heilt hótel í eftirdragi. Voru þar á ferðinni leitarmenn og fengum við ekki að yfirgefa staðinn fyrr en við höfðum þegið kaffi. Var því liðið fram yfir hádegi er okkur þótti ráðlegt að tygja okkur af stað, því seinna um daginn átti að fara fram hjónavígsla í veðurat- hugunarstöðinni, og Blanda beið okkar á næsta leiti. Blanda sem bæjarlækur Þegar við keyrðum niður að ánni var sett í öll drif, því sl. sumar höfðum við komið að henni í miklum ham og orðið frá að hverfa. Bæði er það að botninn í Blöndu er stórgrýttur og einnig sandblautur. En þarna sem hún birtist okkur nú, var hún að sjá sem bæjarlækur, Það var greini- legt að frostið hafði náð tökum uppi á jökli — við vorum á rétta ferðatímanum. Á Eyfirðingavegi tóku við smá- skaflar sem við sátum fastir í til skiptis, tvisvar til þrisvar sinnum. Eftir því sem við komum norðar minnkaði snjórinn og hvarf hann að lokum alveg. Um fimmleytið komum við að nýjum skála Ferðafélags Skaga- fjarðar. Hann er staðsettur í Lambhrauni vestra, við Ásbjarn- arfell. Þetta er stór og glæsilegur skáli, gerður úr úrvalsviði. Með tilkomu hans er nú mögulegt að komast gangandi suður Kjöl úr Eyjafirði eða Skagafirði, án þess að þurfa að sofa úti. Eftir smáhvíld og kaffisopa var haldið áfram fram hjá Ásbjarnar- vötnum eftir Eyfirðingavegi og inn á slóðina sem liggur úr Vesturdal í Skagafirði að Lauga- felli. Vegurinn á þessum kafla var mjög greiðfær. Um nóttina rigndi kröftuglega og vöknuðu nokkrir okkar við hamaganginn. Á sunnudagsmorgninum var haldið af stað frá Laugafelli, Átta á tveimur Bronco-jeppum Hófst nú undirbúningur ferðar í kringum Hofsjökul af fullum krafti. Fengum við nokkra félaga okkar í lið með okkur og eftir nokkurn undirbúning héldu átta strákar af stað, nánar tiltekið föstudagskvöldið 19. september. Við lögðum upp á tveimur venju- legum Bronco-jeppum og stefnd- um á Hveravelli sem fyrsta áfangastað. Átta cylindra vélarnar voru sprækar þótt bílarnir væru nokk- uð hlaðnir. Við höfðum meðferðis 160 lítra af benzíni fyrir hvorn bíl, en vegalengdin er tæplega 700 km. Af öðrum útbúnaði má nefna tvo drullutjakka, 50 metra af dráttar- kaðii, 40 metra líflínu, sigbelti, vöðlur, keðjur, froskbúning, verk- færi, varahluti, björgunarbelti, talíu o.fl. Við þetta bættust síðan matarföng og einkaútbúnaður hvers og eins. Ferðin inn að Hveravöllum gekk að óskum, en þangað kpmum við kl. fjögur um nóttina. Áætluðum við að komast í Laugafell á laugardegi, Nautöldu á sunnudegi og Kerlingarfjöll á mánudegi. Um ellefuleytið á laugardags- morgninum skreiddist Elli úr rekkju og tók til að bæta eitt af Á Arnarfellsmúla. Þannig var oft komiö ffyrir okkur á þeirri leiö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.