Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1980 Lelkllst eftir ÓLAF M. JÓIIANNESSON Höfundur: Ludvig HolberK I'ýöandi: Jakoh Benedikts.son Lýsing: Ásmundur Karlsson Leikmynd ok húninxateikninKar: Björn G. Björnsson Umsjón með búninxum: Dóra Einarsdóttir Leikstjóri: Hailmar SÍKurðsson Sýnintjarslaður: Þjóðleikhúsið Ludvig Holberg var merkiskarl, hann var ekki bara listamaður á sviði leikritasmíði og flautuleiks, heldur sóknarprestur, uppgjafa barnakennari, tungumálagarpur, stjórnvísindamaður, sagnfræðing- ur og að lokum barón. (Allt kemur þetta fram í fyrirmyndar leikskrá sem Árni Ibsen ritstýrir.) Hann var einnig ókvæntur alla sína tíð en það er nú annað mál. Holberg sem leikritaskáld skiptir okkur máli á þessari stundu, hér, í fyrrum danskri nýlendu. Nú erum það við kotungarnir sem sýnum verk danska barónsins með engu minni reisn en þeir pláguðu Danir, já, skjótt skipast veður í lofti. Mættum við ekki hlúa betur að þessu tákni fullveldis og sjálfstæð- is, Þjóðleikhúsinu okkar blessuðu, sem enn hefur ekki svo mikið sem meðal grunnskólabókasafnsað- stöðu, svo dæmi sé tekið, og þar sem ballerínurnar neyðast til að lyfta upp pilsum í Þórscafé að eiga fyrir prótíni í lærvöðvana. Grundvallast ekki sjálfstæði þjóð- ar á andlegri reisn hennar á vökulu hugarstarfi fremur en fimm mín- útna þætti um málhreinsun eftir fréttir. Ekki veit ég það en sýning Þjóðleikhússins nú á Den politiske kandestöber ber ekki vott um litrænan Þyrnirósarsvefn. Vil ég þar fyrst nefna hátimbraða sviðsmynd sem strax (jafnvel áður en sýning hefst) lyftir andanum. Efast ég um að danski baróninn hafi k draumsýn séð fyrir sér glæstara svið en sprettur hér fram úr högum höndum Björns Björns- sonar og hjálparkokka. í þessu sambandi ber að geta þess að sviðstækninni hefur fleygt mjög fram frá því á dögum Holbergs en hefur mannskepnunni fleygt svo mjög fram? Eru vandamálin frá dögum danska barónsins horfin líkt og dögg fyrir sólu? Aldeilis ekki. KÖNNUSTEYPIRINN PÓLI- TÍSKI lifir góðu lífi meðal okkar í dag. Hann hefur máske skipt um nafn, nefnist „tölvufræðingur" eða „pulsusali", en innviðir eru áþekk- ir, þar eru þilin ekki gerð úr massífri eik heldur krossviði og hvert hólf svo yfirfullt af heims- frelsunarhugmyndum að flóir útúr en þar sem skilveggirnir eru ekki burðarmeiri, koma víða á göt og hugmyndir flæða á milli, ein blandast við aðra, þar til úr verður hinn yndislegasti kokteill. Slíkir menn eru því miður allt of sjaldan boðnir á þvílíkar samkom- ur þar sem þessir með eikarskil- rúmin ræða málin, þetta gerist þó í Bessi á íullri ferð. Könnu- skilningur hjá mér, þetta sé ekki skoðun baróns Holbergs heldur leikstjórans. Nóg um það. Án leikara er engin leiksýning og án Bessa hefði hinn PÓLITISKI KÖNNUSTEYPIR fallið líkt og fluga af of heitri ljósaperu. Þessa persónu er sum sé mjög auðvelt að ofleika. Bessi smaug hins vegar áreynslulaust inn í hlutverkið, ekkert óþarfa sprikl eða látalæti, svona eins og hann byggi þarna á sviðinu. Þórhallur Sigurðsson í hlutverki Hinriks vinnupilts hefði hins vegar mátt gefa sér lausari tauminn, kraftmikill leikur hæfir honum vel. Guðrún Stephensen fer hinn gullna meðalveg í túlkun sinni á Geske, konu Hermann von Brem- ens, enda orðin þjálfuð í svona hlutverkum. Er athyglisvert hve vel hún tjáir sig með fingrahreyf- ingum. Önnur hlutverk féllu nokk- uð í skuggann af þesum þrem. Þó ber að geta fjörlegrar léttúðar- drósar, Sigríðar Þorvaldsdóttur, og frísks hjólasmiðs, Sigmundar Ö. Arngrímssonar, og að lokum Kjóa steypirinn pólitíski KÖNNUSTEYPINUM POLI- TÍSKA. Hermann Von Bremen könnusteypi er hleypt í stöðu borgarmeistara, svona í plati, smá- stund, af fjórum hefðarmönnum sem af tilviljun heyra á tal draum- óramannsins. Við þetta breytist Hermann lítt, fremur en kona hans Geske, hún verður það sem almennt er kallað snobbuð, þjónn hans, Hinrik, tekur einnig stakka- skiptum, tekur að „ ... snúa sinni snældu", eins og segir í leiknum. Erum við ekki hér komin að boðskap verksins, sum sé þeim að komist manneskjan skyndilega til áhrifa, metorða, sem sagt hoppi upp fyrir sína stétt, verði hún í senn slímug af ágirnd og uppbelgd af þótta? Sé henni þá fátt mikil- vægara en gleyma sinni fyrri stétt. Niðurstaða Holbergs í hinum PÓLITÍSKA KÖNNUSTEYPI virðist verða að hver eigi að una í sinni stétt, sáttur við hlutskiptið. Hinn natni leikstjóri verksins, Hallmar Sigurðsson, virðist ekki alveg sammála þessari skoðun Holbergs gamla. Með því að ýkja mjög — bæði með stórkarlalegum leikstíl (sem þeir Baldvin Hall- dórsson, Sigurður Skúlason, Þrá- inn Karlsson og Viðar Eggertsson ná fullkomlega, hver á sinn sér- stæða hátt) og hrikalegum búning- um og yfirdrifinni förðun — hið úrkynjaða og illkvitna í fari yfir- stéttarmannanna fjögurra sem afvegaleiða vesalings saklausa könnusteypinn — dregur hann fram tvíræða mynd af boðskap verksins. Leikritið er þannig ekki lengur einfalt kennsluvérk í anda trúarinnar á hið menntaða ein- veldi og guðsvaranleik stétta- fyrirkomulagsins, heldur tvírætt verk þar sem fyrst og fremst er bent á varnarleysi almúgamanns- ins gagnvart hinni rótgrónu yfir- stétt. Það sem gerir verkið hins- vegar margrætt og forvitnilegt fyrir nútímamanninn er sú mynd sem Holberg gefur af alþýðunni, hún er ekkl algóð fremur en aðrir þegnar samfélagsins. í henni býr hroki, valdafíkn, græðgi og hvað- eina sem einkum hefur verið kennt við þá sem „njóta“ slíkra kennda í skjóli þjóðfélagsaðstöðu. Samkvæmt þessari skoðun Hol- bergs verðum við verri og verri eftir því sem við hækkum í þjóðfé- lagsstiganum. Máski er þetta mis- frá Þurá, sem lék sjálfan sig, virtist mér hundurinn undir áhrif- um róandi lyfja, vona að svo hafi ekki verið. Nú og rúsínan í pylsuendanum: Þýðing dr. Jakobs Benediktssonar er á góðu en lipru íslensku máli, laust við alla málvöndunarmærð. Já, það er reisn yfir okkar andlega lífi í dag, gróska hvar sem litið er. En erum við sem byggðum Þjóð- leikhúsið of fátæk til að byggja Þjóðarbókhlöðu til heiðurs manna á borð við dr. Jakob Benediktsson? Verða menn að heita Sverrir, Eggert eða Tómas til að fé fáist í minnisvarðana? Ætli barón Hol- berg kímdi ekki í gröf sinni ef hann vissi hvert marmari mör- landans fer. Brzezinski kom i veg fyrir samningaviðræður við Khomeini — segir Sullivan fyrrum sendiherra Handa- ríkjanna í Iran i grein í „Foreijfn Policy Síðasti sendiherra Bandaríkj- anna í Iran áður en hyltingin var gerð, William Sullivan. rit- aði nýverið grein i tímaritið „Foreign Policy" um samskipti Bandaríkjamanna og stjórn- valda i íran síðustu mánuðina sem keisarinn var við völd. Grein hans hefur vakið mikla athygli og deilur i Bandarikjun- um. Sullivan beinir spjótum sínum mjög að öryggismálaráðgjafa forseta Bandaríkjanna, Zbig- niew Brzezinski. Sullivan segir að hann hafi sagt Brzezinski frá því að keisar- inn í Iran myndi ekki beita hervaldi til þess að verja stjórn sína en Brzezinski hefði haft aðvörun hans að engu. Hann hefði hins vegar stofnað sitt eigið „sendiráð" í Teheran. Hann hefði fengið Ardeshir Zahedir, sendiherra írans í Bandaríkjun- um til að snúa til Teheran og fengið honum það verkefni að styrkja stöðu keisarans og hvetja hann til þess að beita hervaidi ef til byltingar kæmi. Þegar það varð augljóst að keisarinn gæti ekki haldið völd- um öllu lengur segist Sullivan hafa hvatt bandarísku stjórnina til þess að styrkja íranska her- inn, sem hann segir að hafi verið það eina sem hefði getað komið í veg fyrir byltinguna. „Ég fékk aldrei svar við þessari orðsend- ingu minni,“ segir Sullivan. Sullivan segir enn fremur að hann hafi um þetta leyti sann- fært Vance fyrrum utanrikisráð- herra um að Bakhtiar og stjórn hans hefðu lítinn stuðning meðal almennings í íran og því ættu Bandaríkjamenn að taka upp viðræður við Khomeini trúar- leiðtoga um myndun ríkisstjórn- ar. Brzezinski kom í veg fyrir að þær yrðu að veruleika og segir Sullivan það hafa verið vegna þess að Brzezinski studdi Bakht- iar. Fékk hann forsetann í þess stað til að senda aðstoðaryfir- mann herafla Bandaríkjamanna í Evrópu til íran til að hjálpa til við að styrkja herinn. En stjórnin í Washington skipti loks um skoðun er stjórn Bakhtiars riðaði til falls. Sulli- van segir: „Um það leyti var hringt í mig frá Washington og fékk ég boð frá Brzezinski. Hann vildi að ég kæmi því í kring að herinn snérist á móti byltingar- mönnum. Sullivan segir að svar hans við þessari ósk sé ekki prenthæft. Annað utanríkis- ráðuneyti? Það verður erfitt fyrir mann- William Sullivan fyrrum sendi- herra Bandarikjanna i Teher- an. Hann sagði af sér fyrir ári. kynssöguna að útskýra það hvað varð keisaradæminu í íran að falli. Hvort það voru ráðlegg- ingar Zahirs komnar frá Brzez- inski um að keisarinn ætti að Brzezinski öryggismálaráðgjafi Carters. beita valdi, hvort það voru ráð- leggingar Sullivans til keisarans um tilslökun eða hvort það var aðgerðarleysi keisarans sjálfs. En hvort sem Brzezinski eða Sullivan hafa rétt til síns máls þá hefur grein Sullivans gefið mönnum ástæðu til að hugleiða hvort öryggismálaráðgjafi fór- seta Bandaríkjanna eigi að hafa forystu í málum sem þessum og hvort embættið eigi að verða nokkurs konar annað utanríkis- ráðuneyti. Brzezinski hefur sagt það sér til varnar að ef forsetinn, í þessu tilviki Carter, kjósi að vera sinn eiginn talsmaður á sviði utanrík- ismála og hafi þau mál með höndum, þá leiði það af sér að starfslið hans verði mun virkara á því sviði en ella. En Edward Muski utanríkis- ráðherra hefur hins vegar sagt í nýlegu blaðaviðtali að hann muni leggja það til við forsetann að hann takmarki völd örygg- ismálaráðgjafans. Hann tók það fram að hann hefði ekki átt í vandræðum með að umgangast Brzezinski persónulega, en sagði hins vegar að ef hlutverk emb- ættis öryggismálaráðgjafa for- setans færðist meira inn á það svið að taka að sér forystu í ýmsum málum, liti aimenningur svo á að utanríkisráðuneytið hefði verið lagt til hliðar. Þykir Muskie með þessu hafa gefið til kynna að sér þætti Brzezinski ráðríkur um of. Óréttlátt, segir Carter Samstarfsmenn Brzezinskis segja að Sullivan fari með rangt mál í grein sinni, í raun hafi hann ekki verið eins sannspár og hann heldur fram. Hann hafi í raun og veru ekki gert sér svo ljósa grein fyrir framvindu mála í íran. Þeir segja einnig að það geti grafið undan öryggi gísl- anna í sendiráðinu i Teheran að gera það opinbert nú, að stjórn Carters hafi viljað að keisarinn beitti hervaldi til að koma í veg fyrir byltinguna. Viðbrögð Hvíta hússins hafa verið ákveðin. Jody Powell, blaðafulltrúi forsetans, hefur lýst því yfir að greinin eigi ekki alls kostar við rök að styðjast. Sullivan hafi ekki verið svo sannspár sem hann segist hafa verið og eins hafi það ekki verið verk Brzezinskis að Zahdir hætti störfum sem sendiherra í Bandaríkjunum og sneri aftur til íran. Forsetinn sjálfur hefur sagt að óréttlátlega sé vegið að Brzez- inski og er því ekki að sjá að grein Williams Sullivans hafi veikt stöðu Brzezinskis gagnvart forsetanum. (Þýlt og rndursagt)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.