Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1980 3 Alfreð Gíslason Sagt eftir leikinn Kristján Sigmundsson markvörð- ur: — Þetta gekk virkilega vel i íyrri hálfleiknum. Varnarieikurinn var sterkur og sóknin góð. Liðið lék sem ein heild og ég fann mig virkilega vel i markinu. í siðari hálfleiknum fór að ganga verr. Þá réði einstaklingsframtakið rikjum. Þegar við vorum búnir að missa niður gott þriggja marka forskot var enginn kraft- ur i okkur til að ná forystunni aftur. Það er eins og enginn nái þvi að standa upp úr ef ilia gengur. Bjarni Guðmundsson: — Það var grátlegt að missa niður gott forskot og tapa enn einu sinni fyrir Dönum. Spennan i leiknum fór illa i okkur. Það er eins og meira álag sé á leik- mönnum þegar Danir eru mót- herjar okkar. afhverju veit ég ekki. Stórskyttur okkar eru frek- ar reynslulitlar og þegar þær brugðust var enginn tii að halda á lofti þeirri ógnun sem Alfreð og Sigurður sköpuðu. Ólafur II. Jónsson: — Veit ekki hvað ég á að segja. Við vorum bara ekki nægilega góðir til þess að vinna Ieikinn. Það eru spilaðir tveir hálfleikir og alis ekki nóg að leika vel bara í þeim fyrri. Það er ekki slæmt að fá á sig 18 mörk á móti Dönum. Það sem bregst hjá okkur fyrst og fremst er að við skorum ekki mörk. Góð tækifæri fóru enn einu sinni forgörðum. En við þurfum ekki að örvænta liðið er i mótun fyrir B—keppnina og það hefur sýnt að það getur leikið vel. Hilmar Björnsson þjálfari: —Liðið vantar mótun og reynslu í samleik og samvinnu. Fyrri hálfleikur var prýðisgóður. í þeim siðari hættu leikmenn að ógna og hlaupa boltalausir. Ótimabær skot og þreyta gerðu okkur erfitt fyrir. Það mæðir greinilega of mikið á fáum leik- mönnum. Ég vil cngu spá um úrslitin í þeim leikjum sem eru eftir. Leif Mikkaelssen þjálfari danska liðsins: —Ég tel að um afturför sé að ræða hjá islenska liðinu frá þvi að ég sá það siðast leika. Það lék mun betur undir stjórn Jóhanns Inga Gunnarssonar. Mér fannst Viggó og ólafur H. Jónsson leika um of dæmigerðan þýskan hand- boita og eyðileggja fyrir leikað- ferðum þeim sem lagðar voru upp fyrir islensku leikmennina. Bestu menn islenska liðsins voru þeir Bjarni Guðmundsson, Krist- ján i markinu, Alfreð Gislason og Sigurður Svein.sson. Þá saknaði ég þess að sjá ekki Sigurð Gunn- arsson i hópnum. Við vorum nokkuð lengi að ná okkur á strik í leiknum misnotuðum góð færi en svo kom þetta allt saman. ísiendingar eru alltaf mjög erfið- ir mótherjar og það þarf að leika vel til þess að sigra þá. íslenska liðið skoraði ekki í 17 mínútur ísland — Danmörk 16:18 Frá Guömundi Guðjónssyni hiaóamanni MorKunhlaósins i Hamar i NoroKÍ- ENN EINU SINNI varð íslenska landsliðið í handknattleik að bíta i það súra epli að þurfa að sætta sig við tap fyrir Dönum í lands- leik í handknattleik. Þetta var sárt vegna þess að allan fyrri hálfleikinn lék islenska liðið mun betur og hafði forystu i hálfleik 11—9 og náði svo að skora fyrsta mark síðari hálfieiksins og þar með þriggja marka forystu i leiknum. Én þá hljóp allt i baklás eins og svo oft áður. í 17 mínútur skoraði islenska liðið ekkert mark og Dönum tókst að skora fimm mörk i röð og ná tveggja marka forystu 14—12. Allur fyrri hálfleikurinn var leik- inn af yfirvegun og öryggi, leik- menn unnu vel saman í vörn og sókn og markvarsla Kristjáns Sigmundssonar var frábaer. Is- lenska liðið hafði lengst af foryst- una og frumkvæðið í leiknum og danska liðið átti ekkert svar við leik þeirra. í síðari hálfleik snerist dæmið við. Bjarni Guðmundsson sem var besti maður íslenska liðsins skoraði fyrsta markið í síðari hálfleiknum og náði þriggja marka forystu fyrir landann. Hafði Bjarni þá skorað þrjú mörk í röð. Allt útlit fyrir íslenskan sigur. En þá skeði það sem ætlar lengi að loða við íslensk landslið. Það hljóp allt í baklás. Þeim Sigurði Sveinssyni og Alferð Gíslasyni sem höfðu báðir leikið mjög vel var skipt útaf og inn komu þeir Þorbergur Aðalsteins- son og Viggó Sigurðsson við það datt öll ógnun úr ieik íslenska landsliðsins. Stöðnun kom í sókn- ina og lítil sem enginn hreyfing var á leikmönnum. Danir gengu á lagið og skoruðu fimm mörk í röð og náðu yfirhöndinni í leiknum. Þrátt fyrir að íslenska liðið tæki aðeins við sér á lokasprettinum og tækist að minnka muninn tvívegis niður í eitt mark 16—15 og 17—16 vantaði herslumuninn á að geta jafnað leikinn. Danir sigruðu með tveimur mörkum 18—16. Bestu leikmenn íslenska liðsins í þessum leik voru Kristjan mark- vörður sem varði 16 skot í leiknum mörg þeirra af línu og úr hraða- upphlaupum. Bjarni Guðmunds- son lék frábærlega vel. Þá komust þeir Alfreð Gíslason og Sigurður Sveinsson vel frá leiknum. Ölafur H. Jónsson var góður í vörninni. GG. Skotnýting leikmanna .Nýting íslensku leikmannanna í leiknum gegn Dönum: Nafn Alfreð Gíslason Bjarni Guðmundsson Viggó Sigurðsson Sigurður Sveinsson Steindór Gunnarsson Þorbergur Aðalsteinsson Ólafur Jónsson ólafur H. Jónsson Björgvin Björgvinsson skot 6 5 6 9 1 3 1 0 0 mörk 4/lV 4 3 3/1 1 1 0 0 0 Sóknarnýting liðsins i leiknum var í heildina 45%. Sigmundsson, markvörður, varði 16 skot í leiknum. bolta glatað 2 1 6 3 0 1 0 0 0 Kristján London heimsborgin, sem býður eitthvað við allra hæfi. Leiklist — tónlist — myndlist — úrval matsölustaða — knattspyrnuleikir — söfn — verzlanir og fjölbreytt skemmt- analíf. Enn sem fyrr býöur Útsýn hagstæðustu kjörin vegna margra ára viðskipta og hagkvæma samninga við gististaöi í hjarta borgarinnar. Starfsmaður Út- sýnar Kristín Hauksdóttir tek- ur á móti farþeg- um á flugvclii og verður tii aðstoð- ar á meðan á dvölinni stendur. Vikuferöir brottför alla laugardaga. Vorö frá kr. 300.100.- Helgarferðir brottför annart hvern fimmtudag. Verö fré kr. 266.800.- Brottfarir til Kanarieyja veturinn 1980 - 1981 19. des., 9. jan., 30. jan., 20. febr., 13. marz, 3. apríl, 24. april. Miami Brottför 1., 15. og 29. nóv. St. Petersburg Brottför alla laugrardagra. Ódýr jólafargjöld tmr,sen> hi!d,nnier 's/n *Par. oct,ður 'é °9 fyi'irhöfn Kaupmannahöfn kr. 133.800 Glasgnw kr. 99.700 London — 115.500 Luxemborg — 142.000 Oslo — 121.900 Stokkhólmur _ 152.600 Austurstræti 17, F— símar 26611 og 20100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.