Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1980 27 Frá Lundúnum Fyrsta leiguflug Samvinnuferða í Boeing 727-200 UM HELGINA fór nýi farkostur FluKleiða, BoeinK 727-200 í fyrsta sjálfsta'ða leÍKuf Iuk sitt. Flogið var til írlands á veKum Samvinnu- ferða-Landsýnar í KHKnkvamu leÍKufluKÍ. en þá er floKÍð utan með íslendinKa ok heim aftur með erlenda ferðamenn. Með þvi næst fullkomin sætanýtinK sem lækkar farKjöld veruleKa. Gagnkvæmu leigufluKÍn hafa því gert Islendingum kleift að ferðast á mun ódýrari hátt en ella, um leið og þau hafa skapað umtalsverðar gjaldeyristekjur af útlendingum, sem hingað koma utan hins hefð- bundna ferðamannatíma. Auk írlandsferðanna verða farn- ar vetrarferðir til London í gagn- kvæmu leiguflugi. I vetur eru tvær slíkar ferðir fyrirhugaðar í nóvem- ber, sú fyrri dagana 7.—10. nóv., en hin síðari 28. nóv. — 1. des. Flogið er utan á föstudegi og komið heim á mánudagskvöldi í báðum ferðunum. Samvinnuferðir-Landsýn hefur ákveðið að bjóða hinum fjölmörgu aðildarfélögum ferðaskrifstofunnar verulegan afslátt í Lundúnaferðirn- ar, sem þá kosta aðeins kr. 199.000 fyrir flug, flutning til og frá flug- velli, gistingu með morgunverði, skoðunarferð og íslenska farar- stjórn. (Fréttatilkynning) Fræðslu- og umræðudagskrá í Domus Medica: Hvers má vænta af hjartavernd? I FRAMIIALDI af aðalfundi Iljartaverndar, landssamtaka hjarta- og æðaverndarfélaga, sem haldinn verður i Domus Medica fimmtudaKÍnn 30. þ.m., verður fræðslu- ok umræðudaKskrá um spurninguna: Hvers má vænta af hjartavernd? Jafnframt verður leit- ast við að svara spurningunni: Eru hjarta- ok æðasjúkdómar á undan- haldi? Dagskrá þessa málþings um hjarta- og æðasjúkdoma og hjarta- vernd verður með þeim hætti að sjö læknar og sérfræðingar munu flytja stutt erindi um ákveðna þætti við- fangsefnisins en síðan munu ræðu- menn hefja pallborðsumræður um efni erindanna. Fundarmönnum verður þá gefinn kostur á að taka þátt í umræðum og fá svör við spurningum. Dagskráin er þessi: Dr. Siuurftur SamúrlsNon prúíessor: Ávarp. Dr. Bjarni ÞjúAlrifsson læknir: Dánar- tiðni af voldum kransa'Aasjúkdúma á Islandi árin 1951-1979. Dr. Gunnar SÍKurússon læknir: Samhand áhættuþátta ok kransa'úasjúkdúma i konnun Hjartavrrndar. Dr. Jún óttar ItaKnarsson matvælafræð- inaur: Fita ok hrilsufar. Nikulás Sigfússon yfirlæknir: ItrrytinKár á rrykinKavrnjum islrnskra karla siúastliú- inn áratuK. Maxnús Karl Pétursson læknir: Framfar- ir i mrAfrrA hjartasjúkdúma á undanfornum árum. PallhorAsumræAur: llmræAustjúri Dr. ÞúrAur HarAarson yfirlæknir. Fræðslu- og umræðudagskrá þessi hefst kl. 16 og mun standa um tvær klukkustundir. Öllum er heimill að- gangur meðan húsrúm leyfir. (FréttatilkynninK) Veiðiferðin á SÝNINGAR á íslensku fjölskyldu- myndinni Veiðiferðin eru nú að hefjast á Austurlandi og Aust- fjörðum. Myndin, sem var frum- sýnd í Reykjavík ok á Akureyri í mars sl„ hefur verið sýnd víða um land, og hafa um sextíu þúsund manns á öllum aldri séð hana. Tvö sýningareintók verða í Kangi aust- anlands ok hefjast sýninKar sam- timis á ÉKÍlsstöðum ok Raufar- höfn í þessari viku. Myndin verður síðan sýnd á Dórshöfn, Seyðisfirði, Vopnafirði, Neskaupstað. Stöðv- arfirði, Eskifirði ok víðar eystra Veiðiferðin er breiðtjaldsmynd í litum, sem gerist einn sumardag á Austfjörðum Þingvöllum. Meðal leikenda eru Sigríður Þorvaldsdóttir, Sigurður Karlsson, Pétur Einarsson, Árni Ibsen, Guðrún Þ. Stephensen, Klemenz Jónsson og Halli og Laddi. Einnig fara börn með stór hlutverk í myndinni. Leikstjóri og höfundur handrits er Andrés Indriðason en Gísli Gestsson kvikmyndaði. Tón- list er eftir Magnús Kjartansson. Gerður hefur verið enskur texti við myndina og er kynning á henni erlendis í undirbúningi. Veiðiferðin var sem kunnugt er ein þeirra þriggja kvikmynda, sem gerðar voru á síðasta ári og hlutu fyrstu styrkveitingu úr kvikmyndasjóði. Þetta unga fólk er I ýmsum hlutverkum Veiðiferð- arinnar þar sem unga kyn- slóðin kemur við sögu, en einnig leika i myndinni margir af þekktustu leik- urum landsins. ELECTROLUX HRÆRIVELIN ER FRAMLEIDD EFTIRTILSÖGN HÚSMÆÐRA í 112 ÞJÓÐLÖNDUM Ef til vill ert þú ein þeirra! Með því að fylgjast stöðugt með ábend- ingum og kröfum notenda í áratugi hefur Electrolux tekist að framleiða eina full- komnustu hrærivél sem völ er á. Það eru því engir nýgræðingar, sem nú senda frá sér nýja gerð hrærivéla. Nýja gerðin er með veggfestingu og bætir því enn við kösti hinnar eldri. Komdu í Vörumarkaðinn og kynnstu Electrolux! Sölusýning í Klausturhólum í dag kl. 2—6 Fjöldi verka eftir þjóðkunna listamenn eru á söluskránni hjá okkur: Jóhannes S. Kjarval Jón Stefánsson Kristínu Jónsdóttur Gunnlaug Blöndal Svein Þórarinsson Sverrir Haraldsson Jóhann Briem Pétur Friörik Kára Eiríksson Jón Jónsson Þorvald Skúlason Karen Agnete Þórarinsson Kristján Davíösson Gunnlaug Scheving Karl Kvaran Ágúst Petersen Örlyg Sigurösson og fleiri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.