Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 26.10.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1980 33 Fyrsta breiðskíf a Fræbbblanna FRÆBBBLARNIR eru lifandi enn þó það sé tekið að hausta ok þeir (þ.e. hljómsveitin) hafi litið sést opinberlega að undanförnu. Plata þeirra „Viltu nammi. væna?“ er væntanleg fyrir lok mánaðarins ef samKöngur ganKa eðliletfa (!?). A plötu þeirra sem er sameigin- lega útgefin af þeim sjálfum og Fálkanum eru átján lög, þar af 13 eftir þá sjálfa. Tónlist þeirra hefur oft verið kennd við „punk“, en er þó fyrst og fremst hress rokktónlist, á borð við yngri rokkhljómsveitir, og textarn- ir hlaðnir gálgahúmor. Lögin eru þessi: Nekrófíll í Para- dís/ Upp rísa iðjagrænir Fræbbbl- ar/ í nótt/ Æskuminning/ Fífl/ Ljóð/ Bíó/ Hippar/ FIA/ 20. sept- ember ’97/ Eg og þú/ Dauði/ Níugata tryllitæki/ Message to You Rudy (Specials-lag)/ Public Image (Public Image Ltd lag)/ When I Kissed Her (t.d. Beach Boys)/ Look Out (Monkees lag)/ Lover Please (Billy Swan lag). Fræbbblarnir munu leika opinber- lega í kjölfar plötunnar, en hljóm- sveitin er nú skipuð Valgarði Guð- jónssyni (söngur), Steinþóri Stef- ánssyni (bassagítar), Tryggva Þór Tryggvasyni (gítar), Stefáni Guð- jónssyni (trommur) og Gunnþóri Sigurðssyni (hljóð) ásamt Bjarna Sigurðssyni (ljós og bakraddir). Platan var tekin upp í Hljóðrita í sumar og sáu Sigurður Bjóla og Gunnar Smári um upptökuborðið. hia Rut Reginalds með nýja plötu „Rut +“ HLJÓMPLÖTUÚTGÁFAN Geimsteinn hfur sent frá sér aðra plötu sína á þessu ári, plötu Rutar Reginalds, „Rut +“. „Rut +“ cr sjötta plata hennar þrátt fyrir ungan aldur, en hún er aðeins fimmtán ára. „Rut +“ er fyrsta plata hennar hjá Geimsteini, en fyrri plötur hennar voru gefnar út hjá Hljómplötuútgáfunni. A plötunni eru ellefu lög, þar af fjögur lög eftir Jóhann G. Jó- hannsson og eitt eftir Jóhann Helgason. Sex lög eru svo eftir erlenda lagasmiði með íslenskum textum eftir Þorstein Eggertsson, Pétur Þórarinsson og Rúnar Júlí- usson. Upptakan á plötunni fór fram í Hljóðrita og MSP Long Island í maí, júní og júlí síðastliðnum. Upptökustjórn var í höndum Rúnars Júlíussonar, en hann og Þórir Baldursson sáu um útsetn- ingar. Magnús og Jóhann gefa út ársgamla plötu sína FYRIR skömmu kom út breið- skifa Magnúsar og Jóhanns „Born To L<K>se/ Ilugsanir Yslans“, sem er önnur tvimenningsplata þeirra. Hin fyrri kom reyndar út fyrir u.þ.b. átta árum. Á plötu þessari er efni sem þcir frumfiuttu á hljómleikum með Þursunum og Ljósunum 1979 i Laugardalshöllinni ug fluttu á ýmsum skcmmtunum eftir það við mikinn fögnuð áhorfcnda. Af ellefu lögum á Magnús Þór Sigmundsson 7, en Jóhann Helga- son fjögur. Var platan tekin upp á tveim nóttum í desember í fyrra í Hljóðrita og leika þeir einir lögin eins og þeir fluttu þau á hljómleik- unum, með gítarundirspili einu (með einni undantekningu þó). Önnur hlið plötunnar er með enskum textum en hin með íslensk- um. Upphaflega stóð til að platan kæmi út á síðasta ári en ýmsar tafir urðu til þess að hún er fyrst að birtast núna. Þeir Magnús og Jóhann gefa plötuna út sjálfir en Hljómplötuútgáfan dreifir. Aðspurðir kváðust þeir félagar vinna vel saman „í tímabilum" og eitt tímabilanna væri nú. Ætla þeir aðleika eitthvað á skemmtunum og tónlistarkvöldum í skólum á næst- unni, og kemur jafnvel til greina að taka upp aðra plötu saman, en þá með hljómsveit. „Það er hægt að geyma um 7 klukkustundir af tónlist í höfðinu, en þá verður líka að hrista eitthvað frá sér,“ sögðu þeir þegar við spurðum um það efni sem þeir hafa samið á undanförn- um árum og ekki hefur litið dagsins ljós. Þess má líka geta að Magnús er á leiðinni með breið- skífu, „Sólin og Gatan", með hljómsveit sinni, Steini blundur, en meira verður sagt frá henni síðar. Jóhann verður líka á annarri plötu fyrir jólin, jólaplötu Gunnars Þórð- arsonar, en Jóhann kvaðst eiga efni í þrjár sólóplötur sem hann langaði að gera, og gerir a.m.k. eina á næsta ári. „Við elskum þig Clapton" „Lay down Sally“, öskraöi „Síöasti hippinn”, tötralegur náungi, sem sat viö hliöina á mér. — Ég vil fá „Lay down Sally". En „Sally“ lét bíöa eftir sér, enda áttu hljómleikarnir ekki aö hefjast fyrr en eftir u.þ.b. 20 mínútur. — Clapton er bestur, sagöi hippinn og oröum sínum til áréttingar, gaf hann mér vænt olnbogaskot, um teiö og hann gólaöi, — we love you Claaaapt- on. Þannig lét þessi ómissandi skemmtikraftur alla hljómleik- ana, á milli þess sem hann stormaöi fram í salinn og hvatti Clapton til dáöa . . . og Clapton var svo sannarlega bestur. Allt frá fyrsta tón í „Tulsa Time“ og allt til loka hljómleik- anna, átti Eric Clapton salinn, í orösins fyllstu merkingu. Studd- ur af frábærri hljómsveit sinni, gítarleikaranum Albert Lee, bassaleikaranum Dave Markee, trommuleikaranum Henry Spin- etti og hljómborðsleikurunum Chris Stainton og Gary Brooker, sýndi Eric „Slowhand" Clapton á sér allar sínar bestu hliöar. „Vin- ur minn“, hippinn stökk hæö sína í öllum tötrunum, er Clapton tók óskalagiö „Lay down Sally“ og í kjölfariö fylgdu gamalkunnug lög eins og „After Midnight", „Furt- her up the Road“ og „Blues Power“. „Whiter Shade of Pale“ Fyrsti hápunktur hljómleik- A hljómleikum Eric Clapton Band í Drammenhallen anna af mörgum, var lagið „Whit- er Shade of Pale“, hiö góökunna Procul Harum lag og aö sjálf- sögöu var sjálfur höfundurinn, Gary Brooker, nýjasti meölimur Eric Clapton Band í aöalhlut- verkinu. Og þaö verður ekki af Brooker skafiö. Enginn 'leikur „Whiter Shade of Pale“ betur og meö jafn mikilli tilfinningu og hann og sem söngvari á hann fáa sína líka. Undirtektir viöstaddra voru frábærar og greinilegt aö gamlir Procul Harum aödáendur voru meö á nótunum og nú voru það þeir sem lyftust upþ úr sætunum. Fullkomið mótvægi En þaö voru fleiri en Eric Claþton og Gary Brooker, sem vöktu athygli þetta kvöld. Gítar- istinn Albert Lee, sem er fyrrver- andi meölimur hljómsveita Joe Mynd og texti: Eiríkur St. Eiríksson Cocker og Emmylou Harris, fékk allt þaö svigrúm sem hann þurfti og ekki var aö sjá aö „gamli maöurinn" reyndi aö halda aftur af honum á nokkurn hátt. Lee er gífurlega kraftmikill gítarleikari og reyndar fullkomiö mótvægi viö „slowhand" Claptons. Albert Lee átti heiöurinn aö öörum hápunkti kvöldsins, er hann flutti lag sitt „Country boy“. Clapton lét hinum unga gítarleikara sviöiö eftir og Lee þakkaöi pent fyrir sig og sló í gegn. Má segja aö slík óeigingirni sem Clapton sýndi þetta kvöld, sé næsta fátíö hjá stórstjörnunum, en Clapton var sjálfum sér samkvæmur í sínu nýja hlutverki sem hljómsveitar- stjóri — og því blómstraöi hljómsveitin. I fremstu röð á nýjan leik En allt gott tekur enda. Eftir hiö frábæra lag J.J. Cale, „Coc- aine", sló Clapton á sína allra bestu strengi og meö „Layla“, frá Derek and the Dominos-tímabil- inu, setti Clapton punktinn yfir i-iö. Frábærum hljómleikum var lokið og Clapton greinilega kom- inn í allra fremstu röö á nýjan leik. Frammi í salnum var sá tötralegi kominn á stjá og sann- aöi hiö fornkveöna, aö oft ratast kjöftugum satt orö á munn. — Clapton you look wonderful to- night — We love you, Claaaaap- ton. Lífið í litum Diabolus in Musica DIABOLUS in Musica hofur vorið ondurvakin til lífsins moð endur- ba'ttu liði þó. Hljómsvoitin or nú skipuð Svoinbirni Baldvinssyni. Guðmundi Thoroddsen. Jónu Dóru Óskarsdóttur, Aagot Vigdísi Óskarsdóttur, Jóhónnu V. bór- hallsdóttur og Tómasi Einarssyni. Ástæðan fyrir endurlífguninni er hljómplata sem þau hljóðrituðu í Danmörku síðsumars og kom út upp úr miðjum mánuði og heitir „Lífið í litum" og auðvitað verður hulstrið svart/hvítt! Efnið er ein heild, fjallar um dverga sem eiga námu, nátttröll og bergrisa! Sagan sjálf varð upphaf- lega til í tíma fyrri Diabolus- hljómsveitarinnar, þó ekkert af upphaflegu lögunum sé á plötunni. Áuk hljómsveitarinnar koma fram á plötunni Steingrímur Guð- mundsson trommuleikari og Krist- ján Pétur Sigurðsson, sem syngur hlutverk „Nátttröllsins". Báðir þessir tónlistarmenn eru starfandi í hljómsveitum í Danmörku. Sveinbjörn, Jóna Dóra, Aagot og Guðmundur byrjuðu að vinna að plötunni fyrir alvöru í október og nóvember á síðasta ári, en Tómas kom til Danmerkur um vorið og Jóhanna um jólin og aftur um vorið. Upphaflega stóð til að Mál og menning gæfi plötuna út, en þeir hafa gefist upp líklega af fenginni reynslu af plötuútgáfu og mismun- andi aðferðum við að standa að útgáfu bóka og platna. Astæðan fyrir því að platan var tekin upp í Danmörku var vitan- lega sú að flest þeirra voru þar og svo það að tíminn í sambærilegu stúdíói þar er ekki nema ‘A af verði tímans í Hljóðrita. Diabolus in Musica mun fylgja plötunni eftir með hljómleikahaldi og verður fyrsti konsertinn í Hamrahlíðarskólanum þann 22. október. Dreifingu plötunnar annast Steinar hf. hia

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.