Morgunblaðið - 06.01.1982, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.01.1982, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1982 Norðmenn undirbúa framleiðslu á kavíar úr laxa- og silungahrognum: Áætlað verðmæti fyrsta árið 26,8 millj. króna „Laxakavíar gefur styrjukavíar ekkert eftir“ - segir Trausti Eiríksson hjá Trausti hf. sem framleiðir hrognatækin Norskir fjölmiðlar hafa skýrt frá því að undanförnu, að þar í landi hcfjist brátt framleiðsla á kavíar, framleiddum úr laxa- og silunga- hrognum. Skýrt er frá því að þeir, sem hafi bragðað á þessari fram- leiðslu segi hana jafnast á við rússn- eskan kavíar, munurinn sé aðeins sá, að laxa- og silungakavíarinn verði mörgum sinnum ódýrari í verslunum. Áætlað er að í fyrstu verði framleidd 50 tonn á ári að verðmæti um 26,8 millj. króna. Fram til þessa hefur ekki verið hægt að framleiða laxa- og silungakavíar, nema því aðeins að ná hrognunum úr sekknum með sérstakri handað- ferð, en í norskum blöðum segir að nú verði tæknin tekin í notkun og tækjasamstæðan sem verði notuð við þessa framleiðslu komi frá ís- landi, frá fyrirtækinu Trausti hf. í Keykjavík. (>á er sagt að áætlað sé að byggja 6—7 kavíarverksmiðjur í Noregi á næstu árum, en uppbygging þeirra fari þó vissulega eftir því hvernig markaðurinn taki við þess- ari framleiðslu. Morgunblaðið ræddi við Trausta Eiríksson framkvæmdastjóra Trausts hf. og spurði hann hvort hann hefði unnið lengi að gerð laxahrognavinnsluvélar. — Upphaf þessa máls er, að á sjávarútvegssýningunni í Osló haustið 1978 sýndum við okkar tækjaframleiðslu, þar á meðal loðnuhrognahreinsibúnað. Þarna á sýningunni kom að máli við mig maður að nafni Arne Grönnings- ætter, en hann er frumkvöðull að ýmsu, er varðar fiskeldi í Noregi. Hann spurði mig hvort ekki væri hægt að nota loðnuhrognaskilju, til að ná laxahrognum úr sekkn- um. Hann hafði þá í 20 ár fram- leitt kavíar úr laxahrognum og selt þau ákveðnu hóteli í Molde, en hann býr þar skammt frá. Arne hafði unnið hrognin á hefðbund- inn hátt, þ.e. nuddað þeim við dúk úr mjúku efni t.d. silki og náð þeim þannig úr sekknum, sem er utan um þau, en þetta var ákaf- lega seinlegt og erfitt verk. Ég sagi Arne eins og er, að loðnuhrognabúnaður yrði aldrei nothæfur til þessa, en skömmu eftir, að ég kom heim af sýning- unni hitti ég Árna Jónsson hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar- Trausti Eiríksson MW-: Kmil1*- ins og var hann þá kominn með grunn að aðferð til að ná hrognun- um úr sekknum, með því að hita og efnameðhöndla hrognin. Við ákváðum því í sameiningu að við skyldum hanna tæki til að gera þetta verk og nú eru tækin tilbúin, en mikill tími hefur farið í alls- konar tilraunir og við vildum heldur ekki ana að neinu. Tækin sem við erum nú að koma með á markaðinn ættu að reynast mjög vel, það hafa tilraunir okkar hér heima sýnt. — Laxa- og silungahrogna- vinnslutækin eru það dýr, að við höfum ekki efni á að vera með þau til sýnis. Hins vegar fengum við send 350 kíló af hrognum frá Nor- egi á þessu ári, og smíðuðum þá einfaldan tækjabúnað, sem gat hreinsað 10—20 kíló á klukku- stund, en tækjabúnaðurinn sem Norðmenn óska eftir og er al- sjálfvirkur á að vinna 100 kg á klukkustund. Við leigðum aðstöðu hjá Rannsóknarstdfnun fiskiðnað- arins með okkar búnað og unnum hrognin þar. Síðan fengum við að- stöðu hjá Ora hf. til að loka dósun- um með laxakavíarnum. Út úr þessu kom svo skínandi vara. — Það má geta þess að ég kynnti hugmyndina að þessum tækjabúnaði á sjávarútvegssýn- ingu í Seattle í Bandaríkjunum fyrir tveim árum, en þar fellur til mikið af hrognum, auk þess sem við höfum kynnt búnaðinn víða í Noregi. I upphafi var áhuginn í Noregi ekki mikill, nema hjá Arne Grönningsætter, þar sem mark- aðurinn í landinu er það lítill. Endirinn var sá að við tókum til þess ráðs að hafa samband við ráðgjafafyrirtæki í Osló og kann- aði það markaði fyrir þessa fram- leiðslu í Hollandi, Belgíu og Þýzkalandi. Þá var gerð áætlun um hvort framleiðslan í Noregi gæti staðið undir sér og hversu mikið magn af hrognum væri hægt að fá. Ennfremur var athug- að hvernig hægt yrði að fjár- magna slíkan rekstur og haft sam- band við Byggðasjóð þeirra Norð- manna. Stjórnendur þar voru strax tilbúnir að styrkja þessar framkvæmdir, þó með því fororði að ekki yrði reistur nema ákveð- inn fjöldi kavíarverksmiðja með þennan tækjabúnað, það þarf eng- inn að vera hissa á því, þar sem aðeins tækjabúnaðurinn kostar 600 þús. kr. — Norðmenn hafa hins vegar ekki pantað tækjabúnaðinn enn, en ég á von á að það verði á næstu vikum. Ég er ekki hræddur um að þeir reyni að stela okkar hug- myndum, þar sem við byggjum á reynslu og þekkingu Árna Jóns- sonar og samstarfi við Sigurlinna Sigurlinnason gerlafræðing. Þetta er svo viðkvæm framleiðsla að það borgar sig ekki að fara út í eftir- líkingu. Þá sakar ekki að geta þess, að við höfum þegar sótt um einkaleyfi á þessum búnaði í Nor- egi og á íslandi og munum jafnvel gera það víðar. Menn hafa í fjölda ára verið að reyna að hanna tækjabúnað sem þennan og sótt hefur verið um allskonar einka- leyfi. Þessi framleiðsla hefur hins vegar aldrei gefið góða raun fyrr en nú og það, sem menn hafa brennt sig á fyrst og fremst, er að þeir hafa notað allskonar kemísk aukaefni við framleiðsluna og fall- ið á því. — Þegar við spurðum Trausta hvort hann hefði hugsað sér að hefja kavíarframleiðslu úr laxa- og/eða silungahrognum hér á landi sagði hann, að hann hefði jafnvel hugsað sér að gera það í litlum mæli fyrir íslenzk hótel, og jafnvel einnig úr murtuhrognum, sem ekki væru síðri á bragðið og kitluðu bragðlaukana. Þá sagði hann, að ekki mætti heldur gleyma loðnuhrognum, sem væru orðin vinsæll forréttur á beztu hótelunum í Osló. En er þá nægur markaður fyrir mikið magn af kavíar í heiminum? — Það er til ákveðinn markaður fyrir kavíar. I vissum heimshlut- um er til fólk sem er hrifið af styrjuhrognakavíar frá Rússlandi, en fyrir kílóið af þeim þarf að borga 600—700 krónur. Við erum ekki að hugsa um það fólk, sem kaupir styrjuhrognin. Það, sem við ætlum að reyna að gera, er að koma t.d. laxahrognakavíarnum í Efsta myndin sýnir teikn- ingu af tækjasamstæðunni. Á miðmyndinni er verið að framleiða laxakavíar í húsa- kynnum Kannsóknarstofn- unar fiskiðnaðarins og neðsta myndin sýnir laxa- kavíar. sælkerahorn í stórverzlunum víðs- vegar um Evrópu, en þessi hrogn gefa styrjuhrognum lítið eftir. Þar verður framleiðslan í 100—200 gramma umbúðum. Allur almenn- ingur mun hafa efni á að kaupa hrognin í þessum umbúðum, þar sem verðið verður mörgum sinn- um lægra en á styrjuhrogna- kavíar. Það sem er því til fyrirstöðu að við getum hafið framleiðslu á svona kavíar á Islandi í ríkum mæli, er hvað lítið magn af hrogn- um fellur til. Með aukinni laxa- rækt verður eflaust hægt að ná í eitthvað af hrognum, en það þarf eflaust að bíða í mörg ár, þar til hægt verður að byggja á því, sagði Trausti að lokum. Þ.Ó. „Skortir ráðgjöf um starfsmannahaldu Rætt við Jacob Hautaluoma, stjórnunarfræðing NÝVERIÐ var á ferð hér á landi bandarískur stjórnunarfræðingur, Jacob Hautaluoma, á vegum við- skiptafræðideildar Háskólans og Menningarstofnunar Bandaríkj- anna. Dvaldi hann hér u.þ.b. fjórar vikur og hélt fyrirlestra um starfsmannamálefni og stjórnun. Þá hélt hann ennfremur námskeið á vegum Stjórnunarfélags íslands bæði í Reykjavík og á Akureyri. Hautaluoma var hér á ferð fyrir fjórum árum í svipuðum erinda- gjörðum. Hann ræddi við blm. Mbl. á dögunum. „Mér finnst að stjórnendur fyrirtækja hér, framkvæmda- stjórar og aðrir, séu áhugasam- ari nú en fyrir fjórum árum, enda þótt áhuginn á þessu hafi verið verulegur þá. Þeir vilja fylgjast vel með og hefur tekist það prýðilega. Það sem ég fjall- aði um á námskeiðunum á veg- um Stjórnunarfélagsins var einkum spurningin um nýtingu og stjórn mannafla, eða mann- auðs eins og við höfum þýtt enska orðið „human resource". Ýmsar þær hugmyndir sem ég hef talað um hér eru mjög nýjar í Bandaríkjunum. Hugmyndir um samvinnu stjórnenda og starfsmanna. Þó er hér ekki um að ræða hið evrópska atvinnu- lýðræði, bandarísku hugmynd- irnar í þessu sambandi eru nokk- uð öðruvísi og meira í ætt við þróun á þessu sviði í Japan, þar sem myndaðir eru starfshópar stjórnenda og verkamanna. Slík- ir hópar mynda einatt eins kon- ar gæðaeftirlitshring. Þessi hug- mynd byggir á því að allir ein- staklingar beri ábyrgð á því sem þeir vinna við að skapa. Annað sem við ræddum um hér var svokölluð „jákvæð endurgjöf", sem þýðir eiginlega jákvæð gagnrýni. Gagnrýni er algeng í fyrirtækjum, en yfir- leitt er hún neikvæð. Svo þarf ekki endilega að vera. Það er eðlilegt að það komi upp deilur á Jacob Hautaluoma vinnustað, í fyrirtækjum, og við fjölluðum nokkuð um það og reyndum að finna leiðir til að leysa þær. Þátttakendur á nám- skeiðunum voru mjög áhuga- samir, en nokkuð hlédrægir í upphafi. Ég verð að segja, að ég dáist að þeim fyrir skarpskyggni þeirra og áhuga. Það skortir til- finnanlega ráðgjöf á þessu sviði, þ.e. varðandi tengsl fyrirtækis og starfsfólks. Ráðgjöf varðandi rekstur er fyrir hendi, en ekki af þessu tagi. I fyrirlestrum mínum við Viðskiptafræðideild Háskóla ís- lands fjallaði ég einnig mest um starfsmannahald og greindi frá þróun á þessu sviði í Bandaríkj- unum. Ég fjallaði um spurning- una um það hvernig eigi að meta frammistöðu starfsmanna og hugmyndir um að aðrar aðferðir séu til að veita fólki viðurkenn- ingu í starfi, en peningagreiðsl- ur. Þá ræddum við um upplýs- ingastreymi innan fyrirtækja og nauðsyn þess að greina starfs- fólki frá stöðu fyrirtækjanna hverju sinni og stuðla þannig að því að fólk sjái eigin störf í víð- ara samhengi. í Bandaríkjunum er nú algengt að leitað sé til ráðgjafafyrirtækja á sviði stjórnunar til að safna upplýs- ingum hvaðanæva að úr fyrir- tækinu og öðlast þannig heildar- yfirsýn sem sjálfum starfs- mönnum fyrirtækisins er nánast fyrirmunað að öðlast. Á síðustu árum hafa svonefndar viðhorfskannanir rutt sér til rúms hjá bandarísk- um fyrirtækjum, en með þeim er leitast við að kynnast viðhorfum starfsmanna, til að auðvelda lausn vandamála sem upp kunna að koma og til að kanna í hvaða átt skuli stefnt varðandi breyt- ingar í fyrirtækjunum. I heild má segja að hér á landi sé mikill áhugi á málum sem tengjast stjórnun og rekstri og menn hafi hug á að kynnast nýj- ustu hugmyndum á þessu sviði, en ennþá skortir ráðgjöf á ýms- um sviðum stjórnarinnar. Ég vona að fyrirlestrar mínir við Háskólann og á námskeiðum stjórnunarfélagsins hafi komið hér að nokkru gagni og vakið at- hygli manna á ýmsu því sem þörf er að hyggja að í þessu sam- bandi.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.