Morgunblaðið - 06.01.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.01.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1982 Spadolini forsætisráðherra Italíu: Öryggi Doziers á ábyrgð NATO Knmalxirt'. 5. janúar. Al*. GIOVANNI Spadolini forsætisrád- hcrra Ílalíu sagði í dag, að Atlants- hafsbandalagid væri ábyrgt fyrir ör yggi James L. Doziers hershöfð- ingja, sem mannræningar rændu fyrir tæpum þremur vikum, en ekki ríkisstjórn Ítalíu, sem gagnrýnd hef- ur verið fyrir aö stemma ekki stigu við hryðjuverkamönnum. Spadolini sagði ítölsk yfirvöld hafa varað yfirmenn Atlants- hafsbandalagsins (NATO) við hugsanlegum mannránum og þeir hvattir til að gæta fyllsta öryggis. Sagði Spadolini bandalagið með eigin öryggisgæzlu er ekki leyfi utanaðkomandi hlutdeild er hann svaraði ásökunum á þingi um að ítalska stjórnin hefði ekki tryggt öryggi Doziers nægilega vel. Því væru starfsmenn bandalagsins á ábyrgð þess sjálfs en ekki ítölsku stjórnarinnar. Italska lögreglan sagði að tveir vel vopnaðir menn hefðu verið teknir fastir í Róm eftir mikinn eltingarleik. Voru þeir með mikil og öflug vopn í sínum fórum og sagðir tilheyra Rauðu herdeildun- um, og jafnvel hafa verið viðriðnir ránið á Dozier. Frá því Dozier var rænt hafa a.m.k. sjö félagar í Rauðu herdeildunum verið teknir fastir. Enginn hryðjuverkamann- anna hefur þó verið ákærður í sambandi við ránið. Lögreglumenn stöðva bíla í útjaðri Verona í sambandi við leitina að James L. Dozier hershöfðingja, sem leitað hefur verið ákaft frá því hryðjuverkasam- tökin Rauðu herdeildarinnar, sem eru samtök vinstrimanna, rændu honum 17. desember. Sprengjuherferð í E1 Salvador San Salvador,janúar. VI*. TOLK öflugar sprengjur sprungu í höf- uðborg Kl Salvador og næsta nágrenni á mánudagskvöld, stórmarkaður var lagður í rúst, heimili tveggja hæsta- réttardómara einnig og fleiri mann- virki urðu illa úti að sögn formælenda lögreglu. Einn maður slasaðist i sprengingunum. Ein sprengjanna sprakk skammt frá bandaríska sendiráðinu en þar 12 börn drukkna Manaus, Krasilíu. janúar. VI*. ALLS tólf börn drukknuðu þegar bát hvolfdi á ánni Negro, sem fell- ur í Amazon-fljótið, nú um helgina. Báturinn var 6 metra langur og ætlaður fyrir 7 farþega. 21 var um borð í bátnum. Farþegarnir voru allir ættingj- ar á skemmtisiglingu á ánni þeg- ar veðrið versnaði skyndilega og bátnum hvolfdi. Fjórir fullorðnir og fimm börn gátu synt í land. sakaði engan. Oflugur lögregluvörð- ur umkringdi strax sendiráðið og varnaði blaðamönnum aðkomu. í einni sprengingunni voru há- spennulinur eyðilagðar og varð við það svartamyrkur í bænum Santa Tecla, sem er skammt frá San Salv- ador. Vinstri sinnaðir skæruliðar eru sagðir bera ábyrgð á sprengingun- um, en þeir hafa barist við stjórn- arherinn í 27 mánuði án þess að ná völdum í sínar hendur. Aætlað er að um 35 þúsund manns hafi týnt lífi í bardögunum. Að sögn sjónarvotta voru flestar sprengingarnar mjög öflugar og stjórn á viðkomandi mannvirkjum mikið. Formælendur lögreglu sögð- ust ekki hafa spurnir af því hvort hæstaréttardómararnir hafi slasast í sprengjuárásunum á vistarverur þeirra, en fyrir tveimur mánuðum slapp forseti hæstaréttar E1 Salv- ador naumlega er sprengja sprakk fyrir utan byggingar dómstólsins. Vinstri sinnaðir skæruliðar voru sagðir bera ábyrgð á því tilræði, en samtök þeirra lýstu hvorki ábyrgð sinni þá, né hafa nein samtök lýst ábyrgð sinni á sprengjuherferðinni á mánudagskvöld. Frá mótmælaaðgerðum í Gdansk Þremur dögum eftir að herlög voru sett í Póllandi, en hér eru mótmælendur að velta lögreglubíl. Myndin er ein af mörgum sem AP-fréttastofunni barst eftir leynilegum leiðum í gær, en myndirnar tók ónefndur verkamaður á myndavél sem brezkur fréttamaður skildi eftir þegar honum var vísað úr landi. Frakkar koma í veg fyrir viðræður við Norðmenn um veiðar í lögsögu EBE Osló, 4. janúar, frá Jan Krik Ijiure, frt llarilara Mbl. FKAKKAK hafa komið í veg fyrir viðræður Efnahags- bandalagsins og Norðmanna um fiskveiðimál og krefjast þess að fyrst verði fundin lausn á ýmsum ágreinings- málum varðandi veiðar í lög- sögu handalagsins, svo sem við Færeyjar. Einkum eru Frakkar því mót- fallnir að Norðmönnum verði leyft að veiða allt að 16 þúsund smálest- ir af makríl vestur af Bretlands- eyjum, eins og gert var ráð fyrir í tillögum er undirbúnar höfðu ver- ið fyrir viðræðurnar. Ljóst er að þar sem viðræðurnar munu dragast verða norskir sjó- menn fyrir talsverðum tekjumissi meðan þeir geta ekki stundað fisk- veiðar í lögsögu ríkja EBE. Norsk yfirvöld hafa mótmælt því harð- Kúbanskur her- maður drepinn l’retoría, 5. janúar. Al*. TALSMAÐUR ríkisstjórnarinnar í Suður-Afríku sagði í dag, að örygg- isverðir landsins á landamærum Namibíu eða Suðvestur-Afríku og Angóla hafi drepið einn og handtek- ið annan Kúbumann á landamærun- um þegar til skotbardaga kom fyrir nokkru siðan. Ekki var tiltekið hvoru megin við landamærin þetta var né hvenær. Yfirvöld í Suður-Afríku fullyrða að sovéskir og kúbanskir hernaðar- ráðgjafar séu við störf í Angóla og veiti hryðjuverkasveitum í Namibtu aðstoð. lega við yfirvöld í París, að Frakk- ar skyldu grípa til þessara að- gerða á vettvangi Efnahagsbanda- lagsins. Seychelles: Byltingartil- raunarmenn ákærðir Victoria, Jóhannesarborg, 5. janúar. Al*. SJ(j ÍITLENDINGAR, sem voru hand- teknir eftir misheppnaða byltingartil- raun á Seychelles-ejjum í nóvember voru leiddir fyrir rétt í Victoria í dag og ákærðir fyrir ólöglegan innflutning á skotvopnum til eyjanna. Jafnframt voru fjörutíu og fimm málaliðar kærð- ir fyrir flugrán eftir byltingartilraun- ina í Jóhannesarborg. Mikil leynd hvíldi yfir réttarhöld- unum á Seychelles-eyjum og örygg- isvörður var mikill. Sex fanganna voru ákærðir um að hafa undirbúið tilraunina en hinn sjöundi var sagð- ur úr hópi málaliðanna og orðið eft- ir þegar þeir komust undan í vél frá Air India-flugfélaginu. Hinir ákærðu eiga yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsisvist. Að minnsta kosti fimm málalið- anna í Suður-Afríku var sleppt gegn 5000 dollara tryggingu og búist er við að jafn há trygging verði sett fyrir lausn hinna. Akvörðun stjórn- valda að ákæra þá kom eftir harða gagnrýni víða um heim en 40 var sleppt strax og vélin lenti í Durban. Fimm leiðtogar sveitarinnar voru þá ákærðir fyrir mannrán en látnir lausir gegn tryggingu. Þar á meðal var hinn velkunni Kongó-málaliði „Mad Mike“. Baskar ræna þýzkum iðnjöfri Bilbao, 5. janúar. Al*. HRYÐJUVERKAMENN úr aðskiln- aðarsamtökum baska (ETA) rændu í dag vesturþýzka iðnjöfrinum Josef Lipperheide, er vopnuð víkingasveit réðst inn á heimili hans á norður- hluta Spánar. Formælandi fjölskyldu Lipper- heide sagði að ræningjarnir hefðu krafizt hárrar fjárhæðar í lausn- argjald fyrir iðjöfurinn, sem er vellríkur. Fjölskylda Lipperheide hefur skorað á ræningjana að láta hann strax lausan á þeirri forsendu að hann eigi við heilsufarsörðugleika að stríða og hafi verið undir lækn- ishendi upp á síðkastið. ETA hótaði Lipperheide lífláti fyrir fimm árum er samtökin reyndu að kúga af honum fé. Sam- tökin hafa haft hljótt um sig und- anfarna mánuði, en þau eru sögð ábyrg fyrir 39 mannránum frá 1970. Clark og Reagan eru gamlir samsta Wa.shini'fon, 5. janúar. Al*. WILLIAM P. CLARK, sem Ronald Reagan hefur nú valið sem helsta ráðgjafa sinn í utanrfkismálum í stað Richard Allens, hafði enga reynslu og litla þekkingu á utanrík- ismálum þegar hann var skipaður aðstoðarutanríkisráðherra fyrir einu ári. Clark viðurkenndi þekkingar leysi sitt fúslega og margir gagn- rýndu skipun hans í embættið. En hann þykir hafa staðið sig framar vonum og lært margt á þessum tíma. Starf öryggismálaráðgjafa for- seta mótast eftir geðþótta hvers forseta og manngerð ráðgjafans. Zbigniew Brzezinski og Henry Kissinger þóttu heldur umsvifa- miklir í embættinu og oft grípa fram fyrir hendur utanríkisráð- herra. Reagan skar niður starfslið ráðgjafans þegar hann tók við völdum og Allen voru settar strangar reglur um ræðuhöld og yfirlýsingar. Clark starfaði fyrir Reagan þeg- ar hann var ríkisstjóri Kaliforníu og var þá þekktur fyrir að vera skýr og stuttorður í útskýringum sínum. Hann er manngerð sem Reagan kann vel við en það var aldrei sagt um Allen. Þegar Reag- an*skipaði Clark í embættið í utanríkisráðuneytinu var sagt, að það væri gert svo að hann gæti fylgst með Alexander Haig utan- ríkisráðherra sem Reagan þekkti lítið. Gott samstarf tókst með þeim Clark og Haig og Clark stjórnaði ráðuneytinu á meðan Haig mótaði utanríkisstefnu stjórnar Reagans. í yfirheyrslunum í þinginu fyrir ári vissi Clark ekki hvað forsæt- isráðherra Suður-Afríku hét og hann sagðist þurfa að hugsa málið áður en hann gæti sagt skoðun sína á aðstoð Bandaríkjanna við * þróunarlöndin eða á banni við út- breið^Ju kjarnorkuvopnafram- leiðslu. Á mánudag þegar hann var spurður hvort honum þætti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.