Morgunblaðið - 06.01.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 06.01.1982, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1982 26 Kommúnistasamtökin: Hvetja til stuðnings við Pólverja MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Kommún- istasamtökunum um ástandið í Pól- landi og er hún birt hér nokkuð stytt: „Vegna nýsettra herlaga sem enn á ný hafa svipt pólsku þjóðina öllum sjálfsögðum mannréttind- um, vilja Kommúnistasamtökin ítreka samstöðu sína og stuðning við pólska alþýðu og þau samtök sem eru raunverulegur fulltrúi fólksins, Solidarnosc. Arangur hinnar sjálfstæðu verkalýðshreyfingar í Póllandi hefur vakið vonir vítt og breitt um að þjóðum hins svonefnda sósíal- íska heimshluta takist að brjótast út úr þeim álagaham sem ofbeld- is- og afturhaldsklíka sú er drottnar yfir þjóðum Sovétríkj- anna hefur þröngvar upp á flest lönd A-Evrópu. Solidarnosc gegna nú hlutverki faglegrar og pólitískrar andstöðu við yfirvöld og hlutverki varnar- samtaka gegn hersveitum sem þegar hafa myrt almenna borgara landsins. Samtökin njóta stuðn- ings mikils meirihluta pólsku þjóðarinnar og þarfnast allrar að- stoðar sem unnt er að veita. Engin lausn er hugsanlega á vandamál- um Póllands án þátttöku verka- lýðshreyfingarinnar ... Kommúnistasamtökin fordæma harðlega valdníðslu yfirvalda í Póllandi og krefjast þess að þegar verði snúið við til samninga við Solidarnosc um bráðabirgðalausn- ir á vandamálum Póllands. Kommúnistasamtökin hvetja alla íslenska stjórnmálaflokka, stjórn- málasamtök, kirkjuna og hags- munasamtök um að víkja til hlið- ar skoðanaágreiningi og samein- ast um sem víðtækastan stuðning við pólska alþýðu. Kommúnista- samtökin minna sérstaklega á fjársöfnunina sem nú er hafin. Grétar Fells Grétar Fells. I>að er svo margt (erindasafn). Útg. Hliðskjálf. Þetta er sjötta og síðasta bindið af erindum Grétars Fells. For- mála skrifar Gunnar Dal, rith., en eftirmála frú Svava Fells, eftirlif- andi eiginkona Grétars. Svava gerir hér grein fyrir útgáfunni: Þrjú fyrstu bindin bjó höfundur sjálfur til prentunar en Svava hin síðari með aðstoð góðra vina. Hér kemur og fram að í þessu bindi eru 23 erindi, sum frá yngri árum höf., hin frá síðustu árum hans. En alls eru í öllum bindunum 137 erindi. Enn má heyra fólk af eldri kynslóð sakna hinna „góðu fyrir- lesara" í útvarpi frá liðinni tíð. Þar er Grétar Fells oftast nefndur og það er engin furða. Grétar var afburða snjall fiytjandi og hann fjallaði jafnan um efni sem heill- aði fólk og var því til huggunar og leiðbeiningar í lífi þess og fram- gangsmáta meðai annarra manna. Guðspekin barst hingað snemma á öldinni og var kynnt af afburða vitru fólki sem hafði fundið í henni andlega vegsögu. Þjóðin var að vakna til dáða um hag sinn og hug. Kirkjan var frjálslynd, nýjar stefnur ruddu sér til rúms, það var vor í lofti. Frelsið til sjálfstæðis, sæmandi lífskjara og andlegs víðsýnis var krafa og henni var fylgt eftir af dirfsku. Aldrei gleyma eldri menn ræðum séra Jakobs Kristinssonar frá þessum fyrstu árum guðspekinn- ar, en hann var þar í fararbroddi. Þessi frelsandi blær vitsmuna- legra trúarhugleiðinga hélt áfram að leika um hugi manna og Grétar Fells var aflgjafi hans. Hann var fæddur fræðari, vitur maður og umburðarlyndur, orðs var honum heldur ekki vant. Áhugi hans ljómaði í dökkum augum eins og sólskin. Því miður hefur þessi vitsmuna- lega lífsskoðun verið lágróma nú upp á síðkastið. Þó er Gangleri, sem Grétar stýrði lengst, enn vak- andi og uppbyggjandi rit sem fyrr. Erindasafn Grétars er ómetan- legt lesefni og hugleiðingar. Þessi bindi Grétars þyrftu að vera til í sem flestum húsum manna sem mótvægi „hinnar vonarsnauðu visku", sem nú liggur eins og móða Skaftárelda yfir hugum margra „andlegra" leiðtoga okkar. í þessu síðasta bindi er hvert erindið öðru betra. Ég nefni t.d. Endurfundi, mjög lærdómsríkt verk. Þá er eitt hið besta, „Heil- brigt líf“, ómetanleg lesning. Höf- undur bendir á nauðsyn alhliða uppbyggingar mannsins, ekki að- eins líkamlega, heldur sérstaklega hinna andlegu þátta. Geðrænn þroski er fyrsta skylda, því vald óhaminna tilfinn- inga getur leitt á villigötur. Þá er stjórn hugans nauðsyn og segir svo í því sambandi: „Sumir dul- fræðingar ganga svo langt að segja, að allar þær tilfinningar og hugsanir sem þú elur með þér og andúðarættar eru, t.d. reiði, af- brýði og öfund, svo eitthvað sé nefnt, eigi eftir að koma fram sem sjúkdómur á sjálfum þér eða að minnsta kosti að skapa jarðveg fyrir sjúkdóma." Þetta er mjög trúlegt og sést þá hve hugrækt og stjórnun hugsana er brýn. En sem betur fer eru í þessari bók hlaðnar traustar vörð- ur sem vegvísar fram hjá hættum. I síðari hluta bókar er erinda- flokkur sem höfundur kallar „Opið bréf“. Þetta eru bréf til þín og mín um hin ólíkustu efni en öll sögð til leiðbeiningar í lífi og hegðan. í fyrsta bréfinu „Guðspekilegt upp- eldi“, segir: „Ein af fegurstu mannlýsingum í fornsögum okkar er á þessa leið: „Hann var vitur maður og góðgjarn."" En Grétar telur þó óþarft að taka fram að „vitur“ maður sé góðgjarn, það felist í hugtakinu „vitur". „Greindin ein er heldur ekki viska fyrr en hún sameinast góðvild- inni.“ Um Grétar Fells eiga þessi fögru orð fornsagnanna svo sann- arlega við. Hann var vissulega vit- ur maður og góðgjarn. Hann rækt- aði fagran garð og opnaði hann almenningi. Gróður þessa garðs varð mörgum manni til blessunar meðan Grétar lifði og enn má hafa hans full not. Blóm hans og tré halda áfram að anga í þessum sex bindum: Það er svo margt. Þökk sé þeim er gáfu þjóðinni slíkar gjaf- ir. Kristján frá Djúpalæk. Allt í gamni — leikir og þrautir „Allt í gamni“ heitir spilapakki, sem inniheldur leiki eða þrautir og leiðbeiningar með þeim, t.d. „Píra- mídaprik“, „Gálgagetraun“, sem er hér í nýjum búningi, „X og 0“ og leikinn „Já eða nei“, sem er eftir Tómas Jónsson auglýsingateiknara og Jón son hans, sem er tólf ára gamall, en Tómas stendur að fram- leiðslu spilapakkans. Spilapakkanum fylgja blýantur og uppskriftir að svifskutlu og vindmyllu. Spilapakkinn „Allt í gamni„ er fyrsta framleiðsla spilaútgáfunn- ar Norðurljós. Erindasafn Grétars Fells Ágætt í dag, en verður vonandi betra Ultravox. RAGE IN EIIEN ('hrysalis cdl 1338. Hljómsveitin Ultravox sló í gegn með plötunni „Vienna" sem kom út í fyrra. Þar á undan höfðu komið út þrjár plötur en engin þeirra hafði vakið athygli. Ultravox var stofnuð á Englandi 1974 og einu mannabreytingarn- ar sem hafa orðið eru þær að í stað John Fox og Simons kom Midge Ure. Hljómsveitin hélt af stað í hljómleikaferðalag til Am- eríku skipuð þeim: Chris Cross, Midge Ure, Warren Cann og Billy Currie. Þegar þeir svo sneru til Englands aftur, í byrj- un 1980, fengu þeir öllu betri við- tökur en þeir áttu að venjast, „Vienna" var búin að slá í gegn. Nú rúmu ári seinna eru dreng- irnir í Ultravox búnir að senda frá sér nýja plötu sem þeir kalla „Rage in Eden“. Á þeirri plötu er að finna 9 ný lög, öll eftir þá félaga. Tónlistarlega er þessi plata beint framhald af „Vi- enna“, en ferskleikinn er ekki sá sami og hún er öllu þyngri. Heildarsvipurinn er líka mun rólegri og það kann að valda því hve þung hún er áheyrnar. Þó bregður fyrir léttum og vel gerð- um hlutum eins og til að mynda Hljóm- plotur Finnbogi Marinósson „The Voice", en það lag er eitt þeirra betri á plötunni. Ekki er hægt að setja út á hljóðfæraleik- inn því hann er í höndum manna sem á sitt dót kunna. Platan vinnur á við frekari hlustun en nær því samt ekki að vera eins góð og „Vienna". Ætla má að „Rage in Eden“ sé bara millibilsástand og fróðlegt verður að vita hvernig næsta hljómplata Ultravox verður. Bestu lög plötunnar eru „The Voice" og „The Thin Wall“. Að lokum: Sem nýrómantísk hljómplata er „Rage in Eden“ al- veg ágæt þó hún færi Ultravox nær öllum hinum „futurista"- hljómsveitunum. DEVö „NEW TRADITIONALISTS“ Virgin V—2191. Hljómsveitin DEVO vakti fyrst á sér athygli árið 1977. Beindist hún aðallega að furðu- legri framkomu, sem var vélræn og skemmtileg. Engu minni at- hygli vakti klæðaburður þeirra en hann undirstrikaði boðskap DEVO sem var, að allt yrði tölvuvætt og að mannsins yrði varla þörf. Árið 1978 sendu þeir frá sér sína fyrstu stóru plötu. Hún hét „Q: Are we not men? A: No we are DEVO“ og vakti hún almenna athygli. Á henni voru lög sem urðu vinsæl, eins og „Jocko Horno" og síðast en ekki síst gamla Rolling Stones-lagið „Satisfaction", sem var í mjög góðri útsetningu. Næsta plata var “Duty now for the Future", en hún náði ekki sömu vinsæld- um og sú fyrsta. Þriðja plata DEVO var svo „Freedom of Choice". Lagið „Whipit" af þeirri plötu minnti almenning á að DEVO var enn til. Lagið náði töluverðum vinsældum og platan gerði það sæmilega gott. Síðast- liðið sumar kom svo út tólf- tommu „live“-plata, en hún gerði lítið annað en að koma út. Þá er á henni að finna lög sem áður höfðu komið út í stúdíó-útgáfum, en þegar á hana er hlustað, fer ekki á milli mála, að DEVO er svolítið meira en einhver tísku- bóla. Þótt dofnað hafi yfir vinsæld- um DEVO þá hafa þeir ekki lagt árar í bát og ekki alls fyrir löngu sendu þeir frá sér sina fjórðu stóru piötu, „New Traditional- ists“. Á henni er að finna 10 ný lög, sem öll eru eftir þá félaga M. Mothersbaugh og G.V. Casale. Eins og fyrr fara þeir ekki troðn- ar slóðir í lagasmíðum sínum, þó frumlegheitin séu ekki eins mik- il og áður. Samt er ekki hægt að segja að DEVO séu farnir að staðna, heldur er um hæga, mjög hæga þróun að ræða. Það sem DEVO er að fást við í dag er til að mynda ekki eins vélrænt og t.d. fyrsta platan. Tónlistin hef- ur tekið á sig þægilegri og af- slappaðri mynd. Þetta hefur þó gerst án þess að tónlistin hafi á nokkurn hátt misst þá sérstöðu, sem hún hafði. Sérlega er gaman að hlusta á hvernig þeir blanda saman rokki, nýbylgju, og hinni svokölluðu nýrómantísku stefnu, án þess að hægt sé að bendla þá við neina af þessum stefnum. Allur hljóðfæraleikur er góður, söngurinn er eins og fyrr flatur og tilþrifalítill en passar þó eins og flís við rass. Ekki er hægt að taka neitt lag fram yfir annað á plötunni, því öll eru þau svipuð að gæðum, en þó hafa heyrst betri lög frá DEVO. í heildina mynda þau ágæta plötu sem þó er ekki eins góð og þær fyrri. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér DEVO geta byrjað á þessari, hinar koma örugglega í kjölfar- ið. Hljóm- plotur ÁrniJohnsen START á fullri ferð Start var hleypt af stokkunum fyrir um þad bil tveimur árum og hefur verið ein vinsælasta rokk- hljómsveit landsins síðan, enda vaskir strákar sem hafa ekkert gefið eftir í hljómlistinni og allt vanir menn, eins og sagt er til sjós. Strákarnir hafa nú gefið út sína fyrstu breiðskífu en síðast- liðið vor gaf Start út tveggja laga plötu með lögunum Seinna meir og Stína fína, en bæði nutu þau mikilla vinsælda í sumar á dansleikjum Start víða um land og einnig hafa þau verið spiluð nokkuð í útvarpinu. Breiðskífa Start er hressileg rokkplata, spiiuð af leikni og lík- lega hefur engin hljómsveit á landinu eins marga góða söngv- ara um borð. Pétur Kristjánsson er löngu þekktur fyrir hæfni sína, þá syngur Eiríkur Hauks- son og Jón Ólafsson, allt prýðis- söngvarar. Þeir syngja þrír af sex á þessari plötu og skila vel hver sínum hlut. Start skipa söngvararnir Pétur Kristjánsson og Eiríkur Hauksson sem einnig leikur á gítar, Kristján Edel- stein er aðalgitarleikari, Jón Ólafsson leikur á bassa, Davíð Karlsson er trymbill og Nikulás Róbertsson leikur á hljómborð. Að undanförnu hefur Start verið að kynna nýju plötuna í félagsmiðstöðvum í Reykjavík og auk þess hefur hún leikið á tónleikum NEFS og víðar. Það er þéttur taktur og hljóm- ur í Start-plötunni og ljómandi góð iög. Sérstaklega vil ég nefna Tilveruna og lífið, Hjónalíf, sem mér finnst bezta lagið á plöt- unni, Þorgerði þreknu, Hvað viltu mér? og Örvænting, sem er gott lag og sérstaklega vel leikið. Textarnir á plötunni eru eftir Kristján Hreinsmögur, Eirík Hauksson, Þorstein Eggertsson og Brynjar Ö. Gunnarsson. Mér finnst galli á annars líf- legri plötu að það er svolítið þreytulegur tónn í textunum, einhver lífsleiði sem þó er reynt að gera gott úr, en lífsglaðir textar myndu styrkja Start enn betur í sessi, því það er eiginlega nóg komið af yfirheyrslustílnum þar sem vandamál eru við hvert fótmál. Það eru Steinar hf. sem gefa plötuna út, en hljóðritun fór fram í Hafnarfirði og var Jónas R. Jónsson aðalupptökumaður, en einnig kom Sigurður Bjóla við sögu, Eðvarð Marx og Sigurður Árnason. Umslagið gerði Aug- lýsingastofan Ernst J. Bach- mann og er það smekklegt eins og mörg umslög sem stofan hef- ur séð um. Prentun fór fram í Hafnarfirði. Start er ekki lengur í starthol- unum, þeir eru komnir á skrið eins og heyra má á ágætri plötu þeirra í heild, en ég er viss um að þeir ættu auðvelt með að víkka út efnisval og skapa meiri breidd í dugmiklu starfi sínu. Start á fullri ferð er dúndur hljómsveit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.