Morgunblaðið - 06.01.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.01.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1982 23 Mótmæla kvótafyrirkomulagi á rækjuveiðum við ísafjarðardjúp Kækjubátur í höfn á fsafirði Morgunbladinu hefur borist til- kynning frá fimm rækju- sjómönnum við ísafjardardjúp, þar sem þeir mótmæla því að rækju- sjómenn þar séu einróma hlvnntir kvótafyrirkomulagi á rækjuveiðum í Djúpinu, en samkvæmt fyrir komulaginu fá stærstu skipin að veiða 93 tonn, en þau minnstu 79 tonn. „Vió, sem þessa tilkynningu undirritum, teljum ad boíabrögð- um hafi verið beitt og þær sam- þykktir, sem sjávarútvegsráðu- neytið styðst við um vilja heima- manna, túlki alls ekki vilja mikils hluta rækjusjómanna, þar eð margir sjómenn áttu þess ekki kost að vera viðstaddir á þeim fundi, þar sem samþykkt sú var gerð er ráðuneytið styðst við,“ segja fimmmenningarnir. Þá segja þeir: „í sumar sem leið var nefnd að störfum, en í henni sátu full- trúar tilnefndir af ráðuneytinu, og voru þeir úr hverju hinna þriggja byggðarlaga við ísa- fjarðardjúp, Súðavík, Isafirði og Bolungarvík. Af hálfu ráðuneyt- isins mætti Jón B. Jónasson, einnig sat sjávarútvegsráðherra fund með nefndinni. Hlutverk þessarar nefndar var að gera til- lögur um fyrirkomulag veiðanna á næstu vertíð, sem síðan skyldi borið undir sjómenn. Alit þess- arar nefndar var síðan borið undir almennan fund rækjusjó- manna og fól í sér, að kvótakerfi skyldi komið á. Þessi tillaga að kvótakerfi var felld. Þá gerist næst, að fjölgað er í nefnd þeirri sem að tillögugerð stóð og annar fundur haldinn með rækju- sjómönnum og kvótatillaga enn borin fram og enn felld. Var þetta rétt áður en vertíð hófst. Töldu menn nú, að kvóti væri úr sögunni þar til annað kom í Ijós. Þeir sem undir höfðu orðið í kvótamálinu boðuðu til fundar í Alþýðuhúsinu á ísafirði þá menn sem þeir vissu hliðholla kvóta- kerfi, og gafst mönnum tækifæri að skrifa undir blaðhaus þar sem farið var fram á kvótakerfi og plagg þetta síðan sent ráðuneyt- inu sem viljayfirlýsing rækju- sjómanna. Við viljum taka fram, að enginn okkar, sem undir þessa tilkynningu skrifum, var boðaður á nefndan fund í Al- þýðuhúsinu og mótmælum við harðlega þessum vinnubrögðum, en ráðuneytið virðist hafa tekið þessa samþykkt gilda, sem að- eins hluti sjómanna átti aðild að, hinir fengu þar hvergi nærri að koma. Af ástæðum sem hér er lýst, teljum við alveg út í hött, að sjávarútvegsráðuneytið styðjist við álit leynifundar, sem aðeins fáum útvöldum var boðið til og þess vegna fáránlegt, þegar fjölmiðlar eru að vitna til al- mennrar ánægju rækjuveiði- sjómanna með þá kvöð sem kvótakerfið leggur á þá flesta hverja." Bíóbær, nýtt bíó í Kópavogi: Sýna myndir í NÝTT kvikmyndahús hefur tekið til starfa í Kópavogi, Bíóbær, og voru fyrstu sýningarnar hinn 1. janúar síðastliðinn. Bíóbær er til húsa að Smiðjuvegi 1 í Kópavogi, þar sem Korgarbíóið var áður til húsa. Kigandi Bíóbæjar er Björn Traustason. Bíóbær tekur nú 312 manns í sæti, en möguleiki er á að bæta öðrum sal við í sama húsnæði, tekur hann 100 manns í sæti og liggja teikningar fyrir, en allt mun þó óákveðið um hvenær af framkvæmdum þar verður. Góð aðstaða er í húsinu fyrir fatlað fólk, og er meðal annars sérstök snyrtiaðstaða fyrir fatlaða í bíó- inu. Mesta nýjungin í hinu nýja kvikmyndahúsi er þó sú, að þar verða sýndar svonefndar „þrí- víddarmyndir", og fá kvikmyndahússgestir sérstök gleraugu til að horfa í gegnum, en myndkerfi þetta veldur því að áhorfandinn „færist inn í mynd- ina“, en sér hana ekki eingöngu beint framundan sér. Til þess að sýna myndir með þessari tækni hefur einnig verið komið upp sérstöku sýningartjaldi með bronzsanseraðri áferð. I.jó.sm: KrÍNtján Kinarsson. Kigandi og starfsmenn hins nýja kvikmyndahúss í Kópavogi, Bíóbæjar, talið frá vinstri: Sveinbjörn Þór, Gunnar Jósefsson og Björn Traustason, eigandi. Takið eftir hinum sérkennilegu gleraugum, er eru notuð við sýningar í þrívídd, en Bíóbær mun einkum sýna þannig kvikmyndir. þrívídd Eigandi nýja kvikmyndahúss- ins, Bíóbæjar, sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins, að sýningar í bíóinu yrðu alla daga vikunnar, og yrði sýnt að öllum jafnaði klukkan 5, 7, 9 og 11 síð- degis. Tiltölulega auðvelt sagði hann vera að fá kvikmyndir er- lendis frá, bandarískar, breskar og fleiri þjóða myndir. Yrði lögð áhersla á að hafa sem mesta fjölbreytni í myndvali, auk þess sem vandað yrði til vals mynd- anna. Stálvaskar VVJ~Lr7 ” 0g ARABIA u blöndunartæki hreinlætistæki J á AÐVÖRIIRNAR RÁ BAÐCTOFUNNI ^adstofaTR RMÚLA 23 - SlMI 31810. Tilkynning til félaga í Dansk kvindeklub, Foreningen Danne- brog, Det Danske Selskab, Dansk-íslenska félaginu og Félagí dönskukennara. Danski rithöfundurinn Vita Andersen kemur til ís- lands 7. jan. Sunnudaginn 10. jan. veröur sérstök sýning í Alþýöuleikhúsinu á leikriti hennar, Elskaöu mig. Eftir sýninguna veröa umræöur um verkiö meö þátt- töku höfundar. Félagsmenn ofangreindra félaga geta fengiö miöa á sýninguna á kr. 50,- meö því aö snúa sér til Alþýöuleikhússins eigi síöar en tveimur dögum fyrir sýninguna. Viö minnum einnig á dagskrá í Norræna húsinu laug- ardaginn 9. jan. kl. 16.00. Verslið hjá fagmanninum LJOSMYNDAÞJONUSTAN S.F. LAUGAVEGI 178 SIMI 85811 Þú kemur meö filmurnar til okkar í dag og sækir myndirnar kl. 16 á morgun. Opið iaugardaga kl. 9—12 Rock ’n Roll Vegna mikils áhuga Islend- inga á Rock’n Roll-dansinum höfum viö ákveðið aö halda 10 tíma námskeið í þessum fjöruga dansi. Meðal kennara verða íslandsmeistararnir Að- alsteinn og Herborg. Kennt verður í Brautarholti 4 og Drafnarfelli. Innritun í símum 39551 — 24959 — 20345 — 74444 — 38126 kl. 1—7 til föstudagskvölds. STUIUDSSPm &

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.