Morgunblaðið - 06.01.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.01.1982, Blaðsíða 31
i MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1982 31 Minning: Þorkell Kristjáns- son, fyrrv. fulltrúi Fæddur 25. maí 1903. Dáinn 24. desember 1981. A aðfangadaK jóla barst mér andlátsfrétt Þorkels Kristjáns- sonar, fyrrverandi framkvæmda- stjóra barnaverndarnefndar Reykjavíkur, húsbónda míns og samstarfsmanns um árabil. Með Þorkatli er genginn mætur sæmdarmaður, sem fjölmörgum var að góðu kunnur. Þorkell var Dalamaður að ætt og uppruna, fæddur á Breiða- bólsstað á Fellsströnd 25. maí 1903, sonur hjónanna Kristjáns Þórðarsonar og Sigurbjargar Jónsdóttur, sem þar bjuggu. Um fyrri ár Þorkels er mér fátt kun- nugt, en hann mun hafa stundað ýmis störf, m.a. barnakennslu, en fræðslu umfram barnanám hafði hann aflað sér í skóla, sem um hríð var starfræktur að Hjarðar- holti í Laxárdal. A árinu 1944 verða þau tímamót í lífi Þorkels að hann ræðst til starfa hjá barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Átti það eftir að verða hans ævistarf, því hann vann sem fulltrúi nefndarinnar og framkvæmdastjóri þar til hann lét af störfum vegna heilsubrests á árinu 1968. Sérstök lög um barnavernd voru fyrst sett hér á landi 1932 og í kjölfar þeirra komu barnavern- darnefndir. Fljótt varð það ljóst að störf barnaverndarnefndar Reykjavíkur voru umfangsmeiri en svo að nefndarmenn gætu sinnt þeim í hjáverkum. Var því tekið að ráða starfsfólk. Hér gerðist Þor- kell brautryðjandi. Hann er fyrsti maður hérlendis, sem gerir bar- navernd að ævistarfi. Starfið var erfitt. Viðfangsefnin oft heimi- lisböl og önnur ógæfa í sínum margvíslegustu myndum og úr- ræðin, sem tiltæk voru til hjálpar, alltaf af skornum skammti. Fæst það var fyrir hendi, sem til slíkrar starfsemi heyrir og nú þykir sjálf- sagt. Slíkt starf er þolraun hver- jum manni. Til þessara starfa var Þorkell vel fallinn fyrir margra hluta sakir. Hann var raunsær og fordómalaus gagnvart skjólstæð- ingum sínum og jafnframt nærfærinn og gæddur þeim hæfi- leika að geta umgengist ólíkasta fólk. Öll störf sín vann Þorkell af þeirri ósérhlífni og skyldurækni, sem þótt hefur einkenna aldamó- takynslóðina öðrum fremur. Það hlaut oft að verða hlut- skipti Þorkels sem framkvæmda- stjóra barnaverndarnefndar að framfylgja ákvörðunum í viðkvæ- mum einkamálum. Aldrei varð ég þess þó var, þau ár sem við unnun saman, að þeir, sem töldu sig eiga um sárt að binda í slíkum málum, bæru þykkju eða kala til Þorkels. Segir það meira en mörg orð um háttvísi hans og drenglyndi. Áhugi Þorkels á barnaverndar- málum takmarkaðist ekki við það, sem kalla mætti starf hans í þren- gri merkingu. Um langt árabil var hann, á einn eða annan hátt, aðili að mörgum þeim málum, sem til framfara og úrbóta horfðu í bar- naverndarmálum. Skortir mig kunnugleika til að rekja þau störf hans öll. Þá stofnaði hann styrk- tarsjóð munaðarlausra barna og lét sér jafnan síðan annt um við- gang þess sjóðs. Síðustu ævirárin urðu Þorkatli mótdræg. Konu sína, Guðrúnu Ólafsdóttur, missti hann eftir mikla vanheilsu og sjálfur átti hann við heilsubrest að stríða. Sá sem þetta skrifar kom ungur og reynslulítill til starfa hjá Þor- katli og naut ráða hans og góðvil- dar. Heilinda hans við mig min- nist ég á kveðjustund. Börnum hans, Margréti og Sigurði Ómari, svo og öðrum vandamönnum, sendi ég mínar hlýjustu sa- múðarkveðjur. Örn Helgason Guðlaug Snæbjörns- dóttir - Minningarorð í dag verður Guðlaug Snæ- björnsdóttir jarðsungin frá Frí- kirkjunni í Reykjavík. Guðlaug var fædd á Eyrarbakka 25. ágúst 1899, og var því á 83. aldursári er hún lést. Hún var yngri dóttir hjónanna Snæbjarnar Eysteinssonar og Borghildar Ein- arsdóttur frá Þurá í Ölfusi. Sú eldri hét Helga, fædd 1891. Helga var gift Hannesi Magnússyni vél- stjóra frá Eyrarbakka og áttu þau einn son, Harald. Helga lést árið 1973, en Hannes var þá látinn fyrir allmörgum árum. Foreldrar Guðlaugar slitu sam- vistum og eftir það var Guðlaug í skjóli móður sinnar þar til hún fór sjálf að vinna fyrir sér. Þegar Guðlaug var um tvítugt fór hún ásamt móður sinni til Reykjavíkur og réðist þá í vist til Björns Þórð- arsonar Iögmanns síðar forsætis- ráðherra. Björn mun hafa aðstoð- að Guðlaugu við að komast til Danmerkur, sem hugur hennar stóð mjög til. Hún fékk vinnu á prestsetri í námunda við lýðhá- skólann í Askov, en þann skóla sóttu margir íslendingar hér áður fyrr. Guðlaugu tókst jafnframt vinnu sinni á prestsetrinu að stunda nám í fyrrnefndum skóla. Hún lét ekki þar við sitja heldur fór á listaskólann Kunstflid í Kaup- mannahöfn. í þessum skóla lagði hún stund á hannyrðir. Er Guðlaugu hafði þannig tekist að afla sér menntunar, sem ekki var svo lítið afrek á þeim tíma, sérstaklega fyrir stúlkur, kom hún aftur heim til íslands. Hún dvaldi þó ekki lengi hér heima að þessu sinni, fann ekki starf við sitt hæfi. Hún sigldi því íljótlega til Kaup- mannahafnar og fékk þar vinnu við fatasaum. Guðlaug undi sér vel í Dan- mörku. Hún kunni vel við Dani, henni féllu vel lifnaðarhættir þeirra og hafði ætíð síðan sérstak- ar mætur á öllu dönsku. Guðlaug var í Danmörku öll síðari stríðsár- in og starfaði þá nokkuð innan danska Rauða krossins. Það kom vinum og ættingjum Guðlaugar nokkuð á óvart er hún kom alkomin heim til íslands og hafði þá dvalið í Danmörku sam- tals um aldarfjórðungsskeið. Hún lét hafa eftir sér að hún vildi bera beinin á Islandi. Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til. Eft- ir heimkomuna fór Guðlaug nokkrum sinnum til skemmri dvalar í Danmörku, síðast árið 1969. Guðlaug hóf nú störf hjá Andr- ési Andréssyni klæðskera. Hún starfaði hjá Andrési óslitið þang- að til fyrirtæki hans hætti starf- semi. Alls staðar þar sem Guðlaug vann þótti hún mjög góður starfskraftur, enda var það henni kappsmál að skiia góðu verki — gerði miklar kröfur til sjálfrar sín og ætlaðist til þess sama af öðr- um. Guðlaug var heilsuhraust alla sína ævi. Hún var mjög sjálfstæð og óháð, og vildi sem minnst til annarra sækja. Hún var ef til vill ekki vinmörg í fyllstu merkingu þess orðs, en með afbrigðum vin- föst. Á mínu heimili var hún tíður gestur og ég og fjölskylda mín söknum nú vinar í stað við fráfall hennar. Okkur er harmur í brjósti og við sendum Haraldi Hannes- syni frænda hennar og fjölskyldu hans samúðarkveðjur. Megi minn- ingin um hana lifa. Benedikt H. Alfonsson. Okkur langar til að minnast vinkonu okkar Guðlaugar Snæ- björnsdóttur, sem er nýlátin. Hin góðu kynni okkar voru á þann veg, að Guðlaug hafði um áraraðir ver- ið einn helsti heimilisvinur hjá móðurforeldrum okkar. Sú vinátta var langvinn og þegar foreldrar okkar stofnuðu til síns heimilis nutu þau velvildar Guðlaugar og varð hún æ síðan fastagestur þar. Ilún hafði mikinn áhuga á upp- vexti barnanna, tók okkur opnum örmum hverju og einu, og bundust við henni traustum vináttubönd- um. Við áttum fjölmargar ánægjulegar samverustundir og mun gjafmildi hennar gleymast okkur seint. Við söknum Guðlaugar mjög, einn besti vinur okkar er nú horf- inn af sjónarsviðinu. Systkinin Vatnsholti 8. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fýrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. María Guðmunds- dóttir Minningarorð Fædd ll.janúar 1891. Dáin 22. desember 1981. Nú gjalla klukkur glödum hrcim, er guds.son fæddist þt ssum heim. Og fa rdi mönnum fögur jól, í fridarhjartri kærloiks sól. Þessar undurfögru ljóðlínur komu mér í hug, þá er ég heyrði andlát Maríu frænku. Það var hún ætíð kölluð af öllum í fjölskyld- unni, og þá einnig af mér, þótt hún væri mér ekkert skyld, en hún var afasystir mannsins míns. Jólahátíðin var að ganga í garð, senn mundu klukkur gjalla í borg og bæ, og kalla til helgra tíða, senn yrði okkur fluttur boðskapur jólanna, um kærleik föðurins sem er á himnum, einnig um birtu og yl og um frið og gleði í hjörtum okkar jarðarbarna. Við sjúkrabeð Maríu frænku hljómuðu einnig klukkur, klukkur himinsins, þær kölluðu einnig til helgra tíða, og því kalli gegndi hún. I friðarbjartri kærleikssól, hélt hún á braut til æðri heima, til að halda þar sína jólahátíð. Nú þegar skammdegismyrkrið grúfir yfir, og við lítum vonaraug- um til lengri og bjartari daga lýsir kærleikssólin bjarta á vegferð hennar til ódauðleikans. Hlýjar saknaðarkveðjur fylgja henni héðan frá mér og minni fjöl- skyldu. Ég ætla ekki að skrifa langa minningargrein um Maríu frænku. En mig langar með nokkrum fátæklegum línum, að þakka henni alla hennar góðvild og tryggð við mig, frá því fyrsta að ég kom að hennar dyrum í vondu veðri um hávetur frá jarðarför ömmu minnar og var ég bæði hrygg og köld. Þá stóðu dyr henn- ar mér opnar, og hún átti bæði hlýju til að verma og styrk til að hugga. Það verður ekki svo minnst Maríu frænku, að eigmmanns hennar, Jóns Þorvaldssonar, kaup- manns á Akureyri, sé eigi getið, svo samtengd sem þau voru. Þau studdu og treystu hvort á annað, og ekki þykir mér ólíklegt að góðvild og greiðasemi Maríu frænku hafi eiginmaður hennar með ánægju lagt lið. Á Akureyri áttu þau heimili meðan Jón lifði, þar var þeirra starfsvettvangur heima og heiman, þar lágu ræturnar, þang- að leitaði hugurinn og þangað eru nú að síðustu fluttar hennar jarðnesku leifar héðan að sunnan þar sem hún átti heimili hin síð- ustu ár. Fari hún í friði, góða ferð. Guðrún Jóhannsdóttir. Aðalheiður Tryggva- dóttir - Minningarorð Fædd 28. febrúar 1910. Dáin 8. nóvember 1981. Aðalheiður amma fæddist árið 1910 á Fáskrúðsfirði, dóttir hjón- anna Þóreyjar Jónsdóttur og Tryggva Guðmundssonar sjó- manns. Hún var fyrsta barn for- eldra sinna er lifði og naut hún mikils ástríkis í æsku. Snemma mun hún hafa farið að hjálpa til á heimili foreldra sinna enda alla tíð dugleg og vinnusöm. Amma ólst upp á gestrisnu og gleðiríku heimili, þar sem bæði var kveðið og lesið, enda kunni hún ógrynni kvæða, sem hún fór oft með okkur til ánægju. Ekki var ævin hennar alltaf dans á rósum. Níu ára gömul fór hún á Vífilsstaði vegna brjóst- veiki. Hefur það verið áraun svo ungu barni að dveljast veikt lang- tímum saman frá sínum nánustu. Fimmtán ára dvaldi hún á Akur- eyrarspítala vegna nýrnaveiki. En upp frá því náði hún góðri heilsu um langt árabil. Um tvítugt hleypir hún heim- draganum og fer suður til Reykja- víkur að vinna fyrir sér. Þar kynn- ist hún afa okkar, Jóni Péturssyni málmsteypumanni. Okkur þætti ekki björgulegt í dag að hefja búskap við þær aðstæður, sem voru á kreppuárunum. En þau lögðu samt á brattann eins og ungu fólki er áskapað og hófu búskap í Reykjavík árið 1934. Þau flytja til Hafnarfjarðar árið 1937 með fyrsta barn sitt, Tryggva. Fljótlega eftir komu sína til Hafn- arfjarðar festu þau kaup á Eyr- arhrauni, litlu húsi í hrauninu fyrir vestan bæinn og kunnu svo vel við sig að þar bjuggu þau allar götur síðan. Börnin fæddust eitt af öðru þar til þau voru orðin sex. Oft var þröngt á þingi í litla hús- inu og efnin ekki alltaf mikil, en amma nýtti allt, saumaði og bætti og hélt öllu hreinu. Hún kenndi börnunum sínum kvæði og vers. Trúlega hefur hún oft verið þreytt en alltaf var hún fyrst á fætur að morgni. En lífið gefur og lífið tekur. Fjörutíu og fimm ára gömul miss- ir hún sjónina að mestu. Árið 1968 missa afi og amma, á sviplegan hátt, yngstu dóttur sína og auga- stein. Hún var þá ein eftir í föður- húsum. Hún amma var geðrík og glað- lynd og vildi öllum vel og það eru engin ósannindi að segja að hún hafi verið gæðakona enda var hún vinamörg. Sjúkdómslega hennar var stutt þótt hún hefði kennt sér meins um nokkurn tíma. Á banasænginni sýndi hún æðruleysi og beið dauða síns eins og sá einn getur gert er hefur lokið ævihlutverki sínu með sóma og veit að gott verður að koma heim þreyttur að kveldi. Við biðjum Guð að styrkja afa okkar. Barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.