Morgunblaðið - 06.01.1982, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.01.1982, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1982 Hugvísindahús Háskóla íslands: Um fjögur þúsund fer- metrar á fjórum hæðum NÍJ ERIJ hafnar framkvæmd- ir við að steypa fyrstu hæð nýrrar byggingar á lóð Há- skóla Islands. Húsinu hefur ekki verið gefið sérstakt nafn en er nefnt „hugvísindahús“ í áætlunum varðandi bygging- una. I»ar verða til húsa í fram- tíðinni félagsvísindadeild Há- skólans, viðskiptadeild og hluti heimspekideildar. Húsið verður 1328 fermetrar að grunnfleti en gólfflötur sam- anlagt 3918 fermetrar. Húsið verður þrjár hæðir og kjallari að hluta. Á hverri hæð verða 16 kenn- araherbergi og 6 herbergi fyrir sérfræðinga eða þá sem að rannsóknum vinna, eða alls 66 vinnuherbergi. Þá eru á 1. og 2. hæð kennslustofur en á 3. hæð verður deiidarbókasafn og auk þess 320 fermetra salur sem ætlað er sem sókna- rými og sem sýningarað- staða fyrir Listasafn Há- skólans. Þar er gert ráð fyrir lausum veggjum þann- ig að hægt verður að inn- rétta rýmið í samræmi við þær rannsóknir sem þar verða stundaðar hverju sinni. Húsið verður byggt í tveim áföngum. Lokið er að steypa kjallara og grunn- plötu undir fyrri áfanga og byrjað að slá upp mótum fyrir fyrstu hæð. Reiknað er með að iokið verði við að steypa húsið næsta sumar Ljósm. Emilía. Lokið hefur verið við að steypa kjallara og grunnplötu fyrsta áfanga hugvís- indahúss Háskólans og byrjað að slá upp mótum fyrstu hæðar. Árnagarður í baksýn. Þannig mun hugvísindahús Háskólans líta út fullbúið. og það tekið í notkun haust- ið 1983. Hönnuður hússins er Dr. Maggi Jónsson arki- tekt, en verkfræðingar Verkfræðistofa VST og Rafhönnun hf. Aðalverktaki er Reynir hf. Áætlað er að húsið kosti um 30 millj. kr. fullbúið og verður það að mestu leyti byggt fyrir fé frá Happdrætti Háskóla ís- landg. Athugasemd frá Félagi húsgagna- og innréttingaframleiðenda MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Félagi hús- gagna- og innréttingaframleiðenda, vegna greinar Erlings Eriðrikssonar í blaðinu 29. desember sl. um innborgunargjald á innflutt húsgögn og innrétt- ingara: I Morgunblaðinu þann 29. des- ember er grein eftir Erling Frið- riksson innflytjanda á dönskum innréttingum. í greininni er vegið að íslenskum húsgagna- og inn- réttingaframleiðendum, sem ástæða þykir að svara með nokkr- um orðum. Það kemur skýrt fram í um- ræddri grein, að höfundur hennar hefur mjög takmarkaða þekkingu á þeim iðnaði, sem hann er að fjalla um. Einnig virðist honum vera ókunnugt um, að á húsgögn- um er lögbundin hámarksálagning 7,5% í heildsölu og 15% í smásölu. Þar af leiðandi er ekki heimilt að velta kostnaðarauka, sem af inn- borgunargjaldinu kann að leiða, yfir á kaupendur. Framlenging tímabundins vörugjalds kemur hvorki innflutningi né innlendri framleiðslu húsgagna og innrétt- inga við, þar sem gjaldið er ekki lagt á þessa vöruflokka. Greinarhöfundur segir, að markmiðið með innflutningi hans á innréttingum frá Danmörku sé að styrkja og bæta íslenskan iðn- að. Varla verður séð að aukinn innflutningur geti leitt til þess. Við Félag húsgagna- og innrétt- ingaframleiðenda hefur greinar- höfundur aldrei talað eins og gefið er í skyn í greininni. Ekki hvílir leynd yfir því, hverjir það eru hér á landi, sem framleiða innihurðir eins og sjá má í auglýsingum, sem þessir aðilar birta reglulega í fjöl- miðlum. Því verður tæpast trúað, að þær hafi allar farið fram hjá Erlingi frekar en fjölmörgum kaupendum hurða. Þar að auki er ekki víst, að innlendir framleið- endur séu sammála því, að Erling- ur sé bjargvættur innlends iðnað- ar og hafi þess vegna ekki kært sig um að gera hann að umboðsmanni sínum og er það út af fyrir sig umhugsunarefni. Allt frá því að ísland gekk í EFTA, eða í um 11 ár, hafa inn- lendir framleiðendur reynt að búa sig undir óhefta samkeppni. Þetta hefur m.a. verið gert með því að hagræða á verkstæðunum, koma upp fullkomnum tækjakosti og betra húsnæði. Hafa framleiðend- ur á þessum árum tekið á sig mikla áhættu og lagt í mikinn kostnað við að mæta samkeppn- inni, þótt að reyndar hafi nokkrir valið auðveldari leið, og farið að flytja inn húsgögn og innrétt- ingar. Innflytjendur þurfa ekki að binda mikið fjármagn í fyrirtæki sínu, hvorki í vélum, tækjum eða húsnæði. Þar að auki er ekkert fjármagn bundið í birgðum, þar sem erlendu aðilarnir sjá um þá hliðina, oft með niðurgreiddu fjár- magni. Benda má á, að ýmis atriði, sem skipta verulegu máli fyrir tilveru innlends iðnaðar, eru ekki á færi Félags húsgagna- og innréttinga- framleiðenda að lagfæra. Má þar nefna gengisskráningu og styrkt- araðgerðir við húsgagna- og inn- réttingaiðnað í nágrannalöndum, sem átt hefur í erfiðleikum í sam- keppinni, þrátt fyrir 20 ára veru í fríverslunarbandalögum. Stór hluti innfluttra húsgagna og inn- réttinga kemur frá Danmörku. Meðalgengi dönsku krónunnar janúar-okt. 1980 og á sama tíma 1981 hefur aðeins hækkað um 20%, en á sama tímabili hefur t.d. launakostnaður hérlendis hækkað um 50—60%. Það eru þessi atriði ásamt almennum starfsskilyrðum, sem við vonumst til að verði lag- færð á næstunni. Við förum því ekki fram á forréttindi heldur að- eins að fá að starfa á jafnréttis- grunni miðað við keppinauta okkar erlendis og aðrar atvinnu- greinar hér á landi. í lok greinar sinnar segir Erl- ingur réttilega frá því, að verð innréttinga hér á landi hafi í raun lækkað talsvert. Það er hins vegar vafasöm ályktun að segja að það sé eingöngu fyrir áhrif innflutn- ings, því eins og áður segir hafa innlendir framleiðendur gert ým- islegt til að lækka framleiðslu- kostnað auk þess sem þeir eiga í innbyrðis samkeppni. Þess má einnig geta, að innflytjendur inn- réttinga hafa haldið því fram, að þeirra hlutur í markaðnum sé svo lítill, að hann hafi lítil áhrif á hann. Það er einnig staðreynd, að innlend framleiðsla hefur einnig orðið til þess að lækka verð á inn- fluttum varningi, sem áður var einráður hér á landi. Fyrstu munirnir sem unnir eru úr Búðardalsleirnum. Fyrsta prófunin gekk framar öllum vonum segir Kolbrún Björgólfsdóttir um tilraunaleirvinnslu í Búðardal FYRIRT/EKIÐ Dalaleir í Búðardal hefur að undanfornu staðið fyrir til- raunavinnslu með leir með það fyrir augum að framleiða úr honum ýms- ar byggingarvörur, t.d. flísar. Kol- brún Björgólfsdóttir hefur veg og vanda af tilraunavinnslu þessari og ræddi Mbl. stuttlega við hana á dög- unum til að forvitnast um árangur. — Þessi tilraunavinnsla hófst um miðjan nóvember og á að standa í 6 mánuði. Ég er einmitt nýbúin að taka úr ofninum fyrstu brennsluna, en þá bjó ég m.a. til bakka, svona til að sýna hvernig nota má þetta hráefni og mun fólk í Búðardal geta séð þá og kynnst málinu. Þessi fyrsta prófun tókst framar öllum vonum, en þetta var algjörlega óblandaður leir. Hug- myndir eru einnig uppi um að blanda hann. En þótt þarna hafi verið um bakka að ræða er ætlunin að kanna framleiðslumöguleika á byggingarvörum, t.d. flísum, hleðslusteini, múrsteini og ein- angrunarsteini og er áhugi manna einkum bundinn við nokkurn iðn- að af því tagi. Kolbrún Björgólfsdóttir nam við Myndlista- og handíðaskólann og síðar stundaði hún framhalds- nám í Danmörku. Eftir það rak hún um skeið eigið verkstæði í Reykjavík og kenndi. — Þetta er algjörlega nýtt fyrir mér og mjög spennandi ef hægt verður að vinna hluti úr íslenskum lefr, en það hefur aldrei verið gert áður. Við höfum nóg hráefni þarna fyrir vestan því alls staðar er leir og fólk verður jafnvel að skipta alveg um jarðveg í görðum sínum ef takast á að rækta eitt- hvað. Hráefnið er því við húsvegg- inn og hefur áhugi Dalamanna á þessu verið fyrir hendi allt frá ár- inu 1957. Nú hefur verið veitt fjár- hæð til að stunda þessa tilrauna- vinnslu og heimamenn hafa mik- inn áhuga á að halda áfram, en af þessu geta þeir hugsanlega haft nokkra atvinnu. Mætti hugsa sér að stjórnendur fyrirtækisins hefðu menntun í svona leir- vinnslu, en síðan þyrfti að þjálfa fleiri menn til starfa. Kolbrún sagðist vera ráðin í sex mánuði til þessarar tilrauna- vinnslu og kvað hún óráðið með framhaidið, það kæmi í ljós þegar niðurstöður lægju fyrir. Þorlákshöfn: Velheppnaðir jólatón- leikar Söngfélagsins l»»»rlákshofn, 4. janúar. SÖNGFÉLAG Þorlákshafnar hélt jólatónleika hér í félagsheimilinu dagana 27. desember og 30. desember sl., svo og í Hveragerðiskirkju þann 27. desember sl. Söngstjóri er Ingimundur Guðjónsson, og einsöngvarar með kórnum voru Guðrún Tómasdóttir og Helga Björk Grétudóttir. Undirleik önnuðust Jónas Ingimundarson, píanóleikari, og Sigurður Bogason og Rób- ert Ingimundarson, sem léku á trompet. Efnisskráin var fjölbreytt og falleg og var kórnum mjög vel tek- ið og þá ekki síður hinu ágæta listafólki, sem studdi hann með ómetanlegu framlagi sínu til tón- leikanna. Söngfélag Þorlákshafnar hefur ennþá einu sinni iyft kyndli menn- ingar og gleði hér í heimabyggð sinni um þessi jól, en á þeim kyndli hefur félagið haldið í meira en 20 ár og notið til þess stuðnings margra velþekktra listamanna á stórum stundum, svo og hand- leiðslu sama söngstjóra frá upp- hafi. Það var skemmtilegt á þess- um tónleikum, að þar voru feðgar þrír að verki, söngstjórinn, píanó- leikarinn og annar trompetleikar- inn. Þá má geta þess, að hinn trompetleikarinn, Sigurður Boga- son, er aðeins 9 ára gamall. Efni- legur ungur maður það. Okkur, sem nutum þessara tón- leika, duldist ekki, að mikill dugn- aður og ströng vinna lá hér að baki hjá fólkinu, mitt í undirbún- ingi jólanna. Þorlákshafnarbúar erit.aý. _sjálfsögðu þakkláti/ fyrir það fórnfúsa starf, sem söng- félagið hefur með glæsibrag innt af hendi í þágu okkar hinna, fyrr og síðar. Á aðfangadag jóla, klukkan 18.00, var aftansöngur í Grunn- skóla Þorlákshafnar. Sóknarprest- urinn Tómas Guðmundsson pre- dikaði. Húsið var fullsetið eins og venjulega á þessu kvöldi. Hátíð- armessa var í Strandarkirkju í Selvogi klukkan 14.00 á annan dag jóla. Sóknarpresturinn, séra Tóm- as Guðmundsson predikaði. Veður var þá mjög vont og eðlilega fátt fólk í kirkju. Á nýjársdag klukkan 14.00 var svo hátíðarguðsþjónusta í Strandarkirkju og predikaði sóknarpresturinn, séra Tómas Guðmundsson. Söngfélag Þorláks- hafnar söng, undir stjórn Ingi- mundar Guðjónssonar, við allar guðsþjónustur hátíðanna. Kvenfélag Þorlákshafnar sá um jólatrésskemmtun barnanna nú eins og endranær. Áramótadans- leikir voru haldnir og fóru vel fram. ...........T. Rpuo bgiðu t...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.