Morgunblaðið - 27.02.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.02.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982 Menn vita vart hvað- an á þá stendur veðrid — segir dómsmálaráðherra en Weibel segir endurskipulagningu Alusuisse tefja viðræðufundinn Frá hinum fjölmenna fundi sjúkraliða í gær. Sjúkraliðar: Uppsagnir hefjast 1. mars hafi samningar ekki tekist „VIÐ funduðum í dag til þess að reyna að koma okkur saman um hvernig ætti að bregðast við þessari óvæntu frestun viðræðufundarins í Kaupmannahöfn,“ sagði Friðjón Þórðarson dóms- málaráðherra, er Morgun- blaðið ræddi við hann í gærkvöldi. „Þetta kom svo flatt upp á menn að þeir vita vart hvaðan á þá stendur veðrið og sannast sagna hef- ur ekki verið tekin ákvörðun um aðgerðir.“ Ráðherranefnd, skipuð iðnað- ar-, sjávarútvegs- og forsætis- ráðherra hefur undanfarið fundað um Alusuisse-málið, en dómsmálaráðherra, Friðjón Þórð- arson, tók sæti forsætisráðherra er hann hélt utan í vikunni. „Eg vil ekkert vera að geta mér til um ástæður þess að af fundinum gat ekki orðið af hálfu fulltrúa Alu- suisse, en menn mega geta í eyð- urnar ef þeir vilja," sagði Friðjón. „Ástæðurnar fyrir því að ég gat ekki mætt á þennan fyrirhugaða viðræðufund voru tíundaðar í skeyti, sem ég sendi til íslenska álfélagsins," sagði dr. Edwin A. Weibel hjá Alusuisse, er Morgun- blaðið náði tali af honum á skrifstofu hans seint í gærdag. „Enduruppbygging fyrirtækis- ins stendur nú yfir og ég er að skipta um starfssvið, þannig að því varð ekki með nokkru móti við komið að ég sækti fundinn. Þetta kom allt fram í skeytinu til álfé- lagsins og ennfremur tókum við það fram, að okkur þætti þetta afar leitt." Er dr. Weibel var að því spurð- ur hvort einhverjar viðræður hefðu átt sér stað um nýjan fund- artíma, kvað hann svo ekki vera, en vissulega myndi hann sitja fundinn þegar þar að kæmi. FÉLAG íslenzkra sjúkraliða hefur ákveðið að segja upp störfum á sjúkra- og hjúkrunarstofnunum frá og með 1. mars næstkomandi, hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Sjúkraliðar eru almennt í 6. launaflokki, en þeir gera kröfur um að byrjunarlaun þeirra miðist við 9. launaflokk. Sjúkraliðar héldu fund í Reykjavík í gær og voru yfir 200 á fundinum. Á fundinum var sam- þykkt að segja upp störfum tækj- ust samningar ekki fyrir 1. mars og ennfremur var samþykkt álykt- un, þar sem meðal annars segir, að fundurinn geri þá kröfu til stjórn- valda að nú þegar verði gengið til samninga. Kröfur sjúkraliða hafi verið lagðar fram og þar sé um algjörar lágmarkskröfur að ræða. Þá segir, að sjúkraliðar hafi sýnt biðlund og verið lítillátir í sínum kröfum. Sjúkraliðar muni standa að baki forystu sinnar og ekki hopa fyrr en fullur sigur hafi unnist. Að lokum segir, að náist ekki viðurkenning á hógværum kröfum félagsins um starfslega og stéttarlega viðurkenningu muni sjúkraliðar fara þær leiðir, sem til þess þurfi. Hjúkrunarfólk: Sáttatillaga rædd í gærkvöldi Hjúkrunarfræðingar sviptir verkfallsrétti, segir í ályktun Hjúkrunarfélagsins Hlustunarduflið, sem fannst við Bjarnarfjörð á Ströndum nýlega. Það er talið sovéskt eins og önnur slík dufl, sem fundist hafa hér á undanförnum árum. Stórt hlustunardufl finnst á Ströndum I)ufl, sem er hluti af hlustunar og miðunarkerfi í sjónum og talið er af sovéskum uppruna, fannst nýlega rekið á land nálægt Bjarnarfirði á Strönd- um. Duflið er svipað öðrum hlustun- arduflum, sem fundist hafa rekin á land hér eða á reki nálægt land- inu undanfarin ár. Að þessu sinni var það Reykvíkingur, sem var að huga að sumarbústað á þessum slóðum, er fann duflið. Hlustunarduflið er mjög stórt, 3,5 metrar á lengd og vegur 1200 kíló. Landhelgisgæslan og varn- arliðið á Keflavíkurflugvelli unnu að því saman að ná í duflið. Á SÁTTAFUNDI hjúkrunarfólks í gærkvöldi var lögð fram sáttatillaga og um klukkan 22.00 hófst fundur hjúkrunarfólks á Borgarspítaianum um sáttatillöguna. Stóð fundurinn enn þegar Morgunblaðið fór í prent- un. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, þá mun meðal annars vera gert ráð fyrir fyrirframgreiðslum til hjúkrun- arfólks á Borgarspítalanum, og á fyrirframgreiðslan að koma til fram- kvæmda á næsta ári. Stjórn Hjúkrunarfélags Islands mótmælti úrskurði kjaradeilu- nefndar harðlega í gær. í ályktun frá Hjúkrunarfélaginu segir, að kjaradeilunefnd hafi skyldað til vinnu alla hjúkrunarfræðinga Borgarspítala og deilda hans, svo og hluta af starfandi hjúkrunar- fræðingum við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur, og þar með virt að vettugi ábyrga verkfallsáætlun, sem að mati hjúkrunarfræðinga og stjórnenda Borgarspítalans, sem best þekkja til þessara mála, var vel framkvæmanleg. „Með þessum úrskurði hefur kjaradeilunefnd svift hjúkrun- arstéttina verkfallsrétti, sem hún „VART HEFUR orðið f Reykjavík sjúkdómstilfella af völdum taugaveikibróður. Sýkingar hafa verið raktar til skjaldböku, sem seld var í gæludýraverslun í Reykjavík, en virtist heilbrigð,“ segir í frétt sem Mbl. barst í gær frá borgarlækni og landlækni. í fréttinni er fólki, sem hefur slík dýr undir höndum, bent á að gæta ýtrasta hreinlætis og hand- leika dýrin sem allra minnst. Sjúkdómseinkenni m.a. geti verið magaverkir, niðurgangur, ógleði, uppköst og sótthiti og standi þau að jafnaði í nokkra daga. Þeir sem á síðustu mánuðum hafa veikst á heimilum þar sem skjaldbökur eru til húsa, eru Innbrot í Ask ÞRJÚ innbrot voru framin í fyrri- nótt. Brotist var inn í veitingahúsið Ask að Laugavegi 28b. Um 3600 krónum var stolið og skáphurðir brotnar. Þá var brotist inn í frysti- húsið Barðann í Kópavogi og kass- ettutæki stolið. Ixiks var brotist inn í gám við Sundahöfn og áfengi stolið, en síðdegis í gær lá ekki fyrir hve miklu magni. hefur lögum samkvæmt, og þar með tekið sér löggjafarvald, sem stjórn Hjúkrunarfélags íslands telur að hún hafi ekki,“ segir í lok ályktunar Hjúkrunarfélagsins. beðnir að hafa samband við heimilislækni sinn eða heil- brigðiseftirlitið í Reykjavík. Ann- ars staðar á landinu getur fólk snúið sér til næstu heilsugæslu- stöðvar. Blaðaprent: Samningar um endurráðningu standa yfir „ÉG VONA að samningar um endur ráðningu starfsfólks náist um helg- ina, ef það tekst ekki, þá verða eng- in blöð prentuð í Blaðaprenti eftir helgi,“ sagði Magnús Sigurðsson, formaður Félags bókagerðarmanna, í samtali við Morgunblaðið í gær kvöldi. Eins og Morgunblaðið hefur skýrt frá áður, þá var öllu starfsfólki Blaðaprents hf. sagt upp störfum, frá og mcð 1. mars nk., eftir að Vísir og Dagblaðið sameinuðust. Magnús Sigurðsson sagði að samningar um endurráðningu hefðu staðið nokkuð lengi, en hann sagðist ekki hafa trú á öðru, en að samningar næðust nú um helgina. Forsetanum ekki stætt á að opna þessa sýningu - segir Valtýr Pétursson listmálari um sýninguna „Scandinavia today“ „FRÁ mínurn bæjardyrum séð er þetta hneyksli. Það er skoðun mín að forseta íslands sé ekki stætt á að opna þessa sýningu,“ sagði Valtýr Pétursson, listmálari, er Morgunblaðið ræddi við hann í gærkvöld. Kurr er nú í mörgum mynd- listarmönnum vegna vals lista- verka á sýninguna „Scandinavia Today", sem opnuð verður í Bandaríkjunum síðar á þessu ári. Ekki er aðeins óánægja vegna vals listaverka hérlendis, heldur einnig í Noregi og í Danmörku, þar sem harðvítugar blaðadeilur hafa átt sér stað. Sýning þessi samanstendur af verkum listamanna frá hverju Norðurlandanna. Annars vegar ræðir um verk fram til ársins 1910 og hins vegar verk nýlista- manna. Þeir Sigurður Guð- mundsson og Hreinn Friðfinns- son verða fulltrúar íslands á þeim vettvangi. Hafa þeir til- tölulega lítið sýnt hérlendis, en numið í Hollandi og sýnt þar. Það, sem íslenskum myndlist- armönnum svíður hvað mest, er, að verkum þekktra manna á borð við Jóhannes Kjarval og Jón Stefánsson er sleppt úr þess- ari sýningu, svo og hitt, að erlendir aðilar virðast ráða vali listamanna og verka þeirra. Verkum Edward Munk var t.d. sleppt í tilleggi Norðmanna og olli það mikilli reiði þar í landi. Verkum hans var hafnað á þeim grundvelli að þau væru einungis eftiröpun þýska expressionism- ans. Fróðir menn halda hinu gagnstæða fram, að verk Munks séu fyrirmynd hans. „í öllu falli er ekki hægt að nefna þessa sýningu „Scandina- via Today" eins og allir geta séð,“ sagði Valtýr og var allt annað en ánægður. Tilfelli af völdum taugaveikibróður: Sýkingin rakin til skjaldböku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.