Morgunblaðið - 27.02.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.02.1982, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982 „Sá yðar er syndlaus er, U Á myndinni eru þeir sem tóku þátt í könnuninni. Krossinn gengst fyrir skoðanakönnun f Kópavogi KRISTILEG samtök sem nefna sig Krossinn og hafa aðsetur í Kópavoginum gengust nýlega fyrir skoðanakönnun, sem lögð var fyrir 516 aðila í Kópavoginum og víðar. Markmiðið með könnuninni sögðu þeir Gunnar Þorsteinsson og Sverrir Armannsson fulltrúar safnaðarins vera að kynnast við- horfum fólks til hinna ýmsu mála, en alls voru lagðar fyrir þátttak- endur 7 spurningar. Gengið var í hús að handahófi, og oftast tekið viðtal við einn heimilismanna, í sumum tilfelium voru þó tveir eða fleiri spurðir. Spurningalistann sömdu meðlimir safnaðarins, og önnuðust þeir einnig framkvæmd könnunarinnar. Krossinn er frjáls og óháður söfnuður, sem starfað hefur í um 3 ár, og byggir að sögn forráða- manna á sömu grundvallarkenn- ingum og aðrir kristnir söfnuðir í landinu. Meðlimir safnaðarins eru á milli 60 og 80. Hér á eftir fer spurningalistinn og niðurstöður svara: JA 'í. \tl i * c i i. % 1. Margir þjóöarleiötogar og fólk í oddastöð- um telur að þróun heimsins stefni í stjórnleysi. Ert þú sammála? 303 58,7 122 23,6 91 17,7 2. Telur þú að heimurinn sé að nálgast lausn vandamála sinna? 46 8,9 415 81 53 10,1 3. Margir telja að félagsleg vandamál okkar séu að nálgast alvarlegt stig. 1. Eiturlyfjaneysla unglinga. 2. Vaxandi fjöldi glæpa. 3. 513 fóstureyðingar á árinu 1981. 4. Vaxandi fjöldi óskilgetinna harna. ? Telur þú þetta vera alvarleg félagsleg vandamál? 416 82,2 46 9,1 44 8,7 4. Marnir telja að hér sé bæði þjóðar- og alheimsvandi á ferðum. Telur þú að við (þú og ég) berum persónulega ábyrgð? 327 63,5 111 21,5 77 15 5. Margir þjóðarleiðtogar, vísindamenn, hernaðarsérfræðingar og biblíufræðarar telja, að lok þeirrar heimsmyndar sem við 133 25,9 259 50,4 122 23,7 þekkjum, sé fyrir dyrum. Ert þú sammála? - H. Fólk úr hinum ýmsu trúarsamfélögum talar um endurkomu Jesú Krists og upp- fytlingu biblíuspádóma, t.d. eldsumbrot, jarðskjálfta, kjarnavopn og stöðu Israels í yfirvofandi olíustríði. He.'ur þetta hvarflað að þér við frétta- flutning fjölmiðla? 118 23 289 56,4 106 20,6 7. Hefur þú áhuga á því sem þjóðarleiðtog- ar, vísindamenn, hernaðarsérfræðingar og biblíuspádómar segja um þau tímamót sem eru fram undan? 281 55,3 131 25,8 96 18,9 34 Eiðfaxi kominn út MORGUNBLAÐINU hefur bor ist tímaritið Eiðfaxi, fyrsta tölu- blað 1982, og er ritið fjölbreytt að efni seni fyrr. Greinar eru í Eiðfaxa um hrossarækt og hestamennsku, og eru höfundar efnis meðal annarra Kári Arnórsson, Guð- björg Kristinsdóttir, Eyjólfur ísólfssoh, Páll S. Pálsson, Kristján Eldjárn, Þorkell Bjarnason, Sigurður Sig- mundsson, Þórir Isóifsson, Pét- ur Behrens, Sigurður Krist- insson, Guðmundur Jónsson og fleiri. Ritstjórnarfulltrúi Eiðfaxa er Sigurður Sigmundsson, Syðra-Langholti. Forsíðumynd 1. tbl. þessa árs er tekin af Sig- urði. Athugasemd: Hljómplötuumsögn í IJMSÖGN um hljómplötuna Human League í Morgunblaðinu sl. fimmtudag var rangt nafn sett við greinina, en það var Árni Johnsen sem skrifaði þann hljóm- plötuþátt. Leiðrétting í MYNDATEXTA, sem fylgdi mynd af stjórn Coldwater Seafood Corp. í afmælisblaði um SH, sem fylgdi Morgunblaðinu á fimmtu- dag, féll niður að Eyjólfur ísfeld Eyjólfsson á sæti í stjórninni. Robert Hunt, predikari frá USA verður fyrirlesari á samkomum Krossins næstu kvöld kl. 20.30 að Auðbrekku 34, Kópavogi, en þar verða lögð til grundvallar rök vís- indamanna, fréttir fjölmiðla og spádómar biblíunnar um ástandið í heiminum í dag og á næstu árum. „Einhvers konar ögrun“ „Þrátt fyrir þetta mega menn ekki gleyma því að aðalatriðið er, að Sjálfstæðisflokkurinn vinni glæsilegan sigur í borgarstjórn- arkosningunum í vor og vil ég skora á alla að láta þetta atvik og mistök fundarstjórans ekki bitna á Sjálfstæðisflokknum, heldur vinna að því að tryggja meirihluta flokksins í kosningunum. Það væri illt til þess að vita, ef samstaða til sigurs koðnaði niður vegna mis- taka í fundarstórn." (G.N. Mbl. 18.2.’82.) „Leiðinleg iðja“ „Þessi lokaorð GúStafs verða ekki túlkuð á annan veg en ein- hvers konar ögrun, með þeim skip- ar hann sér í þann hóp manna, er leggur stund á þá leiðinlegu iðju að lýsa hollustu við Sjálfstæðis- flokkinn en hafa samt í hótunum." (Staksteinar Mbl. 20.2.’82.) Ofangreind tilvitnun í stak- steina Morgunblaðsins varð undir- rituðum vægast sagt mikið undr- unarefni. Nú er það svo að þó Reykjavík sé aðeins eitt af sveit- arfélögum landsins er það jafn- framt hið stærsta. Þegar listum stjórnmálaflokkanna er stillt upp fyrir borgarstjórnarkosningar vekur það eftirtekt um land allt. Mesta athygli sjálfstæðismanna vekur auðvitað framboð Sjálf- stæðisflokksins. Fulltrúaráðs- fundarins hinn 11. febrúar sl., var því beðið með nokkurri eftirvænt- ingu, svo og frétta þar af. Sjálf- stæðismenn um land allt vilja veg flokks síns sem mestan, ekki síst í Reykjavík. I leiðara Morgunblaðsins þ. 13. sl., stærsta dagblaðs þjóðarinnar og ötulasta málsvara sjálfstæð- isstefnunnar, birtist frásögn af umræddum fulltrúaráðsfundi. Frásögn af tillöguflutningi þar kom spánskt fyrir sjónir margra og þá helst orðalagið á einni máls- grein. Hinn 18. febrúar sl., ritar einn af þeim mönnum, sem lengi hefur verið í framvarðarsveit ungra sjálfstæðismanna, Gústaf Niels- son, grein í Morgunblaðið og lýsir þar frá sínum sjónarhóli því sem gerðist á fundinum, svo og skoð- unum sínum á fundarstjórn. Greinin var hógværlega rituð og í lok hennar hvetur Gústaf alla sjálfstæðismenn til að standa saman að glæsilegum sigri. Það kallar staksteinahöfundur (nafn- laus) leiðinlega iðju. Lestur stak- steina varð til þess að undirritað- ur las aftur grein Gústafs og nú vandlega í leit að ögrun eða hótun. Morgunblaðið, hinn stóri máls- vari sjálfstæðisstefnunnar, varð ekki hið sama í huga mínum. Ung- ur maður, einn af baráttumönnum sjálfstæðisstefnunnar í mörg ár, maður sem einarðlega hefur mætt andstæðingum flokksins margoft og haldið á loft merki Sjálfstæðis- flokksins ritar grein í Morgun- blaðið og lýsir skoðun sinni og vilja allra sjálfstæðismanna þ.e. að meðbyr okkar verði tilefni í glæstan sigur. Staksteinahöfundur lýsir þessu á ofangreindan hátt þ.e. tilvitnun nr. 2. Fjarstaddur sjálfstæðismað- ur, sem vill flokki sínum vel, en jafnframt hreinskilna og opna umræðu hlýtur að spyrja margra spurninga. Ein gæti verið eftirfar- andi: Hvar er nú hið margrómaða skoðanafrelsi, sem sagt er að skorti austantjalds? „Sá yður sem syndlaus er kasti fyrsta steinin- um.“ Megi Sjálfstæðisflokkurinn standa sameinaður og vinna glæsilegan sigur um land allt. Olafur Helgi Kjartansson. ■ ■ TVO HOTELINOREGI óska eftir starfsfólki HOTíLvARL 055-11 933 Voss Staösett í miöpunkti Voss, fallegt útsýni til fjalla og áa. Voss er einn þekktasti ferða- mannastaöur í Nóregi á milli hinna þekktu fjaröa Harö- angursfjaröar og Sognfjarðar — miklir möguleikar til úti- vistar. Auðvelt aö komast til okkar, þar sem Voss er á Bergen/Oslo línunni og á E-68. Eldhús Með eða án réltinda, en áhugi fyrir matreiðslu og hreinlæti. Matsalur/vínstúka Góðir möguleikar fyrir þá sem vilja kynnast nýju fólki. Herbergi Möguleiki á sveigjanlegum vinnutima. Ráðning frá 1. maí eða seinna. Sumar- vinna og heilsársvinna. Utvegum hús- næöi. Skrifið eða snúið yður til: Dir. Per Mæland. Strand Hotel og Motel 055-26 305 (Jlvik I hinni fallegu Ulvik, sem er viö Harðangursfjörö er Strand, með útsýn yfir fjöll og firöi. Þetta er hiö rétta hótel til aö fá góöa hvíld og endur- nærast. Ulvik er í nágrenni viö mestu ferðamannaleiðir og er þar af leiðandi kjörinn sem náttstaður í hringferö- um. Hóteliö býöur þægindi og góöan mat og þersónulega þjónustu. ULVIK OG VOSS .Hreint loft, kristaltært vatn, langt í burtu frá iðnaði og stressi. Bridge Arnór Ragnarsson Bridgefélag Hafnarfjarðar Síðastliðinn mánudag lauk að- alsveitakeppni BH. Sigurvegari varð sveit Kristófers Magnús- sonar, en auk hans spiluðu í sveitinni Björn Eysteinsson, Guðbrandur Sigurbergsson, Guðmundur Sv. Hermannsson og Þorgeir Eyjólfsson. Úrslit urðu: Kristófer Magnússon 193 Aðalsteinn Jörgensen 186 Sævar Magnússon 137 Ólafur Gíslason 126 Guðni Þorsteinsson 123 Sigurður Emilsson 123 Meðalskor 110. Næstkomandi mánudag hefst svo einmenningskeppni félagsins en hún er jafnframt firma- keppni. Keppni þessi verður tvö kvöld. Allir þeir sem áhuga hafa á að mæta eru velkomnir. Spila- mennska hefst stundvíslega klukkan hálf átta í hinu nýja fé- lagsheimili i íþróttahúsinu við Strandgötu. Reykjanesmót í sveitakeppni Reykjanesmót í sveitakeppni verður haldið 6. og 7. mars. Þeim sveitum sem hafa hug á að vera með í þessu móti er bent á að hafa samband við stjórn bridge- félaganna. Ekki er endanlega vitað hvar mótið fer fram en það verður auglýst síðar. Þess má svo geta að þetta mót er jafn- framt undankeppni fyrir ís- landsmót, en þar á Reykjanes 4 sveitir. Bridgedeild Skagfirðinga Eftir að spilaðar hafa verið fimm umferðir í Barometer- keppni með þátttöku 26 para, eru efst eftirtalin pör: Jón Stefánsson — Þorsteinn Laufdal 83 Óli Andreasson — Sigrún Pétursdóttir 66 Garðar Þórðarson — Guðmundur Ó. Þórðarson 51 Guðmundur Aronsson — Sigurður Ámundason 36 Gísli R. Stefánsson — Sigrún Sigurðardóttir 34 Guðmundur Eiríksson — Sverrir Kristinsson 33 Næstu umferðir verða spilað- ar þriðjudaginn 2. marz 1982. Spilað verður í Drangey, Síðu- múla 35 og hefst keppni kl. 19.30 stundvíslega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.