Morgunblaðið - 27.02.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.02.1982, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982 stofnunar. Og það var ótrúlegt að enn einu sinni kom siglingamála- stjóri sér hjá því í umræddum út- varpsþætti að minnast á Sigmund Jóhannsson og hinn stórkostlega nýja öryggisbúnað sem hann hef- ur hannað og gefið íslenzkri þjóð og íslenzkum sjómannsfjölskyld- um hugmyndina. Enn einu sinni sýndi siglingamálastjóri Sigmund lítilsvirðingu opinberlega eins og áður í útvarpi og sjónvarpi, minntist ekki einu orði á þá bylt- ingu sem búnaður hans veldur, var þó rætt um margar nýjungar. Hjálmar kallar síðustu grein sína „Sjálfshól Arna Johnsen" og segir að ég vilji fá þakkir sjó- manna fyrir mín skrif. Þó hef ég undirstrikað það í mínum greinum að ég hef aðeins fylgt eftir sjón- armiðum baráttumanna í örygg- ismálum sjómanna sem þekkja mun betur til þessara mála en ég vegna reynslu sinnar. Ég er aðeins einn af fjölmörgum leikmönnum sem frá blautu barnsbeini hef Eftir Arna Johnsen Sannleikanum verður hver sár- reiðastur segir máltækið og það hefur sannast kyrfilega á Hjálm- ari R. Bárðarsyni siglingamála- stjóra að undanförnu, því blessuð- um manninum hefur ekki verið sjálfrátt í ósvífnum og illa inn- rættum ritstíl hans vegna gagn- rýni minnar á störf hans og stofn- unar hans í öryggismálum sjó- manna, gagnrýni sem hefur byggst á einföldum staðreyndum og rökum, og varðar líf sjómanna. En staðreyndir um doða emb- ættismannsins í ákveðnum þátt- um öryggismála virka eins og salt í sár, og er það miður, en ég kemst ekki hjá því í lokahnykk þessarar ritdeilu að sýna fram á þótta og frekju siglingamálstjora, útúr- snúning og ósannindi, sem er reyndar furðulegt að verða vitni að hjá eins hátt settum embætt- ismanni. um öryggislokann á spil hafi verið settar 1972 en ég kvað afgerandi reglur sem skiptu öllu máli ekki hafa verið settar fyrr en 1978. Það er rétt að fyrstu reglur voru settar 1972, ári eftir að lokinn var hann- aður af Sigmund, en þær skiptu svo gott sem engu máli, því þær miðuðu aðeins við það að lokinn yrði settur í nýsmíði og þar sem skipt væri um spil. Þetta varðaði orðin tóm hjá siglingamálastjóra, og þegar sýnt var að hann ætlaði ekki að lúta rökum og staðreynd- um var ekkert annað að gera en sækja að honum með þeim óhagg- anlegu rökum sem fjöldi sjó- manna og útvegsbænda í Eyjum hafði lagt fram í málinu og ég fylgdi aðeins eftir. Sá þrýstingur og umræða á Alþingi í framhaldi af því þýddi fæðingu reglna um ... að vera lengi lengi á döfínni Siglingamálastjóra ekki sjálfrátt vegna reiði Sjgmund Jóhannsson Sigurgeir Olafsson Kinar Ólafsson Friðrik Ásmundsson landkrabba eins og okkar Hjálm- ars. I>eim ber að þakka I greinum mínum hef ég nefnt nokkra af baráttumönnum sjó- manna fyrir bættum öryggisbún- aði þótt nefna mætti mun fleiri úr röðum sjómanna og útvegsbænda, en varðandi gúmmíbátana, losun- arbúnaðinn og öryggislokann hef ég nefnt m.a. Sighvat heitinn Bjarnason sem ásamt fjölda skip- stjora og útvegsbænda ruddi brautina í þessum öryggismálum með harðfylgi og framsýni stór- huga manna eins og til dæmis Ár- sæls Sveinssonar, Sigurgeir Ólafs- son skipstjóra, Sigmund Jóhanns- son uppfinningamann, Sigmar Þór Sveinbjörnsson stýrimann, Sigurð Óskarsson uppfinningamann, Ein- ar Ólafsson skipstjóra, Ágúst Guðmundsson vélstjóra, Friðrik Ásmundsson skipstjóra og skóla- stjóra Stýrimannaskólans í Vest- mannaeyjum, Kjartan Ólafsson útvegsbónda og t.d. Þórhall Hálf- dánarson og Sjóslysanefnd. Ótal fleiri væri ástæða til að nefna, eins og Jóhannes Kristinsson skip- stjóra og útvegsbónda, Kristin Sigurðsson, björgunarfélagsmann og Kristin Pálsson skipstjóra og útvegsbónda, formann Útvegs- bændafélags Vestmannaeyja, sem ákvað upp á eigin spýtur að setja Sigmundsbúnaðinn í allan flota Vestmannaeyja, hvað svo sem liði reglum siglingamálastjóra. Þess- um mönnum, og þeim hópum sem þeir eru í forsvari fyrir, ber að þakka einurð og athafnasemi í ör- yggismálum sjómanna. Siglingamálastjóri í gruggugu vatni Siglingamálastjóri segir í svargrein í Mbl. 24. feb. sl. að það hafi verið ákveðið í júlí 1981, að reglur um Sigmundsbúnaðinn yrðu afgreiddar í ársbyrjun 1982. Hér vita allir sem til þekkja að „stjóri" fer með hrein ósannindi og vitund hans er orðin svo grugg- ug af rangfærslum að hann gleymir að á fundi með liðlega 100 sjómönnum í Vestmannaeyjum, í ársbyrjun 1982, sagði hann það skýrt og skorinort að hann gæti ekkert um það sagt hvort yfirleitt kæmu reglur um þennan búnað á næstu árum. Algerandi reglur Sá háttur siglingamálastjóra að segja svart hvítt og hvítt svart eftir því sem honum hentar er með ólíkindum. Hann hefur klifað mikið á því í langhundum sínum að ég þekkti ekki reglugerðir og skýrslur Siglingamálastofnunar. Varðandi þau atriði sem ég hef gagnrýnt þekki ég öll gögn og það er rétt þegar ég segi að Hjálmar R. Bárðarson hafi verið siglinga- málastjóri í 4 ár þegar afgerandi reglur um gúmmíbjörgunarbáta voru settar og þá fyrst voru bát- arnir settir um borð í allan ís- lenzka fiskiskipaflotann. Fyrstu ákvæði um gúmmíbjörgunarbáta samkvæmt tillögum skipaskoðun- arstjórnar sem voru sett 1953, skiptu engum sköpum. Það var fyrst 1957 sem tekið var af skarið í þessum efnum og það er fyrst mörgum árum eftir að barátta út- vegsmanna í Eyjum fyrir tilveru gúmmíbjörgunarbáta hófst, sem Hjálmar R. Bárðarson á eitthvað samstarf við brautryðjendurna eins og Guðjón Ármann Eyjólfs- son skólastjóri Stýrimannaskól- ans segir óljóst í grein í Sjó- mannadagsblaði Vestmannaeyja 1970. Hjálmar R. Bárðarson segir Vestmanneyingum engan nýjan sannleika um upphaf þessa máls, þeir þekkja það af eigin raun og því miður var Hjálmar R. Bárð- arson aðskotahlutur og dragbítur í því máli fyrst framan af. 92 slys meðan baráttan stóð yfir — síðan ekkert Hjálmar hefur einnig nefnt það sem rangfærslu mína að reglur Jóhannes Kri.stins.son Sigmar l>ór Sveinbjörnsson Kristinn l’álsson því örfá skip, líklega 5—6 skip á ári, af nær 1300 skipa flota lands- manna. Það tók nær 9 ára baráttu að koma þessu í gegn um skýrslu- moð siglingamálastjóra og á því tímabili urðu 92 spilslys, þar af eitt banaslys og fjöldi stórslysa þar sem menn hlutu varanleg ör- kuml. Afgerandi reglur komu 1978 og árið 1980 var lokinn kominn í öll skip yfir 15 tonn að stærð og síðan hefur ekkert spilslys orðið í þeim skipum. Hjálmar hefur m.a. afsakað sig á þessum drætti með því að segja að það hafi verið svo erfitt að koma lokanum fyrir á lágþrýstispilum. Fyrsti lokinn var settur um borð í Kap II. í Vest- mannaeyjum og var kominn í gagnið viku eftir að Sigmund hafði hannað tækið, á lágþrýsti- spil. Siglingamálastjóri lét undan þrýstingi Hjálmar segir að ég hafi rofið friðargerð milli okkar, en það er ósatt. Hans túlkun á friði var sú þegar á reyndi að ég gerðist mál- pípa hans og falsaði staðreyndir með loðinmollulegu orðalagi hans og vangaveltum þar sem það tekur ár og áratugi að afgreiða einföld mál sem stórauka öryggi sjó- manna, og veitir ekki af, því það er hrikaleg staðreynd að dauðaslys sjómanna eru nærri því eins mörg á hverju ári og banaslys í umferð- inni á öllu landinu. Hjálmar segir réttilega að ég hafi ekki mótmælt því þegar hann sagði á Eyjafund- inum, eftir að hafa leitt hjá sér að ræða viðkvæm deiluatriði, að við hefðum samið um frið, en ég sagði svo fundarmenn heyrðu að „að það byKKðist á því að siglingamála- stjóri bætti ráð sitt, þá mætti stuðla að því að lappa upp á hann“. Það þurfti því meira en málið með sannkallaðri tangar- sókn, gegn einlægum vilja sigl- ingamálastjóra. Slæm blaðamennska siglingamálastjóra Hjálmar segir að það hafi verið nokkur kurr í sumum fundar- mönnum á Eyjafundinum í minn garð vegna „rógsgreinar" minnar, en enn einu sinni fer „stjóri" með ósannindi. Einn fundarmanna sem skiljanlega vissi lítið um mál- ið, spurði hvers vegna ég skrifaði ekki um öryggismál sjómanna og Sigmundsbúnaðinn í stað þess að vera að leggja gagnrýnar spurn- ingar fyrir siglingamálastjóra. Þessari athugasemd, sem gladdi siglingamálastjóra augsýnilega, var hins vegar mótmælt harðlega af einum talsmanna sjómanna í öryggismálum á fundinum, en ég sá ekki ástæðu til svars því sá sem varpaði fram fyrirspurninni, hafði lent í þeim tilfinningahita á fund- inum að lýsa nokkrum atburðum þar sem hann hafði í raun og veru „farist“ í mörgum sjóslysum. I>ögn Hjálmars um Sigmund Ugglaust á ég mörgu ósvarað í þessum málum, en það skiptir minna máli en allt það sem sigl- ingamálastjóri á ógert í öryggis- málum sjómanna, en það segir sína sögu að það fyrsta sem sigl- ingamálastjóri sagði í samtali við Guðmund Hallvarðsson í útvarps- þætti um mál sjómanna sl. mið- vikudagsmorgun, var setningin: „Það hefur lengi verið á döfinni," en þar hafði verið spurt um endur- skipulagningu Siglingamála- Sigurður Oskarsson fylgst með svo mörgum harm- leiknum í sjóslysum að maður kemst ekki hjá því að skoða málin og hafa áhuga á hugmyndum til bóta. Mín persóna skiptir engu máli í þessari baráttu, þótt sigl- ingamálastjóri hampi hins vegar enn, illu heilli, spegli stjúpu Mjallhvítar. Það sem skiptir máli eru þau ótöldu líf sjómanna sem bylting Sigmunds á eftir að bjarga frá dauða, það er það sem skiptir máli en ekki hégómlegir titlar Daginn lengir Siglingamálastjóri hefur vakn- að af draumförum sinum í þessu máli og er það vel, þökk fyrir það. Mun ég því, um sinn a.m.k., láta bíða ýmis atriði sem ég hef ympr- að á í starfi Siglingamálastofnun- ar og byggjast á skotheldum heimildum úr „hjarta" þeirrar stofnunar, enda var siglingamála- stjóri fljótur að draga í land þá athugasemd að ástæða væri til að höfða meiðyrðamál gegn mér. Auðvitað veit siglingamálastjóri að það gengur ekki upp, svo sam- bandslaus er hann ekki, en nú er daginn farið að lengja og þar sem ég trúi því ekki að siglingamála- stjóri hafi ritað langhunda sína í vinnutíma hjá Siglingamálastofn- un, er hyggilegt að setja amen á eftir efninu svo að hinn ágæti ljósmyndari, Hjálmar R. Bárðar- son, geti nú farið að hampa myndavél sinni í tómstundum, því þar hefur hann sannanlega skilað listrænu og merku framlagi, þar hefur hann ekki verið lengi lengi á döfinni án árangurs. „Reykjavíkurævintýri“ á vegum Hótel Loft- leiða og Hótel Esju HOTEL Loftleiðir og Hótel Esja hafa nú hafið sérstaka Reykjavíkur- kynningu, sem kölluð er Reykjavík- urævintýri. Reykjavíkurkynningin er ætluð bæði ferðamönnum í borginni og Reykvíkingum sjálfum. Kynning- in hefst á Hótel Loftleiðum og Hótel Esju samtímis og geta kynningar gestir valið á hvorn staðinn þeir fara. Kynningin hefst á báðum hót- elunum klukkan 19.00 á fimmtu- dags- og föstudagskvöldum og eftir nokkra dvöl á hótelunum er farið um borgina og endað á skemmti- staðnum Broadway. Á Hótel Loftleiðum hefst kynn- ingin í Leifsbúð og þar verður Vík- ingablóð á boðstólum. Siðan er gengið til borðs og snæddur kjöt- réttur en salat- og brauðbar er við höndina. Að máltíð lokinni, eða um klukkan 21, fara gestirnir í langferðabíl í skoðunarferð um Reykjavík. Að skoðunarferð lok- inni er komið að Broadway, þar sem gestirnir ganga beint inn og að borðum sem hafa verið tekin frá fyrir þá. Á Hótel Esju hefst Reykjavík- urkvöldið einnig klukkan 19.00 með lystauka í Skálafelli. Þar verður svokallaður Cabarett á boðstólum, það eru heitir og kaldir réttir. Módelsamtökin annast tískusýningu og að borðhaldinu loknu verður haldið í skoðunarferð og síðan í Broadway. I Broadway hafa húsráðendur tekið frá borð fyrir gesti í Reykja- víkurkynningu og geta þeir gengið inn án þess að standa í biðröð, enda hefur aðgöngugjald þá þegar verið greitt. Á blaðamannafundi, sem hald- inn var í tilefni Reykjavíkur- ævintýrisins kom fram að þátt- tökugjald er mjög lágt eða 195 krónur fyrir hvern þátttakanda og er þá matur innifalinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.