Morgunblaðið - 27.02.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.02.1982, Blaðsíða 21
fyrir þá. En það tókst ekki betur til en svo að enn vantar einn dempara. Þeir voru pantaðir frá Bretlandi og aðeins þrír komu til landsins. Stendur það því í járnum hvort Logi kemst í fyrsta rallið í lok mars. Vélin verður sú sama og fyrir var, en varahlutir pantaðir að utan. Mun verða skipt um alla slitfleti og sérstaklega styrktir hlutir fengnir fyrir þá gömlu. Mun heildarkostnaður þess verða um 12.000 krónur. Síðan þarf að inn- rétta bílinn og koma fyrir öllum öryggishlutum. Aðeins einn bíll hefur fengið svipaða meðferð og bíll Loga, en hann er í eigu Haf- steins Haukssonar (Escort 2000). Bíll Ómars og Jóns verður tekinn í svipaða klössun. Sem lokaorð á þessari grein er rétt að minnast á tækifæri, sem stendur íslenskum rallökumönn- um til boða. John Haugland, er ók í Ljóma-rallinu í fyrra sendi fyrir stuttu bréf þess efnis að tveimur íslandsmeistararnir Jón og Ómar Ragnarssynir með verðlaunagripi þá sem þeir hafa unnið til. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982^ Jón S. Halldórsson við nýja Porche-bílinn sinn. Bfll Loga Einarssonar. ökumönnum væri boðið í keppni í svokölluðu Skoda-rally í Tékkó- slóvakíu. Er tveim ökumönnum boðið uppihald í tíu daga en rallið stendur í tæpa þrjá daga. Einnig býðst uppihald fyrir tvo viðgerð- armenn í fimm daga og er það á kostnað keppnisstjórnar rallsins. Ökumenn sem hugsanlega færu fengju einnig gefins 200 lítra af bensíni. Skoda-rallið fer aðallega fram á malbiki. Er sama leið ekin þrisvar sinnum og hafa ökumenn rétt á því að skrá leiðina hjá sér viku fyrir keppni. Alls eru eknir 400 km á sérleiðum. John Haug- land hefur að auki boðist til að kenna hugsanlegum ökumönnum á kerfið sem ekið er eftir í þessu ralli, en það er frábrugðið röllum hér heima, þar sem leiðir eru ekki gefnar upp fyrr en rétt fyrir keppni hérlendis. Vissulega er áhugi mikill en vegalengdin til Tékkóslóvakíu er fráhrindandi. Jón S. Halldórsson á Porsche- inum fyrrnefnda hefur þó rætt um að fara. Að sögn Ólafs Guð- mundssonar hjá Landssambandi akstursíþróttamanna er allt óákveðið með það hver fer fyrir hönd Islands. Má með sanni segja að allar dyr séu farnar að standa íslenskum raliökumönnum opnar ... búnir að tapa, standi átökin leng- ur en einn mánuð.“ Kemur þessi setning heim og saman við sjón- armið margra á Vesturlöndum, er segja, að herfræðikenningar Sov- étmanna miði að því að heyja kjarnorkustríð og vinna það. Margt er fróðlegt í þessari bók fyrir hinn almenna lesanda, þó hlýtur hún að hafa meira gildi fyrir herfróða menn, er átta sig betur á því, en sá, sem þetta ritar, hvað felst í nákvæmum lýsingum á tækjum og búnaði stórskotaliðs og vélaherdeilda Sovétmanna. Margar lýsingar höfundar eru gamansamar, þótt verið sé að segja frá hinum hátíðlegustu stundum á ferli hans. Má þar nefna söguna um það, þegar yfir- maður pólitísku deildar hersins, Episév, hershöfðingi, kom og flutti erindi. Fyrir lá, að hann var orð- inn gteyminn og utangátta. Hins vegar brá áheyrendum, þegar hann las tvisvar sinnum hvert blað, þar eð hann var bæði með frumrit og afrit samfest í ræðu- stólnum. Virtist hann sjálfur ekk- ert eftir þessu taka, þótt hann yrði að lesa 40 síður í stað 20. Þessi atburður gerðist 1969 og 10 árum síðar gegndi Episév enn sama embætti. The Beach Boys: Kaliforníustrákarn- ir í ham rokksins Hljóm- plotur ArniJohnsen Kaliforníustrákarnir The Beach Boys vaða aldeilis á súð- um í tveggja plötu albúmi sem Steinar hf. komu nýlega með á markaðinn hérlendis og það er óhætt að mæla með þessari hressilegu plötu fyrir skalla- poppara á öllum aldri, því The Beach Boys hafa langa reynslu að baki og standa enn í eldlín- unni þótt nýjabrumið sé farið af þeim. The Beach Boys komu til sög- unnar í kjölfar Bítlanna og hver sem hefur fylgst eitthvað með dægurlagatónlist síðustu 20 árin og sérstaklega rokkinu, kannast ekki við lög eins og Rock and Roll Music, Won’tcha Come Out Tonight, California Saga, eða Sea Cruise, sem er eitt af fyrstu alkunnu lögum Kaliforníustrák- anna? Ennþá eru þeir félagar á fullri ferð og hafa aðlagað sig nýjum tíma þótt stíll þeirra haldi sér, en þeir eru orðnir fágaðri eins og „drengjum" á þeirra aldri ber. The Beach Boys léku m.a. í mörgum kvikmyndum og þeir hafa löngum verið vinsælir þar sem þurfti að koma mannskapn- um í stuð. Þessi 28 lög sem þeir leika á tveimur plötum útgáfunnar eru flest vinir fólks á öllum aldri og því óþarfi að fjalla sérstaklega um þau. Upptökurnar eru við mismunandi aðstæður, flestar í upptökusölum af fyrstu gráðu og sumar hljóðritaðar á tónleikum. The Beach Boys eru fimm að tölu. Þeir héldu merki rokksins lengi á lofti í hópi fremstu flytj- enda, en þeir hafa löngum þótt túlka vel hina hlýju og rómuðu stemmningu Kaliforníu. Þeirra lína í textum hefur verið sól, ást og ævintýri, tónn velferðarríkis- ins. Þeir eru strákarnir af ströndinni sem þurftu engar áhyggjur að hafa og eru að því leyti hið bandaríska andsvar við Bitlunum sem komu úr verka- mannahverfunum, höfðu boð- skap að flytja með textum sínum og ádeilu, öndvert við strákana af gylltu ströndinni, Kaliforníu. „I»að er eitthvað sem kemur, eitthvað sem fer, eitthvað sem hUer og gra*tur,“ sagði Davíð í einu Ijóða sinna og þessi plata The Beach Boys er eitthvað sem hlær í brjósti manns, hlær á móti gömlum góð- um dögum þegar rokkið réði ríkjum í dægurlagatónlistinni og þungt rokk, brothætt rokk og röndótt rokk var óþekkt. Það hefur alltaf verið bjart yfir Kali- forníustrákunum, þeir létu vandamálin skolast til hafs, en sungu og syngja enn um sólina og vorið á spássitúrnum í gegn um mannlífið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.