Morgunblaðið - 27.02.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.02.1982, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982 Police ætla aö styrkja Freddie Laker í baréttu hans viö að komast á réttan kjöl á ný. Lögreglutríóið styður við bak Freddie Laker Umboösmaður Police til- kynnti það fyrir skömmu að hljómsveitin hygðist halda 20.000 manna hljómleika í Los Angeles til styrktar konungi lágu fargjaldanna, Freddie Laker. Einnig ætla þeir félag- ar að láta meira af hendi rakna til endurreisnar flugfó- lags hans. Ástæöan fyrir þessum áhuga Police á flugmálum er sú, að þeir þakka Laker aö töluveröu leyti hversu langt þeir hafa náð í rokkheiminum. „An lágu fargjaldanna sem hann bauð á sínum tíma hefð- um viö aldrei komist til Banda- ríkjanna, og ég efast um að hljómsveitin vaeri enn starf- andi, heföum við ekki komist þangað,“ segir umbinn. Og hann heldur áfram: „Police hafa alltaf reynt að ferðast með „airbus“ Lakers þegar þeir hafa komið því viö og segjast vonast til aö geta hald- ið því áfram." Segiö svo, aö popparar hafi ekki áhuga á fleiru en bara rokki. BV m Þú og ég söngdúettinn, Jóhann Helga- son og Helga Möller. Flest bendir nú til þess aö þau nái umtalsverðum vinsældum í Japan. Fjórða landreisa Þursanna - ný plata kemur út núna um helgina Nu um helgina kemur fjórða Þursa- Skógum. 16,—26. mars Reykjavík flokksplatan út. Hún heitir „Gæti og nágrenni. eins verið ...“ og er gefin út af þeim sjálfum, en Steinar annast dreifingu. Samhliða útgáfu plötunnar leggur flokkurinn upp í sína fimmtu landreisu, og munu þeir spila á eftirtöldum stöðum: Sun. 28. feb. Félagsheimilinu Húsavík, mán. 1. mars Héraðs- skólanum Laugum, þri. 2. mars Stórutjarnarskóla, mið. 3. mars Menntaskólanum Akureyri, fim. 4. mars Dynheimum Akureyri, fös. 5. mars Félagsheimilinu Bifröst Sauðárkróki, lau. 6. mars Hér- aðsskólanum Reykjum Hrútafirði, mið. 10. mars Valaskjálf Egils- stöðum, fim. 11. mars Héraðsskól- anum Eiðum, fös. 12. mars Egils- búð Neskaupstað. lau. 13. mars Herðubreið Seyðisfirði, sun. 14. mars Sindrabær Höfn Hornafirði, mán. 15. mars Héraðsskólanum 91% útvarpshlustenda kunni vel að meta...: Framavonir Þú & Ég taka stórt stökk í Japan Velgengni söngdúettsins Þú og ég viröist ætla að veröa meiri en nokkurn óraöi fyrir á Japansmark- aði. Strax í fyrstu atlögu seldust 50.000 eintök af lítilli plötu dúettsins og var hún þó einungis kynnt í norðurhluta eyjunnar í austri. Nú hafa hins vegar borist mun glæsilegri tíöindi. Epic/Sony samsteypan í Japan gerði fyrir nokkru hlustendakönnun á tónlist Þú og óg og varö útkoman meö ólíkindum sterk. Af þeim, sem spuröir voru, svöruðu 91% hlustenda á þá leið aö þeir kynni vel aö meta framlag þeirra Jóhanns Helgasonar og Helgu Möller. Aöeins 9% voru ekki sátt viö tónlistina. Bandaríska tónlistartímaritiö Billboard greinir frá þessu í nýjasta heftinu. Þar segir aö þegar viötökurn- ar hafi veriö í líkingu viö þetta hjá öörum aðilum hafi plötusalan fariö í 800.000 eintök. Til aö styrkja þetta enn frekar nefnir blaöiö aö 83% jákvæö svör hafi gefiö af sér 500.000 eintök í plötusölu. Ef marka má þessi tíöindi á dúettinn meira en litia sölu fyrir höndum á eyju sólarinnar í austri. Epic/Sony samsteypan mun á næstu mánuöum auka útbreiösluherferöina enn frekar og stefnt er aö, tónleikaferö Heigu og Jóhanns um Japan síðar á þessu ári. Vinsældir þeirra eru þegar farnar aö segja til sín og til marks um þaö má nefna aö þau Jóhann og Helga hafa fengiö póst frá aðdáendum í Japan. Undirbúningur aö nýrri breiöskífu Þú og ég er nú í fullum gangi og mun hún veröa tekin upp i London í aprílmánuöi. Geoff Calver, sem íslenskum hljómlistarmönnum er aö góöu kunnur, kom til landsins fyrir stuttu og tók upp 20 lög til reynslu. Þau veröa síöan send Epic/Sony í Japan og mun fyrirtækiö aö mestu ráöa því hvaöa lög veröa á plötunni, sem fer á Japansmarkaö. _sSv. Molar af hljómboröum popparanna.. Gary Numan dregur allar fyrri yfirlýsingar til baka — innlendir og erlendir popppunktar í úrvali Jóhann Helgason hefur átt vinsældum aö fagna, sem söngv- ari, um langt skeiö. Nýjasta fram- lag hans, Tass, hefur selst prýöi- lega og fyrir stuttu voru undirrit- aöir samningar i London þar sem Sp>ectra-útgáfufyrirtækiö mun gefa út tveggja laga plötu meö lögum af Tass. Eru þaö lögin Take your time og Burnin’ love, sem þrykkt veröa í plast. Þursaplatan nýja, sem nefnist Gæti eins veriö ... mun vera væntanleg innan skamms. Flokk- urinn gefur plötuna út sjálfur og var hún tekin upp í stúdíói þeirra, Grettisgati. Innan skamms mun flokkurinn halda í tónleikaferö um landið — þá fjóröu á jafnmörgum árum. Áætlað er aö plata Bubba Morthens og fólaga í Egó komi út í aprilmánuöi. Mun flokkurinn þá einnig leggja land undir fót og lofa lýönum aö sjá og heyra hvaö hef- ur verið aö gerast undanfariö. Upptökum á plötu Egó er lokið og ef marka má þaö, sem undirritaö- ur hefur þegar heyrt af henni, er hér á feröinni enn eitt athyglisvert framlag Bubba til íslenskrar popptónlistarsögu og sannast sagna gerólikt því, sem hann hef- ur áöur látið frá sór fara. - O - Einhver Ijón munu hafa sest í leiö Human League-fólkins, sem ætlaöi aö heimsækja mörlandann í aprílbyrjun. Þrír fyrstu dagarnir í tónleikaferö hljómsveitarinnar eru ennþá ætlaöir íslandi en vanda- máliö er nú hvernig er hægt só aö flytja 8—10 tonn af tækjabúnaði og 14 manna liö á sem hagkvæm- astan hátt til landsins. Mun Hu- man League koma hingaö til lands á vegum Þorsteins Viggós- sonar ef af veröur. — O — Innan skamms mun líta dags- ins Ijós tveggja laga plata meö hljómsveitinni Spilafífl, sem starf- andi hefur veriö um nokkurt skeiö. Spilafífl er nokkuö sterkur flokkur og gæti komlö hraustlega á óvart. Upptakan varö gerö i Stúdío Stemmu sl. sumar. — O — Ekki er langt síöan þær sögur gengu fjöllunum hærra að plötu- Mark Knopfler f Dir® Straits. pressunarfyrirtækiö Alfa f Hafnar- firöi rambaði ótæpilega á brún gjárinnar á milli lifs og dauða. Fylgdi og sögunni aö starfsfólkið heföi allt gengiö út. Fyrirtækiö mun reyndar ekki vera búið aö leggja up laupana, en brestir munu hafa komiö fram í rekstri þess. M.a. gekk illa aö standa viö geröa samninga í desembermán- uöi. Hótelin vildu ekki Alice Cooper. Enska tónlistarblaðiö Melody Maker, sem reyndar má muna sinn fifil fegurri, greinir frá þvi í nýlegu tölublaöi, aö ekki só nema von aö plötuverð sé jafnhátt og raun ber vitni. Á MIDEM-ráöstefn- unni, sem nýlokiö er í Cannes í Frakklandi, voru eigi færri en 5000 kampavínsflöskur opnaðar (og innihaldiö væntanlega drukkið líka) kvöldið, sem ráðstefnan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.