Morgunblaðið - 27.02.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.02.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982 Uppreisnar minnzt með tárum í sjónvarpsþætti London* 26. febrúar. AP. FYRRVKRANDI hermenn úr 8. brezka hernum, sem sneru ósigri upp í sigur við El Alamein í síðari heimsstyrjöldinni, grétu frammi fyrir sjónvarpsáhorfendum í gær kvöldi, þegar þeir sögðu frá því er þeir voru ákærðir fyrir uppreisn eft- ir innrásina í Ítalíu fyrir tæpum 40 árum. Alls neitaði 191 maður að sækja til vígstöðvanna við Salerno 20. september 1943. Þetta mál hefur farið hljótt, en BBC rifjaði það upp í þætti sínum um söguleg efni, „Forty Minutes". Málið hafði í för með sér umfangsmestu her- réttarhöld þessarar aldar í Bret- landi. Menn úr hópi sakborninga, sem fram komu í þættinum, sögðu að vegna lélegrar stjórnar hefði skipunum ekki verið hlýtt og sækjendur hefðu kosið að kalla þetta uppreisn. Obreyttir her- menn voru dæmdir í sjö ára fang- elsi, undirliðþjálfar í 10 ára fang- elsi og þrír liðþjálfar til dauða. Þótt dómarnir væru seinna felldir niður voru mennirnir sendir til orrustu, það hlutverk sem þeim var ætlað jafngilti sjálfsmorði og þeir fengu það á tilfinninguna að yfirvöid vildu koma því til leiðar að þeir yrðu felldir á vígvellinum. Margir féllu. Aðrir gerðust liðhlaupar og sátu í fangelsi unz stríðinu lauk. Fjölskyldur mannanna fengu ekki þær bætur sem þeim bar og heiðursmerki sem þeir höfðu áður unnið til fyrir hugprýði voru aldr- ei afhent. Varnarmálaráðuneytið segir að málið verði ekki aftur tekið upp fyrr en 75 árum eftir að atburður- inn átti sér stað „til að vernda mennina og fjölskyldur þeirra". Alan Patient, stjórnandi þáttar- ins, sagði: „Ráðuneytið mun ekki viðurkenna sannleikann um hin augljósu opinberu glappaskot fyrr en allir sem hlut áttu að máli eru dauðir." BBC fór með Wally Innes lið- þjálfa og tvo aðra sem komust af, John McFarlane, sem var óbreytt- ur, og Hugh Fraser, fyrrverandi undirliðþjálfa, til vígstöðvanna við Salerno þar sem þeir neituðu að hlýða skipunum. Þeir minntust þess að þeir voru settir í „búr“ stríðsfanga við hlið- ina á þýzkum föngum, sem hróp- uðu að þeim: „Brezku bleyður." Einn þeirra sagðist hafa fengið þýzkumælandi fanga til að hrópa á móti: „Við erum sömu bleyðurn- ar og eltu ykkur 3.000 mílur frá Alamein til Sikileyjar." Undirrót uppreisnarinnar var hefðbundin tryggð brezkra her- manna við herdeildir sínar og fé- laga. Mennirnir voru úr Hálanda- og Durham-herdeildinni og höfðu hvílzt í búðum í Tripoli eftir her- ferðina á Sikiley, þar sem þeir höfðu særzt, þegar þeir buðu sig fram sem sjálfboðaliða í sveitum sínum, sem áttu að taka þátt í innrásinni í Italíu. Þegar þeir voru á rúmsjó var þeim sagt að þeir yrðu hluti af liðsauka í orrustunni við Salerno og yrðu ekki sendir aftur til sveita sinna. Af einhverjum ástæðum hafði upphaflega skipunin, sem þeir áttu að fá, farið ranga boð- leið. Innes, McFarlane og Fraser sögðu að vegna þjálfunar sinnar hefðu þeir ekki getað hugsað sér að leggja út í orrustu þar sem líf þeirra væri komið undir ókunnug- um mönnum við hlið þeirra. Þeir voru einangraðir frá sveitum sín- um og gerðu verkfall — og gjaldið sem þeir urðu að greiða þjakar þá enn. Innes sagði að hann hefði aldrei losnað við ragmennsku-stimpil og pískrið hefði aldrei þagnað. Enn þann dag í dag heyrir hann hvísl- að þegar hann fer inn á bar: „Sjá- ið hann, hann var dæmdur til dauða." McFarlane var sviptur orðu fyrir vasklega framgöngu og kona hans og börn stóðu uppi pen- ingasnauð. McFarlane grét þegar hann sagði: „Þetta eru allar þakk- irnar sem ég fékk frá brezka hernum ... fjölskylda mín var ofsótt... þeir voru eins slæmir og Þjóðverjarnir. Þeir brutu mig niður.“ Foringjar, sem voru verjendur og sækjendur í herréttarhöldun- um, sögðu í sjónvarpsmyndinni að málið hefði verið mistök og köll- uðu það sorglegan kafla í sögu brezka hersins. Patient sagði að sumir mennirnir hefðu beðið Elísabetu drottningu um náðun, en verið sagt að ekkert væri hægt að gera. Robert Mugabe Nkomo lík- lega sótt- ur til saka l/ondon, 26. febrúar. Al*. ROBERT Mugabe forsætisráðherra /imbabwe sagði, að töluverðar líkur væru fyrir því að Joshua Nkomo, sem hann rak nýverið frá völdum, yrði sóttur til saka fyrir tilraun til bylt- ingar. Nkomo var settur af í síðustu viku, ásamt þremur öðrum ráðherr- um Zapu, eftir að vopnabúr fundust á búgörðum, sem tilheyrðu honum og flokki hans. Nkomo hefur neitað að hafa haft uppi áform um stjórn- arbyltingu, og ennfremur segist hann ekki hafa vitað um tilvist vopnanna. Að sögn lögreglunnar í Salisbury fundust fjögur vopnabúr til viðbót- ar í þessari viku, og voru þau öll á Hamilton-búgarðinum skammt frá borginni Gwelo. Nkomo á búgarð- inn. Sirkushneyksli f Moskvu: Góðvinur dóttur Brezhnevs handtekinn fyrir mútuþægni Gífurlegir rekstrarerfíðleikar hafa hrjáð DeLorean sportbílaverksmiðjurnar á Norðurírlandi, sem skiptaráðendur, skipaðir af stjórn Margrétar Thatcher, hafa tekið til meðferðar. Hinir dýru glæsivagnar hafa selzt illa, enda í háum verðflokki, en þessi svipmynd er frá verksmiðjulóðinni, þar sem bifreiðarnar hafa hrannazt upp. Tyrkland: 44 handteknir Istanbul, 26. febrúar. Al*. YFIRVÖLD fyrirskipuðu handtökur 44 manna í dag fyrir aðild að ólög- legum félögum, þeirra á meðal for manns lögmannafélagsins og fyrr verandi sendiherra. Handtökutilskipun var gefin út á þriðjudag, en ekki látið til skarar skríða fyrr en í dag vegna deilu milli lögreglunnar og herstjórnarinnar. Hinum handteknu er gefið að sök að hafa verið félagar í tyrkn- esku friðarnefndinni, sem studdi stefnu yfirvalda í Moskvu. Nefnd- in var stofnuð fyrir sex árum, en bönnuð eftir byltingu herforingja- stjórnarinnar í september 1980. Orhan Apaydin, formður lög- mannafélagsins, var helzti lög- maður 52 verkalýðsleiðtoga, sem nú eru fyrir rétti, en þeim hefur m.a. verið gefið að sök að hafa haft byltingaráform á prjónunum. Hefur því verið haldið fram að fangelsun Apaydins sé tilraun af hálfu yfirvalda til að koma í veg fyrir varnir af hálfu verkalýðs- leiðtoganna, en margir lögfræð- ingar, sem hafa varið mál verka- lýðsleiðtoganna, hafa verið fjar- verandi á ýmsum tímum réttar- haldanna, til þess að mótmæla takmörkun á störfum þeirra við réttarhöldin. Moskva, 26. febrúar. Al*. LÖGREGLAN í Moskvu hef- ur handtekið framkvæmda- stjóra aðalsirkuss borgarinn- ar og innsigiað húsakynnin, meðan rannsókn fer fram í máli framkvæmdastjórans. Hann er grunaður um að vera viðriðinn fjársvik og mútur, og meðal annars þeg- ið stórfé í erlendum gjald- eyri. Framkvæmdastjórinn sem heitir Anatoly Kolevatov er sagður vera náinn vinur Galinu Brezhnevsdóttur. Virðist hún hafa kynnzt Kolevatov í gegnum tvo fyrrverandi eiginmenn sína, sem báðir voru sirkuslistamenn. Auk þess að hafa dregið sér fé og þegið mútur er Kolevatov sakaður um að hafa gefið lista- mönnum leyfi til að fara utan og útvega sér á þann hátt erlendan gjaldeyri og varning af ýmsu tagi sem er sjaldséður í Sovét- ríkjunum. Þegar Kolevatov var handtek- inn fannst um ein milljón doll- («enf, 26. febrúar. AP. ÝMIS flugfélög er aðild eiga að IATA hafa komist að samkomulagi um að hækka fargjöld á AtlanLshafs- flugleiðinni milli sjö og tíu prósent í aprflmánuði, að sögn talsmanns IATA. Hækkanirnar þurfa að hljóta staðfestingu ríkisstjórna viðkomandi landa. Um er að ræða flug milli Banda- ríkjanna annars vegar og Austur- ríkis, Búlgaríu, Tékkóslóvakíu, Gíbraltar, Ungverjalands, Ítalíu, Möltu, Póllands, Danmerkur, Nor- egs, Svíþjóðar, Tyrklands og Sov- ara í íbúð hans og er það sagt vera aðeins brot af því sem hann hefur dregið sér. étríkjanna hins vegar, að sögn IATA. Um það bil 85% allra áætlunar- ferða á Atlantshafinu falla undir ákvæði IATA, en það er utan verkahrings samtakanna að ákvarða fargjöld milli Bandaríkj- anna og Frakklands, Spánar, Grikklands, Finnlands og Júgó- slavíu. Þessi ákvörðun er í samræmi við þá ákvörðun IATA á fundi í Holly- wood í síðasta mánuði, að hækka fargjöld á Atlantshafinu frá Bret- landi, Sviss, Portúgal, Belgíu, V-Þýzkalandi og Hollandi. Grófu særða indíána Wa.shington, 26. febrúar. Al*. FIJLLTRÚI Ronald Reagans Bandaríkjaforseta í mannréttinda- málum, Klliott Abrams, lét svo um mælt í dag, að sveitir Sandinista- stjórnarinnar í Nicaragua hafi að líkindum greftrað fólk lifandi í árás á 42 þorp indíána í austur- hluta Nicaragua. Elliott Abrams sagði, að af um eitthundrað indíánaþorpum i austurhluta Nicaragua, hefðu 42 verið brennd og lögð í rúst af sveitum stjórnarinnar. „Við höf- um þungar áhyggjur af öllum kúg- unaraðgerðum Sandinistastjórn- arinnar, en hinar villimannslegu aðgerðir hennar gagnvart Mis- kito-, Sumo- og Rama-indíánum taka þó öllu öðru fram hvað við- bjóð snertir," sagði Abrams. „Við höfum fyrir því sannanir, að her- menn Sandinista-stjórnarinnar hafi grafið illa særða indíána lif- andi.“ Abrams sagði stjórnvöld í Nic- aragua hafa viðurkennt að um 8.500 Miskito-indíánar hefðu verið neyddir til að flytja af svæðum sínum og blandast borgarbúum annars staðar í landinu. Þá sagði Abrams, að Sandin- ista-stjórnin, sem komst til valda 1979, hefði stöðugt færst nær ráðamönnum í Moskvu og væri lifandi landið á góðri leið með að komast á yfirráðasvæði Sovétríkjanna. Stafaði allri Mið-Ameríku stór- hætta af Nicaragua, sem orðið hefði að griðlandi uppreisnar- manna frá öðrum Mið-Ameríku- ríkjum. Væri árásum á nágranna- ríkin stjórnað frá Nicaragua. Þá væri her Nicaragua langtum öfl- ugri en varnarhagsmunir landsins réttlættu. IATA hækkar á Atlantshafinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.