Morgunblaðið - 27.02.1982, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.02.1982, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982 30. NorðurlandaráðsþingiðJ Helsinki: Ný tillaga um Nordsat-sjónvarpshnött inn á að tryggja framhaldsviðræður I>rítugasta þing Norðurlandaráðs hefst í Helsinki á mánu- dag og stendur dagana 1.—5. marz. Fyrir þinginu liggja 7 nýjar tillögur frá ráðherranefndinni og 22 fulltrúatillögur, auk þess sem fjallað er um fjölmörg mál um samstarf Norð- urlanda á ýmsum sviðum. Á þinginu mun ísland m.a. gerast aðili að norræna vinnumarkaðinum. Nordsat-sjónvarpshnatt- armálið verður mjög í sviðsljósinu, en nýlega ákváðu 19 fulltrúar í ráðinu að leggja fram nýja tillögu til að tryggja áframhaldandi viðræður um norrænan sjónvarp.s- og út- varpshnött, og stendur öll sendinefnd íslands að þvf. Fjallað verður um samgöngur á sjó milli íslands og Norðurlandanna, um norræn umferðarlög o.fl. Sex íslenskir ráðherrar munu sækja þingið, Gunnar Thor- oddsen forsætisráðherra, Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, Frið- jón Þórðarson dómsmálaráð- herra, sem er samstarfsráðherra Islands hjá Norðurlandaráði, Ingvar Gíslason, menntamála- ráðherra, Svavar Gestsson fé- lags- og heilbrigðisráðherra og Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra. Fulltrúar ís- lands í Norðurlandaráði úr hópi alþingismanna munu allir sækja þingið, þeir Halldór Ásgrímsson, formaður, Matthías A. Mathie- sen, varaformaður sem á sæti í forsætisnefndinni fyrir ísland, Páll Pétursson, Sverrir Her- mannsson, Eiður Guðnason og Stefán Jónsson. Friðjón Sigurðs- son skrifstofustjóri er ritari nefndarinnar og fer utan. En Áslaug Skúladóttir starfsmaður í sendiráðinu í Stokkhólmi kemur til aðstoðar sendinefndinni. Þá mun um tugur embættismanna úr ráðuneytunum sitja þingið, svo og áheyrnarfulltrúar frá Norrænu félögunum, dr. Gylfi Þ. Gíslason og Hjálmar Ólafsson. En Hjörtur Pálsson og Manuela Wiesler fara til Helsinki vegna athafnar við afhendingu bók- mennta- og músíkverðlauna ráðsins. ísland aðili að norræna vinnumark- aðinum Samkvæmt endurskoðuðum samningi um norrænan vinnu- markað, sem ísland gerist nú að- ili að, eiga ríkisborgarar á Norð- urlöndum rétt á að setjast að og leita sér atvinnu hvar sem er á Norðurlöndum, án þess að þurfa búsetu- og atvinnuleyfi. Nú er lögð rík áhersla á að fólki séu kunnar félagslegar og efnahags- legar aðstæður á nýja staðnum og einnig að forsendur fyrir heimflutningi séu fyrir hendi. Nordsat-gervihnattarmálið er í nokkkrum hnút en viðræður standa yfir milli ríkisstjórna um örlög þess. Danir höfðu ekki und- irritað tiilöguna um það og ríkis- stjórnin tilkynnti í febrúar sl. að hún mundi ekki taka þátt í und- irbúningi málsins. í nýrri tillögu 19 fulltrúa til 30. þings Norður- landaráðs er lagt til að ríkis- stjórnir Finnlands, íslands, Nor- egs og Svíþjóðar haldi áfram að vinna að þróun kerfis fyrir sjón- varps- og útvarpssendingar um sjónvarpshnött. Stendur öll ís- landsdeild Norðurlandaráðs að tillögunni, ásamt finnskum og norskum fulltrúum í menning- armálanefnd ráðsins. Þrír Svíar hafa nú gerst meðflutningsmenn. Telex-hnötturinn sem áætlað er að verði skotið á loft af Svíum 1985 er mun ódýrari og til tak- markaðri nota en fyrirhugaður Nordsat-hnöttur, en í tillögunni segir að sænski hnötturinn, sem Finnland og Noregur muni vænt- anlega taka þátt í, veiti mikil- væga reynslu fyrir áætlun land- anna fjögurra og e.t.v. sameinast henni. Ný umferðarlög á íslandi 1983 Tillagan frá 1975 um að kanna möguleika á að koma á ferjusam- göngum milli íslands, Færeyja og hinna Norðurlandanna verður tekin upp. Ekkert hefur gerst í málinu í 3 ár, þótt könnun hafi fyrir þann tíma verið mjög já- kvæð. Mun samgöngumálanefnd nú fara þess á leit að niðurstaða könnunarinnar verði endurskoð- uð vegna breyttra forsenda, þar sem ferja mundi stuðla mjög að auknum samskiptum jaðarsvæða við miðsvæði á Norðurlöndum. Ný umferðarlög hafa verið samþykkt á öllum Norðurlöndum nema íslandi og óskar samgöngunefnd Norðurlanda- ráðs eftir því í nefndaráliti að frumvarp til nýrra umferðarlaga verið lagt fyrir Alþingi í síðasta lagi á umferðaröryggisárinu 1983. En hér starfar nefnd að undirbúningi málsins. Leiðrétting I baksíðufrétt Mbl. í gær, þar sem sagt er frá slæmri fjárhags- stöðu sjúkrastofnana sem reknar eru á daggjöldum féll niður nafn eins viðmælenda Mbl. Síðasta við- talið í fréttinni er við Björn Ástmundsson forstjóra Reykja- lundar í Mosfellssveit og hefst til- vitnun í ummæli hans á orðunum „Það virðast vera undarleg vinnu- brögð við ákvörðun daggjalda", í næst síðustu málsgrein, en öll sú málsgrein er eftir honum höfð, en ekki Hauki Benediktssyni á Borg- arspítalanum, eins og skilja mætti. Eru viðkomandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Afmæliskveðja: Eyjólfur og Sigur lín á Hnausum í dag á Eyjólfur á Hnausum af- mæli, það er að vísu ekki eitt af þessum stóru afmælum og þó, af- mæli mætra manna eru ætíð stór. En það er einnig af annarri ástæðu, að ég skrifa afmælisgrein- ina núna, sl. haust átti Sigurlín a Hnausum 90 ára afmæli og ég taldi rétt að láta eitt yfir bæði ganga. Eyjólfur á Hnausum fæddist í Botnum í Meðallandi 27. febrúar 1889 og verður þannig 93 ára í dag. Foreldrar hans voru Vilborg Þorsteinsdóttir, fædd 23. ágúst 1852, dáin 12. ágúst 1935, átti hún ættir að rekja til Lýðs sýslumanns Guðmundssonar í Vík og einnig til hins enska bónda og grasalæknis í Lambafelli, Hannesar Crumbecks, og til hans getur Sigurlín einnig rakið ætt sína. Faðir Eyjólfs var Eyjólfur, fæddur 19. desember 1852, dáinn 5. júní 1937. Foreldrar hans voru Eyjólfur Jónsson og kona hans, Guðrún Jónsdóttir, en móðir hennar var Ingibjörg Er- lendsdóttir frá Uppsölum í Suður- sveit. Hann drukknaði í lendingu við Dyrhólaós 20. marz 1871. Jón Ólafsson faðir hans átti Þuríði Aradóttur, Hofi í Öræfum. Móðir hennar var Ingveldur Vigfúsdóttir á Skálafelli, Vigfússonar, Run- ólfssonar, en Katrín kona Runólfs var dóttir Árna Bjarnasonar í Þingnesi, en Sigríður Stein- grímsdóttir, föðurmóðir Sigurlín- ar átti ættir að rekja til Bjarna, bróður Katrínar. Guðný Þorsteinsdóttir, móðir Ingveldar, var í beinan karllegg frá sr. Ólafi skáldi Guðmundssyni á Sauðanesi. Eyjólfsnafnið er sennilega kom- ið frá Ingveldi. Hún átti tvo Eyj- ólfa með manni sínum, Bjarna Þorvarðarsyni á Hofi í Öræfum. Eyjólfur yngri átti Kristínu Jónsdóttur, skkju Ólafs Jónsson- ar, föður Jóns Ólafssonar, og hef- ur Jón látið Eyjólf heita nafni stjúpa síns. Þegar Karitas Brynjólfsdóttir í Botnum, ekkja Erasmusar ríka Halldórssonar brá búi um 1887 hafði Eyjólfur, faðir Eyjólfs á Hnausum, hug á að fá Botnana byggða. Botnarnir voru góð fjár- jörð, beit góð og þurfti lítið að gefa sauðfé og var Botnaféð fal- legt, frískt og lagðhvítt. I Botnum er fallegt, ég hef óvíða komið, sem mér þykir fallegra en í Botnum og angan úr jörð er góð þar. Bændum í Botnum búnaðist Iöngum vel, þótt jörðin sé nokkuð afskekkt m.k. í fyrri daga, þegar vegir vóru engir. En Eyjólfur var maður fram- kvæmda og snarræðis, brá sér til Reykjavíkur, þótt um vetur væri, og kom til baka með byggingar- bréfið í vasanum. 1888 reisti hann þar bú með unnustu sinni, Vil- borgu Þorsteinsdóttur, og bjuggu þau þar síðan rausnar- og mynd- arbúi. Eyjólfur var sérstakur hirðumaður og hvergi hef ég séð betri umgang en þar og reglusemi á öllum hlutum. Heymeisarnir voru hreint út sagt listaverk, vindlarnir fagurlega snúnir, ekk- ert strá laust, og þótt farið væri með heyhripin hans Eyjólfs út í rok, þá hvorki losnaði vindill eða strá. Og heystálið var jafnt og beint, má segja eins og heflað væri. Gestrisninni i Botnum var við brugðið, þótt gestrisni væri Skaftfellingum í blóð borin, var hún þó óvíða með jafnmiklum höfðingsbrag og í Botnum. Þegar gest bar þar að garði beið hans hlaðið borð af góðum og vel framreiddum réttum og þótti hús- ráðendum miður, ef lítils var neytt. Rausn Vilborgar var mikil og hélt Guðrún, dóttir þeirra hjóna, henni með miklum mynd- arskap, þegar hún fór að taka á móti gestum. Um 1930 tók Guðrún við Botnabúinu og stjórnaði því með myndarskap til 1950, er unn- usti hennar og ráðsmaður, Eyjólf- ur Davíðsson, féll frá. Fluttist hún fljótlega til Reykjavíkur með Eyj- ólf son þeirra og bjuggu þau þar saman til dánardægurs hennar. Guðrún var ein af þeim konum sem gott er að muna og sama er um foreldra hennar að segja. í Botnum þótti fólki gott að vera, þótt iðjuleysi þekktist þar ekki. Margir ungir menn, karlar og kon- ur, unnu hjá Eyjólfi og Vilborgu í Botnum og sóttu þangað gott veganesti. Snemma bar á miklum gáfum og námshæfileikum hjá Eyjólfi yngra í Botnum. Vorið 1907 lauk Eyjólfur gagnfræðaprófi frá Flensborgarskóla og verður hann nú í vor 75 ára gagnfræðingur. Jafnframt gagnfræðanáminu kynnti hann sér uppeldis- og kennslufræði og hlustaði á æfingakennsluna. 1913 var hann á kennaranámskeiði í Kennaraskóla íslands. Hann kenndi síðan um margra ára skeið í Meðallandinu, Skaftártungu og Álftaveri og stundum kenndi hann í öllum hreppunum sama veturinn. Hann var einnig skólastjóri unglingaskólans í Vík í Mýrdal 1916—18. Eyjólfur var í fremstu röð kennara og hefði hann sómt sér vel í hvaða skólastjórastöðu sem væri í landinu. Mörg trúnað- arstörf hlóðust á Eyjólf. 1919 var hann skipaður hreppstjóri, en nú hefur Vilhjálmur sonur hans leyst hann af hólmi. Mörgum öðrum trúnaðarstörf- um gegndi hann, t.d. var hann hreppsnefndarmaður um margra ára skeið, sýslunefndarmaður, oddviti, formaður skólanefndar, prófdómari, safnaðarfulltrúi, deildarstjóri Sláturfélags Suður- lands o.fl. Eyjólfur er fjölfróður maður og er manna kunnugastur austur þar um ættir og liðna tíð og segir vel frá. Hann er vel fær í ensku og átti létt með að tala við enska skipbrotsmenn, enda þurfti hann oft á því að halda, meðan ströndin voru sem tíðust. íslenskumaður er hann góður og skrifar fallega og persónulega hönd. Ekki man ég til að hafa séð fallegri forskrift en hjá honum. — 1935 sæmdi franska stjórnin hann heiðursmerki fyrir björgun og að- hlynningu franskra skipbrots- manna, er strönduðu á Meðal- landsfjörum. 28. desember 1918 kvæntist Eyj- ólfur Sigurlínu Sigurðardóttur, fædd 30. september 1891, og átti hún 90 ára afmæli á sl. hausti. Faðir hennar, Sigurður póstur Pétursson (fæddur 19. september 1860, dáinn í Árnesi 20. júní 1921). Faðir Péturs var Jón klaustur- haldari og var kona hans Þor- björg, dóttir sr. Bergs Jónssonar og Katrínar dóttur sr. Jóns Stein- grímssonar. Faðir Jóns klaustur- haldara var Jón lögréttumaður Vigfússon, en kona hans var Sig- urlaug, dóttir sr. Sigurðar í Holti, föðurbróðir sr. Jóns. En dóttir þeirra Sigurðar lögréttumanns og Sigurlaugar var Dómhildur, kona sr. Jóns Jónssonar á Hnausum og var amma Stefáns Hannessonar á Hnausum. Móðir Sigurlínar var Agnes, fædd 8. september 1866, dáin 11. júlí 1954. Foreldrar Agnesar voru Ingi- mundur Eiríksson hreppstjóri og Ragnhildur Þorsteinsdóttir, frá Núpum, Helgasonar og var móðir Þorsteins Ólöf Eiríksdóttir frá Hnappavöllum. Móðir Ragnhildar var Ágnes Sveinsdóttir, Stein- grímssonar, Halldórssonar frá Hnappavöllum. Agnes fluttist með foreldrum að Rofabæ 1879 og var hún þar uns hún fluttist að Hnausum 1923. Eftir að Stefán bróðir hennar dó, 1919, sá hún um heimilið með ekkju Stefáns, Mar- gréti Árnadóttur, og hvíldi þungi heimilisins mikið á henni. Agnes var dugleg að hverju sem hún gekk, hvort sem var um karlmannsverk eða kvenna að ræða, og var vel hög í höndum. Hún var greind, gat verið skap- stór, ef því var að skipta, hjálpsöm og gat ekkert aumt séð og alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd. Þótt efnin væru þröng var hún alltaf reiðubúin að miðla öðrum af þeim, sem hjálpar þurftu. Mér er sagt, að hún hafi í mörgu líkst föður sínum. Sigurlín var á Rofa- bæ þar til hún fluttist að Botnum 1918. Hún hafði numið hússtjórn hjá Hólmfríði Gísladóttur, og einnig vann hún hjá Jóni Her- mannssyni lögreglustjóra í Reykjavík og frú hans. Vorið 1923 fluttust þau Eyjólfur og Sigurlín að Hnausum, tóku þá um vorið við jörðinni af Stefáni Hannessyni, fæddur 22. september 1844, dáinn 19. maí 1927. Faðir Stefáns var Hannes Jónsson frá Núpsstað, Hannessonar, Jónsson- ar Bjarnasonar, fæddur 1696, er fyrstur þeirra ættmanna bjó á Núpsstað. Móðir Stefáns var Helga (fædd 3. águst 1806, dáin 21. október 1893). Foreldrar hennar voru sr. Jón Jónsson og Dómhildur dóttir Jóns lögréttumanns Vig- fússonar, fluttust þau að Hnaus- um 1804. Foreldrar síra Jóns voru sr. Jón Jónsson á Mýrum og Helga Steingrímsdóttir, systir sr. Jóns Steingrímssonar á Prestbakka, en sr. Jón á Mýrum, maður Helgu, var sonur sr. Jóns á Mýrum og var móðir hans dóttir Eiríks Jóns- sonar í Holti og komu þar ættir Helgu og Hannesar á Hnausum saman. Sigurlín var skyld Stefáni á Hnausum og kallaði hann hana jafnan frænku sína, dvaldi hún stundum hjá honum á Hnausum. Stefán var fróður maður og manna ættfróðastur, hann var forn í háttum og höfðingi heim að sækja. Hnausaheimilið var eitt af þessum gömlu rótgrónu heimilum, enda stóðu að því sterkir stofnar, ættir Helgu og Núpsstaðarheimil- ið. Á Hnausum voru lengi í heiðri hafðar gamlar venjur, sem tíðkuð- ust fyrrum á betri heimilum og brá Stefán þar ekki út af. Hnausa- heimilið var vel efnað, enda var þar nokkur vinnuharka fyrrum, en þó sóttust menn eftir vist á Hnausum. Hnausaheimilið var þekkt fyrir rausn og höfðingsskap og þaðan mátti enginn fara án góðgerða, enda neituðu fáir hinum þykku sauðasíðum á Hnausum. Þegar Eyjólfur kom að Hnaus- um, þá var sanduppblástur að aukast þar, sem verið hafði um alllangt skeið. Leit um tíma út fyrir að Hnausar legðust í eyði. Nú er búið að græða þessa sanda og vonandi verða Hnausar og Botnar enn í byggð um langan tíma. „Það er þyngra en tárum taki“ að sjá gamlar jarðir í eyði. Að lokum óska ég þeim Hnausa- hjónunum allra heilla á komandi árum, með þökk fyrir allt hið góða sem hið liðna hefur að geyma. Ingimundur Á. Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.