Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1982 Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Akranesi: Skorar á Friðjón að ganga hið fyrsta úr ríkisstjórn ALMENNUR fundur haldinn í full- trúaráði sjálfstæðisfélaganna á Akranesi í fyrrakvöld samþykkti með miklum meirihluta atkvæða til- lögu þess efnis að skora á Friðjón I’órðarson dómsmálaráðherra að ganga sem fyrst úr ríkisstjórninni, og eigi síðar en fyrir prófkjör Sjálf- stæðisflokksins í Vesturlandskjör- dæmi um miðjan janúarmánuð. Flutningsmaður tillögunnar var Guðjón Kristjánsson, formaður Þórs, félags ungra sjálfstæð- ismanna á Akranesi, en hún er svohljóðandi: „Almennur fundur haldinn á vegum stjórnar full- trúaráðsins á Akranesi mánudag- inn 29. nóvember 1982 í Sjálfstæð- ishúsinu, Heiðargerði 20, Akra- nesi, skorar á Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra að ganga sem fyrst, og eigi síðar en fyrir próf- kjör Sjálfstæðisflokksins á Vest- urlandi 15. og 16. janúar 1983, úr þessari ríkisstjórn, sem nú er við völd, til þess að samstaða megi takast um framboðslista Sjálf- stæðisflokksins hér í Vesturlands- kjördæmi." Jósep ekki í prófkjör „ÞAÐ ER RÉTT. Ég hef ákveðið að taka ekki þátt í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins i Vesturlandskjördæmi í janúar," sagði Jósep Þorgeirsson al- þingismaður í samtali við Mbl. í gærkvöldi. Jósep vildi ekki tjá sig um ástæð- ur fyrir þessari ákvörðun sinni, né heldur um það hvort þetta þýddi að hann mundi draga sig í hlé frá landsmálapólitíkinni. Frestur til að tilkynna þátttöku í prófkjöri sjálfstæðismanna á Vest- urlandi rann út á miðnætti sl. Að sögn Guðjóns Guðmundssonar, for- manns kjörnefndar, verður ekki hægt að tilkynna nöfn þátttakenda fyrr en í dag eða á morgun. þar eð tilkynningar um framboð munu vera á leið til hans í pósti. Frá slysstað — fyrir utan Fossvogsskóla. Morgunblsíið/Julíus. Alvarlegt umferðarslys við Fossvogsskóla: Níu ára drengur undir mjólkurbíl NÍU ára gamall drengur liggur al- varlega slasaður í gjörgæzludeild Borgarspítalans eftir að hafa orðið undir 8 tonna Volvo-mjólkurbif- reið fyrir framan Fossvogsskóla í Haðalandi laust fyrir klukkan 15 í gær. Mjólkurbifreiðinni var ekið hægt að skólanum og þyrptist hóp- ur barna að bifreiðinni. Drengurinn mun hafa gripið um þrep á hlið bifreiðarinnar og runnið undir hana með þeim af- leiðingum að hann varð undir afturhjólunum. Læknar komu á vettvang í sjúkrabifreið og var gerð aðgerð á drengnum og hann síðan fluttur í sjúkrahús. Jósep Þorgeirsson Albert varð efetur Geir 1 sjöunda sæti Ragnhildur og Ellert í örugg sæti á ný Þremur köss- um af gúmmí- verjum stolið FJÖGUR innbrot voru framin um helgina. Brotist var inn á skrifstof- ur Bæjarútgerðar Reykjavikur og stolið 60 kartonum af sígarettum úr sjoppu. Fjórir hurðarkarmar voru eyðilagðir. Brotist var inn í Hafnarbaðið við Grandagarð og þremur köss- um af gúmmíverjum stolið. Auk þess var vindlum stolið, 1.200 krónum í peningum, reykjarpíp- um og fleiru. Brotist var inn á skrifstofur Sjómannafélags Reykjavíkur við Lindargötu og 300 bandarískum dollurum stol- ið. FLOKKSRÁÐS- og formannafundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn að Hótel Sögu nk. fóstudag og laug- ardag, 3. og 4. desember. Flokks- ráðsfundur er æðsta valdastofnun flokksins að landsfundi undanskild- um og eru þeir flokksráðsfundir haldnir þau ár sem landsfundur kemur ekki saman. Fundurinn hefst með ræðu formanns Sjálfstæðis- flokksins, Geirs llallgrímssonar, en auk almennra stjórnmálaumræðna og afgreiðslu stjórnmálaályktunar ALLS greiddu 8.155 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins 28.-29. nóvember sl., vegna kom- andi alþingiskosninga og hlutu 10 efstu frambjóðendurnir bindandi kosningu, eða fengu yfir 50% greiddra atkvæða. Albert Guðmundsson var í fyrsta sæti og fékk 6.027 atkvæði, eða 73,9%. í öðru sæti varð Frið- rik Sophusson, en hann fékk 5.670 atkvæði, eða 69,5%. 1 þriðja sæti varð Birgir ísleifur Gunnarsson með 5.608 atkvæði, eða 68,8%. í fjórða sæti lenti Ellert B. Schram með 5.386 atkvæði, eða 66,0%. í fimmta sæti varð Ragn- hildur Helgadóttir með 5.137 at- kvæði, eða 63,0%. Sjötti í röðinni fara tram umræður um flokksstarfið og kosningaundirbúning. Fundurinn verður settur kl. 15 á föstudag, en fundahaldið fer fram í Súlnasal Hótel Sögu. Þá flytur Geir Hallgrímsson formaður flokksins ræðu, en síðan fer fram kjör stjórnmálanefndar og gerð verður grein fyrir drögum að stjórnmálaályktun. Síðari hluta dagsiná verður varið til almennra stjórnmálaumræðna. Um kvöldið varð Pétur Sigurðsson með 4.698 atkvæði, eða 57,6%. í sjöunda sæti varð Geir Hall- grímsson með 4.414 atkvæði, eða Semja um af frystum TEKIZT hafa samningar milli Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna og Sjávarafurðadeildar SÍS annars veg- ar og matvælainnkaupastofnunar Sovétríkjanna hins vegar um sölu á 17.000 lestum af frystum fiskflökum og 6.000 lestum af heilfrystum fiski. verður opið hús í kjallarasal Val- hallar. Flokksráðsfulltrúar eru boðaðir sérstaklega til fundar milli kl. 9 og 10 á laugardagsmorgninum að Hótel Sögu, en frá kl. 10 til 12.30 fara fram umræður um flokks- starfið og kosningaundirbúning. Þá verður sameiginlegur hádegis- verður en kl. 14 verða lögð fram drög að stjórnmálaályktun sem síðan verða rædd og afgreidd. 54,1%. í áttunda sæti varð Guð- mundur H. Garðarsson með 4.199 atkvæði, eða 51,5%. í níunda sæti varð Jón Magnússon með 4.173 at- kvæði, eða 51,2%. Heildarverðmæti samningsins hljóð- ar upp á 540 milljónir króna, eða 33,3 milljónir dollara. Gildir samn- ingurinn fyrir árið 1983 og er verð svipað og í síðasta sölusamningi sömu aðila. Samningar þessir voru undirrit- Reiknað er með fundarslitum kl. 17 á laugardeginum. Kjartan Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks- ins sagði að vænta mætti allt að 300 manns á fundinn. Hann bað flokksráðsfulltrúa og formenn sem kæmu til fundarins að at- huga, að fundarstaðurinn væri Súlnasalur Hótel Sögu, en ekki Glæsibær, eins og misritast hefði í fundarboði. Tíundi í röðinni varð Geir H. Haarde með 4.107 atkvæði, eða 50,4%. Ellefta í röðinni varð Bessí Jóhannsdóttir með 2.932 atkvæði, eða 35,9%. í tólfta sæti varð síðan Elín Pálmadóttir með 2.706 at- kvæði, eða 33,2%. aðir 26. nóvember síðastliðinn af SH og SÍS annars vegar og mat- vælainnkaupastofnun Prodintorg v/o hins vegar. Samningsgerðina af hálfu SH annaðist Arni Finn- björnsson og Sigurður Markússon af hálfu SÍS. Samkvæmt samningnum geta útskipanir héðan hafizt seinni hluta desembermánaðar. Aðallega er um útflutning á frystum karfa- flökum að ræða, en einnig er talsvert um ufsa eða um 600 lestir. Nú eru í landinu um 10.000 lestir af fiski, aðallega karfa, sem pakk- aður hefur verið á Rússlands- markað. Ökumaður sendi- ráðsbíls stakk af TÉKKNESKRI sendiráðsbif- reið var bakkað á Hondu-bif- reið fyrir framan veitingahúsið Þórscafé laust fyrir klukkan þrjú aðfaranótt laugardagsins og stakk ökumaður af vett- vangi. Vitni urðu að árekstrin- um. Skemmdir á Hondunni reyndust ekki miklar. Ökumað- ur sendiráðsbifreiðarinnar hafði ekki í gær verið kallaður fyrir hjá lögreglunni í Reykja- vík þannig að nánari málsatvik eru ekki ljós. Sjálfstæðisflokkurinn: Flokksráðs- og formannafund- ur nk. föstudag og laugardag Hefst með ræðu formanns, Geirs Hallgrímssonar, kl. 15 fóstudag í Súlnasal Hótel Sögu sölu á 323.000 lestum fiski til Rússlands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.