Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1982 I>ingfréttir í stuttu máli: Orð og efndir: Rafvæðing strjálbýlis Fiskverð ákveðið með frjálsum samningum Tveir fundir vóru í Sameinuöu þingi í gær. Á fyrri fundi vóru 15 dagskrárliðir, allt fyrirspurnir. Þessir liðir vóru allir teknir út af dagskrá þar eð ráðherrar, sem svara áttu, eða þingmenn, er mæla áttu fyrir dagskrárliðum, vóru fjarverandi. Á siðari fundinum var einkum rætt um tillögu til þingsályktunar um Rafvæðing strjálbýlis Stefán Guðmundsson (F) mælti fyrir þingsályktun, sem hann flyt- ur ásamt fleiri framsóknarþing- mönnum, þessefnis, að ríkisstjórn- in skuli sjá um „að á næstu tveim- ur árum (1983 og 1984) verði nægj- anlegt fjármagn tryggt svo ljúka megi rafvæðingu í sveitum sem miðist við að samveita nái til allra býla Iandsins með allt að 6 km eins vírs línu, samkvæmt áætlun Orkuráðs frá 14. apríl 1982. Jafn- framt verði gerð og lögð fram áætlun um lausn á raforkumálum þeirra býla sem ekki hafa verið tengd samveitu að áætlunartíma- bili loknu". Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) tók sterklega undir það, sem að baki byggi tillöguflutningnum. Hann sagði þá áætlun Orkuráðs, sem tillagan höfðaði til, vera allar götur frá 1978. Ég hefi, sagði Þorvaldur, flutt árlega, frá því rafvæðingu strjálbýlis. áætlunin var gerð, breytingartil- lögur við fjárlagafrumvarp, þess- efnis, að tryggja fjármagn til að ljúka rafvæðingu umræddra 32 sveitabæja á einu ári en ekki tveimur eins og tillagan fjallar um. Stjórnarliðið hefur jafnan fellt þessar tillögur. Egill Jónsson (S) taldi illa hafa verið staðið að þessum málum í tíð núverandi ríkisstjórnar og að ekki væri samræmi í tillöguflutningi framsóknarmanna í þingsályktun og fjárlagafrumvörpum sem flokkur þeirra hefði staðið og stæði að. Hjörleifur Guttormsson, iðnað- arráðherra, sagði m.a. að tillögur um fjárveitingar til þessa verkefn- is, til samræmis við áætlun Orkuráðs, hefðu ekki náð fram að ganga hjá ríkisstjórninni. Synjað hafi og verið um lántökuheimild til Framkvæmdasjóðs til verk- efna, sem m.a. hefðu náð til sveitarafvæðingar. Hinsvegar hefði Byggðasjóður heimild til að taka 2 m.kr. að láni í þessu sam- bandi, sem hann hefði ekki tekið afstöðu til. I ár hefði verið unnið að Selárdalslínu og yrði hún full- gerð fyrir áramót. Verðlagsráð sjávarútvegs Vilmundur Gylfason hefur flutt frumvarp til niðurfellingar á 10. grein laga nr. 81/1974 um Verð- lagsráð sjávarútvegsins. Tiilagan felur í sér þá skipulagsbreytingu að „lágmarksverð á sjávarafla verði ákveðið 1 frjálsum samning- um af fulltrúum fiskkaupenda og fiskseljenda í Verðlagsráði sjálfu. Niðurfelling 10. greinar laganna um sérstaka yfirnefnd Verðlags- ráðs með oddamann frá Þjóð- hagsstofnun felur það í sér fyrst og fremst", segir í greinargerð, „að tekið er fyrir bein afskipti ríkis- valdsins af verðákvörðunum á sjávarafla." Veðurfregnir og þjónusta landssíma Tryggvi Gunnarsson (S) hefur borið fram fyrirspurn til sam- gönguráðherra um lestur veður- fregna: „Hvers vegna er loft- skeytamönnum á strandstöðvum landsins bannað að lesa veður- fregnir á metrabylgju?" Rannsókn á laxastofninum Davíð Aðalsteinsson (F) o.fl. framsóknarmenn flytja tillögu til þingsályktunar sem „felur ríkis- stjórninni að hlutast til um að nú þegar verði rannsóknir á laxa- stofninum stórefldar, vegna auk- innar sjávarveiði Færeyinga á laxi“. Kostnaður vegna athugunar á starfsemi ÍSAL: Spurt um bakreikning á hend ur Hafnarfjarðarkaupstað Þingmenn Reykjaneskjördæmis, Matthías Á. Mathiesen (S), Kjartan Jóhannsson (A), Ólafur G. Einarsson (S), Geir Gunnarsson (Abl.), Markús A. Einarsson (F), Salome Þorkels- dóttir (S) og Karl Steinar Guðnason (A) hafa borið fram eftirfarandi spurningar í Sameinuðu þingi til Ragnars Arnalds, fjármálaráðherra: • 1) Hvar er að finna lagaákvæði eða samninga, þar sem Hafn- arfjarðarkaupstað er gert að taka þátt í kostnaði við at- hugun á starfsemi íslenska álfélagsins, sem iðnaðar- ráðuneytið hefur staðið fyrir? • 2) Hver tók þá ákvörðun, að Hafnarfjarðarkaupstað er gert að taka þátt í umrædd- um kostnaði, sem rikisbók- haldið tilkynnir í bréfi 5. nóv. sl.? • 2) Hefur Hafnarfjarðarkaup- stað áður verið gert að taka þátt í slíkum kostnaði? • 4) Hefur verið haft samráð við Hafnarfjarðarkaupstað um þá athugun sem fram hefur farið? • 5) Var umrædd ákvörðun tekin með vitneskju Hafnarfjarð- arkaupstaðar? • 6) Hvenær hófust greiðslur á umræddum kostnaði? • 7) Hvernig skiptist kostnaður á árinu 1981 vegna athugunar á starfsemi íslenska álfélags- ins, að fjárhæð kr. 2.831.803, á eftirtalda útgjaldaflokka?: a) Aðkeypt sérfræðiþjónusta. b) Ferðakostnaður. c) Funda- og risnukostnaður. d) Annað. • 8) Hver er útlagður kostnaður vegna athugunar á starfsemi íslenska álfélagsins til 31. okt. 1982 og hvernig greinist hann á sömu útgjaldaflokka? • 9) Hefur verið tekin afstaða til athugasemda Hafnarfjarðar- kaupstaðar vegna umræddr- ar gjaldfærslu? Sjúkrabíll frá Citroen í salarkynnum Globus. Sjúkrabílar af þessu tagi henU vel á íslenzkum þjóðvegum oe hafa reynst vinsælir úti á landsbyggðinni, að sögn forstöðumanna Globus. Hefur Globus selt tæpar 20 bifreiðir af læssari tegund á ýmsa staði í dreifbýlinu. ^ Globus hf. 35 ára GLOBUS hf. er 35 ára um þessar mundir, og í tilefni þessara tímamóta hefur fyrirtækið opnað nýja þjónustumiðstöð í salarkynnum sínum að Lágmúla 5. Jafnframt hefur verið opnaður nýr sýningarsalur fyrir bíla og búvélar á fyrstu hæð hússins, og unnið er að því að tölvuvæða fyrirtækið. Samkvæmt fundargerðabók Globus, telst fyrirtækið stofnað 11. janúar 1947, en meðal annarra voru stofnendur þess þeir Steindór Hjaltalín, Einar Egilsson og Margrét Thoroddsen, en Einar var fyrsti framkvæmdastjóri þess. Árni Gestsson, núverandi for- stjóri Globus, keypti öll hlutabréf fyrirtækisins 1956 og hófst þá sjálfstæður rekstur fyrirtækisins, sem rekið hafði verið í tengslum við heildverzlunina Heklu. Á fyrstu árum Globus voru viðskipt- in ekki stór í sniðum, en smátt og smátt hefur fyrirtækinu vaxið fiskur um hrygg. Þannig voru tveir starfsmenn í heilsdagsstarfi og stúlka hálfan daginn í önd- verðu, en í dag starfa um 50 manns hjá Globus. Globus hefur fyrst og fremst flutt inn ýmiss konar landbúnað- artæki, en fyrir áratug tók fyrir- tækið við Citroén-umboðinu hér á landi. Á þessu tímabili hafa rúm- lega tvö þúsund Citroén-bifreiðir verið fluttar til landsins, þar af rúmlega 200 það sem af er þessu ári. Þá gengust forráðamenn Globus fyrir stofnun íslenzk-tékkneska verzlunarfélagsins árið 1969 með innflutning á ýmsum tékkneskum vörum fyrir augum, einkum Zet- or-dráttarvélum. Zetor hefur að sögn forráðamanna Globus verið um árabil mest selda dráttarvélin hér á landi og var tvö þúsundasti Zetor-inn afhentur á sl. ári. Þegar Árni Gestsson hóf sjálfstæðan rekstur Globus var tekið á leigu 50 fermetra húsnæði að Hverfisgötu 50 og lítil geymsla fyrir varahluti þar í nánd, en nú er fyrirtækið í eigin húsnæði að Lágmúla 5 og fer starfsemi þess fram þar á um 3.500 fermetra gólffleti. Eins og áður segir er Árni Gestsson forstjóri Globus, en framkvæmdastjóri fjármála er Gestur, sonur hans. Fram- kvæmdastjóri heildsöludeildar er Börkur Árnason og framkvæmda- stjóri söludeildar Þorgeir Örn Elí- asson. Yfirbókari er Berta Engilbertsdóttir, yfirmaður vara- hlutadeildar Sigurður Kristjáns- son, þjónustustjóri Jón Isdal og verkstjóri á bílaverkstæði Egill örn Jóhannesson. Forráðamenn Globus hf. ásamt fulltrúm Citroen-verksmiðjanna í nýjum sýningarsal fyrirtækisins að Lágmúla 5. Bifreiðin fremst á myndinni erlíkan af hugsanlegum framtiðarbíl frá Citroen og nefnist hann Karin. Líkanið er til sýnis í sýningarsal Globus fyrst um sinn. Morgunbiaðia/ Krístján Tveir af æðstu mönnum útflutningsdeildar Citroen-bílafyrirtækisins franska heimsóttu Globus í tilefni þess að tíu ár eru síðan Globus tók við umboðinu hér á landi. Þeir Vion (t.h.) og Khoundadze halda hér á líkani af nýjustu bifreið Citroen, BX-gerðinni, sem væntanleg er hingað til lands á næsta ári. Daglega berast fyrirtækinu þúsund nýjar pantanir í þessa bifreið heima fyrir, en enn sem komið er afkastar fyrirtækið ekki nema 150 bílum daglega, en fliótlega verður bætt úr hví. Úr varahlutalager Globus í þjónustumiðstöð fyrirtækisins að Lágmúla 5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.