Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1982 23 Hvert stefnir í lífeyrismálum? Hvað tekur við eftir áramótin? Mælifell, Skagafirdi: Góð kvöldstund Mælifelli, 22. nóvember. Sl. fo.studagKkvöld, 19. nóvember, komu kvenfélagskonur úr flestum sveitum SkagarjarAar saman í hinu vistlega félagsheimili Höfðaborg á Hofsósi. Krindið var að eiga þar saman glaða kvöldstund með skemmti- og fróðleiksefni og auka kynnin milli félaganna. I»rátt fyrir nokkurt frost og snjóföl var þátttaka mjög góð, enda vegir greiðfærir, og sóttu rúmlega 100 konur samkomuna, og voru móttökur þeirra Hofsóskvenna prýðilegar. Veislustjóri var Svanhildur Guð- jónsdóttir á Hofsósi af miklum skörungsskap og heiðursgestur Pála Pálsdóttir, Hofsósi, sem ný- lega var sæmd riddarakrossi Hinn- ar íslensku fálkaorðu og hylltu kon- urnar hana. Formaður SSK, Guðrún á Mæli- felli, sagði frá hinni vel heppnuðu vinnuvöku sambandsins á Löngu- mýri 22.-24. október, en þar ríkti mikil starfsgleði í nær tvo sólar- hringa samfleytt. Nam ágóði af handavinnu- og matvælabasar, auk kaffisölu til 170 gesta, kr. 30.000.-, sem rennur til bygginga dvalar- heimila aldraðra á Sauðárkróki, Hofsósi og i Varmahlíð. Meðal skemmtiatriða á kvenfé- lagshátíðinni var frábær píanóleik- ur Stanislövu Hlavacek, tékknesks píanóleikara, en maður hennar er tónlistarkennari við Tónlistarskóla Skagafjarðarsýslu og stjórnandi Karlakórsins Heimis, og er Stan- islava undirleikari kórsins. Þá voru lesin ljóð, smellnar frásögur og sendibréf og farið í spurningaleik. I lokin spilaði Sigrún á Tjörnum á harmonikuna sína og dans var stig- inn af miklu fjöri. G.L Ásg., Mæf. — eftir dr. Pétur H. Blöndal trygginga- stœrðfrœðing Hagur lífeyrisþega hefur verið með mjög misjöfnum hætti hér á landi undanfarinn áratug. Hefur sennilega enginn þjóðfélagshópur mátt búa við eins miklar sveiflur á kjörum sínum. Fram til ársins 1970 voru flestir íslendingar í líf- eyrissjóði og þeir, sem urðu fyrir skakkaföllum (dauða, örorku eða elli), fengu flestir lífeyri einungis frá Almannatryggingum og hann var oft á tíðum ekki mjög beysinn. Eftir 1970 verður mikil breyting á með skylduaðild launþega að líf- eyrissjóðum, sem samið var um í samningunum 1969. Þá var og komið á greiðslu lífeyris til aldr- aðra í stéttarfélögum. Vænkaðist við það hagur margra aldraðra. En á sama tíma tók verðbólgan á rás og skar niður það sem áunnist hafði og var hagur aldraðra aftur orðinn mjög slæmur um 1976, en þá var lífeyrir frá lífeyrissjóðun- um enn almennt óverðtryggður (nema hjá ríkinu) og varð hann fljótlega að engu í verðbólgunni. Komu tekjur aldraðra nú aftur í reynd svo til eingöngu frá Al- man natryggi ngu m. Á ofanverðu árinu 1976 flutti Guðmundur H. Garðarsson þáver- andi alþingismaður frumvarp um Lífeyrissjóð Islands til þess að bæta hér um og einnig til þess að ná fram einföldun á því ógnar- flókna lífeyriskerfi, sem við Is- lendingar búum við, en í landinu störfuðu þá um 95 lífeyrissjóðir. Þó þetta frumvarp hafi ekki náð fram að ganga í það sinn og ekki heldur þegar það var endurflutt í tvígang á árunum 1979 og 1981, þá er ekki hægt að horfa fram hjá þeim áhrifum, sem það hefur haft. Strax i samningunum 1976 var samið um verðbætur á lífeyri þannig að hann miðist við laun eins og þau eru á hverjum tíma í stað meðaltals launa siðustu 5 al- manaksára. Við það batnaði hagur lífeyrisþega verulega. Þetta sam- komulag gilti í tvö ár, út árið 1977. í sólstöðusamningunum 1977 var samkomulagið framlengt um þrjú ár, út árið 1980. Síðan var þetta „En hvað tekur við núna um áramótin? Verða lögin framlengd einu sinni enn til bráða- birgða? Eða eiga lífeyr- isþegar að þola eina kú- vendinguna enn og nú til hins verra? Er ekki mái að linni og þessum málum verði komið á varanlegan grundvöll?“ samkomulag lögfest 1979 og renn- ur út núna í árslok 1982. En hvað tekur við núna um ára- mótin? Verða lögin framlengd einu sinni enn til bráðabirgða? Eða eiga lífeyrisþegar að þola eina kúvendinguna enn og nú til hins verra? Er ekki mál að linni og þessum málum verði komið á var- anlegan grundvöll? Hvenær ætlar löggjafinn að manna sig upp i að finna framtíðarlausn á lífeyris- málum þjóðarinnar? Búum við ís- lendingar kannski við ljómandi gott lífeyriskerfi eins og er? Nei, alls ekki. Við erum með ótrúlegan mýgrút af reglum um lífeyri, þannig að ekki má búast við því að neinn skilji þær til hlítar. Það er ekki gott þegar meginþorri lífeyrisþega veit ekki með vissu, hvernig lífeyr- ir hans er reiknaður. Við erum enn með um 90 lífeyrissjóði, sem flest- ir starfa eftir mismunandi regl- um. Og svo erum við með umsjón- arnefnd eftirlauna sem starfar eftir mjög flóknum reglum (þær eru fyrir sérfræðinga). Og ekki skulum við gleyma Almanna- tryggingunum sjálfum, sem veita grunnlífeyri, tekjutryggingu, heimilisuppbót o.s.frv. o.s.frv. Þætti mér ekki skrítið, þó einhver ætti rétt, sem hann veit ekki um. Er ekki þörf á einföldun? Misræmi er mikið á lífeyrisrétti manna, sem jafnvel vinna sömu störf. Opinberir starfsmenn geta farið á eftirlaun við 65 ára aldur eða jafnvel við 60 ára aldur og fá þó miklu hærri lífeyri en aðrir, Kvenfélagsformenn í Skagafírði. lcelandReview Hverfisgötu 54,101 Reykjavík. Sfmi 27622. ★ Nýrri áskrift 1983 fylgir árgangur 1982 í kaup- bæti, ef óskaö er. Gef- andi greiöir aðeins sendingarkostnaö. ★ Útgáfan sendir viötak- anda jólakveöju í nafni gefanda, honum aö kostnaöarlausu. ★ Hvert nýtt hefti af lce- land Review styrkir tengslin viö vini í fjar- lægö. □ Undirritaður kaupir .... gjafaáskrift(ir) aö lceland Review 1983 og greiöir áskriftargjald kr. 335 pr. áskrift aö viöbættum send- ingarkostnaöi kr. 60 pr. áskrift. Samt. kr. 395. □ Árgangur 1982 veröi sendur ókeypis til viötakanda(enda) gegn greiöslu sendingarkostnaöar, kr. 100 pr. áskrift. Ofangreind gjöld eru í gildi til ársloka 1983. Áskrift öölast gildi þegar greiösla berst. Nafn áskrifanda Sími Heimilisfang Nafn móttakanda Heimilisfang Nöfn annarra móttakenda fylgja meö á ööru blaði. Sendið til lceland Review Pósthólf 93, 121 Reykjavík, eða hringið í síma 27622. Dr. Pétur Blöndal sem verða að gera sér 70 ára líf- eyrisaldur að góðu. Sá réttur er um 75% meira virði. Ekki eru al- þingismenn eða ráðherrar verr settir en opinberir starfsmenn því þeir fleyta rjómann af lífeyris- köku landsmanna. En svo eru furðu mörg göt í þessu kerfi, enda prjónað saman á samningafund- um um nætur af aðilum vinnu- markaðarins, sem að sjálfsögðu hugsa um sína umbjóðendur en ekki um aðra borgara þessa lands, sem eru utan vinnumarkaðarins. Aldraðar konur, slitnar af uppeldi margra barna, sem þær hafa jafn- vel staðið í einar, fá lítinn rétt í núverandi kerfi, því þær hafa, margar hverjar, ekki greitt í 10 ár frá 55 ára aldri. Þó hafa þær lagt grunninn að núverandi lífeyris- kerfi með því að ala upp þá ein- staklinga, sem nú borga til lífeyr- iskerfisins. En stærsti ljóðurinn á núver- andi skipan lífeyrismála er þó sú staðreynd að það fær ekki staðist til langframa. Lífeyrissjóðirnir lofa miklu meira en þeir geta stað- ið við með núverandi iðgjaldi. Þeir munu ekki geta greitt unga fólk- inu lífeyri í þeim mæli, sem þeir lofa núna. Þessvegna er bráð nauðsyn á að sem fyrst komist á ný skipan lífeyrismála, einföld, réttlát og varanleg. Þessi atriði eru öll fyrir hendi í ofangreindu frumvarpi Guðmundar H. Garð- arssonar um einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn. Forsíða bókarinnar Ljóðnálar. Fyrsta ljóðabók sex barna móður ÚT ER komið fjölritað ljóðakver sem nefnist Ljóðnálar. I því eru 30 ljóð Kristjönu E. Guðmunds- dóttur og gefur hún kverið út á eigin kostnað. Hún tileinkar bók- ina foreldrum sínum. I fréttatilkynningu, sem fylgir bókinni segir, að höfundur bók- arinnar sé sex barna móðir, sem eigi rætur sínar að rekja í sveit við Breiðafjörð. Bera mörg ljóð- anna það með sér. Ljóðnálar er fyrsta bók höfundar. Nú er rétti tíminn Fátt mun falla vinum og viöskiptamönnum erlendis betur en gjafaáskrift aö lceland Review 1983. Þú losnar viö allt umstangiö. Útgáfan sendir fyrir þig jólakveöjuna (gjafakort) og hvert nýtt hefti á næsta ári verður sem kveöja frá þér (auk þess að flytja heilmikinn fróöleik um land og þjóð). Fyrirhafnarlítið, hagkvæmt — og vel þegið af vinum í fjarlægö. Láttu nú veröa af því. Þeim fjölgar stööugt, sem láta lceland Review flytja kveöju sína til vina um víöa veröld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.