Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1982 7 Fáksfélagar Hagbeitarlönd okkar veröa smöluð um næstu helgi. Verður hestum þá réttað sem hér segir: Laugardaginn 4. des. í Saltvík kl. 9—1U í Arnarholti kl. 11 —13, í Dalsmynni kl. 14—15. Bílar verða til flutnings á hestunum. Hagbeitargjöld greiöast á staönum. Þeir sem ætla aö hafa hesta á Ragnheiöarstööum í vetur, eöa fram eftir vetri hafi samband viö skrifstofu félagsins. Tamningarstöö veröur starfrækt í vetur eins og veriö hefur. Tamningamaöur er Hafliði Halldórsson, einnig veröur starfrækt tamningarstöö á Ragnheiðarstööum, tamningamaður Jóhann- es Kjartansson. Ath: Menn eru hvattir til þess aö taka hesta sína af Kjalarnesi sökum leiðindaveðráttu. Hestamannafélagiö Fákur. Hugheilar þakkir fyrir gjafir, góbar óskir og hlýjar kveöjur á 90 ára afmæli mínu 17. nóvember sL Hafnarfirði 29. nóvember 1982, Gunnlaugur Stefánsson. Hjartans þakkir til allra skyldra og vandalausra sem glöddu mig á 80 ára afmœli minu 12. nóvember meö blóomum, skeytum og gjöfum. Sérstakar þakkir til systurdóttur minnar. GuÖ blessi ykkur öU. Guðbjörg Stefánsdóttir, Bólstaðarhlíð 54. Hjartanlegar þakkir sendi ég öUum ættingjum og vinum fyrir gjafir og auösýnda vinsemd á áttræöisafmæli mínu. GuÖ blessi ykkur öll. Finnbogi Hallsson. Innilegar þakkir til ykkar allra sem glöddu mig með gjöfum, blómum og heiUaóskum á sjötugsafmœli mínu. Lifið heil. Snjólaug Baldvinsdóttir. þrekhjól f yrir þá sem er annt um heilsuna Kjörið til líkamsræktar heimavið. Stöðugt og steikt - mjúkt og breitt sæti, öryggishlífar á keðju og hjóli - stillanlegt stýri og sæti - stillanlegur fótstigsþungi - hraðamælir og snúnmgs- teljari - tekur litið pláss. Varahlutaþjónusta. Verð kr. 2.401. 2.759. 20 minutur á dag... KALKHOFF þrekhjól er ódýr og góð lausn fyrir þá sem annt er um heilsuna. r Mtruir/vruvur oimiiim Sérverslun i meira /ÁgiiffifiiMr en hálfa öld / VlflllfVfWF ________ / Spítalastíg 8 og vió Oðinstorg símor: 14661,26888 „Kjölfestan í íslenzk- um þjóðmálum“ Guömundur Karlsson, alþingismaöur, segir m.a. í forystugrein í Fylki, blaöi sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum: „Þaö hús sem reist er á sandi fær eigi staöist, heldur ekki sú ríkisstjórn, sem mynduð er meö undirmálum og fláræöi og í þeirri von vissra aöila hennar að kljúfa stærsta stjórnmálaflokk þjóðarinnar og þar með eyöileggja það stjórnmálaafl, sem veriö hefur kjölfestan í íslenzk- um þjóðmálum á undangengnum áratugum. — Þessum aðilum hefur ekki oröiö að von sinni. .. ... Yfir því má öll þjóöin fagna.“ Flýja þegar færi gefst Guðmundur Karlsson, alþingismaður, segir m.a. í Vestmannaeyjablaðinu Fylki: „Mjög stormasamt er nú orðið á kærleiksheimili rík- isstjórnarinnar. Káðherr- arnir senda hver öðrum tóninn og kennir hver öðr- um um það sem aflaga fer. Þá gefa þeir stórar yfirlýs- ingar um framtíöarhorfur stjórnarinnar, sem sannar- lega eru hvorki glæsilegar né hjartar að þeirra eigin áliti. Hjúin hafa hrakist út af heimilinu og eiga þangað ekki afturkvæmt, enda forðast brennt barn eldinn. Fjármálaráðherra lýsir því t.d. yfir með forundrun og i hneykslunartón, að vaxtahækkun Seölahanka hafi komið alveg fiatt upp á sig. Öllum almenningi er þá Ijóst, að ákvarðanir um vaxtabreytingar eru ekki teknar án samráðs við og með v ilne.skju ríkisstjórnar hverju sinni. l*á hafði rikis- stjórn skipað ráðherra- nefnd til að fjalla um vænt- anlega vaxtahækkun að þessu sinni, enda átti breytingin upphaflega að vera í ágústmánuði. Þessi uppákoma sýnir með öðni, sem hefur verið að gerast siðustu daga og vikur, hve gjörsamlega ráð- þrota. ringluð og uppgefin ríkisstjórnin stendur frammi fyrir uppsöfnuðum og aðsteðjandi vandamál- um. Ýmist hrökkva ráðherr- arnir undan og taka ekki á málum eða vandanum er visað til ráðherranefnda, sem síðan vepjast og vafstra með hann án ákvarðana eða úrlausna. Samstaða er engin orðin, ekki einu sinni um að vera eða vera ekki. Margir ráðherranna tækju nú til fótanna eins og hjúin ef þeir sæju sér það fært og horfir fólk með samúð og hhittekningu á umbrot þeirra og tilburði við að brjótast út úr eigin gildru.“ Stjórnar- frumvörp á vegleysum Árið 1979 lagði þáver- andi vinstri stjórn á sér- stakan skatt á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði, — með samþykki Alþýðu- flokks. Skatturinn átti að vera timabundinn en hefur verið framlengdur frá ári til árs síðan. Á síðasta þingi fhitti Alþýðuflokkur tillögu um helmingun skattsins 1982 og niðurfell- ingu 1983. í framhaldi af þeirri stefnumörkun lýsti Eiður Guðnason, alþingis- maður, því yfír á Alþingi sl. mánudag, að Alþýðuflokk- urinn myndi nú greiða at- kvæði gegn framlengingu skattsins, sem er einn af tekjupóstum í fjárlaga- frumvarpi ríkisstjórnarinn- ar 1983. Þar með þykir næsta víst, að frumvarpið sé fallið, enda hafa sjálf- stæðismenn verið andvígir skattinum frá upphafí. Samkvæmt viðtali Mbl. við Höskuld Jónsson, ráðu- neytisstjóra i fjármálaráðu- neyti, tengjast 5 mál fjár- lagaafgreiðslu 1983, sem þurfa samþykki í þing- deildum (sjálft fjárlaga- frumvarpið fær afgreiðslu í Sameinuðu þingi). Ríkis- stjórnin hefur ekki örugg- an meirihluta í neðri deild, þann veg, að öll þessi hlið- arfrumvörp við fjárlög (frumvarp að lánsfjáráætl- un og fjögur tekjufrum- vörp) hanga í raun í lausu lofti, rétt eins og ríkis- stjórnin, sem veit ekki sitt rjúkandi ráð. Staða útgerðar um áramót Olafur Davíðsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, sagði m.a. við Mbl. í viðtali í gær: „Staða útgerðarinnar um áramót, eftir 7,7% físk- verðshækkun 1. desember na'stkomandi, verður verri en hún var eftir aðgerðirn- ar i september sl. og er þá miðaö við sömu forsendur og þá voru notaðar, en út- gerðarkostnaður hækkar líklega um 12—13% frá september, að því er fram kom í ræðu sem Ólafur Davíðsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, flutti á að- alfundi LÍÚ. Ólafur sagði að ef halli á botnfískveiðum hefði verið talinn 4—5% af tekjum í september, þá gæti hann verið 8% nú, en án olíunið- urgreiðslu myndi hallinn vera 12—13%. Vegna þess að afkasta- geta fiskveiðiflotans væri of mikil miðað við afla er Ijóst að fíotinn yrði of stór, sem þýðir að þegar tak- marka þyrfti sóknina væri fíotinn of stór. Þá væri hægt að ná sama þorskafla með færri skipum en minni takmörkunum. Að visu hefði heildaraflinn orðið minni, en afkoma miðað við aflaverðmæti og til- kostnaö hefði vafalaust orðið betri.“ APPLE viðskiptatölva

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.