Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1982 19 Morgunblaftið/RAX Willy Hansen Jnr. og Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins, sem túlkar mál Hansens. V akningasamkomur með Willy Hansen PREDIKARINN Willy Hansen Jnr. er nýkominn til landsins ásamt hljóm- sveit sinni. Hafa þeir verið á ferð um Skotland og England og haldið margar samkomur. Willy Hansen Jnr. og hljómsveit munu á næstunni halda samkom- ur víðs vegar á Reykjavíkursvæð- inu og brotið verður upp á því nýnæmi að flytja þessa dagskrá þar sem hún hefur ekki átt greið- an aðgang áður. Dagskráin verður sem hér segir: Hinn 1.—4. des. kl. 8.30 hvert kvöld, verða samkomur í Gryfj- unni í Fellaskóla, 6.-8. desember verða samkomur í veitingahúsinu Klúbbnum klukkan 8.30 hvert kvöld, og 10.—12. desember verður dagskrá á unglingaskemmtistaðn- um ^Villta, tryllta Villa". Þrjú kristin samfélög á Reykja- víkursvæðinu hafa skipulagt og undirbúið þessar samkomur. Þau eru Krossinn, Trú og líf og Vegur- inn. Ekki er enn ákveðið um fram- haldið á samkomunum síðar í mánuðinum. Willy Hansen Jnr. var hér í nóv- ember síðastliðnum og hélt þá meðal annars samkomur í Lang- holtskirkju og Kópavogi. Hann hefur farið víða og flutt boðskap sinn, meðal annars til Ástralíu, Nýja-Sjálands og Bandaríkjanna, auk fyrrgreindra staða. Arkitektar Þjóðarbók- hlöðunnar fara til Japan ARKITEKTAR Þjóðarbókhlöð- unnar, sem nú er að rísa vestur á Melum í Reykjavík, eru i Japan að skoða sérstakt sýnishorn ál- skjalda, sem ætlunin er að klæða bygginguna með að utan. Aðeins annar þeirra er á vegum Þjóðar- bókhlöðunnar, hinn er á eigin vegum. Álskildir þessir eru bséði ætlaðir til skjóls og skrauts. Þeir verða litaðir og koma sem ramm- ar utan um glugga á 3. og 4. hæð byggingarinnar. Veggir hcnnar verða einangraðir að utan og koma skildirnir utan á einangrun- ina, henni til varnar. Að sögn Finnboga Guðmunds- sonar, landsbókavarðar, formanns byggingarnefndar Þjóðarbókhlöð- unnar, eru þessir skildir japönsk uppfynding og eru Japanir fremst- ir á sviði hönnunar þeirra í heim- inum í dag. Þótti nauðsynlegt að Leiðrétting í FREyTT í Morgunblaðinu í gær er haft eftir Jóni Skúlasyni, póst- og símamálastjóra, að Póstur & simi hafi greitt á milli 500 og 600 þús- und krónur til Flugfélagsins Arna á síðastliðnu ári. Þar átti að standa sem af er þessu ári. Leið- réttist þetta hér með. senda annan arkitekt hússins til Japan, að sjá til þess að skildirnir verði að lit og gerð eins og óskað var eftir, það er að taka skjald- arsmíðina út. Áætlað er að plöt- urnar komi hingað til lands næsta vor og verði settar upp þá um sumarið. Arkitektar Þjóðarbókhlöðunnar eru þeir Manfreð Vilhjálmsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson. Þakskemmdir á fjárhúsum Borg, MiklaholLshrcppi, 30. nóvember. Á BÆNUM Hraunsmúla í Kol- beinsstaðahreppi hafa verið í byggingu fjárhús yfir 400 fjár. Ekki var að öllu leyti búið að ganga frá þaki húsanna. í rokinu á sunnudagskvöldið fauk nokkur hluti þess og við það urðu miklar skemmdir á þakinu. En í gær var verið að vinna að því að koma því í lag sem skemmdist. Ekki veit ég hvort bóndinn á Hraunsmúla hef- ur foktryggingu á sínum útihús- um. Páll. Leiðrétting á rallfrétt ÞAU mistök urðu í frásögn af Chloride-rallinu í gær, að bræð- urnir Ævar og Halldór Sigdórs- synir á SAAB 99, sem náðu öðru sæti í rallinu, voru færðir niður í fjórða sætið í greininni. Jafnframt var skrifað að aðstoðarökumaður Birgis Vagnssonar héti Hreinn, en hið rétta er að hann heitir Björn Vagnsson. Lokaúrslit urðu því eft- irfarandi: 1. Bjarmi Sigurgarðsson og Eiríkur Friðriksson á Escort 1600. 2. Ævar og Halldór Sig- dórssynir á SAAB 99. 3. Birgir og Björn Vagnssynir á Cortina 2000. 4. Ævar Hjartarson og Bergsteinn Ólafsson á Lada 1600. Eru hlutað- eigandi aðilar beðnir velvirðingar á þessum mistökum, sem að nokkru leyti voru vegna rangra upplýsinga. Lundarbrekkukirkja í Bárðardal 100 ára Suðarfelli, 29. nóvember. Um síðastliðin áramót varð Lund- arbrekkukirkja í Bárðardal 100 ára. Kirkjubyggingin var á sinni tíð nokkurt afrek. Byggt var úr höggnu grjóti sem tekið var úr gili handan Skjálfandafljóts og ekið á sleðum að vetrarlagi á byggingarstað þegar fljótið var ísi lagt. Það sem á vantaði var flutt á klökkum um sumarið. Úr þessu varð hið snotrasta hús, sann- kölluð sveitarprýði, helgidómur sem staðið hefur óhagganlegur síðan. I tilefni af afmælinu ákvað söfnuðurinn að endurnýja og fegra kirkjuna að innan. Fékk hann til liðs við sig Bjarna Ólafs- son námsstjóra, sem kunnur er fyrir störf sín að viðhaldi og endurbyggingu gamalla húsa, ekki sist kirkna. Má þar nefna kirkj- urnar að Grenjaðarstað og Nesi í Aðaldal. Gerði hann tillögu sem samþykkt var að fara eftir. Hafist var handa í vor og er verkinu að mestu lokið. Sett hefur verið spjaldþil á veggi kirkjunnar, pre- dikunarstóll færður til og bekkir bólstraðir svo eitthvað sé nefnt. Þá er verið að sérsmíða ljósabún- að í kirkjuna. Hafa heimamenn unnið þetta verk að mestu leyti og farist það vel úr hendi. Um næstu helgi, annan sunnu- dag í aðventu, verður hátíðarguðs- þjónusta i kirkjunni og hún þann- ig formlega tekin í notkun að nýju eftir lagfæringuna. Hefst athöfnin Veiðar í lagnet voru stöðvaðar fyrir allnokkru og öfluðust sam- tals 1.900 lestir í þau. Síðastliðinn laugardag voru veiðar í reknet stöðvaðar, en alls hafa 15.400 lest- ir veiðzt í þau. Nótaveiðiskip hafa alls fengið 34.500 lestir. Því hafa alls veiðzt 51.800 lestir en leyfi- legur aflakvóti var 50.000 lestir á vertíðinni. Nokkur nótaveiðiskip klukkan 14.00 og mun herra Sig- urður Guðmundsson vígslubiskup predika. Sóknarpresturinn, séra Jón A. Baldvinsson, sér um altar- isþjónustu ásamt nágrannaprest- um. Kór safnaöarins syngur undir stjórn Friðriks Jónssonar. J.A.B. hafa enn ekki fyllt aflakvóta sinn og eru því enn á veiðum. Vertíðinni í fyrra lauk mun síð- ar eða 19. desember, en auk þess voru farnir tveir túrar eftir ára- mótin. Reknetabátar höfðu þá fyllt kvóta sinn 31. október, en nótabátar 19. desember eins og áð- ur segir. Síldveiðikvódnn fylltur 51.800 lestir komnar á land. Veiðar í rek- og lagnet hafa verið stöðvaðar SÍLDVEIÐUM er nú að Ijúka. Veiðar í rek- og lagnet hafa verið stöðvaðar, en nótaveiðar ekki þó nótaskipin hafi fyllt heildarkvóta sinn, 34.500 lestir, á sunnudag. tvöfalt hraða"' j|jföarfiass sern 200,00- 2000,00 jtooðsroenn s.203^3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.