Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1982 „... og ljótu kýrnar átu sjö fyrri feitu kýrnar“ eftir Halldór Blöndal alþingismann „Og Faraó sagði við Jósef: Mig dreymdi að ég stæði á árbakkan- um. Og sjá upp úr ánni komu sjö kýr, feitar á hold og fallegar út- lits, og fóru að bíta sefgresið. Og sjá á eftir komu upp sjö aðrar kýr, renglulegar og mjög ljótar útlits og magrar á hold; hefi ég engar séð jafnljótar á öllu Egyptalandi. Og hinar mögru og ljótu kýrnar átu sjö fyrri feitu kýrnar. En er þær höfðu etið þær, var það ekki á þeim að sjá, að þær hefðu etið þær, heldur voru þær ljótar útlits sem áður.“ Þessa frásögn úr Biblí- unni af draumum Faraós konungs þekkja menn og ráðning Jósefs á þeim hefur þótt svo merk, að til hennar er jafnan vísað síðan. Hann réð drauminn svo, að sjö góðæri færu í hönd, en þeim fylgdu síðan sjö hallærisár, svo að nægtirnar gleymdust og hungrið eyddi landinu. Hann gaf Faraó þetta heilræði: Hann skyldi skipa umsjónarmenn yfir landið og taka fimmtung af afrakstri Egypta- lands á sjö nægtaárunum og geyma til hallærisáranna. — Þetta líkaði Faraó vel og öllum þjónum hans. Þessi gamla saga er sígild. Hún er áminning til þeirra, sem með mannaforráð fara, að sýna forsjá. Hún á vel við í dag hér á landi. Fyrir aðeins einu ári höfðum við íslendingar búið við meira góðæri en nokkru sinni í sögu lands okkar og eitt árið var öðru betra. Síðan höfum við ekki orðið fyrir neinum stóráföllum. Samt stöndum við í þeim sporum nú, að við eigum ekk- ert eftir til þess að mæta stundar- erfiðleikum. Það var meira að segja svo á þessu hausti, að út- gerðin var neydd til þess að verja til olíukaupa sjóði, sem hún hafði safnað til þess að geta flutt nokk- uð af tryggingum sínum inn í landið og þannig lækkað iðgjöldin. Senn er þessi sjóður þurrausinn og í hönd fer vetrarvertíð, sem spáð er að verði ekki jafngóð og í fyrra. ... ef þau væru í eigu einstaklinga A þriðjudaginn var sjónvarpað umræðum frá Alþingi. Þetta var kappræðufundur með þeim tak- mörkunum sem slíkum fundum fylgja. Eitt var þó eftirtektarvert öðru fremur. Ráðherrarnir kenndu öðrum þjóðum erfiðleika okkar nú. I slíku mati á eigin verkum felst að sjálfsögðu, að þeim finnst þeir hafi í stórum dráttum stjórnað landinu þokkalega. Þeir fóru öfugt að við Faraó og þykir sér hafa vel farnast. I Biblíunni segir frá því, að hallæri hafi orðið í öllum lönd- um, en í öllu Egyptalandi hafi ver- ið brauð. Hér á landi hefur verið bruðlað með verðjöfnunarsjóðina í góðæri, svo að við getum ekki gripið til þeirra nú, heldur verðum að leita til annarra þjóða eins og aðrar þjóðir leituðu til Egypta forðum. I góðæri til sjávarins er alltaf hætta á því, að halli á iðnaðinn. Og því miður hefur iðnaðurinn hlotið það hlutskipti á síðustu ár- um. Efnahagur iðnfyrirtækjanna hefur orðið fyrir þungum skakka- föllum og greiðslugetan er þverr- andi. Samt sem áður vitum við, að hér hlýtur atvinnuleysi að fara í hönd, nema iðnaðurinn standi sig. Jón Sigurðarson, forstjóri Skinna- Halldór Blöndal verksmiðjunnar Iðunnar á Akur- eyri og bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins, hefur fjallað um atvinnumál á Akureyri í frétta- bréfi Fjórðungssambands Norð- lendinga. Þar segir hann m.a., að þannig sé komið fyrir okkur ís- lendingum, að fjárfesting í arð- bærum og atvinnuskapandi fyrir- tækjum gerist æ sjaldgæfari hin síðustu árin. Og hann kemst að þessari niðurstöðu: „Hér á landi er haldið uppi verulegri atvinnu á fölskum forsendum, þ.e.a.s. með erlendri skuldasöfnun og tap- rekstri fyrirtækja. Allir sjá að það gengur ekki til langframa og menn hljóta að spyrja sig hvað tekur við þegar þessu lýkur." Allt víkur að einum punkti Enn segir Jón: „Sé horft til lengri tíma en næstu missera um „Ég fullyrði að sumum fyrirtækjum samvinnu- hreyfingarinnar á Akur- eyri hefði verið lokað nú þegar ef þau væru í eigu einstaklinga. Mér er það Ijósara en mörgum öðrum, að ekki einu sinni samvinnuhreyfing- in getur haldið áfram þessum hallarekstri iðnfyrirtækjanna enda- laust ... “ atvinnuástand á Akureyri er miklu kvíðvænlegra um að litast. Ekkert bæjarfélag á landinu er eins háð iðnaðinum og Akureyri. Stærsti hluti iðnaðarins í bænum var rekinn með verulegum halla á síðasta ári og svo verður líka á þessu ári. Engin fjárfesting hefur orðið í nýjum iðnfyrirtækjum né heldur í nokkurri umtalsverðri stækkun á þeim sem þegar eru fyrir hendi. Ég fullyrði að sumum fyrirtækjum samvinnuhreyfingar- innar á Akureyri hefði verið lokað nú þegar ef þau væru í eigu ein- staklinga. Mér er það ljósara en mörgum öðrum að ekki einu sinni samvinnuhreyfingin getur haldið áfram þessum hallarekstri iðnfyr- irtækjanna endalaust og því er nú þessi svartsýnistónn í mér varð- andi iðnaðinn." Þetta er þungur áfellisdómur yfir atvinnustefnu, sem undir eng- um kringumstæðum er unnt að rekja til kreppu í öðrum löndum. Þetta er ekki barlómur í stjórnar- andstöðu né fjandskapur við sam- vinnuhreyfinguna. Þetta er ein- ungis vitnisþurður manns, sem um nokkurt skeið hefur gegnt því óöfundsverða hlutskipti að bera ábyrgð á rekstri fyrirtækis, sem einna mest hefur kveðið að í út- flutningsiðnaðinum. Barátta okkar sjálfstæðismanna á Alþingi hefði orðið léttari, ef slíkur maður með slík sjónarmið hefði fyrir- fundist í þingflokki Framsóknar- flokksins. Iönþróunin hans Hjörlcifs Hjörleifur Guttormsson hefur það skopskyn á sjálfan sig, sem er gott, að henda gaman að skýrslu- bunkunum í kringum sig, þegar vel liggur á honum. En hann er ekki eins viðkunnanlegur, þegar hann býr það til, að iðnþróun í merkingunni sterkari iðnfyrirtæki hafi orðið í ráðherradómi hans. Ég læt Jón Sigurðarson einnig um að svara þessu en orð hans eru grunntónninn í því, sem ég hef verið að segja á Alþingi, þegar at- vinnumál hefur borið á góma: „Það er höfuðatriði fyrir Akureyr- inga að leiðrétt verði starfsskil- yrði iðnaðarins. Verði það gert, horfir hér miklu betur um alla at- vinnu. Ef þessi starfsskilyrði hefðu verið betri síðustu árin, má fullyrða, að mörg iðnfyrirtæki væru að byggja upp ný fyrirtæki og nýjar greinar, en það þarf mik- inn kjark til að leggja út í það og ennfremur fjármuni. Fjármunir eru einfaldlega ekki fyrir hendi hjá þessum fyrirtækjum um þess- ar mundir." Faraó fór fyrst til spásagna- mannanna, en þeir gátu ekki ráðið drauminn. Einstökum ráðherrum er tíðrætt um álit sérfræðinga og vilja skella skuldinni á þá. Faraó var ekki ánægður með svörin og fór annað. Sá, sem ræður löndum, verður að kunna að leita ráða, ef honum á að farnast landsstjórnin vel úr hendi. Öll ár eru ekki jafn- góð og svörin hljóta að hníga að því, hvernig eigi að brúa bilið í harðærinu, þangað til aftur batn- ar í ári. Björn Pálsson fv. alþm. um verðbólguvandann eftir dr. Magna Guðmundsson í Morgunblaðinu 10. nóv. birtist alllangt viðtal við Björn Pálsson, fv. alþm. Það var forvitnilegt fyrir ýmsar sakir — og þá ekki sízt fyrir hreinskilinn og umbúðalaus- an málflutning. Löngumýrarbóndinn ber glöggt skyn á efnahags- og fjármál og gerir sér grein fyrir eðli verðbólg- unnar. Mætti margur bóklærður vel við una, ef hann hefði jafn góð- an skilning á þessum efnum. Birni er að sjálfsögðu mikill styrkur að því að hafa á langri starfsævi ver- ið virkur í atvinnulífi þjóðarinnar. Hann á ekki aðeins bústörf og þingstörf að baki, heldur og verzl- unarstjórn og útgerð. Var hann um hríð kaupfélagsstjóri á Skaga- strönd og gerði sjálfur út í all- mörg ár. Aður hafði hann siglt víða um lönd að loknu búfræði- námi að Hólum. Svo margþætt og víðtæk reynsla er haldbetri menntun en langseta á skólabekk ein saman. Björn telur endurteknar geng- islækkanir vera aðalorsök verð- bólgunnar. Það er vissulega rétt í þeim skilningi, að ein gengislækk- un elur aðra og heldur verðbólg- unni með þeim hætti gangandi. Við þurfum að kaupa frá útlönd- „Löngumýrarbóndinn ber glöggt skyn á efna- hags- og fjármál og gerir sér grein fyrir eðli verð- bólgunnar. Mætti marg- ur bóklærður vel við una, ef hann hefði jafn góðan skilning á þess- um efnum.“ um nær öll hráefni og neyzluvörur utan landbúnaðarvara og fisks. Við hverja gengislækkun, smáa og stóra, hækkar verð alls innflutn- ingsins, þar með framfærsluvísi- tala og kaupgjaldsvísitala. Launa- hækkanir auka svo kostnað út- flutningsatvinnuveganna, sem verða að keppa á erlendum mörk- uðum og lúta markaðsverði. Fyrir- tækin geta ekki bætt kostnaðar- auka við afurðaverðið. Því þarf enn að lækka gengið, til þess að reksturinn fái borið sig — og svo koll af kolli. Þetta skilja landsmenn nú al- mennt, nema e.t.v. féinir í mið- stjórn peningamála, sem vilja ekki skilja. Meginatriðið í landi sem okkar — landi með opið hagkerfi og háð útflutningi — er að halda framleiðslukostnaði á svipuðu stigi og i viðskiptalöndum okkar. Með öðrum orðum tryggja sam- keppnishæfni atvinnuveganna. Björn Pálsson hefir einurð og kjark til að mæla fram önnur sannindi engu veigaminni: Vaxta- hækkanir hafa sömu áhrif og launahækkanir í þá átt að auka framleiðslukostnað. Þetta þarf raunar ekki að segja neinum, sem rekur atvinnufyrirtæki, en vefst fyrir sumum bóklærðum og mörg- um stjórnmálamönnum. Þegar vextir hækka, gerist allt með sama hætti og þegar kaupgjald hækkar: Framleiðslukostnaður vex, útflutningsfyrirtæki lenda í erfiðleikum, gengið er lækkað eða látið síga þeim til stuðnings, verð innflutningsins vex, síðan fram- færsluvísitala, kaupgjaldsvísitala og lánskjaravísitala. Hin síðast- nefnda leiðir til enn hærri vaxta — og svo koll af kolli. Við höfum nú, til viðbótar kaupgjalds- og verðlagsskrúfu, vaxta- og verð- lagsskrúfu. Síðan hún fór í gang, hefir verðbólga aukizt úr 40% í 60% og mun á næstu mánuðum væntanlega fara í 80%. Þriðji verðbólguvaldurinn, sem Björn nefnir, og ekki sá lítilvæg- asti er skuldasöfnunin. Erlendar lántökur auka peningaframboðið í landinu og skapa grundvöll út- lánaþenslu. Hitt vill gleymast, að gengislækkun eykur byrði er- lendra skulda. Þær hækka að Dr. Magni Guðmundsson krónutölu í sama mæli og krónan er skert. Ríkissjóður þarf þá að hækka skatta til að geta staðið undir hinni auknu skuldabyrði, en skuldug útflutningsfyrirtæki missa þann rekstrarávinning, sem gengislækkun annars veitti. Geng- islækkun m.ö.o. hættir að vera nýtanlegt hagstjórnartæki, þegar erlendar skuldir fyrirtækja og verðtryggðar skuldir þeirra eru miklar. Hún er þó enn í dag ásamt vaxtahækkun eina úrræðið, sem ráðamenn eygja í efnahagsvanda. Viðskiptahallinn að undanförnu hefir ekki aðeins verið fjármagn- aður af bankakerfinu, heldur að verulegu leyti með vörulánum er- lendra fyrirtækja, sem eru svo endurlánuð með afborgunarkjör- um í verzlunum. Er með ólíkind- um, að þessi leikur skuli ekki hreinlega stöðvaður. Þjóðhags- stofnun spáir áframhaldandi við- skiptahalla á næsta eða næstu ár- um, eins og slíkur halli sé náttúru- lögmál. Ég er sammála Birni Pálssyni um það, að ekki stoðar, ef við vilj- um draga úr verðbólgu, að taka fyrir einn þátt, þ.e. kaupgjald, heldur verður að lækka aðra þætti jafnframt: ágóða, vexti, þjónustu opinberra fyrirtækja, skatta o.s.frv. En fjölmiðlar og heill stjórnmálaflokkur heldur áfram að reka blindan áróður fyrir há- vöxtum með slagorðum atkvæða- veiðarans um „réttlæti" og „sið- ferði". Vissulega má eftir ýmsum leiðum tryggja peninga eldra fólks í bönkum eða langtíma spariinn- lán yfirleitt. En obbinn af veltufé bankanna er þar ekki til ávöxtun- ar, heldur bíður þar skamma stund gróðatækifæris í verzlun og viðskiptum alls konar. Bankar bera geymslukostnað af þessu fé og enn meiri ávísanakostnað. Að krefjast þess, að hver króna, sem liggur í banka um stundarsakir, skili sér út úr bankanum með fullu verðgildi, er alger fásinna, enda hvergi gert í víðri veröld. Að krefjast slíks, meðan lágtekjufólk þolir kaupmáttarskerðingu, er pólitísk stigamennska. Löngumýrarbóndinn furðar sig á því, að þeir, sem ráða gengi og vöxtum, skuli ekki vera búnir að segja af sér. Bið verður sjálfsagt á því, svo sannfærðir eru þessir menn um eigið ágæti. Hins vegar riða íslenzkir atvinnuvegir senn til falls, ef fjármálaóstjórn linnir ekki. í landinu er engin kreppa, nema sú, sem við höfum búið til sjálfir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.