Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1982 13 heima. Fyrirtækið fór t.d. að smíða stærri vatnstúrbínur en áður, og umsmíða og breyta rafvélum. Þannig að í rauninni komst fyrirtækið nokkuð sæmi- lega í gegnum stríðsárin." Og umboðin hafa öll skilað sér eftir stríð? „Vesturveldin höfðu lýst öll þýsk umboð fyrirtækisins ógild og bannað að endurnýja þau án þeirra leyfis. Og eftir stríðið hófst hérlendis hörð barátta um þessi umboð. En svo fór að lok- um að fyrirtækið fékk öll sín eftirsóttustu umboð aftur, t.d. AEG-Telefunken og BOSCH." Var Bræðrunum Ormsson ekki breytt í hlutafélag á þessum tima? „Jú, það þótti hagstæðara. Innflutningur hafði glæðst smám saman og viðskiptin auk- ist. Og það var einmitt á afmæl- isdegi fyrirtækisins þann 1. des- ember 1952, fyrir 30 árum, sem þessi breyting var gerð.“ Hvenær hefur þú störf hjá Bræðrunum Ormsson hf? „Það var árið 1959. Þá var fyrirtækið orðið það umfangs- mikið að faðir minn fékk mig til að taka að mér framkvæmda- stjórn þess, en ég hafði fram að þessum tíma helgað fluginu alla mína starfskrafta." Og fljótlega eftir að þú tekur til starfa er ráðist í byggingu stórhýs- isins við Lágmúla? „Það var vorið 1963 sem tekin var ákvörðun um að hefjast handa við bygginguna í Lág- múla 9. Það réð mestu um það að ráðist var í þessa byggingu að stórframkvæmdir voru í upp- siglingu hérlendis, virkjun Þjórsár við Búrfell og álbræðsla við Straumsvík, en fyrirtækið þurfti á betri aðstöðu að halda til að geta boðið í þau verk. Þá ýtti það ekki síður undir að eng- in innlend fyrirtæki höfðu þá aðstöðu að geta tekið að sér svo mikil rafmagnsverk og hér yrði um að ræða, þannig að sýnt var að þessi viðskipti lentu að meira eða minna leyti í höndum er- lendra aðila ef ekkert yrði að- hafst. En auk þess var nokkur þrýst- ingur frá þýska fyrirtækinu BOSCH um að umboðsmenn þess hér á landi sem annars staðar færðu út kvíarnar." Og hvenær flyst starfsemin í nýju húsakynnin? Árið 1966. Og strax þá mynd- aðist aðstaða til að færa veru- lega út kvíarnar í ýmsum grein- um og gera rekstur fyrirtækis- ins fjölbreyttari en hann hafði verið áður. Nú var t.d. í fyrsta sinn unnt að taka algerlega að sér viðgerðir á rafkerfi þeirra bifreiða sem BOSCH-rafbúnað- ur var í. Og það var sett á fót verslun með alls kyns heimilistækjum, frá þeim fyrirtækjum sem Bræðurnir Ormsson hafa umboð fyrir. Og í sambandi við heimil- istækjaverslunina óx upp ný deild, sem annast viðhald og við- gerðir heimilistækja." Og þið takið að ykkur á þessum árum rafvirkjun fyrir álbræðsluna í Straumsvík? „Já, og það kom á daginn að ekki var seinna vænna með hús; bygginguna í Lágmúlanum. í upphafi árs 1967 var boðin út rafvirkjun fyrir álverið í Straumsvík. Við buðum í þetta verk í samvinnu við danskt fyrirtæki og fengum. Verkinu var lokið á tilsettum tíma eftir ánægjulega samvinnu allra að- ila. Og það get ég fullyrt að þáð var okkur öllum góður skóli að starfa með hinum áreiðanlegu yfirmönnum hins svissneska fyrirtækis, sem héldu alla sína samninga í hvívetna. Okkur bauðst líka að taka við hálfunnu rafmagnsverki við Búrfellsvirkjun, og var það einnig afgreitt á réttum tíma.“ Það hefur orðið mikil aukning á umsvifum fyrirtækisins þegar unnið var að þessum verkefnum. „Gífurleg. Á meðan á bygg- ingu álversins í Straumsvík stóð vorum við með u.þ.b. 340 manns í vinnu. Og síðar tókum við einnig að okkur Búrfellslínu 2, ásamt bresku fyrirtæki, og þá unnu hjá okkur um 200 manns. Við héldum stórum hluta þessa starfsliðs eftir að því verki lauk, og árið 1973 störfuðu hjá okkur um 100 manns, þar af 60 rafvirkjar. En eftir samning- ana frægu vorið 1973 urðum við að segja þeim flestum upp vegna þess að ekki fékkst hækkun á útseldri vinnu. Þessir samning- ar fóru geysilega illa með fyrir- tækið, sem á þessum tíma riðaði til falls af þessum sökum og eins vegna hins mikla aðstöðugjalds sem við þurftum að borga rík- inu. En aðstöðugjald er 2% af veltu, alveg óháð því hvernig verk kemur út. Og það gefur augaleið að slíkur skattur getur leikið fyrirtæki eins og Bræð- urna Ormsson grátt, sem var á þessum tíma með mjög breyti- » lega veltu frá ári til árs. Og við komum ekki vel út úr Búrfells- línu 2 og þoldum því illa þetta álag. En við drógum saman seglin, og nú starfa hjá fyrirtækinu 35 manns.“ Framtíðin? Er hún björt? „Vonandi verður hún það. En það eru erfiðir tímar framundan hjá mörgum fyrirtækjum. Og til að komast yfir þessa erfiðleika verður starfsfólk og forsvars- menn fyrirtækja að snúa saman bökum. Ef menn bera gæfu til að standa saman kvíði ég engu um framtíðina." ... það sem þér gjörðuð ... “ eftir Heimi Páls- son skólameistara Umræður blaða á undanförnum mánuðum um málefni fanga á ís- landi hafa á marga lund verið fróð- legar fyrir þann sem nennir að lesa — og nennir að hugsa. Vitanlega hefur þar hæst látið í nafnleysingj- um sem berja sér á brjóst og eru ævinlega reiðubúnir að kasta ekki einungis fyrsta steininum heldur einnig öllum hinum. Þannig hafa höfundar ýmislegra blaðagreina hrópað á refsingu og hefnd yfir þeim sem brotlegir gerast við lög mannanna. Þetta er skiljanlegt við- horf, einkum hjá fólki sem lítið þekkir til mála og telur sér ekki skylt að hugsa áður en það talar eða skrifar. Hins vegar hefur líka heyrst þó nokkuð í hinum, þeim sem vilja að við hugleiðum málið nánar áður en við sleppum alveg fram af okkur beislinu í refsigleði. Því fer fjarri að unnt sé að af- greiða spurningar um fangelsi eða ekki fangelsi á einfaldan hátt. Flestallir munu sammála um að þörf sé á lögum og viðurlögum við brotum á þessum sömu lögum, ein- faldlega af þeirri ástæðu að mannkynið er ekki eins þroskað og nafngiftin „homo sapiens", hinn viti borni maður, gefur í skyn. Hins vegar er fjarri því að lausnin hafi endanlega fundist þegar ríkisvald- inu var faiið að sjá um refsinguna — og hún varð í okkar dæmum hérlendis fyrst og fremst fólgin í fjársektum og frelsissviptingu. Á þessari aðventu eru mér sér- lega ofarlega í sinni mál þeirra fanga sem dæmdir eru ungir að ár- um til langrar fangelsisvistar. Þótt ástæðurnar til slíkra dóma geti verið margar og misjafnar hef ég áhyggjur — og þær rökstuddar — af aðferðum okkar við að fullnægja réttlæti. Eg held hver sem um málið hugs- ar í alvöru geti skilið að einangrun frá samfélaginu í mörg ár hlyti að vera jafnvel hinum sterkasta ofraun. Og hvað skyldi þá um hina veikari meðbræður okkar, þá sem á unga aldri hafa leiðst út í afbrot af sí-alvarlegra tagi, þangað til sam- félagið sá sér þann grænstan að loka þá einhvers staðar inni árum saman. Hvernig getum við ætlast til að þeim takist hjálparlaust að koma aftur út fyrir múrana, gerast virkir þegnar í samfélagi okkar hinna? Hvernig getum við vonast til að þeir líti á það sem sitt samfé- lag? — Er ekki miklu meiri hætta á að þeir hugsi annað tveggja: Ég á ekkert erindi hingað út, ég verð að komast aftur inn fyrir múrana svo þeir verndi mig frá samfélagi hinna. — Ellegar þá: Þetta samfé- lag dæmdi mig. Nú er best ég sýni þeim að ég átti skilið að vera dæmdur! Bæði svörin leiða til síbrotafer- ils, og dæmi sögunnar um slíka Heimir Pálsson „Eins og oft vill verða er það ekki ríkisvaldið sem hefur forgöngu um mannúðarmál heldur frjáls samtök einstakl- inga. Af slíkum stofni eru félagssamtökin Vernd þróun eru svo mörg að þau verða ekki talin. Meðal annars af þessum sökum leita mannúðarsinnar um allan heim sífellt leiða til þess að brúa bilið milli fangasamfélagsins sem afbrotamenn eru dæmdir til þátt- töku í og hins frjálsa samfélags sem þeim er síðar ætlað að taka þátt í af fúsum og frjálsum vilja. Ein þeirra leiða sem miklar von- ir eru við bundnar er skólaganga og menntun. Þar vantar að vísu mikil- væga löggjöf eins og er til þess að unnt sé hérlendis að framkvæma það sem skynsamlegast mun í þeim efnum, en sannarlega má gera sér vonir um að einhverjar breytingar verði þar áður en langt um líður. En það þarf að leita fleiri leiða. Eins og oft vill verða er það ekki ríkisvaldið sem hefur forgöngu um mannúðarmál heldur frjáls samtök einstaklinga. Af slíkum stofni eru félagssamtökin Vernd, samtök sem þegar hafa lyft Grettistaki i þá veru að auðvelda fyrrverandi vist- mönnum fangelsa að laga sig að lífsháttum utan veggja stofnana. En margt er þó óunnið og það er erindi þessara lína að vekja athygli á því að innan skamms gefst okkur öllum tækifæri til að sýna hug okkar til Verndar og starfsemi hennar, þegar fram fer merkjasala og fjáröflun á vegum samtakanna. Sýnum þá að aðventan megni raunverulega að minna okkur á hann sem sagði: „Sannlega segi ég yður, það allt sem þér gjörið einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.“ Selfossi 1. 'sunnudag aðventu. Að vera eða ekki vera eftir Lisbet Bergsveinsdóttur „Tilvera okkar er undarlegt ferðalag". Svo kvað Tómas. Við fæðumst og fáum ýmislegt í vöggu- gjöf, bæði gott og illt, það besta er, ef okkur hlotnast andlegt og lík- amlegt atgervi, góðar gáfur og gott heilsufar. Þá er okkur ekkert að vanbúnaði að takast á við verkefn- in á þessu ferðalagi. Margir hverjir rísa upp úr öllum verkefnum með pálmann í höndun- um, allt farnast þeim jafnvel, en því miður eru til einstaklingar sem ávaxta ekki sitt pund sem skyldi. Allt rennur þeim úr greipum þrátt fyrir öll hin bestu skilyrði og má því segja að hver er sinnar gæfu smiður. Þá eru það þeir, sem sitja við hótelgluggann, aðgerðarlausir og bíða þess eins að ferðalaginu ljúki. En þeir gleymast oft, og eru ekki teknir með í ferðalagið, sem ekki fæðast heilbrigðir eða verða sjúkir síðar á lífsleiðinni, þar á ég við þá fötluðu. Margir þeirra hafa til að bera góðar gáfur, metnað og reisn, en þeim eru takmörk sett. Fá ekki sömu tækifæri til þátttöku á ferða- laginu og við hin, — eru geymdir á stofnunum og gleymdir, eða þeim er sýnt afskiptaleysi af okkur sam- ferðarmönnunum. Við sem ófötluð erum ættum að veita þeim von til betri skilnings á þeirra vandamálum — gefum þeim tækifæri sem þeir eiga fyllst rétt á, og rænum þá ekki tækifærinu til þátttöku á ferðalaginu — opnum dyrnar á vagninum og gefum þeim far.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.