Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 32
^^^skriftar- síminn er 830 33 ^Afglýsinga- síminn cr 2 24 80 MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1982 Sérstætt gjaldþrotamál: Krafa tollstjóra að upphæð 1,2 millj. króna kom of seint KRAFA TOLLSTJÓRAEMBÆTTISINS í þrotabú T.H. Garðarson hf. fyrir vangoldinn soluskatt, að upphæð liðlega 1,2 milljónir kr. kom of seint þannig að hún var ekki tekin til greina. Frestur til þess að lýsa kröfum í þrotabúið rann út þann 11. nóvember síðastliðinn, en krafa Tollstjóra barst ekki fyrr en 14. nóvember. Gildar kröfur í þrotabúið nema liðlega 1,2 milljónum kr. T.H. Garðarsson er hlutafélag sem stofnað var um rekstur Sjón- varpsbúðarinnar í Lágmúla 7. Þegar sýnt þótti, að hlutafélagið Tilraunir með verkun og geymslu kindakjöts Á VEGUM Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins að Keldnaholti eru nú framkvæmdar umfangsmiklar til- raunir í verkun og geymslu kinda- kjöts. Framleiðsluráð landbúnaðar- ins kostar tilraunirnar. Fyrstu niðurstöður fást fljót- lega uppúr næstu áramótum. Til- raunir eru m.a. gerðar á söltunar- aðferðum, mismunandi reykingar- aðferðum, frysting kjöts er athug- uð og mismunandi umbúðir svo og geymsla á nýju ófrosnu kjöti. Til- raunir af þessu tagi hafa ekki ver- ið gerðar áður hér á landi en þær eru m.a. gerðar vegna nýrra upp- lýsinga um hugsanlega sykursýk- isvalda í hangikjöti. var að verða gjaldþrota keypti að- alhluthafinn mestan hluta eigna hlutafélagsins — lager og innrétt- ingar. Eftir voru í eigu hlutafé- lagsins skrifstofuáhöld og bíll, auk víxla sem aðalhluthafinn notaði til þess að greiða lagerinn og inn- réttingar. Eftir kaupin var óskað eftir að félagið væri tekið til gjaldþrota- skipta og var úrskurður þess eðlis kveðinn upp hjá Borgarfógeta 20. júlí síðastliðinn. Aðalhluthafinn hóf að reka Sjónvarpsbúðina sem einkafyrirtæki en nafnið hafði hann látið skrá fyrir nokkrum ár- um og lánað hlutafélaginu. Skiptafundur var haldinn fyrir skömmu og var búist við að helstu kröfuhafar vildu láta reyna á lögmæti þessara ráðstafana. Eng- inn kröfuhafa mætti á skiptafund- inn. Forgangskröfur í búið nema um 120 þúsund krónum og hafa þær verið greiddar. Þar sem krafa Tollstjóra barst of seint og fellur niður má búast við, að kröfuhafar nái fram sem nemur um fimmt- ungi krafna sinna. * % ■S V. J V- ‘ iimr ■ ______ Félagsmálastofnun í samvinnu við Námsflokka Reykjavíkur hefur staðið fyrir matreiðslunámskeiði fyrir aldraða einhleypa karlmenn undanfarna tæpa tvo mánuði. Er þetta fyrsta námskeiðið sinnar tegundar, en þegar er kominn biðlisti á það næsta. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar fyrstu nemendurnir voru „út- skrifaðir" og bar ekki á öðru en það sem þar var á boðstólunum smakkaðist vel. Morgunblaðið/ Kristján Einarsson Sauöfé fækk- ar um 40.000 í haust MIÐAÐ við sömu ásetningu sauð- fjár í haust og var í fyrra, þá fækkar sauðfé í landinu um 40.000 í ár að sögn Gunnars Guðbjartssonar, fram- kvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins, og er það enn meiri hækkun en var í fyrra, en þá var þó mikil fækkun vegna árferðis, eða um 32.000 fjár. Gunnar sagði að Framleiðsluráðinu hefðu enn ekki borist allir samningar sem trúnað- armenn þess úti á landi hefðu gert við bændur um fækkun sauðfjár en þeir samningar sem þegar hefðu borist væru við rúmlega 100 bændur og fælu í sér fækkun um 11.000 fjár. Gunnar sagði að hlutfallslega væri fækkunin mest á Austurlandi, næstmest í Þingeyjarsýslu og hlutfallslega þriðja mesta á Suður- landi, en annars staðar minni. Spáð var hvassviðri VEÐURSTOFAN spáði í gærkvöldi að í nótt og dag yrði suðvestanátt með allhvössum éljum í nágrenni Reykjavíkur og síðan vaxandi suð- austanátt síðdegis. Spáð var hvass- viðri og slyddu sunnanlands i kvöld. Búast mátti við óbreyttu veðri, fram eftir degi um land allt, en éljagangur var um land allt í gær, nema á norðausturhorninu þar sem var þurrt. Fasteignaskattar í Reykjavík: Allt að 2 þús. króna afelátt- ur vegna lægri álagningar FASTEIGNAMATIÐ hækkaði í dag um 78% að jafnaði á Stór-Reykjavík- ursvæðinu, en þessi mikla hækkun stafar af miklum hækkunum á íbúðaverði á þessu svæðinu á þessu ári. Eins og kunnugt er stefnir meirihluti Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík að því að lækka fasteignagjöld á húsnæði borgarbúa í 0,421% af fasteignamatsverði, en vinstri meirihlutinn í Reykjavík miðaði við hlutfallið 0,5%. Varðandi hækkun á fasteigna- mati eru nefnd hér þrjú dæmi; 2ja herbergja íbúð, sérhæð og einbýl- ishús og tilgreind hækkun mats- verðs þeirra. Einnig er reiknað út hver fasteignagjöldin verða og hver þau hefðu orðið miðað við ilagningarreglu fyrrverandi borg- arstjórnarmeirihluta í Reykjavík. Fasteignamatsverð á 2ja her- bergja íbúð, 65 fermetra, 1 3ja hæða blokk í Breiðholti hækkar úr 353.000 kr. í 628.340 kr. Fasteigna- gjöld af þeirri íbúð hefðu orðið 3.141,70 miðað við 0,5% regluna, en verða 2.645,30 og munar þar tæpum 500 kr. Matsverð 126 fer- metra sérhæðar í Vogunum var 541.000 kr;, en verður 962.980 kr. Fasteignagjöld af þeirri íbúð yrðu 4.814,90 miðað við 0,5% reglu Geir Hallgrímsson um úrslit prófkjörsins: Geri grein fyrir stöðu og við- horfum flokksins á flokks- ráðsfundi sem hefst á fóstudag „ÉG MUN gera grein fyrir stöðu og viðhorfum Sjálf- stæðisflokksins á flokksráðs- og formannaráðstefnu, sem hefst nk. föstudag," sagði Geir Hallgrímsson, þegar Morgunblaðið ræddi við hann um úrslit prófkjörs Sjálfstæðismanna, en niður- staða þess varð m.a. sú, að formaður flokksins hlaut kosningu í sjöunda sæti framboðslistans í Reykjavík. „Mér finnst athyglisvert og ánægjulegt, að þátttakan í prófkjörinu var mjög mikil, og vitnar um styrk flokks- ins,“ sagði Geir Hallgríms- son ennfremur. „Ég óska meðframbjóðendum mínum, sem náðu mjög góðum árangri, allra heilla, en auð- vitað hef ég orðið fyrir von- brigðum með útkomu mína og hlýt að hugleiða hvaða lærdóm megi af henni draga. Á þessu stigi málsins sé ég ekki ástæðu til að fjölyrða frekar um úrslit prófkjörsins sem slík,“ sagði Geir Hallgrímsson. Sjá einnig viðtöl á miðopnu. Geir llallgrímsson vinstri meirihlutans, en verða 4.054,10 miðað við reglu sjálfstæð- ismanna. Þar munar um um 760 kr. Einbýlishús sem er 334 fer- metrar að stærð og er í grónu hverfi var metið á 1.483.000 kr., en matsverð þess hækkar í 2.639.740 kr. Gjöld af því húsi hefðu orðið 13.198,70 miðað við 0,5% regluna, en verða 11.113,30 miðað við regl- ur sjálfstæðismanna og munar þar 2085,40 kr. í öllum tilvikum er miðað við nettóstærð íbúða, þann- ig að í blokkaríbúðum er sameign ekki talin með. Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík, sagði í samtali við Morgunblaðið að ef skattstuðlar vinstri meirihlutans væru í gildi þá hefðu fasteignagjöldin hækkað um 78%, en vegna þess 15,8% af- sláttar sem sjálfstæðismenn veittu, þá lenti hækkun fasteigna- matsins ekki með þeim þunga á borgarbúum sem til hefði staðið. „Hins vegar er ljóst að eignaskatt- ar ríkisins munu lenda með ofur- þunga á allan almenning, því þeir eru í meginatriðum miðaðir við fasteignir. Þegar gert er ráð fyrir jafn lítilli skattvísitölu frá ríkinu annars vegar og þessu háa fast- eignamati hinsvegar mun þetta þýða stórkostlega skattaaukningu á fólk,“ sagði Davíð Oddsson. Auk þessa má geta að Reykja- víkurborg veitir lífeyrisþegum 5% afslátt af fasteignagjöldum að jafnaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.