Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1982 29 1. umferð Ólympíumóteinsrx 4:0 voru algengustu úrslitin Skák Margeir Pétursson RÖÐURINN hjá ilestum öflugustu svcitunum á Olympíuskákmótinu í Luzern var léttur í fyrstu umferð °8 yfirgnæfandi meirihluti viður- eigna endaði 4—0. Ástæðan fyrir þessu var sú útgáfa Monrad-kerf- isins sem notuð var til að raða sveitum saman á mótinu. Hún byggist á því að sveitum er fyrir- fram raðað upp í styrkleikaröð eft- ir stigum og siðan er skipt í tvo hópa, þannig aö í fyrstu umferð lentu 46 beztu þjóðirnar í sterkari hópnum, en hinar 46 í þeim lakari. Efsta þjóð í sterkari hópnum tefldi síðan við þá efstu i þeim lakari, svo og tefldu þær næstbeztu í hvorum hóp saman og þannig koll af kolli. Styrkleikamunurinn varð þvi ærið mikill enda lauk mörgum skákum í kringum 20. leik. Enginn stórmeistari brást í fyrstu umferðinni, en hins vegar urðu tveir alþjóðameistarar að þola tap, Rúmeninn Ghinda tap- aði fyreir Izquierdo frá Uruguay og Inkiov frá Búlgaríu, sem var reyndar útnefndur stórmeistari skömmu síðar, tapaði fyrir Mor- aza frá Puerto Rico í bráð- skemmtilegri skák. Öryggi stiga- hæstu sveitanna var hins vegar mikið og þannig urðu liðtækar þjóðir eins og Ný-Sjálendingar, Mongólar og Irar að sætta sig við að vera hreinsaðir af Rúss- um, Bandaríkjamönnum og Tékkum. Það kom því fátt á óvart í upphafi mótsins, nema þá helst hversu fátt kom á óvart! Hin fyrirfram áætlaða styrk- leikaröð var þannig: 1. Sovét- menn, 2. Bandaríkin, 3. Ungverjaland, 4. England, 5. Júgóslavía, 6. Holland, 7. Tékk- óslóvakía, 8. V-Þýzkaland, 9. Sví- þjóð, 10. Rúmenía, 11. Kúba, 12. Sviss, 13. Búlgaría, 14. ísrael, 15. Pólland, 16. Argentína, 17. Kanada, 18. ísland, 19. Danmörk, 20. Filippseyjar o.s.frv. Hjá sumum þjóðunum sem lægstar voru á þessum lista hef- ur skákíþróttin lítt náð að festa rætur en samt tókst flestum að sýna einhverja mótstöðu gegn ofureflinu, nema Senegalbúum, sem fyrir'fádæma óheppni voru ekki mættir til leiks. Þeir höfðu ruglað Luzern saman við annan svissneskan bæ, Lugano. Þar fundu þeir auðvitað ekkert skákmót og sneru um síðar frá villu síns vegar, en náðu ekki að komast á mótsstað í tíma. íslenzka sveitin átti léttan dag: Kýpur — ísland 0—4 Riza — Guðmundur 0-1 Martides — Jón 0-1 Demetrakis — Helgi 0-1 Schinis — Margeir 0-1 Á Ólympíumótinu urðu keppinauUrnir Karpov og Kasparov að snúa bökum saman, en margir spá því að þeir mætist í næsU heimsmeisUra- einvígi. Andstæðingur Guðmundar hélt sér fast allt fram í endatafl, en á því reyndist hann skorta allan skilning og lék sig að lok- um í mát. Við hinir vorum held- ur ekki í neinum vandræðum með reynslulitla Kýpurbúana. Eftir skellinn fræga gegn Kínverjum í Buenos Aires 1978 hefur íslenska Ólympíusveitin jafnan borið óttablandna virð- ingu fyrir öllum óþekktum stærðum. Það mættu ýmsir taka sér til fyrirmyndar eins og sést á þessari skák, þar sem stórmeist- araefnið Inkiov frá Búlgaríu ætl- aði að sigra óþekktan andstæð- ing sinn með hinn hæpna Gauta- borgarafbrigði í Sikileyjarvörn. Hvítt: Moraza (Puerto Rico) Svart: Inkiov (Búlgaríu) Sikileyjarvörn I. e4 — c5, 2. Rf3 — d6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — a6, 6. Bg5 — e6, 7. f4 — Be7, 8. Df3 — h6, 9. Bh4 — g5 Gautaborgarafbrigðið sem dregur nafn sitt af því að á milli- svæðamótinu í Gautaborg 1955 beittu þrír argentínskir skák- menn, Najdorf, Pilnik og Panno, því samtímis gegn sovézkum andstæðingum sínum, þeim Bronstein, Keres og Geller. Arg- entínumennirnir töpuðu að vísu allir, en engu að síður þótti þetta merkilegt framlag til teóríunn- ar. Afbrigðið hefur þó aldrei náð verulegum vinsældum. 10. fxg5 — Rfd7, 11. 0-0-0 Mannsfórnin 11. Rxe6!? hefur löngum verð umdeild, en 11. Dh5 er talinn bezti leikurinn í stöð- unni. II. - hxg5, 12. Bg3 — Dc7, 13. Be2 Inkiov virðist heldur ekki hafa lært sérlega vel heima, því hér var mögulegt að leika 13. Bb5! og svartur er í úlfakreppu. 13. - Re5, 14. Df2 — Rbd7? Mun eðlilegra var að leika 14. — Rbc6 og stefna síðan að lang- hrókun. 15. h4! — gxh4, 16. Bxh4 — Bxh4, 17. Hxh4 — Hxh4, 18. Dxh4 — Rg6 19. Rxe6! - fxe6, 20. Dh7! — Rgf8, 21. Dh5+ — Kd8, 22. Dg5+ — Rf6, 23. Dxf6+ — De7, 24. Hxd6+ — Bd7, 25. Dxe7+ Með tvö peð yfir er endataflið auðvitað léttunnið, en margir hefðu þó vafalaust fremur kosið að halda áfram sókninni og leika 25. Dd4. 25. — Kxe7, 26. Hdl — Rg6, 27. Hhl - Re5, 28. g4 - Hg8, 29. Kd2 — Bc6, 30. Hgl — RÍ7, 31. Ke3 — Kf6, 32. Hfl+ — Ke7 og svartur féll um leið á tíma. Stytzta skák fyrstu umferðar- innar: Hvítt: Gutman (fsrael) Svart: Azzopardi (Möltu) Réti-byrjun 1. Rf3 — b6, 2. g3 — Bb7, 3. Bg2 — e5, 4. (W) — d6, 5. d4 — exd4, 6. Rxd4 — Bxg2, 7. Kxg2 — Dd7, 8. Dd3 — Re7, 9. Rc3 — Rbc6, 10. e4 — g6, 11. Rxc6 — Rxc6, 12. Rd5 — 0-(W), 13. Dc3! — Be7?, 14. Dxc6 og svartur gafst upp. Stykkishólmur: Sjúkrahúsiö stækkar Stykkishólmi, 29. nóvember. Viðbótarbyggingunni við sjúkra- húsið og heilsugæslustöðina miðar áfram hægt og sígandi. Þetta verður mikil bygging og því mjög dýr, enda á þetta verk að vera til framtíðarinn- ar og gera mikið gagn. í allt sumar hefír verið unnið að byggingunni og nú þegar búið að steypa upp 3 hæðir. Sveitarstjóri Stykkishólms- hrepps og fulltrúi stjórnar sjúkra- hússins eru nú í Reykjavík og ræða við fjárveitinganefnd Al- þingis og fleiri aðila um áfram- hald fjármögnunar til viðbygg- ingarinnar. Mjög er brýnt, að húsnæði þetta komist sem fyrst í notkun og allur dráttur þar á er bæði tíma- og verðmætasóun. KrélUriUri Sjúkrahúsbyggingin í Stykkishólmi. 8ES,7J ■?? HJALPARKOKKUMNN KENWOOD CHEF Aðeins það besta er nógu gott fyrir þær. ,,CHEF-inn“ er allt annað og miklu meira en venjuleg hrærivél. Kynnið ykkur kosti hennar og notkunar- möguleika. KENWOOD CHEF er til í þremur mismunandi litum og innifalið í kaupunum er: þeytari, hnoðari, grænmetis- og ávaxtakvörn, plasthlíf yfir skál. Við höfum ávallt fyrirliggjandi úrval aukahluta, svo sem: hakkavél, grænmetisrifjárn, grænmetis- og ávaxtapressu, kartöfluafhýðara, dósahníf ofl. Eldhússtörfin verða leikur einn með KENWOOD CHEF Bladburöarfólk óskast! Austurbær Lindargata 1—29 Lindargata 39—63 Þingholtsstræti Hverfisgata 63—'120 Freyjugata 28—49 Laugavegur 1—33 Stigahlíö frá 26—97 Kópavogur Fagrabrekka Úthverfi Selvogsgrunnur Gnoöarvogur 44—88 Hjallavegur Siðumúla Sólheimar 27 Vesturbær Nesvegur II Eiöistorg Vesturgata 2—45 Garöastræti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.