Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR1. DESEMBER 1982 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Keflavík Blaöberar óskast. Upplýsingar í síma 1164. fíí t Maður óskast í sveit á Suöurlandi. Uppl. í síma 30688 og 32709 á kvöldin. Félagsmálastofun Reykjavíkurborgar Dagvistun barna, Fornhaga 8, sími 27277. Staða forstöðumanns viö dagheimilið Austurborg er laus til um- sóknar. Fóstrumenntun áskilin Laun samkv. kjarasmningi borgarstarfsmanna. Umsóknarfrestur er til 10. des. Umsóknir sendist til skrifstofu Dagvistar barna Forn- haga 8, en þar eru veittar nánari upplýsingar. Norræna mynd- listarmiðstöðin er norræn stofnun, sem vinnur að samvinnu á sviöi myndlistar á Norðurlöndum. Skrif- stofa miðstöðvarinnar er á Sveaborg í Hels- ingfors, og þar er jafnframt rekinn sýningar- salur og gestavinnustofur fyrir norræna myndlistarmenn. Myndlistarmiðstöðin óskar nú að ráða sýningarstjóra Starf hans er að sjá um sýningar miðstöðvar- innar og taka þátt í skipulagningu starfsem- innar og auk þess að vinna að sérstökum verkefnum. Viðkomandi verður að vera vel að sér í norr- ænni nútímalist, hafa skipulagshæfileika og vera samvinnufús. Jafnframt er áskilin kunn- átta í minnst einu Norðurlandamáli, mæltu og rituöu. Kunnátta í finnsku er kostur. Sænska er töluö á skrifstofum miðstöövar- innar. Laun samkvæmt launakerfi finnska ríkisins V 27. Hægt er að útvega embættisbústaö á Svea- borg. Ráðið verður í stöðuna eftir samkomulagi, þó ekki síðar en 1.3.1984. Umsóknir ásamt upp- lýsingum sendist til miðstöðvarinnar í síðasta lagi 20.12.1982. Forstjóri miðstöövarinnar Erik Kruskopf svarar fyrirspurnum bréflega eða í síma 90—668 554. Nordiskt Konstcentrum, Sveaborg SF — 00190 Helsingfors 19, Finland. Rafmagnsiðn- fræðingur sem er að Ijúka námi í Tækniskólanum óskar eftir vinnu, t.d. sem tengist tölvunotkun. Hef- ur sveinspróf í rafvirkjun. Upplýsingar í síma 71095. Garðabær Blaðberi óskast í Haukanes. Uppl. í síma 44146. ffl Atvinnu- ^7 rekendur — launþegar Vinnumiðlun Kópavogs hefur milligöngu um vinnuráöningu. Þeir sem þurfa á vinnuafli aö halda eöa eru atvinnulausir geta snúið sér til vinnumiölun- arinnar og fengiö upplýsingar. Leitast verður viö að miðla upplýsingum milli aðilja vinnumarkaðarins um öll störf karla og kvenna. Vinnumiðlunin er til húsa að Digranesvegi 12, símar 46863 og 41570. Félagsmálastofnun Kópavogs. Húsgagnafram- leiðsla Óskum eftir að ráða starfsfólk í trésmiðju okkar að Kaplahrauni 11, Hafnarfirði. Um er að ræða störf við húsgagnaframleiðslu. Upplýsingar á staðnum og í síma 52266. Tréborg. Kennarastaða Röntgentæknaskóli íslands vill ráða rönt- gentækni í kennarastöðu við skólann. Til greina kemur að ráða fleiri röntgentækna í hlutastörf, enda starfi þeir þá að öðrum hluta við röntgendeildir spítalanna í Reykjavík. Laun verða greidd samkvæmt samningi röntgentækna við ríki og Reykjavíkurborg. Upplýsingar um störf og starfsvið veitir skólastjóri, Ásmundur Brekkan, yfirlæknir Röntgendeildar Borgarspítalans og skulu umsóknir sendar þangað. Stjórn Röntgentæknaskóla íslands, 29.11. 1982. Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar við áfangastað fyrir l^onur sem átt hafa við áfengisvandamál að stríða: Staða forstööumanns, félagsráðgjafamennt- un og starfsreynsla áskilin. Staöa iðjuþjálfa, sem einnig á að sinna öðrum áfangastöðum stofnunarinnar. Upplýsingar veitir yfirmaður fjölskyldudeildar og áfengisfulltrúi í síma 25500. Umsóknarfrestur er til 10. desember nk. Sölumaður — Tæknimaður Óskum eftir að ráða duglegan sölumann t.d. (véltæknifræöing) til þess að annast tækni- legan undirbúning og sölu á m.a. eftirfarandi: Vökvakrönum, vökvabúnaöi (Hydraulik), línu- beitningavélum, ísvélum, frystitækjum, frysti- blásurum, frystipressum, meltu búnaöi, olíu- skiljum, vindum, skeljaflokkunarvélum, línu- spilum, kraftblökkum, netaafdrögurum. Umsækjandi verður að hafa fullt vald á ensku máli og einhverja reynslu í sjávarútvegi og fiskiðnaði. Vera reiöubúinn að ferðast mikið bæöi innan lands og utan. Æskilegt er að viökomandi geti hafið störf upp úr áramótum. Skriflegar umsóknir sendist undirrituðum fyrir 10. des. 1982. Véltak vélaverzlun, Véltak vélaverkstæði, Hvaleyrarbraut 3, 220 Hafnarfirði. Rafvirki vanur skiparafmagni óskast nú þegar. Mötu- neyti á staönum. Akstur frá Hafnarfirði. Uppl. gefur framkvæmdastjóri í síma 92-2844. Skipasmíðastöð Njaróvíkur. Hjúkrunar- fræðingar Sjúkrahús Vestmannaeyja óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðinga á handlækninga- og lyf- lækningadeild, nú þegar, eða eftir samkomu- lagi. Ennfremur skurðhjúkrunarfræöing frá 1. jan. nk. Góð vinnuaöstaða. Húsnæöi fyrir hendi. Nánari uppl. gefur hjúkrunarforstjóri í síma 98-1955. Laus staða Verölagsstofnun óskar að ráða starfsmann til vélritunar. Starfið krefst góörar kunnáttu í vélritun. Laun verða samkvæmt kjarasamn- ingi fjármálaráðherra og BSRB. Umsókn með upplýsingum um aldur, mennt- un og fyrri störf sendist Verðlagsstofnun, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, fyrir 6. desem- ber nk. Upplýsingar um starfið eru veittar í síma 27422. Verðlagsstofnun. Staða fulltrúa í fjölskyldudeild til að annast málefni ungl- inga er laus til umsóknar. Félagsráðgjafa- menntun eða svipuð starfsmenntun áskilin. Umsóknarfrestur til 20. des. nk. Upplýsingar veitir yfirmaður fjölskyldudeildar í síma 25500.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.