Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1982 Hvað segja frambjóðendur um nii Morgunblaöiö leitaöi til efstu manna í prófkjöri Sjálfstæöisflokksii á niöurstööum prófkjörsins. Svörin fara hér á eftir. Þess skal plnrgiw:- Útgefandi nMáíiííi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Augiýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuði innanlands. [ lausasölu 12 kr. eintakiö. Orlagaríkt prófkjör að er tímanna tákn, að í prófkjöri sjálfstæð- ismanna í Reykjavík var eng- inn í framboði, sem heldur uppi vörnum fyrir ríkisstjórn- ina. Þvert á móti var þar að finna menn, sem hver með sín- um hætti hafa lagt sitt af mörkum til að sigrast á ríkis- stjórninni. Þótt Albert Guð- mundsson hafi veitt ríkis- stjórninni brautargengi í upp- hafi, snerist hann gegn henni á liðnu sumri og skipaði sér í fylkingu með þingmönnum Sjálfstæðisflokksins og undir stjórnarandstöðumerkjum gekk hann til prófkjörsins og hlaut þar flest atkvæði. Þessi ganga Alberts Guðmundsson- ar er vafalaust dæmigerð fyrir margan manninn, enda sýnist hann hafa næma tilfinningu fyrir því, hvernig hinir póli- tísku vindar blása hverju sinni. Sú staðreynd, að Geir Hall- grímsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, varð í sjöunda sæti í prófkjörinu mun verða afdrifarík fyrir stjórnmálalíf- ið í landinu. Hér skal engum getum að því leitt, hvaða ákvarðanir Geir Hallgrímsson tekur. Hitt er víst, að engan stjórnmálamann hafa þau upplausnaröfl, sem nú setja hvað sterkastan svip á póli- tíska baráttu í landinu, lagt sig meira fram um að sverta en einmitt Geir Hallgrímsson. Hann hefur staðið í fremstu víglínu sjálfstæðismanna eftir aðförina að flokki þeirra sem gerð var með myndun núver- andi ríkisstjórnar. Geir hefur hvorki brotnað né bognað og á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins fyrir réttu ári hlaut hann óskorað traust flokkssystkina sinna hvaðanæva af landinu. Frá þeirri úrslitastundu í starfi Sjálfstæðisflokksins hefur stjórnmálaþróunin verið á þann veg, að öll aðvörunar- orð Geirs Hallgrímssonar vegna ríkisstjórnarinnar hafa reynst rétt. 0, tempora! 0, mores! (Ó, tímar! Ó, siðir!) sagði Ciceró forðum daga. Og hið sama geta Geir Hallgríms- son og stuðningsmenn hans sagt, þegar þeir meta úrslitin í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Niðurstaðan í prófkjörinu sýnir enn einu sinni, að þessi aðferð við að skipa framboðs- lista hefur ekki í för með sér endurnýjun á mönnum í efstu sætum lista. Eins og kunnugt er ákvað Gunnar Thoroddsen að taka ekki þátt í prófkjör- inu, en hann skipaði fjórða sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við síðustu alþing- iskosningar. Sé litið á átta efstu mennina eftir prófkjörið kemur í ljós, að þeir auk Gunnars Thoroddsen skipuðu níu efstu sætin á lista sjálf- stæðismanna í alþingiskosn- ingunum, sem fram fóru í des- ember 1979. Kjósendur hafa haldið sig við þessi sömu nöfn að yfirgnæfandi meirihluta, en það sem gerist er að fyrri röð riðlast. Á það má leggja þá tæknilegu mælistiku, að að- ferðin, það er að segja að kjós- endur ákvaðu ekki hvaða sæti menn skyldu skipa heldur krossuðu framan við nöfn átta til tíu manna, ráði röðinni fremur en beinar óskir kjós- enda um röðina. Og sam- kvæmt prófkjörsreglunum hlutu 10 efstu menn listans bindandi kosningu, í níunda og tíunda sæti eru fyrrverandi og núverandi formaður Sam- bands ungra sjálfstæð- ismanna. Þau Ellert B. Schram og Ragnhildur Helgadóttir kom- ust aftur í örugg sæti á fram- boðslistanum miðað við úrslit- in 1979. Ellert hefur látið þau orð falla, að úrslitin séu skila- boð til flokksforystunnar en Ragnhildur segir, að undir forystu Geirs Hallgrímssonar haldi Sjálfstæðisflokkurinn áfram sókn sinni til sigurs í næstu kosningum. Þessi við- horf endurspegla þau sjón- armið sem setja munu svip sinn á umræður manna næstu daga. Hin pólitíska barátta er miskunnarlaus og það sannast jafnt í kosningabaráttu innan flokka og á milli flokka að þar er enginn annars bróðir í leik. Kjósendur leggja misþunga áþyrgð á herðar manna með atkvæðum sínum. Það er augljóst, að ábyrgðin hefur flust til innan Sjálfstæðis- flokksins með þessu prófkjöri í Reykjavík. Eins og áður sagði hefur Geir Hallgrímsson ekki kiknað undir þeirri ábyrgð, sem á honum hefur hvílt. Hann hefur leitt flokkinn í gegnum erfiðasta skeiðið í sögu hans. Uppskeran kann hins vegar að lenda öðrum í skaut, það er meginniðurstaða þessa örlagaríka prófkjörs. Albert Guðmundsson: Ákveðinn skuggi — en sterk- ur fram- boðslisti „ÉG GET ekki annað en verið mjög ánægður með eigin útkomu úr prófkjörinu. Annað væri ósann- gjarnt," sagði Albert Guðmundsson um niðurstöður prófkjörsins. „Ég er afskaplega þakklátur mínu stuðningsfólki fyrir frábærlega vel unnin störf, einkum þó herforingj- anum, dóttur minni, sem lagði hart að sér og skipulagði vel það sem hún gerði. Þessu fólki öllu, þessum fjöl- menna og trygga hópi, þakka ég út- komuna fyrst og fremst," sagði Al- bert. Albert sagði prófkjörið hafa farið drengilega fram, ekkert hefði verið um persónulega illsku á milli manna, eins og stundum væri. Hann kvað sumt hafa farið á annan veg en hann hefði búist við. „Ég átti ekki von á því að formað- urinn yrði svona neðarlega. Flokks- lega séð hvílir á þessu ákveðinn skuggi, en að öðru leyti held ég að þarna hafi valist ákaflega gott fólk og að þetta sé sterkur framboðslisti og sigurstrangleg heild. Ég held að sjálfstæðisfólk þurfi ekki að bera neinn kvíðboga vegna komandi kosninga," sagði Albert Guðmundsson að lokum. Næstu dag- ar og vikur verða ör- lagaríkar — segir Friðrik Sophusson „ÉG VIL fyrst af öllu lýsa yfir ánægju með mína útkomu í próf- kjörinu og þakka öllum þeim sem mig kusu. Mér finnst það fagnaðar- efn! út af fyrir sig hve margir tóku þátt í þessu prófkjöri og það sýnir vissulega styrk flokksins," sagði Friðrik Sophusson, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið, en Friðrik varð í 2. sæti í prófkjörinu. „Ég tel að sjálfsögðu ákaflega miður hver útkoma formanns flokksins varð, en óska hins vegar þeim sem hlutu góða kosningu til hamingju með kjörið. Hins vegar er Ijóst að næstu dagar og vikur verða örlagaríkar fyrir flokkinn, það er mín trú að flokkurinn muni standa saman í þeirri kosningabaráttu sem framundan er, enda er kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn samein- ist gegn upplausnaröflunum á vinstri væng stjórnmálanna og í stað upplausnarinnar komi ábyrgð og festa," sagði Friðrik Sophusson. Birgir ísl. Gunnarsson: Úrslitin varð- andi Geir Hallgrímsson óverðskulduð „ÉG ÞAKKA það traust sem mér hefur verið sýnt í þessu prófkjöri og ég er ánægður með mína útkomu. Eg fagna líka endurkomu tveggja fyrrverandi þingmanna, þeirra Ragnhildar Helgadóttur og Éllerts B. Schram i efstu sæti listans," sagði Birgir ísl. Gunnarsson, sem varð í 3. sæti. Hann sagði síðan: „Sjálfur hefði ég kosið að sjá fleiri konur í efri sætum. Mestum vonbrigðum veldur þó að formaður Sjálfstæðisflokks- ins, Geir Hallgrímsson, skyldi ekki fá betri kosningu. Náið samstarf við Geir í áraraðir hefur gert það að verkum að ég met hann meira en flesta aðra stjórnmálamenn. Að mínu mati voru þessi úrslit því óverðskulduð. Úrslitin sýna, að í Sjálfstæðisflokknum eru mikil um- brot eins og í þjóðfélaginu almennt. Á slíkum tímum er þörf á stefnu- föstum drengskaparmanni." Ellert B. Schram: Úrslitin eru dómur sjálfstæðis- manna sem ber að hlíta „HVAÐ sjálfan mig varðar þá er ég ákaflega ánægður með þessi urslit og þakklátur öllu því sjálfstæðis- fólki sem veitti mér stuðning. Úr- slitin í heild eru dómur sjálfstæð- ismanna og þeim dómi verður að sjálfsögðu að hlíta, hvort sem okkur líkar betur eða verr,“ sagði Ellert B. Schram sem náði 4. sæti. Ellert sagði einnig: „Auðvitað vekur það athygli að formaðurinn lendir í sjöunda sæti og mér finnst sú útkoma vera erfið fyrir flokkinn og ósanngjörn gagnvart honum sjálfum, en þá verða menn að muna að það næðir stundum um þá sem á toppnum eru. — Þetta er niðurstað- an og það er ekki annað að gera en að taka höndum saman og hefja undirbúninginn undir kosningarnar sjálfar." Ragnhildur Helgadóttir: Undir forystu Geirs Hall- grímssonar heldur flokk- urinn áfram sókn sinni „ÉG VIL fyrst og fremst láta í ljós þakklæti fyrir traustan og öflugan stuðning, sem ég hef fengið í þessu prófkjöri. Greinilegt er að sjálf- stæðismenn í Reykjavík vilja ekki láta það endurtaka sig að í þingliði þeirra sé engin kona,“ sagði Ragn- hildur Helgadóttir sem varð í 5. sæti. Hún sagði einnig: „Það urðu mér óneitanlega vonbrigði að jafnmik- ilhæfur og heilsteyptur stjórnmála- maður sem Geir Hallgrímsson með jafnlangan og glæsilegan starfsferil skuli ekki hafa lent ofar í prófkjör- inu, en hann hlaut glæsilega kosn- ingu á landsfundi og undir hans for- ystu heldur Sjálfstæðisflokkurinn áfram sókn sinni til sigurs í næstu kosningum. Sigur Sjálfstæðis- flokksins í næstu kosningum er þjóðinni nauðsynlegur til þess að bætt verði stjórnarfarið í landinu." l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.