Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.12.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. DESEMBER 1982 5 Sinfóníutónleikar: Islenzkur einleikari og finnskur hljómsveitarstjóri FIMMTU áskriftartónleikar Sin- fóníuhljómsveitar íslands veróa í Háskólabíói á fimmtudagskvöld. Stjórnandi verdur finnski hljóm- sveitarstjórinn Leif Segerstam og einleikari Edda Erlendsdóttir og er það í fyrsta skipti, sem hún kemur fram með sinfóníuhljómsveitinni. Þá leikur Alexandra Bachtiar einleik á selló í verki eftir Segerstam. Á efnisskránni eru: Orchestral Diary Sheet no. 11A eftir stjórn- andann, Leif Segerstam, Píanó- konsert númer tvö eftir Beethoven og Sinfónía nr. 4 eftir Sibelius. NÝKOMIÐ moppur, þveglar, fötur hnín I rauninni er sama hvernig tlma þlnum er variö - Philips Microwave kemur þér þaegllega á óvart. Sumir nota hann vegna þess aö þeir nenna ekki aö eyöa löngum tfma I matrelöslu. Aörir matreiöa máltiöir vikunnar á laugardögum og frysta þœr til geymslu. Philips sér slöan um góöan mat á nokkrum mlnútum. þegar best hentar. Þasglndl: Enginn upphitunartfmi, fljótleg matreiösla, minni rafmagnseyösla. Stclkur nwd/rm Hraöl: Þföir rúmlega 3 punda gaddferöinn kjúkling á 20 mfnútum. Bakar stóra kartöflu á 5 mlnútum. Nœrlng: Heldur fullu næringargildi fæöunnar, sem tapar hvorki bragöi né lit. Hrelnsun: Aöeins maturinn sjóöhitnar, slettur eöa bitar sjóöa ekki áfram - og eldamennskan hefur ekki áhrif á eldhúshitann. heimilistæki hf Hafnarstræti 3 — Sætúni 8. í kynningu frá Sinfóníu- hljómsveitinni segir svo m.a. um stjórnandann og einleikarann: Stjórnandi á þessum tónleikum er finnski hljómsveitarstjórinn Leif Segerstam (f. 1944). Hann hefur verið aðalstjórnandi kon- unglegu óperunnar í Stokkhólmi, Þýsku óperunnar í Berlín og for- stjóri fyrir Finnsku óperunni. Auk þess hefur hann stjórnað fjölda sýninga við Metrópólítan í New York, Covent Garden í London, La Scala í Mílanó og óperurnar í Miinchen, Hamborg, Köln og Genf. Auk þess hefur hann stjórn- að flestum meiriháttar hljóm- sveitum á tónleikum, bæði austan hafs og vestan. Segerstam er einn- ig afkastamikið tónskáld, hefur m.a. samið 6 sinfóníur, konserta fyrir ýmis hljóðfæri og 26 strengj akvartetta. Einleikarinn er Edda Erlends- dóttir. Edda hefur haldið tónleika í Reykjavík og á fleiri stöðum hér á landi. Hún hefur einnig gert upptökur fyrir Ríkisútvarpið, m.a. Edda Erlendsdóttir með Sinfóníuhljómsveit íslands. Þá hefur hún haldið tónleika í París og víðar í Frakklandi. Hún er nú búsett í París þar sem hún starfar sem píanóleikari og er einnig kennari við Tónlistarhá- skólann í Lyon. Utsýnarkvöld á föstudag VEGNA veðurs varð að aflýsa Útsýn- arkvöldi, sem halda átti síðastliðið sunnudagskvöld í Broadway. Nú mun ákveðið að þetta Útsýnarkvöld verði á föstudag, en seldir höfðu verið 700 miter, þegar óveðrið brast á. Þarna eru þrír Dananna. sem hér eru staddir frá ESOB-fyrirtækinu, ásamt Gfsla Jóhannssyni framkvæmdastjóra hjá Héðni (í miðjunni) og Ásgeiri Albertssyni sölumanni (lengst til hægri). En lengst til vinstri er Erik Henriksen sölustjóri þá Nils Erik Andersen yfirverkfræðingur og á milli Gísla og Ásgeirs er suðumeistarinn John Andreasson. SL. laugardag og mánudag efndi Vélsmiðjan Héðinn hf. til sýningar á framleiðsluvörum danska fyrirtækis- ins ESAB, sem er eitt stærsta fyrir- tæki í rafsuðubúnaði í Evrópu. f tengslum við sýninguna komu til landsins sérfræðingar frá ESAB til að sýna og leiðbeina um meðferð og notkun á ýmsum gerðum rafsuðuvéla. Vélsmiðjan Héðinn hf. hefur ver- ið umboðsaðili ESAB frá árinu 1951, og hefur oftsinnis áður fengið sérfræðinga frá ESAB í heimsókn til að kynna vörur ESAB og leið- beina um notkun þeirra. Sagði Gísli Jóhannsson, framkvæmdastjóri hjá Héðni, að margir málmiðnaðar- menn hérlendis væru farnir að þekkja vel til sumra Dananna, vegna tíðra koma þeirra til lands- ins. Þeir sem hér eru staddir núna eru Nils Erik Andersen, yfirverk- fræðingur, EriK Henriksen, sölu- stjóri, John Andreason, suðu- meistari, og Per Aasmundssen, auglýsingastjóri. Gísli sagði að sýningin og fyrir- lestrar hefðu verið vel sótt báða dagana, og væri greinilegt að við- skiptavinir og áhugamenn um raf- suðu sýndu þessari kynningu mik- inn áhuga. „Og kannski engin furða," sagði Gísli, „því það er óhætt að fullyrða að ESAB er tæknilegra sterkara en nokkru sinni fyrr á öllum sviðum." Sýningin fór fram í húsakynnum Héðins á Seljavegi 2. Þar var suðu- meistarinn John Andreasson og leiðbeindi hann mönnum verklega, en Nils Erik Andersen hélt fyrir- lestra. John Andreason var með sýnikennslu á notkunarmöguleikum Mig/Mag-suðu (AR/Co2-suðu), Tig-suðu og venjulegrar ljósboga- suðu. Þá var sýnd mynd um það nýj- asta og þróaðasta í notkun vél- menna við rafsuðu. Hér er um að ræða kerfi, sem á síðustu þremur árum hefur haldið innreið sína á Norðurlöndum og eru þar nú í gangi um 50 slík kerfi, en þau eru mjög afkastamikil og henta aðeins til fjöldaframleiðslu. Nils Erik sagði í samtali við Mbl., að ESAB hefði í gegnum tíðina byggt upp gott samstarf við ýmis leiðandi iðnaðarfyrirtæki á íslandi, með því að láta í té, ekki bara vörur, heldur einnig kunnáttu og þjón- ustu. Sagði Nils Erik að vegna þess hve rafsuðuverkefni væru marg- breytileg hér á íslandi sem víðast annars staðar, væri fyrirtækjum nauðsynlegt að hafa aðgang að yfir- gripsmikilli þekkingu um rafsuðu og það sem að henni lyti. „Og í gegnum samband Héðins við ESAB geta fyrirtæki fengið þær upplýsingar og þekkingu sem þau þurfa á að halda hverju sinni, og þjónar hverju einstöku verkefni best,“ sagði Nils Erik. Þeir félagar hafa ekki aðeins ver- ið með leiðbeiningar og sýnikennslu í Vélsmiðjunni Héðni, heldur hafa þeir verið á þeytingi á milli stórfyr- irtækja og skóla, bæði í Reykjavík og úti um land undanfarna daga. GERÐIN Smiðsbúð 10 s:41630'41930 Philips örbylgjuof nar eru fýrir þásem þurfa að fýlgjast með tímanum Frönsk 2mín Velheppnaðir rafsuðudag- ar hjá Vélsmidjunni Héðni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.