Morgunblaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 53. tbl. 70. árg. LAUGARDAGUR 5. MARZ 1983 Prentsmidja Morgunblaðsins Byltingarmenn fagna páfanum Managua, 4. marz. AP. JÓHANNES PÁLL páfi II kom til Nicaragua í dag í tíu tíma heimsókn á sama tíma og deilur vinstristjórnar landsins og yfirmanna kaþólsku kirkjunnar hafa magnazt. Pegar flugvélin lenti sagði þulur ríkisútvarpsins: „Hefðu heimsveld- issinnar ekki gert árás gætum við Árás úr laun- sátri Beirút, 4. marz. AP. ÖFGASINNAÐIR Shítar, sem fylgja írönum að málum. réðust á líbanska hersveit úr launsátri skammt frá hinni fornu borg Baalbek í dag, felldu sex her- menn og særðu 12 samkvæmt út- varpsfréttum. íslamskir byltingarverðir frá íran tóku þátt í árás Shítanna. Þeir eru úr vopnuðu sveitunum „Amal“ (Von) undir forystu Hussein Mousawi, fyrrverandi skólakennara, sem er eftirlýst- ur fyrir uppreisn og berst fyrir afsögn ríkisstjórnar Amin Gemayels forseta og skipun ísl- amskrar stjórnar. Seinna réðust árásarmenn- irnir á setuliðið í Baalbek, en sýrlénzki herinn sendi skrið- dreka á vettvang og stöðvaði bardagana. f Beirút sagði Elie Salem utanríkisráðherra á blaða- mannafundi að Líbanir mættu ekki við því að leyfa frjálsa verzlun og opna landamærin að fsrael, þar sem það mundi hafa í för með sér viðskiptabann allra Arabalandanna. Hann sagði: „95% útflutnings okkar fara til Arabaheimsins. Við getum ekki fórnað honum fyrir 2% innflutning og útflutning frá ísrael. Við ætlum ekki að loka 22 landamærum og hafa ein opin.“ í Jerúsalem hélt Philip Hab- ib sáttasemjari lokafund með Yitzhak Shamir utanríkisráð- herra fyrir brottför sína til Washington. ísraelsmenn gáfu í skyn að þeir vildu semja um kröfuna um staðsetningu ísra- elskra hermanna í eftirlits- stöðvum í Suður-Líbanon. Þeir kváðust íhuga hugmynd Líbana um sex mánaða bráðabirgða- fyrirkomulag eðlilegra sam- skipta. Gull á niðurleið Ncw York, 4.marz. AP. GIILLIÐ er aftur á niðurleið; verðið lækkaði um 20 dollara únsan í gær eftir skammvinna hækkun í kjölfar fyrri 20 dollara lækkunar. Skýringarnar eru ótti við olíu- verðstríð vegna óvissu um sam- komulag í OPEC og líkur á að Rússar og fleiri olíuframleiðslu- þjóðir losi sig við miklar gull- birgðir til að bæta upp tekjutap vegna lægra olíuverðs. sagt að þetta væri ánægjuleg stund í alla staöi.“ Stjórnin hefur leyft smábænd- um að fara fótgangandi frá þorp- um sínum í pílagrímsferð til messu, sem páfi syngur. Hún hafði upphaflega áformað að þeir færu með hópferðabifreiðum ríkisins. Byltingartorgið í Managua er skreytt fánum Nicaragua og Sand- inista. Byltingarhetjur eru heiðr- aðar á spjöldum og á veggmál- verki segir: „Jóhannes Páll: Vel- kominn til Frjálsu Nicaragua. Þökk sé Guði og Byltingunni." Gagnrýni kirkjuleiðtoga, sem hafa stutt stjórnina, hefur aukizt. Þeir segja að Sandinistar hafi ýtt undir marxisma, heykzt á loforð- um um „fjölræði" og áreitt þjóna kirkjunnar. Sandinistar saka kirkjuleiðtoga um að standa gegn byltingunni og ýta undir stofnun „alþýðukirkna" klerka sem styðja stjórnina. Skólum hefur verið skipað að leggja áherzlu á vísindi og efnishyggju. Stjórnin tekur á móti páfa sem þjóðhöfðingja, ekki yfirmanni kaþólsku kirkjunnar, og reynir að túlka heimsóknina sem stuðning við sig. Kohl og Vogel á síðustu fundum sín- um fyrir kosn- ingarnar á sunnu- daginn. Harðri kosningabaráttu í Vestur-Þýzkalandi lokið Krá blm. Mbl. í Bonn. Val Ingimundarsyni. í e»'r KOSNINGABARÁTTUNNI í Veslur- Þýzkalandi lauk formlega í dag. Hel- mut Kohl kanzlari og Hans Jochen Vogel kanzlaraefni komu af því tilefni fram á tveimur fréttamannafundum í Bonn, þar sem þeim gafst síðasta tæki- færið til þess að koma stefnumálum sínum á framfæri fyrir kosningarnar. „Þetta hefur verið hörð kosn- ingabarátta, en þó ekki eins hörð og oft áður. Kjósendur vita að hverju þeir ganga þegar þeir greiða atkvæði sitt á sunnudaginn," sagði Kohl kanzlari. „Það sem mér finnst verst við kosningabaráttuna eru ekki þau hörðu orð, sem látin hafa verið falla um menn og málefni, heldur sú til- raun stjórnarandstöðunnar að draga í efa þann árangur, sem náðst hefur í efnahagsmálum á hinum stutta valdatíma stjórnar minnar." Kohl sagði ennfremur að ljósa hliðin á kosningabaráttunni hefði verið sú að ekki hefði komið til nokk- urra stórvægilegra átaka og aldrei hefði horið eins lítið á pólitískum öfgasinnum og nú. Kohl svaraði spurningum frétta- manna i rúman klukkutíma og var mjög varkár í orðavali og vildi helzt engu spá um úrslit kosninganna. „Það eru kjósendur, sem ákveða á sunnudaginn hvaða flokkur fer með völdin næstu fjögur ár, en ég tel þó að sigurhorfur kristilegu flokkanna séu góðar,“ sagði hann. Aðspurður um hvaða áhrif það hefði ef Franz-Josef Strauss, leiðtogi systurflokksins í Bæjaralandi, tæki við stöðu utanríkisráðherra ef kristi- legu flokkarnir sigruðu sagði Kohl: „Það verður ekki ljóst fyrr en eftir kosningar hverjir taka sæti í næstu ríkisstjórn." Spurningu um stefnu stjórnarinn- ar í afvopnunarmálum svaraði Kohl á þá leið að hann gengi út frá því með hóflegri bjartsýni að samningar tækjust milli risaveldanna I Genf. Ef það hins vegar tækist ekki yrði stað- ið við samþykkt NATO frá 1979 um að komið verði fyrir meðaldrægum eldflaugum í Vestur-Þýzkalandi í lok þessa árs. Hann kvaðst einnig fylgj- andi þeirri hugmynd að leiðtogar austurs og vesturs héldu með sér fund um afvopnunarmál, ef slikur fundur yrði vandlega undirbúinn og þjónaði ekki áróðurstilgangi. Vogel sagði á sínum fréttamanna- fundi að hann væri bjartsýnn á sigur sósialdemókrata. „Nú skulu kjósend- ur ekki láta rangtúlkun ýmissa stjórnmálamanna úr röðum kristi- legu flokkanna á skoðanakönnunum hafa áhrif á ákvörðun sína i kjör- klefunum,“ sagði hann. Hópur ungs fólks ruddist inn í fundarsalinn með kröfuspjöld og hróp til að vekja athygli á atvinnu- leysinu í Vestur-Þýzkalandi. Gera varð hlé á fundinum meðan fólkið var fjarlægt. Vogel dró í efa að frjálsir og kristilegir demókratar gætu tryggt félagslegt öryggi. Til dæmis hefði húsaleiga hækkað mikið á tveimur síðustu mánuðum vegna nýrrar hús- na’ðislöggjafar ríkisstjórnar Kohls. Hækka yrði styrki til námsmanna, hinna lakast settu og annarra þjóð- félagshópa. Hann lagði einnig áherzlu á að atvinnuleysi hefði auk- izt í tíð Kohls. Þegar hann var að því spurður hvort hann mundi leyfa uppsetningu meðaldrægra flauga sagði hann: „Við viljum gera allt sem í okkar valdi stendur til að flýta fyrir sam- komulagi í Genf svo að uppsetning eldflauganna verði óþörf.“ Hann bætti því við að bráðlega væri von á gagntilboði frá Reagan for- seta í kjarnorkumálum. OPEC-ríki færast nær samkomulagi l/ondon. I.marz. AIV ^ l/ondon, l.marz. Al OLÍHRÁÐIIERRAR átta OPEC- ríkja færðust nær samkomulagi um lækkun olíuverðs og niðurskurð á olíuframleiðslu á fundi sínum í Lon- don í dag og buðu ráðherrum fimm aðildarríkja, sem sendu ekki full- trúa, að koma til London á mánudag- inn til þess að reyna að tryggja sam- komulag til að afstýra algeru verð- stríði. Olíuráðherra Venezúela, Hum- berto Calderon Berti, sagði að öll 13 aðildarríki OPEC yrðu að vera aðilar að samkomulagi. Eitt þeirra fimm OPEC-ríkja, sem sendi ekki fulltrúa á fundinn, var íran, sem hefur strengt þess heit að að berj- ast gegn hvers konar verðlækkun og mun krefjast þess að fá að auka framleiðslukvóta sinn. Eftir fundinn létu nokkrir ráð- herrar í ljós bjartsýni á að samkomulag gæti náðst. Bjartsýn- astur var olíuráðherrra Arabíska furstasambandsins, Mana Saeed Otaiba, sem sagði: „Skilningur ríkti í þeim tveimur málum, sem voru til umræðu, og fram komu uppörvandi vísbendingar um að samkomulag muni nást.“ En olíuráðherra Alsírs, Belkac^ em Nabi, sagði að nefnd þriggja eða fjögurra sérfræðinga mundi sitja á fundum um helgina og fjalla utn framleiðslukvóta og of snemmt væri að tala um sam- komulag. „Ég er hvorki bjartsýnn né svartsýnn," sagði hann. „Menn skilja að þetta er mjög mikilvægur fundur, einstakur í sögu OPEC.“ Þegar fundurinn hófst sagði Otaiba að líkurnar á þvi að árang- ur næðist væru aðeins 50 á móti 50. Nabi sagði að ef öll aðildarríkin 13 næðu sanikontulagi á mánudaginn yrði kallaður saman skyndifundur í aðalstöðvunum i Vín til að ganga formlega frá ákvörðuninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.