Morgunblaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1983 •5TT- mmmn _L_______. im» mmnn rnw H—cm-----------3~l0 yyKalli, pessi uppf;'nnin<? A efbir cw aerc\ f>ig fraegan innan $jölsKyld- unnCtr." L ... að hugsa til hennar þeg- ar þér leiðist. ÍM Rh U5. Pit on.-i* rtgMs rmnMd 1M2 Loa AngMM TfenM SyndkaM Ást er ... K-tU hefur verið erfið ferð á bar- inn, aé ég. hlauptu með scðilinn í póst eins og skoL' HÖGNI HREKKVlSI «JÁ" títs SriLA KEILUSPIL í XVÖLp, 06 aNEI'; MK5 VANTAR EKKI FÉLASSSkTAP Furðulegt skilningsleysi RH 3 skrifan „Ágæti Velvakandi. Hér í þessu bréfi langar mig til að drepa á tvennt af sjónvarpsefn- inu sem særir þjóðernisvitund mína og siðgæðisvitund. í fyrra lagi dönskukennsluþættirnir um Hildi. Margir hafa látið í ljós skiptar skoðanir á þessum þáttum, t.a.m. að þeir þjóni engum tilgangi og í þeim sé sýnd óhófleg drykkja. Eg tek ekki afstöðu í því máli. Hins vegar finnst mér óþolandi, að þessi „þjóð“ sem gaf þessa þætti hingað til þess að kenna betur hrognamál sitt, skuli leyfa sér að móðga ísland og íslendinga með fílabröndurum, sem smeygt er inn í þættina hér og þar (til dæmis setningar sagðar af Dönum: pá Is- land er der kun fár og vulkaner, islandsk er noget volapyk o.s.frv.), og eru hreinasta móðgun. Er ekki nóg að þessi þjóð sem gerði íslandssöguna að slíkri harmsögu, svelti okkur í nær 500 ár og neitaði að skila okkur eigin handritum skuli leyfa sér að gera sig að herraþjóð frammi fyrir HÍLDUR et kursus i dansk for voksne okkur íslendingum. Furðulegl skilningsleysi að skilja ekki að enn eru mörg ógróin sár eftir „helv. danskinn" eins og margir orða það. Satt best að segja er ég ekki viss um hvort fólk hér myndi hreyfa legg né lið, þótt íslenski fáninn væri brenndur á Rádhuspladsen, því ég fæ ekki séð að nokkur annar hafi lyft penna út af þessu alvar- lega máli. Óskandi væri að Danir gætu sýnt að þeir væru menn en ekki mýs, ef þeir skyldu reyna að pranga inn á íslendinga tungu- málakennslu aftur, — og þá móðg- analaust. Hins vegar langar mig að spyrja, hversu lengi sjónvarpið ætlar að sjokkera mig og fleiri fyrir framan kassann þegar líður að því að fólk þurfi að borga af- notagjöldin. Dillibossaauglýsingin fræga er næstum því virðuleg miðað við þessa sem nú rúllar. Sjónvarpið ætti að sjá að þessar innheimtuauglýsingar eru barna- legar, niðurlægjandi fyrir RUV og hljóta að kosta meira en svo, að það borgi sig að „skandalísera“ þannig í hvert skipti sem RUV vill fá aurana sína. Þvl tel ég (og reyndar margir fleiri) að RUV bæri að láta nú nóg komið af svo góðu. Þetta er óþolandi þjóðar- hneisa. Virðingarfyllst." Væri ekki nær að setja lög til þess að kom- ast fyrir meinið? Magnús Guðmundsson, Pat- reksfirði, skrifar: „Velvakandi. Ég gat þess í pistli, sem birtist í dálkum þínum 15. febr. og fjallaði um stjórnleysi „ríkisstjórnarinn- ar“ í efnahagsmálum okkar, að margt fleira væri ógnvekjandi, ef að væri gáð, heldur en að ala hér upp olíufursta á kostnað allra landsmanna. Vil ég því taka hér fyrir annað dæmi, sem ég rökstyð með sönnunargagni, sem fylgir þessum pistli. Á sama tíma og viðskiptaráð- herra, Tómas Árnason, mótmælir því á þingi Norðurlandaráðs, að Norðmenn greiði niður útfluttar sjávarafurðir sínar, er leyfður innflutningur á fiski frá Noregi til íslands. Meðfylgjandi fiskbolludós frá Noregi (sjá mynd — innsk. Velv.) keypti ég hér í verzlun í dag. Fiskbolludósin ber það ekki með sér að vera niðurgreidd, en hins vegar ber hún með sér hvað hægt er að ganga langt i vitskertu stjórnleysi „ráðamanna" okkar með því að flytja inn Fisk. Og fisk, sem átti að hafa selst fyrir 1982 eins og stendur á dósinni, óseljan- leg vara í Noregi. Er nokkurt vit í því að íslend- ingar, sem eru að sökkva í erlendri skuldasúpu að sögn „ráðamanna", og seðlabankastjóra, Jóhannesar Nordal, sóum gjaldeyri í innflutn- ing á unnum fiskafurðum? Mexíkó rambar á barmi gjaldþrots, efna- hagslega, og er aðalútflutningur þeirra olía. Dettur nokkrum í hug, að þeir Mexíkanar fari að flytja inn olíu. Það hlýtur að teljast landráð að ganga þannig frá þjóð- inni. Er verið að ganga alveg frá íslendingum með vitskertri stjórnsýslu? Ég sé ekki betur en að skaðvaldurinn í íslenzku efna- hagslífi séu fyrst og fremst ráð- herrarnir og þingmennirnir okkar, sem virðast láta stjórnast af eig- inhagsmunaaðilum, sem láta sig í engu varða hag þjóðarbúsins. Éfnahagsmeinið í íslenzkri stjórnsýslu er ekki nýtt, en hefur verið að þróast mjög ört á suðvest- urhluta landsins og teygir nú anga sína orðið um allt ísland eins og kolkrabbi. Efnahagur þjóðarbús- ins verður ekki lagaður með því einu að setja bráðabirgðalög hvað eftir annað til þess að skerða laun landsmanna. Nei, þau eru aðeins sett til þess að stjórnin haldi velli. Væri ekki réttara, að setja lög til þess að komast fyrir meinið, lög sem banna innflutning á vör- um, sem drepa niður iðnaðinn í landinu, atvinnuna og þjóðarhag og um leið sjálfstæði þjóðarinnar? Sem dæmi um ástandið, þá er ekki mögulegt að reka suman iðnað vegna okurs á innlendum og er- lendum orkugjöfum. Læt hér staðar numið að sinni, en skora á félagasamtök að taka Helgi Vigfússon skrifar: „Velvakandi. Ég tel mig knúinn til þess að senda þér fáeinar línur vegna greinar „G.M.“ sem birtist í einu helgarblaðanna. Grein „G.M.“ hefir að vonum vakið athygli, en greinin er ekki í vinsamlegum anda til „mikil- vægasta máls í heimi“. En það skaðar ekki að geta þess, að almenningur á Stór-Reykja- víkursvæðinu hefir verið fljót- ur að kveða sinn dóm yfir myndinni frábæru í Bíóbæ í Kópavogi og fyllt kvikmynda- húsið dag eftir dag. En vissu- lega eru það þó mikil meðmæli með myndinni, að vitmaður- inn Ævar R. Kvaran flytur stórkostlegt spekimál áður en sýningar hefjast. „G.M.“ segir í niðurlagi greinar sinnar: „Hér er ekki ætlunin að vega að trúars- annfæringu eins eða neins, að- eins að benda á að staðhæf- ingar um að sannanir fyrir framhaldslífi séu fyrir hendi hafa ekki við rök að styðjast. Þær eru staðlausir stafir.“ mr höndum saman gegn hvers konar stjórnleysi,. sem ógnar nú sjálf- stæði okkar.“ í helgri bók standa þessi orð: „Sá yðar, sem syndlaus er ..." Að geta eins og „G.M.“ dregið þær ályktanir og borið sér í munn þær fullyrðingar ofangreindar, er merkilegt á síðari hluta 20. aldarinnar. Minna má nú gagn gera. Það þarf meira til þess að kollvarpa heilli vísindagrein en það eitt, að einhver ein- staklingur, sem ekki þorir að segja til nafns síns, reynist ekki vaxinn að viða að heim- ildum nema úr einni átt. Ég átti því láni að fagna um langt árabil, að vera aðstoðar- maður miðilsstarfs Hafsteins Björnssonar, og ennfremur að kynnast persónulega miðlun- um Andrési klæðskera, Guð- rúnu frá Berjanesi, svo og rit- höfundunum Elínborgu Lár- usdóttur og Jónasi útvarps- stjóra, séra Sveini Víkingi og séra Jóni Thorarensen. Hjá þessu fólki gerðust ein fjöl- þættust og kröftugust fyrir- brigði, og enginn reyndi þetta fólk að óheiðarleika. Þá ályktun að sálarrann- sóknirnar séu hégóminn ein- Látum þá syndlausu kasta fyrsta steininum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.