Morgunblaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1983 47 ístandsmótið í innanhússknattspyrnu. Breióablik vann lið KR 9—0 í gær ÍSLANDSMÓTINU í innanhúss- knattspyrnu var fram haldið í gær í Laugardalshöllinni. Fjölmargir leikir fóru fram í gær og uröu þá úrslit sem hér segir: Grótta — Ármann 3—3 Haukar — Afturelding 3—5 ík — Óöinn 7—2 KR — UBK 0—9 Þróttur R — Víkingur 6—4 Stjarnan — Haukar 4—4 Óðinn — Selfoss 4—6 Þór V. — UBK 3—7 ÍA — Víkingur R. 6—7 Grindavík — Grótta 4—1 Víðir — Ármann 4—4 Selfoss — ÍK 6—4 ÞórV. — KR 6—12 ÍA — Þróttur R. 5—5 Njarðvík — Stjarnan 4—3 Grindavík — Víðir 2—3 ÍR — Selfoss 8—4 Fjórum leikjum var ólokið þegar blaöið fór í prentun og því ekki unnt að birta úslit í þeim. Mótinu lýkur á sunnudagskvöld. UBK — KR 9—0 KR-ingum, ásamt áhorfendum var heldur betur sýnt hvernig á aö spila góðan fótbolta er vesturbæ- ingar mættu Breiðabliki i lands- mótinu í innanhússknattspyrnu í gærdag. Lokatölur leiksins uröu 9—0 fyrir Blikana. Leikurinn fór rólega af stað en fljótlega fóru Blikarnir af stað og Sigurður Grét- arsson skoraði fyrsta markiö, reyndar líka annað, þriöja og fjórða markið, og staöan i hálfleik var þessi, 4—0. Það sama var uppi á teningnum í síðari hálfleiknum, Breiðabliksmenn höfðu algera yfir- burði og mörkin í þeim seinni skor- uðu: Sigurjón Kristjánsson 3, Sig- urður Grétarsson og Þorsteinn Geirsson eitt hvor. Víkingur R. — ÍA 7—7 Þessi leikur var afar mikilvægur fyrir bæöi liðin, enda var hart bar- ist og spilaður ágætur fótbolti á köflum. Víkingar höfðu forystu all- an fyrri hálfleikinn og leiddu í hléi 4—2, þar af hafði Heimir Karlsson skorað 3 mörk. Öllu meiri spenna var í seinni hálfleiknum enda var auöséö aö Skagamenn ætluðu aö selja sig dýrt. Engu að síöur héldu Víkingar sínum hlut og sigruöu meö 7 mörkum gegn 6. Heimir gerði 3 mörk fyrir Víking og Sverrir 4. Hjá ÍA skoraöi Höröur 2, Guö- björn , Siguröur, og Árni eitt hver. KR — Þór V. 12—6 KR-ingar áttu harma að hefna síðan þeir mættu Blikunum fyrr um daginn og aldrei var spurning hvoru megin sigurinn hafnaði. KR haföi eitt mark yfir í hálfleik 5—4. Markahæstur KR-inga var Erlingur A. með 4 mörk. Þór V. — UBK 3—7 UBK vann sinn þriöja leik í riöl- inum er það sigraöi Þór V og er því komið meö fullt hús stiga, hefur unnið alla sína leiki og með yfir- buröum. Blikarnir spila reglulega góöan fótbolta, og eiga sigra þessa fyllilega skiliö. Þeir Trausti, Vignir og Sigurjón skoruðu mörk Blikanna í fyrri hálfleik og Sigur- björn fyrir Þór, og staöan i hálfleik 3—1. Blikarnir höfðu góð tök á seinni hálfleiknum og Þór átti aldrei möguleika á aö jafna og lokatölur 7—3. Þróttur R. — Víkíngur R. 6—4 Þróttarar komust snemma í 2—0 með mörkum Siguröar og Daða en Sverrir minnkaði muninn strax fyrir Víking. Þróttarar gáfu sig hins vegar ekki og höföu yfir í hálfleik 3—2. i seinni hálfleiknum var leikinn harður fótbolti og í þeim átökum hafði Þróttur betur, og sigraöi með 6 mörkum gegn 4. Þróttur — ÍA 5—5 Þá var komið að leik sem réöi því hverjir myndu komast í úrslitin í fjórða riöli A-flokks. Ásgeir Elí- asson skoraði fyrsta markið fyrir Þrótt, en ÍA-menn sóttu stíft en voru sérstaklega óheppnir fyrir framan mark Þróttara. Það var ekki fyrr en á áttundu mín. að þeim tókst að jafna 1 — 1. Þaö stóð hins vegar ekki lengi, því Þorvaldur kom Þrótt yfir. Hörður Jóhannes- son skoraði hins vegar jöfnunar- markið þegar seinni hálfleikurinn var að renna út og staðan því 2—2 í hálfleik. Hart var barist í þeim seinni og komust Þróttarar í 4—2 um miðjan hálfleikinn. Skagamenn jafna aftur með mörkum Guð- björns og Júlíusar. Hvort lið náði svo að skora eitt mark fyrir lokin og lokastaöan því 5—5. — BJ. Ný byggingavöruverslun í Garðabæ Alhliöa verkfæri — Mikið úrval Málningavörur Úti og inni málning ásamt kíttum og þéttiefnum. Efni til bygginga T.d. plaströr fyrir skólplagnir ásamt fittings, múr- flísar bæöi úti og inni, þakpappi, plasteinangrun, glært plast, parket og þakrennur meö tilheyrandi, skrár, lamir, saumur, skóflur, garðyrkjuverkfæri og m.m.fl. Þetta er aðeins sýnishorn af vöruúrvali okkar. Gerið svo vel og lítiö inn. Næg bílastæði. Opið í dag laugardag kl. 10—12. Virka daga kl. 8—6. Smiðsbúð Smiösbúö 8, Garðabæ, sími 44300. Sigurður Pálsson, Pyggingameistari. HÚSGAGNA- SYNING Allt settið, verð kr. 49,500. sunnudaginn 6. mars nk. frá kl. 14—18. Tíu geröir af boröstofuhúsgögnum. Sófasettaúrval. Hjónarúmaúrval. Furuhúsgögn, bambushúsgögn og margt, margt fleira. Velkomin í BÚSTOÐ, Vatnsnesvegi 14, Keflavík. í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.