Morgunblaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1983 25 niðstöð >rmlega byggingaráætlunar, Eyjólfur K. Sigur- rstjóra gjafabréf framkvæmdancfndar- ; menningarmiðstöðinni við Gerðuberg borgarstjóra gjafabréf við opnun hússins í gær, og er húsið þá alger- lega í eigu Reykjavíkurborgar. Framlag úr fyrningasjóði fram- kvæmdanefndar hefur numið 7,8 milljónum króna á byggingartíma- bilinu, en heildarkostnaður er nú 16,8 milljónir króna. í stjórn Framkvæmdanefndar byggingaráætlunar eru: Eyjólfur K. Sigurjónsson, löggiltur endurskoð- andi, formaður, Gísli Halldórsson, arkitekt, Guðmundur J. Guðmunds- son, alþingismaður, Ingólfur Finnbogason, byggingarmeistari, og Óskar Hallgrímsson, deildarstjóri. Framkvæmdastjóri er Ríkarður Steinbergsson verkfræðingur. Opiö hús um þessa helgi og þá næstu Um þessa helgi og þá næstu verður opið hús í menningarmiðstöðinni. Þá gefst borgarbúum tækifæri til þess að skoða húsið og kynna sér starf- semi þess. Þessa daga verður m.a. sérstök skemmtidagskrá fyrir börn, blásarasveit framhaldsskólanna, Trómet, leikur og nemendur Tón- menntaskólans koma fram. Veitingabúð verður opin og mynd- listarsýning sem myndlistarmenn í Breiðholti standa að í samvinnu við stjórn hússins prýðir veggi. Framsóknarmenn í álstríði við Alþýðubandalagið — formaður og varaformaður deila um það hvernig taka beri málið frá Hjörleifi Á þessari úrklippu úr Tímanum í gær sést hve mikið framsóknarmenn telja vera í húfi í álstríðinu við Hjörleif Guttormsson. En í svörum forystumanna Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins kemur einnig í Ijós, að Stein- grímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur orðið undir innan eigin þingflokks. Þingmenn vilja ganga harðar að Hjörleifi en Stein- grímur. „IÐNAÐARRÁÐHERRA er búinn að vera með þetta mál árum saman og ekkert hefur gengið. Hann er nú búinn að sigla því í strand, og þess vegna eru menn nú að reyna aö koma málinu úr þeirri sjálfheldu sem ráðherra hefur komið því í,“ segir Halldór Ásgrímsson, varafor- maður Framsóknarflokksins, í við- tali viö Tímann í gær, þegar hann rökstyður afstöðu framsóknarmanna í atvinnumálanefnd sameinaðs þings, sem hafa ritað undir tillögu þess efnis, að álmálið verði tekið úr höndum Hjörleifs Guttormssonar, iðnaðarráðherra. Halldór Ásgríms- son er einmitt einn af tillögumönn- unum, þar sem hann á sæti í atvinnumálanefndinni. í Tímanum segir Hjörleifur Guttormsson, að það séu nú „tíð- indi út af fyrir sig, að formaður Framsóknarflokksins stendur að ákveðnum tillöguflutningi í ríkis- stjórn, ásamt forsætisráðherra, og fær ekki stuðning við þann mála- búnað í þeim flokki. Slíkt ber nú ekki vott um að það sé mikil ein- ing þar innan dyra, eða mikið traust á formanninum, en ég verð hins vegar að vona að framsókn- armenn eigi eftir að sjá að sér.“ Um tillöguna í ríkisstjórninni hefur Tíminn þetta eftir Tómasi Árnasyni, viðskiptaráðherra: „Það er síður en svo rétt, að þessi til- löguhugmynd ráðherranna þriggja hafi verið samþykkt á rík- isstjórnarfundinum í morgun. Ríkisstjórnin gerði enga sam- þykkt í þessu máli, heldur var til- laga þessi aðeins kynnt en af- greiðslu hennar var frestað að ósk okkar sem vildum ræða þetta á þingflokksfundi. Við stóðum síðan allir sem einn að þessari ákvörðun á þingflokksfundinum í dag, sam- staðan var svo mikil að það var ekki einu sinni atkvæðagreiðsla." Munurinn á tillögunni sem Halldór Ásgrímsson, varaformað- ur Framsóknar, stóð að í atvinnumálanefnd sameinaðs þings og þingflokkur Framsóknar er fylgjandi gengur lengra en til- laga sú sem Steingrímur Her- mannsson, formaður Framsóknar stóð að með Gunnari Thoroddsen og Svavari Gestssyni í ríkisstjórn- inni. Steingrímur formaður, var tilbúinn að samþykkja það, að Hjörleifur skipaði formann í nýrri 5 manna álviðræðunefnd þar sem fulltrúar stjórnar og stjórnar- andstöðu ættu sæti. Halidór, vara- formaður, skrifaði undir tillögu þar sem gert er ráð fyrir að ný 6 manna álviðræðunefnd, skipuð fulltrúum þingflokka, forsætis- ráðherra og Landsvirkjunar, kjósi sér sjálf formann. „Ríkisstjórnin hlýtur að fylgja þeirri stefnu, sem þar var lögð til,“ segir Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, í viðtali við Tímann í gær. En Steingrímur Hermannsson, meðfiutningsmað- ur Svavars í ríkisstjórninni, segir hins vegar: „Það var ákveðið á þessum þingflokksfundi (Fram- sóknar innsk. Mbl.) að standa að þeirri tillögu sem lá fyrir í atvinnumálanefnd (og lagt var til að yrði hafnað í ríkisstjórn með- stuðningi Steingríms innsk. Mbl.), og búið var að samþykkja. Ég hef aldrei haft neitt við það að athuga, enda sjálfur lagt það til.“ (!) Síðan segir í Tímanum um framhald samtalsins við Steingrím Her- mannsson: „Aðspurður um það hvort tvær tillögur yrðu uppi í þessu sam- bandi, þ.e. hvort borin yrði upp ríkisstjórnartillaga og þingsálykt- unartillaga um það hvernig álvið- ræðunefnd yrði komið á laggirnar á nýjan leik, sagði Steingrímur: „Það er nú ekki víst. Mér skilst að Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- flokkur vilji ekki tilnefna menn í nefnd. samkvæmt hugmyndum ríkisstjórnarinnar frá í morgun, og þá er vandséð hvernig slík nefnd gæti tekið til starfa." — Steingrímur lætur þess ógetið, að þingflokkur framsóknarmanna stóð einhuga gegn ríkisstjórnar- tillögunni. í forystugrein Tímans er vinnu- brögðum Hjörleifs Guttormssonar í álmálinu lýst með þessum orð- um: „Reyndin hefur orðið sú, að vegna þessa þjarks um skattamál- in, hefur orkuverðið sama og gleymst og engri hækkun verið komið fram á því. þetta er hin stóra sök Hjörleifs Guttormsson- ar í álmálinu. Vegna þessara óheppilegu og forkastanlegu vinnubragða, hafa fjögur ár liðið, án þess að nokkur hækkun hafi fengist á orkuverð- inu. Enginn aðili hefur grætt meira á þessum vinnubrögðum en álbræðslan. Það skiptir orðið tug- um milljóna króna, sem hún hefur hagnast á þessu.“ Fiölmlðlakönnun auglýsingastofa: Morgunblaðið lesið af 81,43% íbúa höfuðborgarsvæðisins SAMKV.EMT konnun. scm Huk \aniíur hl hflur uert lyrir Snm hand Ul auKÍýninienntoln, lesn Sl.m íbun holuðborKnrnvnSV ÍKÍns WnrKunblnftW á virkum duKum Nu>t kemur DnKblnftlfl. sem lesifl er nl 52.01% ibún t>e«»n svuftis ok I þriftjn sn-tl er Vislr. en hnnn er lenlnn nl 47.14% íbún holuftborK»rnvuftislns. Tlmlnn er rneft 26.29%. bióflvillinn meft - 66,58% yfir landið 25.72% (>k Alþýðublaðiö með R.66%. Þegar landið er tekið í heild er Morgunblaðið leaiö af 66,58%, Dagblaðið af 47.53%, Víair af 38.5%. Timinn af 27,87%. Þjóðvilj- inn af 19,3% og Alþýðublaðið af 6,16%. í kaupstöðum utan höfuðborK- arsvæðisins er MorKunblaöið lesið af 55,59%, Dagblaðið af 48,03%, Visir af 32,79%, Tíminn af 23.60%. Þjóðviljinn af 10,71% og Alþýðu- blaðið af 3,60%. Sératök könnun var gerd á lestri helgarútgáfa blaðanna og er þá átt við aunnu- dagsblað Morgunblaðsins og arutgafu annarra blaða. en blaöið mun ekki hafa koin •' sogu í þeirri spurningu M landið í heild var Morgunx . lesið af 71.01%. Visir af U' Helgarpósturinn af 36,52 • inn af 30.18% og Þjóöviljinn •23,38%. Sjá enníremur frettir a bl8.2.3og 14. ÚRKLIPPA þessi birtist í Morgunblaðinu 26. maí 1981, þegar síðasta fjölmiðlakönnun Sambands íslenzka auglýs- ingastofa var birt. Þá var Morgunblaðið lesið af 81,43% íbúa á höfuðborgarsvæðinu, en er nú lesið af 85,01% þeirra, eins og skýrt er frá í baksíðufrétt blaðsins. Fjölmiðlakönnun Sambands íslenzkra auglýsingastofa: Löður var vinsælasti þáttur sjónvarpsins VINSÆLASTI þátturinn í sjón- varpsdagskránni vikuna 31. október til 6. nóvember sl., samkvæmt könn- un sem Hagvangur hf. gerði fyrir Samband íslenzkra auglýsingastofa, var Löður, en 74,10% aðspurðra kváðust hafa horft á þáttinn. í öðru sæti komu fréttir á sunnudegi með 70,96%. Þá komu Tommi og Jenni með 70,83%, Dall- as með 69,01%, Félagsheimilið með 67,66%, Sjónvarp næstu viku með 66,02%, fréttir á mánudegi með 65,27%, Fjandvinir með 65,27%, Schulz í herþjónustu með 64,9% og loks fréttir á föstudegi með 63,85%. í könnuninni kom ennfremur fram, að tæplega 15% aðspurðra kváðust eiga myndsegulbands- tæki. Um 30% heimila á höfuð- borgarsvæðinu eru með myndseg- ulbandstæki, eigið eða tengt kap- alkerfi, og 23,4% heimila í kaup- stöðum úti á landi eiga eigið myndsegulband, eða eru tengd kapalkerfi. Félagsmála- fulltrúi Selfoss: Deilu um rádn- íngu vísað til félagsmála- ráðuneytis Á AUKAFUNDI í bæjarstjórn Sel- foss á fimmtudag var samþykkt að leita eftir úrskurði félagsmálaráðu- neytis varðandi ráðningu félags- málafulltrúa. Bæjarráð hafði sam- þykkt samhljóða á fundi 23. febrúar að ráða Gylfa Þ. Gíslason í stöðuna. Vegna þessa máls myndaðist hins vegar nýr meirihluti í bæjarstjórn, sem vildi ráða Ólöfu Thorarensen til starfans. Deilan stendur um það hvort ákvörðun bæjarráðs skal standa eða hvort nýr meirihluti í ba'jarstjórn um þetta einstaka mál hefur sitt fram. í bæjarráði sitja tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og einn fram- sóknarmaður. Þar voru menn ein- huga um ráðningu Gylfa og sömu skoðunar var þriðji sjálfstæðis- maðurinn. Á öndverðum meiði var hins vegar einn sjálfstæðismaður, tveir framsóknarmenn, einrj al- þýðubandalagsmaður og einn al- þýðuflokksmaður. í öðrum málum samanstendur meirihluti bæjar- stjórnar hins vegar af fjórum sjálfstæðismönnum og þremur framsóknarmönnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.