Morgunblaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1983 Á mótum austurs og vesturs Eftir Önnu Bjarnadóttur Landamærin: Gaddavír, gildrur og austur-þýskir útsýnisturnar. Pílan bendir á tvo austur-þýska landamæraverði sem læddust um hvítklæddir í snjónum og kíktu á fólk vestan megin girðingarinnar. Fyrirhuguð staðsetning meðal- drægra kjamorkuvopna í Vestur- l’ýskalandi og hörð barátta græn- ingja og annarra vinstri sinna gegn því hefur beint meiri athygli að utanríkismálum í vestur-þýsku kosningabaráttunni en gengur og gerist. Venjulegt fólk, sem yfirleitt lætur sig utanríkis- og hernaðar- mál litlu skipta, situr nú og ræðir Pershing II og stýriseldflaugar yfir kaffibollunum og veltir fyrir sér stöðu V-I’ýskalands milli stórveld- anna tveggja í austri og vestri. Há- værustu raddirnar vilja engar eld- flaugar og helst hlutlaust V-Þýska- land. Hinn svokallaði „þögli meiri- hluti“ er sagður ánægður með hlutina eins og þeir eru. Algengt er að fólk segi eldflaugarnar illa nauðsyn fyrst Sovétmenn beina nú þegar kjarnorkueldflaugum gegn V-Evrópu, og ein eldri kona spurði: „Heldurðu að Bandaríkjamenn hefðu látið sprengjuna falla á Hir- oshima ef Japanir hefðu átt sína eigin kjarnorkusprengju?“ Stjórnmálamenn þykjast kryfja þessi mál til mergjar í kosningaræðum sínum, en þeir draga því miður aldrei sömu ályktanir. Rökræðan öll virðist stundum næstum vonlaus og maður skilur vel litla strákinn sem hoppaði um undir einni stjórnmálaræðunni og söng „Ost und West, Ost und West“. Hann var augsýnilega orðinn lang- þreyttur á orðunum og hefði helst viljað heyra eitthvað nýtt. En alvara orðanna blasir við þegar ekið er upp að landamær- um Austur- og Vestur-Þýska- lands. Þar hoppar enginn um og kærir sig kollóttan. Það er ekki hægt að aka yfir landamærin alls staðar þar sem vegir liggja í gegnum þau og heldur er skrýtið að fylgja vegaskilti vestan megin sem vísar á Meinsingen en kom- ast svo ekki leiðar sinnar af því að gaddavír og vel faldar smá- sprengjur verða á vegi manns. Þó nokkur fjöldi Vestur- Þjóðverja gerir sér ferð að landamærunum á hverju ári til að sjá fyrirbærið og margir Austur-Þjóðverjar gera sér ferð í von um að komast vestur yfir óséðir. Hópur eiginkvenna borg- arstjóra á svæði í nágrenni landamæranna tók sig til fyrir skömmu og fór í skoðunarferð að landamærunum. Vestur-þýskur landamæravörður útskýrði fyrir þeim tæknibúnað nágrannanna hinum megin girðingarinnar og sagði m.a. að myndavélum væri komið fyrir við hvern veg til að fylgjast með öllum ferðum. Það var þó augsýnilega ekki nóg. Allt í einu tóku konurnar eftir tveim- ur hvítklæddum náungum, sem varla sáust í snjónum, hinum megin við gaddavírinn. Þeir kíktu á þær með sjónauka og annar virtist taka myndir með mikilli nærlinsu. Landamæra- vörðurinn hló og sagði þá varla ná góðum myndum svona beint upp í sólina, en konur borgar- stjóranna voru alveg gáttaðar. „Að hugsa sér þetta,“ sögðu þær, „hér í miðju Þýskalandi!" Flestar kvennanna höfðu oft séð landamærin áður og ferðast austur yfir til Berlínar eða í heimsókn til ættingja og gam- alla kunningja. En svo virtist sem þær myndu aldrei venjast landamærunum og sætta sig við þau til fulls. Landamæravörður- inn sagði að umferð við hliðina á landamærunum hefði minnkað verulega á síðustu árum. Fólk sem ólst upp í sameinuðu Þýska- landi væri farið að eldast og margir væru þegar látnir. Kynslóðin sem ólst upp eftir stríð þekkti fáa hinum megin við girðinguna og þætti það bara fyrirhöfn að fara þangað. Eldri kynslóðin og stjórn- málamenn tala oft um eitt Þýskaland og segja að einhvern tíma verði löndin sameinuð á ný. Ungt fólk segir hins vegar að Austur-Þýskaland sé bara annað erlent ríki, eins og t.d. Austur- ríki, þar sem þýska er töluð. Vestur-Þýskaland er föðurland þess en ekki sameinað Þýska- land. Gamall og reyndur stjórn- málafræðingur við háskólann í Tubingen, prófessor Eschenburg, sagðist hafa litla trú á að nokkur talaði í fullri alvöru um samein- að Þýskaland. Fáir kærðu sig í raun og veru um allt of sterkt Þýskaland. Hann vildi að sam- skipti milli landanna bötnuðu en ekki þýddi að loka augunum fyrir því að annað landið til- heyrði austurblokkinni og hitt væri í hinni vestri. Til lítils væri að láta sig dreyma um hlutleysi Vestur-Þýskalands, til þess væri landið alltof stórt og vel efnað og á of mikilvægum stað á mótum austurs og vesturs. ab Vestur-þýskur landamæravöröur segir borgarstjórafrúm frá landamærunum í miðju I»ýska- landi. Hús þýska skáldsins Hölderlin í Tiibingen. Færeyskar bækur — eftir sr. Jón Bjarman Nú að baki jólabókavertíðar- innar hafa mér borizt upplýs- ingar um færeyskar bækur, er út komu á liðnu ári. Mig langar til að vekja athygli á þeim, auðvelt er að verða sér úti um eintök af þeim með aðstoð íslenzkra bók- sala og er það ómaksins vert, því hér eru athyglisverðar bækur á ferðinni og auðlesnar þeim, sem nenna að leggja það á sig að setja sig inn í og læra eilítið í því máli, sem stendur næst móðurmáli okkar, í stað þess að hafa það að skopi. Þetta eru margskonar bækur, skáldsögur, smásögur, ljóðasöfn, ferðalýsing, bók úr at- vinnusögu, náttúrufræði o.fl. Mig langar til að benda sér- staklega á skáldverkin. Flest eru ljóðasöfnin. Ár og orö eftir Jákup Berg, höf- undur gefur sjálfur út bók sína. Hún er 129 blaðsíður. Mikið af kveðskapnum í þessari bók er tækifærisljóð allskonar, eða kvæði ort af ákveðnu tilefni hverju sinni og um dægurmál. Ljóðin eru ort á tímabilinu 1924-1970. í smildri Beethovens printleiðir. höfundur er Sjúrður Hansen, bókin er gefin út í Kaupmanna- höfn af færeyska stúdentafélag- inu. Bókin er ekki stór, 41 bls. í ljóðunum lýsir og tjáir höfundur tilfinningar sínar þegar hann kemur aftur heim til eyjanna. Skríggj er þriðja ljóðasafnið, það er eftir Carl Johan Jensen. Bókin er 78 blaðsíður og gefin út af Mentunargrunni Stúdentafé- lagsins. Bókinni er skipt í.fjóra flokka og í henni eru 18 ljóð. Þau fjalla m.a. um angistina, sem nútímamaðurinn stendur and- spænis og á í baráttu við. Síðasti flokkurinn heitir Reyða lív og endar á þessum orðum: Rauða Iíf — hjarta mitt — ég meðtek þjáning þína. Sólarkringur, fjórða ljóðasafnið er eftir Karsten Hoydal, það er bókaútgáfan Tyril í Hoyvík, sem gefur það út. I bókinni eru þýð- ingar á ljóðum eftir 21 skáld frá 9 löndum. Bókin er 205 síður að stærð. Karsten Hoydal er þekkt ljóðskáld um öll Norðurlönd. Hann er einnig góður sagnahöf- undur. Hann hefir komið hingað til landsins og verið hér gestur Norræna hússins, þar sem verk hans hafa verið kynnt. Þýðingar úr þeim hafa einnig verið lesnar í Jón Bjarman Ríkisútvarpinu. Undanfarin ár hefir Karsten mjög fengizt við Ijóðaþýðingar, má minna á bók hans Frændaröddir, sem kom út 1977, en þar þýðir Karsten ljóð eftir tvö norsk skáld og tvö ís- lenzk skáld. Tvö smásagnasöfn hafa komið út á árinu. Av longum leiöum eftir Gunnar Hoydal, það er forlagið Orð og Lög í Þórshöfn, sem gefur þessa bók út. Hún er 156 blaðsíður að stærð. Mér skilst að bókin sé bæði ferðasaga og þroskasaga manns, nánast endurminningar, en allt fært í skáldlegan búning. Ég hlakka til að fá þessa bók í hendur og lesa hana. Viö tendruöum lyktum heitir hitt smásagnasafnið og er gefið út í Kaupmannahöfn af færeyska stúdentafélaginu. Bókin er eftir Hanus Andreassen og er 153 blaðsíður að stærð. í umsögn um sögurnar segir að þær séu um ástina og fegurðina í víðustu merkingu þeirra orða, þar er reynt að lýsa því, sem ekki verður höndum gripið, lögum, sem við heyrum ekki, litum, sem við sjá- um ekki og leyndarmálum sem við viljum ekki þekkja. Það hljóð- ar lokkandi. Tveggja skáldsagna er getið. Leikur tín er sum hin Ijósi dagur eftir Jens Paula Heinesen, forlag- ið Gestur gefur hana út. Jens Pauli er vel þekktur hér á landi, verk eftir hann hafa verið þýdd og önnur kynnt bærilega. Þetta er þriðja bókin í miklum sagna- bálki, sem ber samheitið Á ferð inn í eina óendaliga sögu. Á und- an þessari eru komnar út bæk- urnar Nú ert tú mansbarn á fold- um og Lýsir nú fyrir tær heimur- in. Enn er frásögunni ólokið, í það minnsta ein bók ókomin. Þetta er hrífandi skáldverk, skrifað á fögru, hljómmiklu máli. Frásögnin iðar af lífi, lesandinn er staddur í miðri byggð, lands- lagið skín fyrir augum og mann- fólkið gengur fram ljóslifandi. Þar skiptir ört um blæ, gleði, sorg, annir, hvild, allt kemst til skila. Ég verð að gefa mér betri tíma til að skrifa um þetta verk. Ég hvet menn til að kynnast upp- vaxtarsögu drengsins litla, sem er í rauninni hálfgerður huldu- drengur, og fylgja honum eftir inn í hina óendanlegu sögu. Lívsins summar heitir hin skáldsagan og er eftir Oddvar Jo- hansen og gefin út af Orð og Lög. Þetta er Þórshafnarskáldsaga. Sagt er frá lífi fólks í Þórshöfn upp úr stríðslokum, eða um 1950. Fjallað er um börn og fullorðna og greint frá framtíðardraumum þeirra og hvernig þau reyna að láta þá drauma rætast. En fram- ar öðru er hér mynd af bæjarfé- lagi eins og það var um 1950. Mig langar að lokum til að benda á eina bók til viðbótar, hún heitir Brá úr USA og er eftir Steinbjörn B. Jacobsen. Það er bókaútgáfan Fannir, sem gefur hana út. Steinbjörn er þekkt ljóðskáld, hann hefir einnig skrif- að ágætar barnabækur og leikrit hans Skipið var fært hér upp í Þjóðleikhúsinu. Þessi bók geymir ferðaminningar frá Bandaríkjun- um en þangað var höfundi boðið 1978. Ég get ekki fleiri bóka. Upplýs- ingar fékk ég úr dagblaðinu Sosi- alnum frá 18. desember sl. Sumar bókanna hef ég þegar lesið, ég hlakka til að lesa hinar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.