Morgunblaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1983 3 Fjárhagsáætlun Búnaðarfélags íslands: Endar nást ekki saman vegna skertra framlaga ríkisins Á BÚNAÐARÞINGI var lögö fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun Búnaöarfélags íslands fyrir árið Ráðstefna um þróun þjóðmála RÁÐSTEFNA landsmálafélagsins Varöar undir heitinu „Þróun ís- lenzkra þjóðmála í Ijósi stefnu Sjálfstædisflokksins" verður í Valhöll laugardag, kl. 1.15. Verða fyrst flutt undirstöðuerindi, þá verða hring- borðsumræður um efnið og loks al- mennar umræður til kl. 7. Markús Örn Antonsson, borgar- fulltrúi, talar um sjálfstæði sveit- arfélaga og valddreifingu, Pétur Blöndal, stærðfræðingur, talar um skattheimtu á Islandi og hlut hins opinbera, Bjarni Bragi Jónsson, hagfræðingur, um stjórn peninga- mála og lánamarkaðinn, Víglundur Þorsteinsson, form. FÍI um at- vinnumál. Björn Bjarnason, blaða- maður, um utanríkismál og við- skiptatengsl. I hringborðsum- ræðum auk þeirra verða Geir Hall- grímsson, Sverrir Hermannsson, Eyjólfur K. Jónsson, Salome Þor- kelsdóttir, Davíð Oddsson. Ráð- stefnustjóri er Davíð Sch. Thor- steinsson. 1983. Kom fram við umræðurnar að fjárhagur búnaðarfélagsins hefur aldrei verið erfiðari en nú vegna skertra framlaga ríkisins og þrátt fyrir að fjárhagsnefnd þingsins hafi einungis sett í fjárhagsáætlun þau útgjöld sem talin voru algert lág- mark til lágmarksstarfsemi búnað- arfélagsins var fjárhagsáætlunin lögð fram með rúmlega tveggja milljóna króna rekstrarhalla. Á síðasta ári varð verulegt tap á rekstri félagsins þrátt fyrir að þjónusta þess hafi þá verið skert, sérstaklega með því að taka að mestu fyrir ferðalög ráðunauta til bænda síðustu mánuði ársins. Ef ekki fæst viðbótarfjárveiting til starfseminnar á þessu ári er ljóst að segja verður upp starfsfólki og draga starfsemina enn meir sam- an en orðið er, þrátt fyrir að menn telji að um lágmarksstarfsemi sé nú að ræða og lang flest verkefni félagsins falin því með lögum. I máli Jónasar Jónssonar bún- aðarmálastjóra við umræðuna kom fram að búnaðarfélagið þyrfti til nauðsynlegrar starfsemi sinnar á þessu ári 18—19 milljón- ir, en samkvæmt fjárlögum er því ætlað 12,5 milljónir. Reiðhöll á Reykjalundi? „ÞAÐ HEFIIR orðið bylting í hagnýtingu íslenska hestsins á síöustu árum, t.d. er talið að nú séu um 5.000 hestar á járnum á höfuðborgar- svæðinu og hestamennska er orðin þjóðaríþrótt hjá okkur. Þetta skapar nýtt viðhorf, landbúnaðurinn er til fyrir markaðinn, það fólk sem þetta stundar þarf þjónustu sem landbúnaðurinn getur veitt.“ „Þessi þróun hefur rekið eftir okkur í hrossaræktunarstarfinu því fólkið vill gæðinga," sagði Hjalti Gestsson formaður búfjár- ræktarnefndar Búnaðarþings í samtali við Mbl. Búfjárræktar- nefndin hefur gert tillögu að ályktun um stuðningsaðgerðir til eflingar hrossarækt og reið- mennsku í landinu sem væntan- lega verður lögð fram til fyrri um- ræðu á Búnaðarþingi í dag, laug- ardag. I tillögum sínum leggur nefndin eftirfarandi til: að aðkallandi byggingaframkvæmdir við stóð- hestastöðina í Gunnarsholti geti hafist sem fyrst, að komið verði á kennslu í hestarækt og hesta- mennsku við Bændaskólann á Hólum m.a. í þeim tiigangi að hestarækt geti orðið sjálfstæð búgrein, að stofnaður verði reiðskóli til að útskrifa reiðmenn íslenska hestsins og að byggð verði reiðhöll á höfuðborgarsvæð- inu. Nánar aðspurður um fyrirhug- aða reiðhöll sagði Hjalti Gestsson að nefndin legði til að skipuð verði þriggja manna nefnd til að leita samstarfs um málið við þá aðila sem áhuga kynnu að hafa á því. Hann sagði að ekki væri um að tala minna hús en 1.000 fer- metra, auk áhorfendaaðstöðu. Nefndarmönnum hefði dottið í hug að skynsamlegt gæti verið að byggja reiðhöllina á Reykjalundi í tengslum við Heilsuhælið en það mál hefði þó ekkert verið rætt við þá aðila ennþá. í þessu húsi ætti reiðskólinn að hafa aðsetur og þar gæti verið þjálfunarstöð fyrir fatlað fólk auk þess sem marg- háttuð sýningaraðstaða skapað- ist. Norræna húsið: Jóhanna Bogadóttir sýnir 70 myndir JÓHANNA Bogadóttir myndlistar- maöur opnar í dag klukkan 14 sýn- ingu á um 70 verkum sínum í kjall- ara Norræna hússins. Þetta er sölu- sýning, og eru myndirnar olíumál- verk, teikningar og grafíkmyndir. Flest verkanna eru unnin á síðustu þremur árum. Jóhanna hefur tekið þátt í mörg- um alþjóðlegum grafíksýningum og haldið margar einkasýningar bæði hér heima og víða erlendis. Hluti af þeirri sýningu, sem verður í Norræna húsinu var einn- ig á sýningu í Helsingfors Konst- hall og Bergens Kunstförening í fyrra og nú síðastliðið haust í San Fransisco (í boði World Print Council). Ýmis söfn hafa keypt verk eftir Jóhönnu, m.a. Museum of Modern Art í New York. Jóhanna Bogadóttir Landað úr Eldborg HF 13 f Hull á dögunum. Morgunblaðií: Jón Páll Ásgeirsson. Eldborg landaði 215 tonnum af kolmunna- flökum í Bretlandi ELDBORG HF 13 landaði á föstudag fyrir viku 215,6 tonnum af frystum kolmunnaflökum í Bretlandi. Fyrir aflann fengust 131.510 sterlingspund eða 610£ fyrir hvert tonn. Er það nokkru betra verð, en fékkst fyrir aflann, sem landað var ytra í desember. í íslenzkum krónum seldi skipið nu fynr rumle kfló 18,24 kr. Kolmunninn er nú genginn inn í brezka lögsögu og þar hafa ts- lendingar ekki heimild til veiða. Eldborgin fer nú í slipp, en hvað síðan verður mun ekki fullljóst. Eldborg HF 13 hélt til kol- munnaveiða við Færeyjar strax upp úr áramótum, en stöðug ótíð 3,9 mtlljonir krona, meðalverð a hamlaði veiðum. Þegar veður var sæmilegt fékkst hins vegar ágætur afli. Auk þeirra 215 tonna af flökum, sem skipið landaði í Bretlandi, landaði Eldborgin nokkru magni af kol- munna til bræðslu í Færeyjum. Þingsályktunartillaga Nefnd geri úttekt á tap- rekstri opin- berra fyrir- tækja Þingsályktunartillaga um kosn- ingu nefndar til að gera úttekt á taprekstri opinberra fyrirtækja, hefur verið lögð fram á Alþingi, en flutningsmenn tillögunnar eru þeir Lárus Jónsson, Friðrik Sophusson og Birgir ísl. Gunn- arsson, alþingismenn Sjálfstæðis- flokksins. Kveður tillagan á um kosningu 7 manna nefndar til að gera úttekt á rekstrarafkomu ríkisfyrirtækja. Á nefndin að kanna hvers vegna hallarekstur fyrirtækjanna und- anfarið sé til orðinn og gera tillög- ur til úrbóta. Samkvæmt tillög- unni á nefndin að skila tillögum fyrir 15. maí næstkomandi. í greinargerð með tillögunni segir, að á undanförnum árum hafi rekstrargrundvöllur opin- berra fyrirtækja algerlega brostið og eðlilegt sé að bregðast við því. Það eigi að gera með því að kanna rækilega orsakir vandans og gera viðeigandi ráðstafanir til úrbóta. I greinargerðinni boða flutnings- menn að nánar verði fjallað um málið í framsöguræðu. Með þing- sályktunartillögunni er fylgiskjal, sem er skriflegt svar iðnaðarráð- herra við fyrirspurn Lárusar Jónssonar, en um það hefur verið fjallað hér í blaðinu. Gera flutn- ingsmenn þá athugasemd við svar iðnaðarráðherra, að upplýsingarn- ar um Áburðarverksmiðjuna séu augljóslega ófullnægjandi. NÖTAÐIR QG NYIR Upió í das til kl4 SAAB- eigendur athugið, tökum þann gamla upp í nýjan -eöa seljum hann fyrir þig ef þú vilt heldur. Mikil eftirspurn tryggir hagstæð skipti. TÖGGURHR SAAB UMBOÐIÐ BÍLDSHÖFÐA 16, SÍMAR 81530-83104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.