Morgunblaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1983 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnss.on, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 180 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 15 kr. eintakið. Þjóðarsamstaða gegn Hjörleifi Tvennt hefur nú gerst sem enn staðfestir að Hjörleif- ur Guttormsson og Alþýðu- bandalagið hafa tekið alranga stefnu gagnvart eiganda álvers- ins í Straumsvík, Alusuisse. Þeir Ingólfur Jónsson, fyrrum ráðherra, Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri, og Steingrím- ur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, hafa gef- ið út yfirlýsingu þar sem þeir sýna fram á að allar fullyrð- ingar Hjörleifs um skaðsemi samninganna við Alusuisse frá 1975 eru byggðar á hæpnum forsendum svo að ekki sé meira sagt. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart, að enn einu sinni sé bent á það, að Hjörleifur Gutt- ormsson fari með rangt mál þegar hann ræðir um álverið og samningana við Alusuisse. Hitt er athyglisvert hve þremenn- ingarnir eru harðir í dómum um skaðsemi þeirrar stefnu, sem Hjörleifur hefur fylgt síðan hann varð iðnaðarráðherra 1. september 1978. Með réttu er bent á það, að vandséð sé hverju það þjónar málstað íslendinga eða samstöðu þeirra í samning- um við Alusuisse þegar Hjör- leifur Guttormsson reynir að stofna til illdeilna um allt, sem aðhafst hefur verið í álmálum áður en hann sjálfur varð iðnaðarráðherra. Og í yfirlýs- ingu þeirra Ingólfs, Jóhannesar og Steingríms er einnig bent á þá staðreynd að Hiörleifur gætti ekki hagsmuna Islands í samskiptum við Alusuisse eftir hækkunina á olíu 1978 og 1979, ekki var leitað eftir endurskoð- un á raforkuverði fyrr en í sam- bandi við ákærur Hjörleifs á hendur Alusuisse um of hátt verð á súráli í árslok 1980. Segja þremenningarnir engan vafa á því að samningsstaða íslands hefði verið mun betri ef hafist hefði verið handa strax í kjölfar hækkunar orkuverðs og á með- an áliðnaðurinn átti við blóm- lega afkomu að búa. Sama dag og fyrrgreind yfir- lýsing er send fjölmiðlum sam- einast fulltrúar allra flokka nema Alþýðubandalagsins um það í atvinnumálanefnd sam- einaðs þings, að Hjörleifur Guttormsson skuli sviptur for- ræði á álmálinu. í greinargerð fyrir tillögunni um þetta segir meðal annars: „Að undanförnu hefur komið í ljós að iðnaðar- ráðherra hefur ekki auðnast að ná víðtækri samstöðu um hags- munamál þjóðarinnar gagnvart Alusuisse. Ekkert tillit hefur verið tekið til ábendinga ann- arra í máli þessu og ráðherra lagt fram þingmannafrumvarp í neðri deild alþingis um ein- hliða aðgerðir. Þar með hefur ráðherrann siglt málinu inn á brautir sem enginn sér fram úr.“ Það er svo dæmigert fyrir fá- vísleg vinnubrögð Hjörleifs Guttormssonar, að á sama tíma sem allir taka þannig höndum saman til að bjarga því sem bjargað verður eftir óhöndug- lega meðferð hans á álmálinu skuli hann nota embætti sitt og ráðherravald til að senda Alu- suisse borginmannlegt skeyti um að nú skuli Svisslendingar vara sig, af því að frumvarp sé komið fram á þingi sem bjóði þeim byrginn. Það er einmitt þetta frumvarp sem þingmenn utan Alþýðubandalags telja að hafi siglt „málinu inn á brautir sem enginn sér fram úr“. SVR í sérflokki Georg Ólafsson, verðlags- stjóri, skýrði frá því hér í blaðinu í gær, að „samkomulag" væri um það að sum samgöngu- fyrirtæki gætu hækkað gjald- skrár sínar án þess að sækja um leyfi til þess til Verðlagsstofn- unar. Sú spurning hlýtur að vakna í þessu sambandi, hvers vegna Strætisvagnar Akureyrar geti hækkað fargjöld sín án nokkurs atbeina Verðlagsstofn- unar eða tilmæla til hennar en Verðlagsstofnun ákveði að beita fógetavaldi og nú rannsóknar- lögreglumönnum þegar fargjöld Strætisvagna Reykjavíkur eru hækkuð með sama hætti. Verðlagsráð ber fyrir sig í harkalegum aðgerðum gegn yf- irvöldum Reykjavíkurborgar, að það verði að gæta lagar og réttar. Og Þjóðviljinn, málgagn Ragnars Arnalds, fjármála- ráðherra, sem lögum sam- kvæmt á að leggja fram láns- fjárætlun í októbermánuði en hefur ekki gert það enn, spyr þóttafullur i gær: „Og ef Davíð fær að brjóta lögin, hvers vegna þá ekki olíufélögin eða kaup- maðurinn á horninu?" Auðvitað mælir enginn með lögbrotum, hvað svo sem lánsfjáráætlun Ragnars Arnalds líður. En þess- um löghlýðnu mönnum ætti að vera ein meginregla ljós: Allir eiga að vera jafnir fyrir lögun- um. Og því er spurt: Hvers vegna er SVR í sérflokki hjá Verðlagsstofnun? Það var fjölmennt við opnunarathöfnina á félagsmiðstöðinni í gær. Félags- og menningan við Gerðuberg tekið í notkun FÉLAGS- og menningarmiðstöðin við Gerðuberg í Breiðholti var formlega tekin í notkun í gær, en framkvæmdum var að mestu lokið í október sl. Með tilkomu þessa húss mun aðstaða íbúa í Breiðholti til hvers kyns félagsstarfsemi batna til muna, en byggingin er vel í stað sett, þéttasta byggðin á næsta leiti og margir skólar í nágrenninu. Húsinu er skipt í þrjá hluta. I austurálmu er bókasafn, í vesturálmu er aðstaða fyrir félagsmálastarfsemi og tónlistarskóli, en í miðri byggingunni er anddyri, forstofur og rúmgóður veitingasalur. Það er Reykjavík- urborg sem fjármagnar rekstur menningarmiðstöðvarinnar. Aðdragandinn Árið 1965 var sett á laggirnar framkvæmdanefnd byggingaráætl- unar sem átti að skipuleggja bygg- ingar í Breiðholti. Stefnt var að því að byggja 1250 íbúðir og árið 1975 var 1221 íbúð tilbúnin. Þá var ákveð- ið að nota fyrningarfé framkvæmda- nefndarinnar til byggingar félags- og menningarmiðstöðvar. Fékkst form- legt leyfi til þess í september 1978. Jafnframt var ákveðið að Reykjavík- urborg mundi verða byggingaraðili. Heildaruppdrættir voru gerðir á ár- unum 1977—78, en í október 1978 var byrjað á grunni hússins. Húsið sjálft Húsið er á tveimur hæðum og stendur við verslunartorg í nokkrum halla. Hallinn hefur verið nýttur á þann hátt að á 1. hæð er gengið beint inn í garð hússins, en á 2. hæð er gengið inn frá torginu. Er þetta mik- ill kostur, því þetta fyrirkomulag auðveldar hreyfihömluðu fólki að ferðast um allt húsið. Eins og áður sagði er byggingunni skipt í þrjá hluta, bókasafn, anddyri og veit- ingasal, og aðstöðu fyrir félagsmála- starfsemi. Veitingasalurinn rúmar 100 manns, og inn í hann er gengið beint af verslunartorginu sem er norðan hússins. í búkasafninu er rúm fyrir 60—70 þúsund bindi, og verður því skipt niður í deildir fyrir börn og fullorðna. Á efri hæð er samkomusalur sem rúmar 100 gesti, en einnig minni herbergi. Á neðri hæð er aðstaða fyrir margs konar félagsstarfsemi, svo og nokkur her- bergi fyrir nauðsynlega þætti félags- málastarfsins sem þarna mun fara fram. Stærð hússins er 2.980 gólffer- metrar á báðum hæðum, sem skipt- ist þannig að félagsmáladeildin fær 1.780 fm til umráða, en bókasafnið 1.200 fm. Allt húsið er 11.400 rúm- metrar, eða nokkru stærra en Kjar- valsstaðir, svo dæmi sé tekið. Húsið er teiknað af Gísla Hall- dórssyni og Halldóri Guðmundssyni. Notkun hússins og rekstur í húsinu mun fara fram hvers kyns félags- og menningarstarfsemi eins og komið hefur fram, en þegar hefur verið ákveðið að eftirfarandi félög fái aðstöðu í húsinu: Framfarafélag Breiðholts III, kvenfélagið Fjall- konur, Bridgefélag Breiðholts, AA- samtökin og Breiðholtsdeild JC. Reykjavíkurborg fjármagnar rekstur menningarstöðvarinnar og eru fjárveitingar til starfseminnar ákveðnar við gerð fjárhagsáætlunar borgarsjóðs ár hvert. í umboði borg- aryfirvalda starfar sérstök rekstrar- stjórn, sem í eiga sæti: Markús Örn Antonsson, fyrir hönd Félagsmála- ráðs Reykjavíkur, Ásta K. Ragnars- 3—5 fc Formaður stjórnar framkvæmdanefndar jónsson, afhendir Davíð Oddssyni borga innar til Reykjavfkurborgar á Félags- og dóttir, fyrir hönd Æskulýðsráðs Reykjavíkur, Anna Arnbjarn- ardóttir, fyrir hönd Borgarbókasafns Reykjavíkur, Guðrún Birna Hann- esdóttir, tilnefnd af Framfarafélagi Breiðholts III, og Ómar Einarsson, framkvæmdastjóri Æskulýðsrsáðs Reykjavíkur. Forstöðumaður menn- ingarmiðstöðvarinnar er Elísabet B. Þórisdóttir. Húsið í eigu Reykjavíkurborgar Framkvæmdanefnd byggingar- áætlunar afhenti Davíð Öddssyni Félags- og menningarmiðstöðin við Gerðuberg í Hólahverfi. Stjórn menningarmiðstöðvarinnar hefur ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni um nafn á húsið, og skoðanakönnunum um hugsanlega nýtingu hússins í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.