Morgunblaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1983 Spjallað um útvarp og sjónvarp ... „Innheimtudeild Ríkisútvarpsins fór á kostum“ Gísli Rú íar Jónsson Gunnar Þórðarson í tilefni af frétt sem kom í út- varpi og sjónvarpi, föstudags- kvöldið 25. febrúar, þess efnis að hans hátign leiðtogi Framsókn- arflokksins, herra Steingrímur Hermannsson, hefði þá fyrr um daginn skipað flokksbróður sinn Pétur Einarsson í embætti flugmálastjóra var mér hugsað til þess að þegar t.d. ríkisfjöl- miðlarnir hafa auglýst lausar til umsóknar stöður fréttamanna eða yfirmanna við stofnanirnar þá er það næstum jafn öruggt og að sólin kemur upp að morgni og hverfur við sjóndeildarhringinn að kvöldi að framsóknarmaður meðal umsækjenda er skipaður í stöðurnar. f blöðum höfðu verið uppi getgátur um að ráðherra þyrði ekki að ganga þvert á einróma tilmæli flugráðs um að skipa Leif Magnússon í embættið. Eg var aldrei í neinum vafa um niðurstöðu og þykir embættis- veitingin táknræn fyrir embætt- isveitingar samgöngumálaráð- herra. Þegar um embættisveit- ingar er að ræða þá kunna fram- sóknarráðherrar enga manna- siði eins og ótal dæmi sanna frá liðnum árum. Framsóknarmenn í hópi fréttamanna ríkisfjölmiðl- anna bjóða sig stundum fram í prófkjörum flokksins vegna al- þingiskosninga og þau slys geta hent að þeir lendi óvart inná al- þingi og endi þar sem skrifarar í deildum. Nóg um það. Völd flokksins eru brátt á enda, eyði- merkurganga í stjórnarandstöðu er fram undan. Framsóknar- ráðherrarnir koma því ekki í verk að skipa nýjan útvarps- stjóra eða nýjan yfirmann sjón- varpsins, eins og þá langar mikið til þess. Fimmtudagur 24. febrúar „Þursabit", útvarpsleikritið sem flutt var klukkan hálf níu um kvöldið, var mjög fyndið. Leikritið er eftir John Graham sem ég minnist ekki að hafa heyrt getið um áður, er hann lík- lega breskur. Þýðing Ásthildar Egilsdóttur held ég að sé bara nokkuð góð. Leikstjóri og þýð- andi láta verkið gerast í Breið- holtinu í Reykjavík í fjölbýlis- húsi á áttundu hæð. Páll Snorra- son, blindur píanóstillingarmað- ur, kemur að vitja um bilað pí- anó í íbúð miðaldra hjóna, Sig- rúnar Jósepsdóttur og Leós Árnasonar flugstjóra. Flugstjór- inn er ekki heima, en í íbúðinni er staddur Pétur Rúnar, kunnur sjónvarpsmaður og glaumgosi, sem er í ástarsambandi við Sig- rúnu. Margs konar misskilning- ur kemur upp á heimilinu og nær hámarki þegar Pétur Rúnar fer í bað og verður að senda eftir lækni þar sem sjónvarpsstjarn- an getur sig ekki hreyft í baðker- inu. Leó, flugstjóri, birtist skyndilega og óvænt, kemur fyrr en ætlað var frá New York og þá færist fjör í leikinn. Gísli Rúnar Jónsson, Þórhallur Sigurðsson, Ragnheiður Steindórsdóttir og Erlingur Gíslason voru öll ágæt í aðalhlutverkum. Gaman væri að fá að heyra í útvarpi við tæki- færi annan álíka skopleik. Föstudagur 25. febrúar Þennan dag vil ég nefna „handboltadaginn". Rétt fyrir klukkan sex hófst bein útsending í sjónvarpi um gervihnött frá leik íslands og Spánar í B-heimsmeistarakeppninni í. handknattleik karla í Hollandi. Sögulegur viðburður hjá ís- lenska sjónvarpinu þar sem þarna var sýnt í fyrsta sinn beint frá íþróttaviðburði erlend- is þar sem íslenskt íþróttafólk á í hlut. Bjarni Felixson lýsti frá leikn- um af miklu öryggi. Þegar ég kom til leiks var staðan 3—3 og skömmu síðar skoraði Bjarni Guðmundsson fjórða mark ís- lands og þá kváðu við húrrahróp sem breyttust fljótlega í örvænt- ingu þegar Spánverjar skoruðu hvert markið af öðru án þess að okkar menn skoruðu og þegar flautað var til leiksloka var sorg- arsvipur yfir íslenska liðinu sem tapaði fyrir Spánverjum með sextán mörkum gegn tuttugu og þremur. Síðan hafa íslensku strákarnir staðið sig frábærlega og þegar þetta er ritað unnið leiki gegn Sviss og Belgíu. Liðið er skipað ungum og efnilegum leikmönnum sem mikils má vænta af. Laugardagur 26. febrúar í sjónvarpinu hóf göngu sína eftir fréttir og auglýsingar nýr breskur gamanmyndaflokkur, „Þriggjamannavist". Þættirnir eru sex. Fyrsti þáttur byrjaði í kirkju þar sem útför Agnesar, ekkju Tómasar Maddison, fór fram að viðstöddu fjölmenni. Eftir 40 ára hjónaband þar sem á ýmsu hefur gengið fær Tommi langþráða lausn af klafa hjóna- bandsins. Hann sest að hjá rúm- lega tvítugum syni sínum og tengdadóttur og eyðir þar áhyggjulausri elli og ungu hjón- in eru ekki alltof ánægð með framferði gamla mannsins sem klæðist vínrauðum náttslopp, dillar sér eftir músík, drekkur kampavín og segir sögur af kynnum við léttlyndar stúlkur á ölkrá í nágrenninu. Þrjár ungar blómarósir heimsækja Tomma, segjast hafa verið boðnar í partý og mikil vandræði koma upp á heimili ungu hjónanna sem tekst þó að ieysa á farsælan hátt. Gamli maðurinn er hreint ekki orðinn elliær og skemmtir sér konunglega. Lionel Jeffries í hlutverki Tomma er frábær og þessi fyrsti þáttur var sérlega fyndinn. Að loknum fyrsta þætti breska gamanmyndaflokksins kom þáttur þar sem rifjaðar voru upp minningar frá fyrstu dögum sjónvarpsins og þeir sem muna þá tíma minnast þess að oft var nú fjör í þá dga. Eg man það líkt og það hefði gerst í gær þegar Vilhjálmur heitinn Gísla- son, fyrrverandi útvarpsstjóri, flutti ávarp í sjónvarpinu í til- efni af fyrsta útsendingardegi fyrir tæpum sautján árum. Þá var veisla víða í húsum, vinir og kunningjar komu saman, og horfðu dáleiddir á þetta undra- tæki, sjónvarpið. Einstaka menn ávörpuðu tækið, „sæll félagi" eða „velkominn í fjölskylduna". Já, og síðan eru liðin mörg ár og nú er það vídíóið sem er nýjasta tækniundrið. Endurminningar frá fyrstu árum sjónvarpsins hlýjuðu um hjartarætur þegar þau hjón Ólafur Gaukur og Svanhildur Jakobsdóttir fluttu nýtt frum- samið lag sem er tileinkað sjón- varpsþætti þeirra frá því í gamla daga, „Skrall í Skötuvík". Lagið er gott og greinilegt að Ólafur Gaukur er jafn snjall laga- smiður og fyrr á árum þegar hljómsveit hans var í fremstu röð. Sigríður Ragna Sigurðardóttir spjallaði við Guðlaugu (Jlfars- dóttur sem fæddist skömmu eft- irað útsendingar sjónvarpsins hófust. Sýndar voru myndir af Guðlaugu sem kornabarni og fimm ára stúlku. f dag stundar hún nám í skóla á Laugarvatni og lætur vel af sér. Guðmundur Guðjónsson söng síðan nokkur lög eftir Sigfús Halldórsson sem var viðstaddur og lék undir á píanó. Eins og við var að búast af jafn ágætum listamönnum var allur flutning- ur í háum gæðaflokki. Sjónvarpsáhorfendur fengu einnig að sjá ekki síðri lista- menn, Hljóma frá Keflavík, sem voru „heimsfrægir" á íslandi. Sýnd voru brot úr sjónvarps- þætti þeirra frá fyrri árum. Gunnar Þórðarson sagði frá stemmningunni á þessum árum og Björgvin Halldórsson söng við undirleik Gunnars á píanó sérstaklega fagurt lag eftir Gunnar sem hann nefnir „Vetr- arsól". Þættinum lauk síðan á tísku- sýningu og þá skrapp ég fram í eldhús og hellti uppá könnuna. Mér leiðast tískusýningar. Sunnudagur 27. febrúar Ekki hafa margir fslendingar komið til Albaníu. Ég man að þegar „Óli kommi", ólafur Jóns- son hjá auglýsingadeild Þjóðvilj- ans, var þar í boðsferð sem formaður Menningartengsla ís- lands og Albaníu fyrir sextán eða sautján árum og heimkom- inn átti varla nógu sterk orð til að lýsa hrifningu sinni á landi og þjóð, þá héldu félagar hans í Fylkingunni að hann hefði stigið fæti á heilaga jörð. Sendinefndir frá íslenska Sósíalistaflokknum sem voru stöðugt á ferð um kommúnista- ríki Austur-Evrópu á þessum ár- um komu ekki til Albaníu, þær komu upp að hásætinu í Kreml í Moskvu og fengu „gott í skóinn" eða þá að þær heimsóttu graf- hýsi Leníns. í sjónvarpsþættinum um Alb- aníu fyrir dagskrárlok á sunnu- dagskvöld var rakin saga þjóðar- innar og trúarbrögð áður en stalínistinn Enver Hoxa komst til valda og síðan fjallað um þróunina frá valdatöku komm- únista. Engin gagnrýni er þoluð á foringjann eða flokkinn. Alb- anía hefur ekki horfið frá hreinræktuðum kommúnisma. Hoxa og félagar eru á leið inní miðaldamyrkur kommúnismans og unga fólkið gengur um torg heilaþvegið og syngur: „Hann er vinur fólksins hann Hoxa. Hann er faðir okkar, vinur og bróðir.“ Þessi fyrri hluti sjónvarps- þáttarins um Albaníu, land í fjötrum persónudýrkunar, er frá finnska sjónvarpinu. Síðari hlut- inn verður sýndur sunnudaginn 6. mars og strákarnir í íslensku marx-lenínistasamtökunum og aðdáendur Albaníu í Alþýðu- bandalaginu munu líklega fjöl- menna við sjónvarpið til að með- taka dýrðina. Mánudagur 28. febrúar „Sonur nágranna þíns“. Leikin dönsk heimildarkvikmynd frá 1981 tekin í Grikklandi var á dagskrá í sjónvarpi um kvöldið. Myndin segir frá atburðum sem gerðust í Grikklandi á dögum herforingjastjórnarinnar 1967—’74. Þar voru framdar daglega pyntingar og önnur ofbeldisverk af öryggislögregl- unni. Lögreglan beitti andlegum og líkamlegum pyntingum að sögn manns sem var í lögregl- unni og viðtal var við í þættin- um. Ástandið í mannréttinda- málum í Grikklandi á dögum herforingjastjórnarinnar var skelfilegt. í sjónvarpsmyndinni kom það greinilega í ljós að myndin sem slík er ágæt heimild um atburði í Grikklandi á þessum árum. þriðjudagur 1. mars Norska barna- og unglinga- leikritið „Lífsháski" eftir Leif Hamre, „Þrír vinir", 1. þáttur, leikstjóri Jón Júlíusson var flutt í útvarpinu klukkan átta um kvöldið. Mér þykir líklegt að leikritið verði vinsælt. Heyrði ég ekki betur en í verkinu sé spenna og aðalpersónur, unglingarnir Ari, Eyvindur og Elsa, eru skemmtilegt fólk. Þau fara í flugferð sem er ævintýraleg og ekki sér fyrir endann á. Spennan er nú í hámarki. Þeir sem hlust- uðu á fyrsta þátt mega varla vera að því að bíða eftir þætti númer tvö. Ingvi Hrafn Jónsson, frétta- maður, var með „Þingsjá" í sjón- varpinu seint um kvöldið. Hann spurði nokkra þingmenn: „Hvað ætlið þið að segja heima í héraði í kosningabaráttunni?": Framsóknarþingmaður sagði án þess að hiksta eða stama: „Það er best að treysta Fram- sóknarflokknum fyrir málum þjóðarnnar." Með þann boðskap fer hann heim í hérað, aumingja maðurinn. Alþýðubandalagsþingmanni var tíðrætt um sannleikann og endurtók ýmislegt af því sem hringleikahús flokksins mun bjóða uppá þegar kabarettsýn- ingar hefjast fyrir kosningar og félagi Guðrún Helgadóttir vísar grýttan og erfiðan veginn til sæluríkisins. Steinþór Gestsson, Stefán Jónsson og Jósep H. Þorgeirsson fluttu kveðjuorð í lok þáttarins. Þeir eru að hverfa af alþingi í lok þessa kjörtímabils, gefa ekki kost á sér til áframhaldandi þingsetu og mér fannst Stefán Jónsson hálf klökkur, hinir báru sig sæmilega. Miðvikudagur 2. mars „Mannkynið". Nýr fram- haldsmyndaflokkur í sex þátt- um, sem fjallar um þróun mannkyns, hófst í sjónvarpi strax að loknum fréttum og auglýsingum. Athyglisverðasta dýrið sem uppi hefur verið og er þó svo illa statt að það veit tæp- lega hvernig það á að bjarga sér er í aðalhlutverki þessa mynda- flokks. Fyrsti þáttur var ágætur og fróðlegur. Svo kom auglýs- ingatími í sjónvarpinu. Inn- heimtudeild Ríkisútvarpsins fór á kostum. Olafur Ormsson Ályktun Búnaðarþings um kortagerð og jarðabók: Byltingarkennd en til mikilla framfara fyrir landbúnaðinn segir Hjalti Gestsson, einn flutningsmanna „ÉG VÆNTI mikils af þessu og veit að þetta stuðlar að skynsamlegri nýtingu landsins," sagði Iljalti Gestsson frá Hæli, ráðunautur á Selfossi og búnaðarþingsfulltrúi en Búnaðarþing gerði ályktun vegna erindis hans, Égils Hjarnasonar, Sauðárkróki, og Gísla Éllertssonar, Meðalfelli í Kjós, um „landnýtingu, búfjárframleiðslu og gerð jarðabók- ar . Hjalti sagði í samtali við Mbl.: „Hugmynd okkar með þessum til- löguflutningi var sá að það megi ekki ganga þannig lengur, að þrátt fyrir að hingað til lands séu komin öll tæki til að gera fullkomin kort af landinu, að gerð grunnkorta dragist öllu lengur. Þau kort sem nú eru notuð eru að stofni til frá danska herforingjaráðinu sem gaf þau út í Kortabók íslands um 1940 en þá hafði verið unnið að þeim með ófullkomnum áhöldum í ára- tugi. Síðan hafa þessi kort verið endurskoðuð af Landmælingum íslands. Við þurfum að fá gróðurkort af öllu landinu útreiknuð og gefin út til að nota fyrir þá ýmsu aðila sem þau þurfa að nota, m.a. þá aðila sem eru að undirbúa mannvirkja- gerð og einnig yrði þetta ómetan- legt fyrir landbúnaðinn, ég þarf ekki að lýsa þýðingu þessa fyrir hann. Síðan var hugmynd okkar sú að gefin yrði út nákvæm jarða- bók íslands, þar sem hver jörð yrði sérgreind með nauðsynlegum upplýsingum, m.a. um stærð henn- ar, landamerki og ræktað og rækt- anlegt land. Svona jarðabók hefur hvergi verið gefin út og er byltingar- kennd en yrði til mikilla framfara fyrir landbúnaðinn ef hún kæmist í framkvæmd," sagði Hjalti Gestsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.