Morgunblaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1983 23 EI Salvador: Bandaríkjamenn fjölga ráðgjöfum Washington, 4. mars. AP. BANDARÍKJASTJÓRN hefur í hyggju ad senda fleiri ráðgjafa til aðstoðar stjórnarhers El Salvador. John Hughes, talsmaður bandaríska utanríkisráðu- neytisins sagði í gær, að stjórnin myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til að koma í veg fyrir valdatöku vinstri sinnaðra skæruliða. Hingað til hafa Bandaríkjamenn verið með 37 ráðgjafa að meðaltali í landinu, en síðustu vikurnar hafa aldrei verið fleiri, eða 45 talsins. Langt er síðan Bandaríkjastjórn sagði að hámarksráðgjafafjöldi myndi vera 55 og líklegt er að sú tala verði nú fyllt. „Þegar við höfum orðið há- marksfjölda ráðgjafa í landinu, er kominn sá tími að við íhugum hvort við göngum enn lengra," sagði Hughes. Á sama tíma kvöddu þrír þingmenn Repúblik- anaflokksins sér hljóðs á þinginu og hvöttu stjórnina til að láta af allri aðstoð við stjórnvöld í E1 Salvador uns hún sýndi það í verki að hún vildi ljúka átökunum með samningaumleitunum. Ýmsir hafa látið í ljósi áhyggjur að Bandaríkjastjórn kunni að ætla að senda hermenn til E1 Salvador, en talsmaður Hvíta hússins sagði í gær að slíkt kæmi alls ekki til mála. „Reagan myndi aldrei fallast á slíkt," sagði talsmaðurinn. Fyrr- nefndur Hughes hjá utanríkis- ráðuneytinu bætti því hins vegar við, að skæruliðarnir hefðu sótt mjög í sig veðrið að undanförnu og liðsandinn í stjórnarhernum væri afar lélegur. Það væri því skylda Bandaríkjamanna að styðja við bakið á stjórnarhernum. Á brattann að sækja fyrir Malcolm Fraser Sydney, 4. mars. AP. SKOÐANAKANNANIR, sem birt- ar voru í dag, daginn fyrir ástr- ölsku kosningarnar, sýndu að leið- togi Verkamannaflokksins, Bob Hawke, hafði enn mjög gott for- skot á Malcolm Fraser, forsætis- ráðherra. Könnunin, sem gerð var á veg- um Gallup, og náði til rúmlega 2000 manna sýndi, að Hawke hafði 8% fylgi umfram Fraser. Samkvæmt henni átti Hawke að fá 52-56% atkvæða og Fraser 44-48%. Gert var ráð fyrir 4% fráviki í könnuninni. Yfirumsjónarmaðurinn með þessari könnun, sagði að jafnvel þótt mestu hugsanlegu frávik væru tekin með í reikninginn væri augljóst, að Verkamanna- flokkurinn ynni sigur í kosning- unum. Niðurstöður könnunarinnar styrkja úrslit fyrri kannana, sem allar hafa verið á svipaða lund, nema hvað örlítið virðist hafa saxast á forskot Hawke í vikunni. Allir stjórnmálaskýr- endur eru þó sammála um, að Fraser eigi ekki afturkvæmt úr þessu. Fraser er sagður vera bjart- sýnn á sigur í kosningunum þrátt fyrir niðurstöður skoðana- kannana, en sá sigur yrði naum- ur. Fraser hefur nokkuð til síns máls því hann vann kosningarn- ar 1980 þrátt fyrir að skoðana- kannanir sýndu hann 9% á eftir andstæðingi sínum viku fyrir kjördag. Afganistan: Breyttar baráttuað- ferðir Sovétmanna Nýju Dolhí, 4. mars. AP. SVO virðist, sem báðir hinir stríð- andi aðilar í Afganistan hafi breytt bardagaaðferðum sínum ef marka má nýjustu heimildir þaðan. f stað þess að eltast við frelsis- sveitirnar vítt og breitt um landið hafa Sovétmenn tekið til við að jafna þorp við jörðu til þess að koma í veg fyrir að meðlimir frelsissveitanna gcti leynst þar. Þá hafa þeir hirt alla kornvöru af ökrum og þannig komið í vcg fyrir að andstæðingar þeirra afli sér matar á þann hátt. Sem krók á móti bragði hafa frelsissveitirnar lagt af þeim sið sínum, að láta til skarar skriða gegn innrásarliðinu hvar og hven- ær sem tækifæri gefst eins og reyndin hefur verið. Þess í stað leggja þær nú meiri áherslu á sjálfa höfuðborgina Kabúl og að færa átökin innfyrir borgarmörkin eins mikið og hægt er. Að sögn afgansks ferðamanns, sem er nýverið kominn frá heima- landi sínu eftir langa og stranga ferð fótgangandi yfir fjöll og firn- indi í Afganistan og Pakistan, beita Sovétmenn flugher sínum nú í mun meira mæli en áður. Fara sprengjuvélar hverja ferðina á fætur annarri, gera árásir á lítil sveitaþorp og leggja þau í rúst. Afleiðing herferðar Sovétmanna hefur verið sú, að verð á matvöru hefur hækkað stórum í höfuðborg- inni, sem eitt sinn var friðsæl borg með um 600.000 íbúa. Nú er þar um ein milljón flóttamanna frá lands- byggðinni. Má t.d. nefna að verð á hveiti hefur nær sexfaldast og kjöti rúmlega þrefaldast. Sömu sögu er að segja um hrísgrjón, sem er stór hluti grunnfæðu Afgana. Félagsfundur Skipulagsmál verkalýðshreyfingarinnar Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur almennan félagsfund um skipulagsmál verka- lýðshreyfingarinnar þriðjudaginn 8. mars nk. að Hótel Esju 2. hæö kl. 20.30. Framsögumenn: Hannes Þ. Sigurðsson, varaform. VR, Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, form. Sóknar. Fundarstjóri: Magnús L. Sveinsson. Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta á fundinn og taka þátt í umræðum um þetta þýðingarmikla mál, VERIÐ VIRK í VR Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Jfl Á SKÍDUM 1983 1. JANÚAR — 30. APRÍL Skráníngarspjald Allt sem gera þarf er að fara fimm sinnum á skíði á tímabilinu, eina klukkustund í senn. Hver einstaklingur er talinn með í keppn- inni. Allar tegundir skíða gilda. Einn fer á svigskíði, annar á gönguskíði eða hvoru tveggja. Nafn Heimilisfang Héraö Hve oft Skilið skráningarspjaldinu til skíðafélags, á skíðastað eða til annarra aðilja sem veröa auglýstir síðar. SENDA MÁ SPJALDIO MERKT SKÍOASAMBANDI ÍSLANDS, ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐINNI, LAUGARDAL, 104 REYKJAVÍK. SKlCWSAMBWD tStANDS NORRÆN FJÖLSKYLDULANDS- KEPPNI Á SKIÐUM 1983 |ílor0imXilnbib

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.