Morgunblaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1983 33 Iðnrekstrarsjóður — Iðntæknistofnun íslands: Efna til námsstefnu um vöruþróun í marz NÁMSSTEFNA um vöruþróun verdur haldin á vegum Iðnrekstrarsjóðs og Iðntæknistofnunar íslands dagana 15.—17. marz nk. samkvæmt upplvs- ingum í fréttabréfi Iðntæknistofnunar. Námsstefnan skiptist í þrjú eins dags námskeið um skipulagn- ingu og framkvæmd vöruþróunar í iðnfyrirtækjum, og verða verk- efni hvers dags miðuð við ákveðin svið, sem þátttakendur geta valið um, vélar og tæki, matvæla- og efnaiðnað og neytendavörur. Tilgangurinn er að stuðla að markvissri vöruþróun í íslenzkum fyrirtækjum, og er námsstefn- unni ætlað að sýna fram á þýð- ingu hennar, hvernig að henni verði staðið og að auðvelda fyrir- tækjum að afla fjár til vöru- þróunar. Viðfangsefni námsskeiðanna verða stefnumörkun, mat og val á þróunarverkefnum, hlutverk og starfshættir Iðnrekstrarsjóðs, að- ferðir við leit á nýjum fram- leiðslutækifærum og greining á þörfum notenda og skipulagning þróunarstarfsins. Rakin verða raunhæf dæmi og unnin hópverk- efni varðandi útlitsgildi, nota- gildi, notkunarsvið og tæknilega eiginleika. Leiðbeinendur á námsstefnunni eru Elsebeth Nilsson, verkfræð- ingur, og Karsten Bogh, deildar- tæknifræðingur frá rekstrar- tæknideild Teknologisk Institut í Danmörku, og Elías Gunnarsson vélaverkfræðingur, ráðgjafi um vöruþróun í málmiðnaði. Kindakjötssala jókst á sl. ári: Var um 45 kg á hvert mannsbarn í landinu Á SÍÐASTLIÐNU ári var sala á kindakjöti med því mesta, sem verið hefur eða rúmlega 45 kg á hvert mannsbarn til jafnaðar. Það er varla gert ráð fyrir að salan innanlands geti aukist veru- lega, en þó hefur sú þróun átt sér stað á fyrstu 5 mánuðum þessa verðlagsárs (frá 1. sept. ’82) að söluaukning hefur orðið 13,6% miðað við sömu mánuði verðlags- árið á undan. Innvigtað kindakjöt síðastliðið haust var 13.767 tonn, en það var 3,2% minna en haustið áður. Birgðir 1. septémber sl. voru 2.030 tonn. Sala fyrstu 5 mánuði verð- lagsársins af kindakjöti var 4.480 tonn, þar af var dilkakjöt 3.600 tonn. Útflutningur á þessu sama tímabili var 938 tonn, þar af voru 257 tonn af ærkjöti. Utflutningur- inn var 10,20% minni nú en í fyrra. Birgðir 1. febrúar sl. voru aðeins 0,7% meiri nú en á sama tíma í fyrra, en þá hafði verið flutt út á þessu sama tímabili um 1.045 tonn. Svíþjóð: Framfærslukostnaður hækkaði um 2,5% í janúar Framfærslukostnaður hækkaði um 2,5% í Svíþjóð í janúarmánuði sl., en til samanburðar var hækkun- in á sama tíma í fyrra um 1,8%. Stærstur hluti hækkunarinnar er til- kominn vegna hækkunar á sölu- skatti í Svíþjóð. Hækkun framfærslukostnaðar síðustu tólf mánuði í Svíþjóð er liðlega 10,7%, en til samanburðar var hækkunin 12.5% á sama tíma á síðasta ári. Sænski Seðlabankinn ákvað á dögunum að lækka almenna for- vexti úr 10% í 9%, en vextir lækk- uðu úr 11% í 10% í marz á síðasta ári. Talsmaður bankans sagði ástæðuna fyrir vaxtalækkuninni vera almenn tilhneiging til þess í Bandaríkjunum og öðrum Evrópu- löndum. Sænski kaupskipaflotinn hefur ekki veyið minni síðan 1957, en á síðasta ári taldi hann 468 skip, sem voru smtals 3.313.000 tonn. Hafði flotinn minnkað um 16 skip, en hann var samtals 3.315.000 tonn árið 1981. Elvar Gísli Sigurös- son — Kveðja Elvar Gísli Sigurðsson er farinn frá okkur á fund ömmu sinnar, sem tekur nú á móti eftirlætinu sínu opnum örmum. Hún lést fyrir aðeins tveimur mánuðum. Elvar Gísli bar alvarlegan sjúkdóm frá fæðingu og við vissum að einhvern tímann yrði hann honum yfir- sterkari, en hversu lengi heldur maður ekki í vonina. Þessi dreng- ur var svo blíður og góður að það var með ólíkindum, því oft var hann mikið veikur og gat ekki leikið sér eins og önnur börn. Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir 5 ára dreng að sitja við gluggann og horfa á alla krakkana úti að leik. En Elvar var lundgóður og alltaf var stutt í bjarta brosið, hversu erfitt, sem hann átti. Honum hafði farið mikið fram á undanförnum mánuðum og þessvegna bregður manni svo illa þegar kallið kemur allt í einu. Elsku Gunna, Siggi og Lilja litla. Þið hafið misst svo mikið, en ég veit að vissan um það að nú er öllum þjáningum Elvars Gísla lokið, léttir ykkur missinn. Megi algóður Guð gefa ykkur styrk á þessari erfiðu stund. Sjálf þakka ég Elvari Gísla fyrir þann stutta tíma, sem leiðir okkar lágu saman í Engihjallanum. Áslaug Joan Gunnlaugsson Kiltg — Minning Joan Gunnlaugsson Kilty, kom- in af frumbýlings-fjölskyldum í grennd við Minneota, Minnesota, dó 3. febrúar 1983, 84 ára, eftir langan lasleika. Jarðarförin fór fram þar sem Kilty-hjónin áttu lengst af heima, í Stillwater, rétt fyrir austan St. Paul, höfðuborg Minnesota-ríkis, og þar var hún jörðuð við hlið Reginalds manns síns, sem dó fyrir nokkrum árum. Kveðjuathöfnin var mánudaginn 7. febrúar í St. Michaels, kaþólskri kirkju í Stillwater. Ein dóttir lifir móður sína, frú Joan O’Brien í St. Paul, sem á fimm börn. Þrjár systur syrgja hina látnu: Frú Dóra Stowe í Minneapolis, sem starfaði sem lyfjafræðingur í mörg ár; Frances Gunnlaugsson, sem kenndi hjúkrunarfræði við Miller-spítalann í St. Paul í mörg ár, og Christine Gunnlaugsson í St. Paul, sem var söngkennari í mörg ár, vel þekkt sem einsöngv- ari, sem fékk að nota nafnið Leon- ita Lanzoni á Ítalíu er hún var óperusöngvari þar fyrir mörgum árum. Ættir frú Jóhönnu sem kölluð var Joan, voru að austan og norð- an; faðir hennar var Sigurður Gunnlaugsson Magnússonar, síð- Aðfaranótt þriðjudags byrjaði að rigna og rigndi mikið allan þriðjudaginn og fram á aðfaranótt miðvikudags. Miklar skemmdir urðu á veginum milli Hornafjarð- ar og Djúpavogs vegna úrkomunn- ar og fór hann í sundur á nokkkr- um stöðum. Unnið hefur verið að viðgerð í allan gærdag og fram yf- ir hádegi í dag. Engar ferðir hafa verið vegna þessa, á milli Horna- ast bóndi á Eiðum í Eiðaþinghá, áður en hann flutti vestur yfir haf, og móðirin, Kristjana Sólveig Hofteig, dóttir Sigbjörns Sigurðs- sonar Hofteig, sem fluttist vestur frá Mýnesi í Eiðaþinghá, og Stein- unn Magnúsdóttir kona hans frá Skeggjastöðum á Jökuldal. Joan, lagleg, fjörug, vel látin kona, naut vinsælda og virðingar. Hún missti eina bróðurinn fyrir fáeinum ár- um, Friðrik Gunnlaugsson, lækni í Minneapolis.Hann var opinber starfsmaður þar í mörg ár sem yfirmaður heilsuverndar. Yaldimar Björnsson fjarðar og Djúpavogs, fyrr en nú um hádegi að orðið var jeppafært og klukkan þrjú í dag lagði rútan frá Djúpavogi af stað til Horna- fjarðar. Togarinn Sunnutindur var hér inni eftir helgina og landaði 60 tonnum af fiski og er verið að gera að aflanum. Mánatindur fór út um hádegið í dag til að draga net, en hann hefur ekki komist út síðan á mánudaginn. Fréttaritari. Skemmdir á vegum Djúpavogi, 3. mars. SUMARHÚS EDDA Ef þú leitar aö sumarhúsi snúöu þér eitthvaö ann- aö, en ef þú leitar aö vönduðu og fallegu sumar- húsi fyrir ótrúlega hagstætt verö þá snýröu þér til mín Takmarkaö upplag Sumarhús EDDA sími 66459

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.