Morgunblaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.03.1983, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. MARZ 1983 Fulltrúar þriggja þingflokka: Almáliö úr höndum iðnaðarráðherra Sex af sjö nefndarmönnum í at- vinnumálanefnd sameinaðs þings hafa lagt fram eftirfarandi tillögu til þingsályktunar um viðræðunefnd við Alusuisse, sem felur í sér aö taka samskiptamál íslenzka ríksins og Alusuisse um álverið í Straums- vík úr höndum Hjörleifs Guttorms- sonar, iðnaðarráðherra. Þeir sem standa að tillögunni eru: Friðrik Sóphusson (S), Halldór Ásgríms- son(S), Eggert Haukdal (S), formað- ur nefndarinnar, Jón Baldvin Hannibalsson (A), Sverrir Her- mannsson (S) og Ólafur l>. Þórðar- son (F). Tillögugrein: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að óska án tafar eftir viðræðum við Alusuisse um end- urskoðun á samningi íslenska ríkisins við fyrirtækið um rekstur íslenska álfélagsins. Til að annast viðræðurnar skal ríkisstjórnin þegar skipa 6 manna viðræðu- nefnd og skal hver þingflokkur tilnefna einn fulltrúa, forsætis- ráðherra einn og landsvirkjun einn. Nefndin kýs sér formann. Við endurskoðun á samningn- um verði lögð rík áhersla á veru- lega hækkun raforkuverðs. Jafn- framt verði leitað eftir hækkun á raforkuverði sem gildi aftur í tím- ann. Alþingi telur að stækkun ál- versins komi til greina í tengslum við viðunandi hækkun á raforku- verði; einnig komi til greina að nýr hluthafi gerist aðili að ís- lenska álfélaginu. Þá verði og leitað eftir sam- komulagi um breytingar á skatta- ákvæðum samningsins. Til að stuðla að því, að viðræður geti hafist án tafar, verði fallist á að setja deilumál um verð á súr- áli, rafskautum og skatta í gerð- ardóm sem aðilar koma sér saman um. Viðræðunefndin skal hafa full- an aðgang að öllum þeim gögnum sem þegar liggja fyrir um mál þetta. Enn fremur er nefndinni heimilt að leita samstarfs við hvern þann aðila sem hefur sér- þekkingu á málum er varða störf hennar. Opinberum aðilum er skylt að veita nefndinni hverjar þær upplýsingar sem hún óskar. Kostnaður af starfi nefndarinnar greiðist úr ríkissjóði." Greinargerð: „Að undanförnu hefur komið í ljós að iðnaðarráðherra hefur ekki auðnast að ná víðtækri sam- stöðu um hagsmunamál þjóðar- innar gagnvart Alusuisse. Ekkert tillit hefur verið tekið til ábend- inga annarra í máli þessu og ráð- herra lagt fram þingmannafrum- varp í neðri deild Alþingis um einhliða aðgerðir. Þar með hefur ráðherrann siglt málinu inn á brautir sem enginn sér fram úr. Að þessari tillögu standa allir nefndarmenn atvinnumálanefnd- ar nema fulltrúi Alþýðubanda- lagsins, Garðar Sigurðsson. Nefndarmenn vilja með þessari tillögu leggja áherslu á víðtæka samstöðu til að ná fram mikil- vægum hagsmunamálum og telja það best gert með þeim hætti sem fram kemur í tillögunni. Nánari grein verður gerð fyrir málinu í framsögu." Albert Guðmundsson, alþingismaður: Tímabært að svara neikvæðum í umræöu um frumvarp formanna stjórnmálaflokkanna um kjördæmamálið flutti Albert Guðmundsson (S) ræðu, í tilefni af kröfu Vilmundar Gylfasonar um útvarpsumræðu og rökstuðningi hans fyrir þeirri kröfu, sem fer efnislega hér á eftir: Ég harma þetta upphlaup 4. þing- manns Reykjavíkur. Það er orðið reglulegur dagskrárliður, að hann hleypur hér upp í stólinn, áður en blaðamenn hverfa af fundum. Eftir að þeir hverfa áf fundum og þingstörf halda eðlilega áfram, hefur hann yfir- leitt litinn áhuga fyrir því að taka til máls. Það er kominn tími til þess að þingmenn komi hér upp í pontuna og svari honum. Hann kemur hér til starfa á Alþingi, eftir virkilegt jaka- hlaup úti í þjóðfélaginu með neikvæð- um skrifum um menn og málefni og það er kominn tími til þess að rifja upp þá pólitísku sögu. Síðan hann kom hingað til starfa á hæstvirtu Alþingi hefur hann haldið áfram þessum neikvæða málflutningi um flokka og stjórnkerfi, sem við höf- um búið við, og borið saman við ein- ræðiskerfi, sem víða annars staðar eru við lýði. Forsenda sú, sem 4. þingmað- ur Reykvíkinga notaði í máli sínu, til þess að óska eftir útvarpsumræðu, er að gefa í skyn, að fjölmiðlar séu mis- notaðir af ríkisvaldinu. Ég vil mót- mæla þessu. Ég hef ekki orðið var við það að stjórnvöld hafi bein afskipti af fréttaflutningi. Ég hef sama rétt til þess að mótmæla þessu, eins og hann hefur til þess að bera slíkan áburð fram fyrir alþjóð. Ég hef ekki unnan neinu að kvarta hjá fréttamönnum hér. Ég held, að fréttamenn eigi annað skilið af þingmanninum en það að hann væni þá um að gera upp á milli manna, og sízt ætti það að koma frá Vilmundi Gylfasyni, venga þess að hann er svo til daglega í blöðunum sem fréttaefni. Forsendurnar eru þvf falsk- ar. Hitt er svo annað mál , að það stjórnlagafrumvarp, sem hér er um rætt, er þess eðlis, að það er ekkert óeðlilegt, að úvarpað verði frá þeim fundi eða þeim fundum, sem hér eiga eftir að verða um það mál og kjör- dæmamálið. Ég tel þá eðlilegt, að það sé útvarpað frá fundinum öllum, þann- ig að allir þeir, sem taka til máls, tali til þjóðarinnar. Það er svo sann- arlega þörf á því, að þingmenn al- mennt geti svarað á sama vettvangi þeim áróðri, sem frá 4. þingmanni Reykvíkinga kemur, fyrir hans nýja bandalagi, og ég vil minna hann og alþjóð á það ,að hann er 4. þingmaður Reykvíkinga sem frambjóðandi Al- þýðuflokksins, vegna kjörfylgis þess flokks. Hann hefur ekki verið kjörinn á þing fyrir bandalag úti í bæ. Það á kannske eftir að ske. En hann situr f þingnefndum sem slíkur, sem Alþýðu- flokksmaður. Virðulegur forseti. Ég tek undir þá ósk, að frá umræðu verði útvarpað, en það verði þá almennar útvarpsumræð- ur, sem eiga sér stað og útvarpið standi opið allan þann tíma, sem þing- fundur stendur. Guðrún Helgadóttir Guðmundur J. Guðmundsson. Skattstofn helmingaður við starfslok: Rimma Guðmund- ar J. og Guðrúnar Tveir þingmenn Alþýðubandalags, Guðmundur J. Guðmundsson og Guðrún Helgadóttir, fóru í hár sam- an í umræðu á Alþingi um frumvarp þess efnis, að tekjuskattstofn manna, sem láta af störfum vegna aldurs, skuli lækkaður um helming, til að létta þeim skattbyrðina fyrsta atvinnuleysisárið, eftir að þeir setj- ast í helgan stein. Fyrsti flutnings- maður frumvarpsins er Albert Guð- mundsson, en meðflutningsmenn eru 3 úr Sjálfstæðisflokki, 3 úr Framsóknarflokki, 2 úr Alþýðu- flokki og Guðmundur J. Guðmunds- son úr Alþýðubandalagi. f greinar- gerð segir efnislega, að frumvarpið sé flutt til þess að koma til móts við launþega, sem láta af starfi aldurs vegna, til að auðvelda þeim tekjuleg og önnur viðbrigði, enda eigi þeir, em unnið hafi þjóðfélaginu langa starfsævi og greitt skatta sína og skyldur meðan vinnandi vóru, sið- ferðilega kröfu á skattalegri til- hliðran, er starfsævi lýkur. Og sú tilhliðran á að koma án bónarbréfa. Guðmundur J. Guðmundsson (Abl) mælti fyrir nefndaráliti, er lagði til samþykkt frumvarpsins, með nokkrum orðalagsbreyting- um. Birgir ísleifur Gunnarsson (S) og Pétur Sigurðsson (S) þökkuðu stuðning þingnefndarinnar við málið. Guðrún Helgadóttir (Abl.) mælti hinsvegar gegn frumvarp- inu, m.a. á þeirri forsendu, að það tæki ekki tillit til mismunandi efnahagslegrar stöðu manna, er þeir létu af störfum. Magnús H. Magnússon (A) taldi hinsvegar mikilvægt að taka af öll tvímæli um slíkan skattalegan rétt hinna öldruðu, er tekjur skreppa saman við starfslok. Er frumvarpið kom til atkvæða í fyrri þingdeild kom enn til snarpra orðaskipta milli Guð- mundar J. Guðmundssonar og Guðrúnar Helgadóttur, sem mælti hart gegn frumvarpinu. Atkvæði vóru greidd að viðhöfðu nafnakalli ’eftir aðra umræðu í neðri deild. Var málið þar samþykkt með 21 atkvæði gegn 1 (Guðrúnar), 11 sátu hjá en 7 vóru fjarverandi. Málið gengur nú til efri deildar, og er vafalítið, að fullorðið fólk mun vel fylgjast með afgreiðslu þess. Eftir lifir vika af starfstíma 105. löggjafarþings Islendinga. Annir eru miklar þessa dagana, bæði í þingdeildum og sameinuðu þingi. Þessi svipmynd er tekin í Sameinuðu þingi. I ramma yfir landsfeðr- um líðandi stundar má sjá mynd af Jóni Sjgurðssyni, sem kallaður var „sómi Isíands’ sverð þess og skjöldur", en hann var forseti þingsins á sinni tíð og fór fyrir löndum sínum í sjálfstæðisbaráttu þeirra. Stuttar þingfréttir • Stefnt er að því að 105. lög- gjafarþingi íslendinga Ijúki í end- aða næstu viku, líklega föstudag- inn 11. marz nk. • Frumvarp um „bann við ofbeldiskvikmyndum", var af- greitt frá neðri til efri þingdeild- ar í gær með breytingartillögu um „sólarlagsákvæði", frá Vil- mundi Gylfasyni (BJ) og Pétri Sigurðssyni (S), þ.e. að gildistími laganna skuli renna út í árslok 1987. „Sólarlagsákvæðið" var samþykkt að viðhöfðu nafnakalli með 18:9 atkvæðum, 12 vóru fjarverandi. • Frumvarp um heimild til ríkisábyrgðar vegna 50 m.kr. lántöku til björgunar „gullskips- ins“ á Skeiðarársandi er komið til nefndar í síðari þingdeild, eft- ir skemmtilegar umræður. • Kjartan Jóhannsson (A) mælti í gær fyrir frumvarpi til laga, sem hann flytur ásamt fleiri þingmönnum (úr Sjálf- stæðisflokki og Alþýðuflokki) um byggingu og starfrækslu nýrrar flugstöðvar fyrir far- þega- og vöruafgreiðslu á Kefla- víkurflugvelli. Stöðin verði al- gerlega aðskilin frá mannvirkj- um Varnarliðsins. Þingmenn Al- þýðubandalags vóru þungorðir gegn frumvarpinu. • Hjörleifur Guttormsson, iðn- aðarráðherra hefur mælt fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um Landsvirkjun, sem kveður á um, að fyrirtækið sé með heimili og varnarþing í Reykjavík, sé sjálfstæður réttaraðili með sjálfstæðan fjárhag og reikn- ingshald. Eignir umfram skuldir skiptast svo milli eigenda: Ríkis- sjóður 50%, Reykjavíkurborg 44,525% og Akureyrarkaupstað- ur 5,475%. • Ólafur G. Einarsson (S) hefur flutt frumvarp ásamt meðflutn- ingsmönnum úr öllum þing- flokkum, þess efnis, að aðild að lífeyrissjóði starfsmanna ríkis og bæja verði rýmkuð, nái m.a. til starfsfólks fræðsluskrifstofa, landshlutasamtaka sveitarfé- laga, starfsfólks sparisjóða, samnorrænna stofnana hér, stofnana rekinna af líknarfélög- um svo og starfsmanna stjórn- málaflokka. • Félagsmálanefnd neðri deild- ar hefur mælt með því að Ólafsvíkurhreppur verði gerður að kaupstað, „en án þess að um leið verði stofnað til nýs bæjar- fógetaembættis". Sýslumaður Snæfells- og Hnappadalssýslu verður þá bæjarfógeti í hinum nýja kaupstað, ef frumvarpið, þannig breytt, nær fram að ganga. • Stefán Valgeirsson og Ólafur Þ. Þórðarson hafa lpgt fram breytingartillögu við frumvarp til stjórnskipunarlaga: „Við ákvörðun skatta á tekjur og eignir skal gæta jafnræðis þegn- anna, þannig að til lækkunar komi sérstakur kostnaður vegna búsetu, eftir því sem nánar verð- ur ákveðið í lögum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.