Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1983 iMmsDsö oddIiD Umsjónarmaður Gísli Jónsson 220. þáttur Þórunn Guðmundsdóttir í Reykjavík skrifar mér bréf sem birtist hér á eftir að meg- inhluta til, í köflum, með at- hugasemdum umsjónarmanns. Fyrsti hlutl: „Ég hlusta stundum á þætti um íslenskt mál í útvarpinu. Vel má vera að frá fræðasjónarmiði sé nokkurs vert að safna saman öllu því orðarusli, sem einhver hefur einhvern tíma sagt á einhverju landshorni. Eitt er þó víst, að flest af þeim orðum og orðtækjum, sem verið er að spyrja um og safna,' verður aldrei um hönd haft framar, hvorki í mæltu máli né rituðu. Þykir mér bættur skaðinn. Sumt af þessu gæti verið fárra manna afbakanir, eða jafnvel eins manns latmæli eða sér- viska. Þetta er nú mín sér- viska. Vel á minnst, af hverju er „sérviska" alltaf niðrandi merkingar?“ Við þetta vel stílaða lesmál geri ég svofelldar athugasemd- ir. Leit orðabókarmanna að sjaldgæfum orðum er meira en nokkurs verð. Þættirnir um ís- lenskt mál í útvarpinu miða að því að gera sem fullkomnasta orðabók um íslenskt mál fyrr og síðar. Þar verður oft að lúta að litlu. Bágt er að fullyrða hver orða komast á varir fólks. Starf þeirra, sem sjá um nefndan útvarpsþátt, einkenn- ist af vandvirkni og vísinda- hug. Hjá þeim orðabókar- mönnum er saman kominn geysilegur fróðleikur. Þangað er gott að leita upplýsinga. Um það get ég borið. Hitt er alveg rétt, að orð og orðmyndir geta verið eins manns eða fárra manna sér- viska eða afbakanir. En það er hluti af máli okkar eigi að síð- ur. Oft hafa menn vanskapað orð vegna skilningsskorts og misheyrnar. Eru Islendingar ekki einir um það, og kalla Þjóðverjar slíkt Volksetymo- logie, og hefur komist inn í fleiri mál, en á íslensku er þetta nefnt alþýðuskýring. Ég hef oft tekið dæmi af henni, en skal til upprifjunar nefna fá- ein í viðbót. Snjór heitir á latínu nix, eignarf. nivis. Þar af kemur lýsingarorðið niveus = snjó- hvítur eða þ.u.l., kvenkyn niv- ea, sbr. nivea krem. Nú skildu menn ekki glöggt, þegar talað var um niveakrem, en þetta hljómaði svo og var notað þannig, að brátt varð til orð- myndin nefjakrem. Voðalegt áfall er nefnt cata- strophe í ensku og fleiri mál- um, lagað stundum til í kata- strófa á íslensku. Þessi grísk- ættaði bastarður hefur mönnum að vonum fundist kyndugur. Menn hafa látið sér hugkvæmast að ketti mætti hengja í stroffu og þá verður til orðmyndin kattarstroffa, eitthvað er alveg rosaleg katt- arstroffa. I námunda við þetta eru svo misheyrnarmyndir íslenskra orða, eins og til dæmis að kunna eitthvað reiðbrennandi fyrir reiprennadi (þetta hef ég oft séð) og oft má saltkjöt liggja í staðinn fyrir satt kyrrt (kjurt) liggja, og er það reynd- ar sannast sagna, að saltkjöt má oft liggja. Ég gleymdi áðan góðu dæmi um Volksetymologie. Á sjúkra- húsum og víðar sletta menn gjarna orðinu óperasjón (oper- ation) í merkingunni aðgerð, einkum skurðaðgerð. Hvernig á latínulaust fólk að vita að þetta er dregið af lat. opus = verk, flt. opera og sögninni operare? Hitt geta menn skilið, að þegar búið er að skera fólk upp, sjáist í allt opið, og verður þá til við alþýðuskýringu orðið opinsjón. f ljóðabók Unu Jóns- dóttur, Vestmannaeyjaljóðum, stendur: Heilsan drjúgum versna vann, vanmegnun á líkamanum. Eftir þrjú ár ég því fann opinsjón á spítalanum. Ef sú er raunin, að orðið sérviska sé alltaf haft í niðr- andi merkinu, get ég ekki skýrt hvers vegna, nema þá að hjarðhvöt og hermiþörf manna sé svo mikil, að það þyki mið- ur, ef vikið er frá hinu al- menna. Ekki skilst mér þó að svo sé alltaf, heldur þyki eftir- sóknarvert að vera með nokkr- um hætti það sem á útlendu máli heitir extra og spes. Annar hluti: „Einhver sagði nýlega, að við ramman reip væri að etja. Mér þótti þetta dálítið nykrað, en ég verð að játa að ég skil ekki málshátt- inn: „Nú er við ramman reip að draga." Viltu skýra hann fyrir mér fáfróðari?" Ég vil reyna það til viðbótar því sem ég sagði um þetta efni fyrir skömmu. Ramman er þolfall af lýsingarorðinu rammur= sterkur. Síðan er undirskilið eitthvert orð, t.d. maður eða annað sömu merk- ingar. Reip er eldri mynd orðs- ins sem nú er reipi. Orðtakið að eiga vió ramman reip að draga merkir því að eiga í reiptogi við sterkan (mann), eða með öðrum orðum að eiga í erfið- leikum. Þriðja hlutann úr bréfi Þór- unnar Guðmundsdóttur birti ég athugasemdalaust að sinni, hvað sem síðar verður: „Þú minntist nýlega á orðið dilkur. Ég hefi aðeins vitað það merkja lamb sem gengur undir á um sumarið, og hólf í rétt, sem fé er dregið í. Máltækið, að draga dilk á eftir sér, hef ég aldrei vitað merkja annað en eitthvað sem miður fer. Er það kynlegt, því enginn hefur talið lömbin af hinu illa. Skrítið er, þegar menn virð- ast samtaka um að breyta merkingu alkunnra orðtaka, eða taka önnur í staðinn. T.d. breyttist að minnsta kosti i alla- vegana, sem er glæsilegt orð. Einnig var venja að líta inn til fólks, en svo fóru menn í stór- hópum að líta við sömu erinda. Minnist ég þess að útvarps- maður nokkur kvaðst ætla að líta við víðsvegar um Norður- land í sumar sem leið. Óttast ég að sá hafi fengi slæman hálsríg.“ P.S.: Mér þykir sanngjarnt að láta það eftir Hafskips- mönnum að heiti fyrirtækisins verði beygt eftir sömu reglu og orðin er um Eimskip, sem að vísu er stytting úr Eimskipafé- lag íslands. P.p.s.: Miklar frekari upplýsingar um orðið þjóðskáld og notkun þess hafa smám saman borist mér til eyrna og augna og komast bráðum til skila á þessum stað. smmm rauNd I Ka.steigna.sala, llverfi.sgotu 49. VERDMETUM SAMDÆGURS OPIÐ í DAG KL. 13—15 Erum með fjölda I eigna í sölu. SÖLUSKRÁIN Á SUNNUDÖGUM Fróöleikur og skemmtun fyrirháa sem lága! Alfræði Menningarsjóðs: Rit um lyfjafræði BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins hefur gefið út rit um lyfjafræði. Þetta er 13. bindi í Alfræðum Menningarsjóðs og í því að finna skilgreiningar á helstu lyfjum og lyfjaflokkum, eiginleikum þeirra og notkun til þess að fyrirbyggja, greina eða lækna sjúkdóma í mönnum og dýrum. Þá er í mörg- um tilvikum minnst á helstu hjá- verkanir lyfja og lyfjaformin sem þau eru notuð í. Einnig eru helstu lyfjaform skilgreind, bent á geymsluþol þeirra ef það er mjög takmarkað og minnst á nokkra vísindamenn sem fyrr eða síðar hafa lagt mikið af mörkum til framfara á sviði lyfjavísinda. Höfundur, dr. Vilhjálmur G. Skúlason prófessor, rekur í eftir- mála tilurð bókarinnar í megin- atriðum. Lyfjafræði fjallar um hlutaðeigandi efni undir uppfletti- orðum í stafrófsröð, líkt og önnur rit í flokki þessum. Bókin er 242 blaðsíður að stærð, sett, prentuð og bundin í prentsmiðjunni Odda. Lyfjafræði er prýdd mörgum myndum eins og önnur rit í Al- fræðum Menningarsjóðs. Tölvuspil Vorum aö fá öll nýjustu tölvuspilin. Aldrei hagstaeöara verö. Sérverslun með tölvuspil. Rafsýn hfM Síðumúla 8, sími 32148. 9 Greinargerð frá Tollpóststofunni TORFI Ólafsson deildarstjóri ritar ágæta grein í Morgunblaðið 9. nóv. sl. um viðskipti sín við Tollpóststof- una. Af því tilefni er Morgunblaðiö beðið að birta eftirfarandi greinar- gerð frá Tollpóststofunni: Eins og viðskiptavinum Toll- póststofunnar er kunnugt, er af- greiðsla á póstsendingum, sem innihalda vörur erlendis frá, háð ákvæðum reglugerðar um tollmeð- ferð eins og greinir í reglugerð nr. 124 frá 1938, svo og reglugerð nr. 257 frá 1970, um gerð og afhend- ingu aðflutningsskýrslu til toll- meðferðar. En þar segir m.a.: „Fjármálaráðuneytið hefur ákveð- ið, að innflytjanda beri að skila aðflutningsskýrslu vélritaðri og útreiknaðri til fulls, þ.e.a.s. að inn- flytjandi reikni sjálfur út toll og önnur gjöld, svo sem söluskatt, byggingariðnaðargjald, verðjöfn- unargjald og önnur gjöld, sem eru eða kunna að vera innheimt við tollafgreiðslu viðkomandi vöru.“ Þrátt fyrir þessa skýlausu reglu eru starfsmenn Tollpóststofunnar og póstþjónustunnar, eftir því sem aðstæður leyfa, ævinlega reiðu- búnir til þess að veita viðskipta- vinum alla þá aðstoð sem í þeirra valdi stendur, ekki síst einstakl- ingum sem ekki fást við innflutn- ing að staðaldri. Að lokum óska starfsmenn Tollpóststofunnar eftir áfram- haldandi góðri samvinnu við viðskiptavini sína. Ari Jóhannesson yfirdeildarstjóri. Reykjavík í október: í Háteigskirkju Á MORGUN, sunnudag, kl. 20.30 verða haldnir tónleikar í Háteigs- kirkju. Eru það aðrir tónleikarnir í röð þeirra aðventutónleika, sem haldnir verða í Háteigskirkju á aðventunni. Þá flytja þau Gesine Grundmann sellóleikari, og dr. Orthulf Prunner, organisti, verk eftir J.S. Bach. í Drabert siturðu rétt HALLARMÚLA 2 831 fékk kvef, háls- bólgu og lungnakvef AF farsóttartilfellum í októbermán- uði í Reykjavík voru langflest tilfelli undir liðnum „kvef, hálsbólga, lungnakvef og fleira“, samkvæmt upplýsingum er Morgunblaðið hefur fengið hjá borgarlækni. Þá fengu 107 iðrakvef, en færri aðra sjúkdóma. Skráin yfir far- sóttirnar í Reykjavík í október lít- ur annars þánnig út: Inflúensa ............................9 Lungnabólga ........................ 28 Kvef, hálsbólga, lungnakvef o.fl.................... 831 Streptókokka-hálsbólga, skarlatsótt ... 16 Einkirningasótt ......................4 Kíghósti ............................ 1 Hlaupabóla .......................... 2 Aðventutónleikar Rauðir hundar ............... 2 Hettusótt ....................3 Iðrakvef................... 107 Önnur matareitrun ........... 1 Kláði ..................... 4 Flatlús .................... 32 Lekandi .................... 14 Þvagrásarbólga (chlamydia) ..38 ERGO-DATA stóllinn frá DRABERTheldur þérígóóu skapi allandaginn i------------------------------ Keflavík — Keflavík Til sölu eignarlóö, 2580 fm, ef viöunandi tilboö fæst. Lóö þessi liggur á milli Brekkustígs og Reykjanesvegar. Uppl. í síma 92-3488 eöa 91-78680. Norðurbær — einbýlishús Til sölu glæsilegt steinsteypt einbýlishús á mjög góö- um og rólegum útsýnisstaö. Húsiö er að grunnfl. 143 fm, meö 4 svefnherb. á hæðinni og einu herb. í kjallara, auk vinnuherb., um 30 fm, og stórri geymslu, alls 80 fm. Bílskúr fylgir. Falleg ræktuö lóö. FASTEIGNASALA Árna Gunnlaugssonar Opiö í dag kl. 1—4 Austurgötu 10 — S: 50764 VALGEIR KRISTINSSON, HDL.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.