Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1983 14 Aðventutónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju: Flutt Bach-kantata og önnur aðventutónlist Mótettukór Hallgrímskirkju í Reykjavík heldur nk. sunnudag sér- staka aðventutónleika í Kristskirkju á Landakoti. Ásamt Mótettukórnum koma fram einsöngvarar og hljóm- sveit, en stjórnandi er Höröur Áskelsson, organisti Hallgríms- kirkju. Höröur greindi nánar frá tónleikum þessum í rabbi viö Morg- unblaöiö og var hann fyrst spuröur hvað aöventutónleikar raunverulega væru: — Með aðventutónleikum hefj- um við undirbúning að komu jól- anna með aðventutónlist, en ég vil gera skýran greinarmun á tónlist tengdri aðventunni og tónlist jól- anna. Aðventan er tími eftirvænt- ingarinnar og þá bíða menn þess sem koma átti og spáð hafði verið fyrir um. f FRÉTTATILKYNNINGU frá Gigt- arfélagi íslands, segir aö fimm kon- ur, sem ekki eru nafngreindar, hafi fært félaginu aö gjöf 100.000 krónur. „Þetta er í þriðja sinn, sem þessar fimm konur færa Gigtarfé- lagi fslands slíka stórgjöf. Fjárins afla þær með því að vinna listræn- ar jólaskreytingar í tómstundum og selja þær síðan. Þetta er orðinn Og hvað er á dagskrá þessara aðventutónleika kórsins? — Helsta tónverkið sem við flytjum er kantata J.S. Bachs nr. 36, „Schwingt freudig euch emp- or“, og er það frumflutingur henn- ar hérlendis að því er ég best veit. Við fáum til liðs við okkur valin- kunna einsöngvara, þau Sigríði Gröndal, Elísabet Waage, Garðar Cortes og Halldór Vilhelmsson. Hljómsveitina skipa sex fiðluleik- arar, lágfiðlur, selló, kontrabassi og sembal og leikið verður á tvö óbó d’amore, en það er sérstök gerð óbóa sem Bach notaði mikið en eru sjaldan notuð nú til dags. Þeir Kristján Stephensen og Daði Kolbeinsson munu hafa það erfiða hlutverk að leika á hljóðfærin, sem komu til landsins í vikunni. árviss viðburður og margir sem bíða eftir að kaupa þessar fallegu skreytingar. Þessar þrjár gjafir hafa komið sér mjög vel við uppbyggingu Gigtlækningastöðvarinnar og verður rausn þessara kvenna og dugnaður lengi í minnum haft hjá félaginu," segir í fréttatilkynn- ingu Gigtarfélagsins. Þau eru í eigu kórs Langholts- kirkju og Sinfóníuhljómsveitar ís- lands og voru þessir aðilar svo vinsamlegir að lána okkur þau. Konsertmeistari verður Rut Ing- ólfsdóttir. Auk þessara verka flytur Mót- ettukórinn síðan aðventutónlist. Fyrst má nefna tvo sálma í út- setningu Róberts Abrahams Ottóssonar, þá fjórar gamlar raddsetningar af sálmi Lúters „Golobet seist Du Jesu Christ", en þær eru eftir Johann Walter, einn af samstarfsmönnum Lúters, Kaspar Othmayr, Adam Gump- elzheimer og Bach og spanna því yfir um 100 ára tímabil. Dr. Jakob Jónsson frá Hrauni hefur nýlega þýtt þennan sálm allan sérstak- lega til þessa flutnings. Þá flytjum við Magnificat eftir Johann Ecc- ard og latneska lofgjörðartónlist eftir Orlando di Lasso, Scarlatti, Pitoni og Homilius. Er eitthvað frekar hægt að segja um Bach-kantötuna, er hún erfið í flutningi? — Þetta er mjög krefjandi verk fyrir alla flytjendur, bæði hljómsveit og söngvara. Það ligg- ur mjög hátt og gerir vissulega miklar kröfuir til flytjenda. Það er kannski forvitnilegt að rifja upp hvernig þetta verk er til orðið. Upphaflega var það samið sem afmæliskantata, en síðar var þessi trúarlegi texti settur við hana. Bach bætti við þremur út- setningum á sálmalaginu Nú kem- ur heimsins hjálparráð og felldi niður tónles (recitativ), sem til- Konur færa Gigt- arfélaginu stórgjöf Mótettukór Hallgrímskirkju á æfíngu í Kristskirkju, þar sem hann heldur aðventutónleika sína á morgun, sunnudag. heyrt hafði afmæliskantötunni. Árið 1731, þegar aðventan nálgað- ist, vantaði Bach nýtt verk til að flytja, en þá var hann kantor við Tómasarkirkjuna. Greip hann þá til þess ráðs að fá nýjan texta við þessa afmæliskantötu, en honum fannst tónlist hennar hæfa vel eft- irvæntingu aðventunnar. Ekki er vitað hver sá höfundur var, en honum hefur tekist snilldarlega vel að fella textann að uppbygg- ingu verksins. Þessi breyting und- irstrikar kannski vel hversu ver- aldleg og andleg tónlist stóðu ná- lægt hvor annarri á þessum tím- um. Hvað um önnur verkefni kórs- ins, eru þau mörg framundan? — í fyrravor héldum við fyrstu sjálfstæðu tónleikana okkar og við bjóðum nú til tónleika í annað sinn. Við höfum vissulega hug á að halda áfram. Kórinn starfar í tengslum við Listvinafélag Hall- grímskirkju og meðal verkefna hans hefur verið að taka þátt í helgihaldi í Hallgrímskirkju. Við gerum t.d. ráð fyrir passíutónleik- um og síðar öðrum tónleikum næsta vor og sé horft lengra fram í tímann er ætlunin að halda til Þýskalands í tónleikaferð næsta sumar. Er þörf fyrir þennan nýlega kór þegar svo margir kórar eru fyrir? — Margir undruðust einmitt þessa bjartsýni mína að stofna nýjan kór, en ég verð að segja að ég hef ekki séð eftir því. Það hefur gengið miklu fljótar fyrir sig og betur en þeir bjartsýnustu þorðu að vona að byggja upp þennan kór. í upphafi var hann skipaður 25 manns, en í haust var fjölgað í 40 og er sú stærð mjög heppileg fyrir þessa tónlist sem kórinn aðallega flytur. Að lokum má minna á að tón- leikarnir hefjast kl. 17 á morgun, 4. desember, í Kristskirkju, Landakoti. Höfum einnig mikið úrval af húsgögnum í barna- og unglingaherbergi Jólin nálgast Höfum einnig mikiö úrval annarra húsgagna. Hornsófar, veggsamstæöur, Ijósar og dökkar, leöursófasett, borðstofuhúsgögn úr lútaöri furu. Jólin 1983 Er ekki eitthvað af þessu á óskalistanum? Allt í stíl Kíktu Mikiö úrval af hand- unninni jólavöru 106» V.N ISLENSK FRAMLEIDSLA — VÖNDUÐ VARA í ILM MARGAR VIÐARTEGUNDIR — GÓÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR Opiö laugardag kl. 10—16. Opið sunnudag kl. 14—16. við um FRÍ HEIMSENDING Á REYKJAVÍKURSVÆÐINU helgina Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfiröi. Sími 54343.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.