Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 48
Þ etta lestuídag: Reykingamenn „mæna reykblindum augum á þau rök, sem hniga að skaðsemi tóbaksneyzluu, segir G. Snorri Ingimarsson, læknir. Bls. 16/17 Bítlaæöið ERO/MDWV LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1983 VERÐ í LAUSASÖLU 20 KR. Útflutningur á skreið stöðvaður Tilraunir sem þessar nánast glæpsam- legar, segir Einar M. Jóhannsson hjá Framleiðslueftirliti sjávarafurða IITSKIPUN á skreið frá tveimur framleiðendum á Suðurnesjum og enn fremur á saltfiski frá einum framleiðanda var stöðvuð fyrr í þessari viku. Var það vegna þess, að þeir reyndu að koma frá sér skreið og saltfiski, sem ekki hafði staðist gæðamat. Einar M. Jóhannsson hjá Framleiðslueftirliti sjávar- afurða, sagði í samtali við Morgunblaðið, að framferði sem þetta jaðraði viö það að vera glæpsamlegt og yrði að koma í veg fyrir slfkt. I'etta væri geymt en ekki gleymt. í öðru skeiðartilfellinu var um það að ræða að framleiðandi átti að setja 900 pakka af hertum þorskhausum um borð í skip. Framleiðslueftirlitið hafði tekið út umrætt magn af hausum hjá honum. Þegar tekið var á móti fiskinum við skipshlið var tekin aukaprufa og komu þá í ljós haus- Afgreiðslutími verslana í desember: Opið lengurá laugardögum VERSLANIR í Reykjavík verða almennt opnar til kl. 16 í dag og til kl. 18 næsta laugardag, 10. desember. Að öðru leyti verður af- greiðslutími verslana í Reykja- vík í desember sem hér segir: Alla virka daga má vera opið til kl. 20. Föstudaginn 9. des- ember má hafa opið til kl. 22 og til kl. 18 daginn eftir, eins og áður sagði. Helgina þar á eftir má hafa opið til kl. 22 á föstu- dagskvöldinu, 16. desember, og til kl. 22 laugardagskvöldið 17. desember. Á Þorláksmessu, sem ber upp á föstudag, verður opið til kl. 23 og á aðfangadag má hafa opið til hádegis. Föstudaginn 30. desember, daginn fyrir gamlársdag, verð- ur opið til kl. 22 og á gamlárs- dag verður opið til hádegis. Framlenging afgreiðslutíma í desember er öll á laugardög- um, enda hefur reglugerð um afgreiðslutíma í borginni ný- lega verið breytt til talsverðrar rýmkunar. ar, sem áður höfðu verið felldir við skoðun og ekki taldir útflutn- ingshæfir. Framleiðandinn viður- kenndi að hafa reynt að koma út 50 pökkum af óhæfum hausum og voru þeir vinsaðir úr. Var þá gefið leyfi til að senda 850 pakka út. í hinu tilfellinu var stöðvuð útskip- un á 300 pökkum af hausum, sem ekki voru rétt flokkaðir. í þriðja tilfellinu var um að ræða útflutn- ing á 8 lestum af saltfiski á brett- um. Það magn hafði verið skoðað hjá viðkomandi frámleiðanda og eitt bretti verið úrskurðað óhæft til útflutnings nema það yrði endurmetið. Hann sendi brettið um borð óendurmetið engu að síð- ur. Ekki náðist að stöðva útflutn- inginn i tíma, en kaupendum er- lendis var gert viðvart. Einar M. Jóhannsson sagði ennfremur, að svona athæfi væri fyrir neðan allar hellur. í þessu fælist svo mikið ábyrgðarleysi, að hann skildi ekki hugsunarhátt þessara manna. Ekki væri hægt að láta það óátalið að menn væru að flytja út vöru, sem búið væri að hafna. Markaðir fyrir þessar af- urðir væru ekki það sterkir að við hefðum efni á því að leika okkur að því að skemma þá. Morgunblaðid/Friðþjófur. Morgunblaðið heiðrar íþróttafólk Níu afreksmenn í íþróttum hlutu viðurkenningu frá Morgunblaðinu í ár. í hófi sem haldið var á veitingastaðnum í Kvosinni í gær tók íþróttafólkið við glæsilegum verðlaunaskjöldum í viðurkenn- ingarskyni, allir voru mættir nema Nanna Leifs- dóttir skíðakona, sem tekið hafði við sinni viður- kenningu áður, þar sem hún hélt til Noregs með skíðalandsliðinu í gærmorgun. Á myndinni er íþróttafólkið ásamt Haraldi Sveinssyni, fram- kvæmdastjóra Árvakurs. Fremsta röð frá vinstri: Sigurður Jónsson, Haraldur Sveinsson og Bryndís Hólm. Miðröð frá vinstri: Kristján Arason, Brynj- ar Kvaran og Ingi Björn Albertsson. Aftasta röð frá vinstri: Valur Ingimundarson, Bjarni Frið- riksson og Þorsteinn Bjarnason. Sjá nánar á íþróttasíðu. Um 200 manns í fiskvinnslu atvinnulausir á Suðurnesium Vogum, 2. desember 1983. MJÖG slæmt ástand er í atvinnu- málum fiskverkunarfólks í Kefla- vík, Njarðvík og Vogum. Auk þeirra fimmtíu, sem þegar eru á atvinnuleysisskrá, hefur 150—160 verið sagt upp störfum og margir hafa stopula vinnu. Að sögn Sigurbjörns Björns- sonar, framkvæmdastjóra Verkalýðs- og sjómannafélags Skoðanakönnun Hagvangs hf.: Aukin bjartsýni er um lausn vandamála Færri telja verðbólgu og efnahags- ástand helzta vandamál þjóðarinnar AUKINNAR bjartsýni gætir meðal fólks um að unnt verði að leysa helstu vandamál þjóðarinnar, verðbólgu og efnahagsástand almennt, skv. skoðana- könnun, sem Ilagvangur hf. framkvæmdi fyrir skömmu. Nú líta 29,5% þeirra, sem spurð voru, svo á, að verðbólgan sé helsta vandamál íslendinga, en í skoðanakönnun í aprfl sl. töldu 37,2% verðbólguna vera helsta vandamál þjóðarinnar. Nú telja 13,6% almennt efna- hagsástand vera helsta vanda þjóðarinnar, en í apríl sl. töldu 22,3% að svo væri. Nú telja 34,8% að hægt verði að leysa þessi vandamál að verulegu leyti, en í apríl svöruðu 27,9% þeirri spurn- ingu jákvætt. Nú telja 39% að hægt verði að leysa þennan vanda að einhverju leyti en í apfil voru 37,1% þeirrar skoðunar. í apríl töldu þátttakendur í skoðanakönnuninni, að stjórn- og ábyrgðarleysi væri þriðja mesta vandamál þjóðarinnar, en nú skip- ar þriðja sæti sá þjóðarvandi að lifa um efni fram. Nánari greinargerð um þennan þátt í skoðanakönn- un Hagvangs hf. er á mið- opnu. Keflavíkur og nágrennis, eru fimmtíu á atvinnuleysisskrá hjá þeim og verkakvennafélaginu. Nú hefur Hraðfrystihús Kefla- víkur sagt upp 75—80 starfs- kröftum en því fyrirtæki verður lokað, m.a. vegna fyrirhugaðra endurbóta á húsinu. Starfsfólk þess mun því væntanlega bætast á atvinnuleysisskrá. Hjá Sjöstjörnunni í Njarðvík hefur 75—80 starfskröftum verið sagt upp en þar mun einhverja vinnu að hafa eftir því sem hrá- efni berst. Hjá Heimi hf. hefur vinna verið stopul, aðeins unnið dag og dag vegna lítils hráefnis. I Vogum hefur vinna verið stopul hjá fiskverkunarfólki. Að sögn Sigurbjörns hefur atvinnu- leysi verið skráð þar allar vikur það sem af er árinu. Sigurbjörn sagði ástandið heldur skárra nú en um síðastliðin áramót. Þá hefði verið mikið atvinnuleysi frá nóvember og fram í febrúar. En ef fresta ætti vertíðarbyrjun nú kæmi það verkafólki illa. — EG. Ríkissjóður: Tekur tæplega 600 millj. kr. lán í Japan DAVÍÐ Ólafsson Seðlabankastjóri er nú staddur í Japan til að ganga frá lántöku fyrir hönd ríkissjóðs, samkvæmt upplýsingum sem Morg- unblaðið fékk í Seðlabankanum í gær. Er hér um 5 milljarða yena lán að ræða, en það jafngildir 594,6 milljónum íslenskra króna. Er lánið tekið í samræmi við láns- fjáráætlun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.