Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1983 20 Það fer vissulega vel á því, að íslenskir stúdentar skuli tengja þann dag, sem táknrænn er fyrir sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, því fjöreggi, sem sker úr um, hvort ein þjóð getur í raun og sannleika talist sjálfstæð í tær- ustu merkingu þess orðs. Þjóð getur búið við bestu landkosti, eða átt í stöðugum átökum við óblíð náttúruöfl. Henni getur vegnað vel ellegar mætt miklu andstreymi. Þjóð getur sótt fram í efnahag og kjörum, eða í annan tíma komist í krappann dans í þeim efnum. Allt eru þetta mikilvæg atriði, þegar hagur einnar þjóðar er metinn, en ekkert af þessu ræður samt úrslitum um, hvort hún nýtur þess sjálfstæðis sem eftirsókn- arvert er. Ríki getur verið sjálfstætt út á við, þótt þegnar þess megi vart um frjálst höfuð strjúka. Friður getur ríkt um landamörk ríkis, þótt innan þeirra sé ófriður. Mannréttindi geta skipað önd- vegi gullbryddaðrar stjórnar- skrár þjóðar, en verið um leið sem bögglað roð fyrir brjósti valdhafa þess. Þjóðarétturinn myndi ekki velkjast í vafa, að ríki, sem státað gæti af framan- töldum ytri einkennum, væri undir með Merði Valgarðssyni, sem sagði, að friðurinn væri mönnum fyrir bestu, sérstaklega smælingjunum. Herra Hitler taldi friðarhorfur heldur aukast eftir því sem hann fékk lengur að vígbúast einn og auka yfir- burði sína í vopnaskaki yfir ná- grönnum sínum. Góðviljaðir friðargöngumenn í þeim grann- ríkjum, sem hann síðar lagði undir járnhæl sinn, gerðu ekki ágreining við hann í þeim efn- um, þótt þeim geðjaðist vissu- lega ekki að tilburðum hans á öðrum sviðum. Flest rök benda nú til, að leiðtogar vesturveld- anna hefðu getað sparað mann- kyninu tugmilljónir mannslífa, ef þeir hefðu fyrr hafnað þeirri stefnu, að friðvænlegast alls væri að þóknast ofbeldissinnun- um. Ekki er fyrir það að synja, að þótt margt sé öðru vísi nú en þá var, þá eru viðbrögðin á báða bóga æði áþekk. Einn megin munur er þó á. Forystumenn lýðræðisríkjanna og fólkið, sem þar býr, er nú ekki eins grunn- hyggið og þá. Það hefur ekki gleymt öllu, sem áður gerðist. En enn sem fyrr er magnaður áróð- ur hafður í frammi og alræðis- öflin notfæra sér til hins ýtrasta Davíð Oddsson, borgarstjóri, flyt- ur hátíðarræðuna 1. desember. ur en í einangrunarklefa fanga- búðanna? En eru fangaverðir þá um leið einu trúverðugu friðar- boðendurnir? Ótti friðarhreyfínganna Miðað við það svartnætti, sem mörgum finnst grúfast yfir, er kannski ekki að undra, þótt fréttir af starfsemi hvers konar friðarhreyfinga séu dálæti nú- tíma fjölmiðla. Ástæðulaust er að draga í efa, að rétt eins og nafn þeirra lætur vel í eyrum, er tilgangur þeirra yfirleitt góð- kynja. Fyrir þeim vakir að berj- ast með sem áhrifamestum hætti gegn því, að nokkuð það verði gert í heiminum, sem magnað gæti ófriðarlíkur. Talsmenn friðarhreyfinganna þykjast heyra með óyggjandi hætti fótatak ófriðarins í fjarska. Og kannski er þeim vor- kunn, þótt þeir sjái ekki aðra leið til að bægja hættunni frá, en að koma fyrir kattarnef þeim tækjum og tólum, sem nota- drýgst eru, þegar til styrjaldar er komið. Auðvitað er fráleitt að haida því fram, að sá fjölmenni hópur, sem kosið hefur að skipa kaldri gröf kommúnismans, taka þessum boðskap með fögnuði og gera sitt til þess að vinna honum fylgi, að vísu þar sem síst skyldi. Þeir hafa þó ekki nefnt þá leið, að einhliða afvopnunin hæfist þeirra megin járntjaldsins, þar sem uppbygging vopnaforðans hélt stöðugt áfram, meðan dreg- ið var úr styrknum andspænis þeim. Hugarfar og tilfinningar þessara manna verða ekki skilin nema menn átti sig á, að lykill- inn að valdinu yfir þeirra eigin þegnum er óttinn. Án hans væru þeir einskis megnugir. Fólkið í þessum löndum er fælt frá and- stöðu við yfirvöldin með atbeina óttans, sem er afsprengi ofbeld- isins. Án ofbeldisins og óttans fengi stjórnkerfið ekki staðist deginum lengur. Á hinn bóginn má undir það taka, að þessir herrar óttans telja sér vissulega ögrað. Ekki með þeim hætti, að Vesturlöndin sýni, að þau ætli að verja hendur sínar verði á þau ráðist. Þeir gera sér glögga grein fyrir því nú orðið, að þjóðlífsmynd þeirra og kjör þegnanna standast ekki samanburð við það, sem frelsið býr þjóðunum. Án frelsis, ekkert líf, segir hver flóttamaðurinn úr Gulaginu á fætur öðrum. Þess Rœða Davíðs Oddssonar borgarstjóra á hátíðarsamkomu stúdenta 1. desember sjálfstætt ríki, en þjóðin, sem það myndar, væri sennilega litlu bættari. Öðru máli gegnir um þá þjóð, sem býr við frið út á við og er um leið í sátt við sjálfa sig. Nýtur frelsis til orðs og æðis og á lif- andi bókstaf, sem tekur af öll tvímæli um, að allir séu jafnir fyrir lögunum, enginn sé jafnari en annar gagnvart þeim. Sú þjóð getur með reisn og stolti horfst í augu við sjálfa sig og sagt svo aðrar þjóðir megi heyra: „Ég er sjálfstæð þjóð“. Ef við göngum út frá, að þessi kenning sé rétt, getum við ís- lendingar þá ekki litið drjúgir í eigin barm og sagt: „Þarna var einmitt okkar sérkennum lýst og getum við af meiru státað en aðrar þjóðir." Þarf nokkuð frek- ar um það að segja á hátíðardegi sem þessum. Ér ekki nær að horfa til þess sem brýnna kann að vera fyrir okkur og meira álitamál er, hvort vel eða illa hafi tekist. Svipull er sjávarafli segjum við, þegar við teljum rétt að út- mála efnahagslegt öryggisleysi okkar. í ölduróti mannhafsins eru friður, frelsi og mannrétt- indi sýnu fágætari og hverfulli gæði. Sú stjórnskipun, sem gædd er þeim eiginleikum, er fáum þjóðum gefin. Allmörg lönd hafa þó um skamma hríð skapað borgurum sínum slík skilyrði að hluta eða öllu leyti, en hafa síð- an mátt sjá á bak þeim öllum, ýmist vegna valdbeitingar ann- arra ríkja, sem við önnur lögmál bjuggu, eða innan þeirra sjálfra leyndust öfl, sem sölsuðu til sín með valdi forræði þjóðarinnar. Frelsið er fágæti, en fágætast alls er þó, að frelsi, sem einu sinni glatast, heimtist á nýjan leik. Að þóknast ofbeldinu Aðeins ein styrjöld hefur verið háð, sem segja megi að náð hafi til heimsins alls. Hún hófst með sérstökum griðasáttmála, sem stærstu og öflugustu alræðisríki veraldar gerðu með sér. Einræð- isherrar þeirra beggja höfðu fram til þess tíma verið helstu friðarboðendur, sem þá voru uppi, og áttu lærisveina víða um heim. Þeir hefðu getað tekið veikleika hins opna lýðkerfis andstæðingsins, veikleika, sem við viljum varðveita, en megum ekki láta misnota. Ég skal ekki segja, hvort þá miklu svartsýni, sem einkennt hefur þjóðfélagsumræðu á Vest- urlöndum, megi rekja beint til þeirrar iðju, enda eru margar aðrar marktækar skýringar á þeirri myrkfælni við morgun- daginn, sem fjöldinn allur er al- tekinn, ekki síst unga fólkið. Sumt af því sér ekki annað, en að þegar hilli undir endalok alls lífs á jörðinni, og það hefur jafnvel á orði, að af þeim sökum sé til- gangslaus fásinna að nota þau fáu ár til að undirbúa sig undir þátttöku í framtíð, sem aldrei komi. Þessu fólki stendur ógn af því, sem kallað er taumlaust vopnakapphlaup. Nú sé hel- sprengjum hrúgað upp í vopna- búrunum. Slíkum sprengjum hljóti að vera sköpuð þau örlög að springa fyrr eða síðar með þeim afleiðingum, að mannkynið allt þurfi ekki um að binda. Frelsiö herfang Segja má, að sú umræða, sem einkum hefur ýtt undir þetta hugarvíl, hafi hafist að marki fyrir nokkrum árum, þegar for- ystumenn hins aðþrengda frjálsa heims sáu, að löndin, sem loka sig af með járntjöldunum, ætluðu ekki að láta staðar num- ið, þótt þau stæðu nú Vestur- löndunum jöfn að vopnamagni. Ekki var ágreiningur í þeirra röðum um, að óhjákvæmilegt væri að bregðast við þessu eða að þurfa ella að sitja og standa framvegis eins og alræðisríkjun- um kynni að þóknast. Samn- ingsstaða lýðræðislandanna myndi við þær aðstæður vera áþekkust stöðu sigraðrar þjóðar andspænis sigurvegara. Og for- ystumenn þeirra vissu jafnframt að helsta herfangið, sem alræð- isríkin sækjast eftir, er frelsið. Ég hygg, að ekki sé um það ágreiningur, að vilji Vesturlönd gjalda fyrir það með frelsi sínu, sé auðsótt mál að fá að njóta upp frá því þess friðar, sem alræðið hefur upp á að bjóða. Sagan kann ekki að greina frá neinu dæmi þess, að á ríki hafi verið ráðist, vegna þess að and- stæðingar þess hafi talið það hafa yfirburði í vopnum og varn- arbúnaði. Hin dæmin eru fleiri en upp verði talin, þar sem varn- arlaus bráð hefur verið freisting, sem herveldi gat ekki staðist. Um þessar mundir er því hins vegar hiklaust haldið á loft, að vaxandi varnarviðbúnaður vest- rænna ríkja feli sjálfur í sér ófriðarhættuna. Þeir menn, sem á frelsið trúa, sjá að ekki er fagurt um að litast í heiminum nú. Hvarvetna blasir við dauðkalin eyðimörk ófrelsis. { henni miðri býður dálítill gróð- urteigur eyðingaröflunum byrg- inn. Frelsið er sú lind, sem þessi tiltölulega litla gróðurvin á til- veru sína að þakka. Sú lind er þess virði, að varin sé. Mikill minnihluti mannkyns er frjáls skoðana sinna og hefur frelsi til að koma þeim á framfæri. Kannski mætti halda því fram, að hinn hlutinn, hinn frelsis- svipti meirihluti, búi við eins konar frið. En hvers virði er sá „friður“, hversu dýru verði var hann keyptur? Ljónið í búrinu býr við betri frið en bróðir þess í skóginum. Halda menn, að þau vildu skipta? Hvar er dýpri frið- sér í raðir friðarhreyfinga, geri slíkt af annarlegum hvötum. Það hlýtur líka að vera ofsögum sagt, að allur þorri sé ginningarfífl þeirra kennisetninga og þjóðfé- lagsgerða, sem á ofbeldinu nær- ast og án ofbeldisins geta ekki þrifist. Það er hins vegar óvið- ráðanlegt ólán þessara hreyf- inga, að þær skuli óviljandi, í ótta sínum og angist, ganga er- inda þeirra afla, sem síðast alls myndu viðurkenna sambærilega starfsemi á þeim velli, sem vald þeirra markar. Meginröksemdir friðarhreyf- inganna virðast vera þær, að aukinn varnarviðbúnaður vest- rænna þjóða hljóti að ögra al- ræðisríkjum til vaxandi vopna- gerðar og í beinu framhaldi af því til óhæfuverkanna, sem leiða muni til lokaþáttar mannlífsins. Með slíkri ögrun sé því fremur alls verið að kalla yfir þær þjóð- ir, sem frelsinu unna, að verða óhjákvæmileg skotmörk í ger- eyðingarstyrjöld. Ekkert sé til, sem réttlæti slíkra ögrun, ein- hliða afvopnun sé því eini útveg- urinn. Hún muni sýna ótvíræðan friðarvilja þeirra, sem vestan múra búa, og um leið tilgangs- leysi stríðsvæðingar komm- únistaríkjanna, og því hljóti af- vopnun þeirra að fylgja í kjöl- farið. Án frelsis, ekkert líf Ef minnsta glóra væri í að trúa slíkum málflutningi mætti sjálfsagt jafna því við glæp gagnvart mannkyninu öllu að ganga ekki hiklaust braut ein- hliða afvopnunar. Því miður er ekkert í tilverunni, hvorki í nú- tíðinni né fortíðinni, sem bendir til þess, að slík leið sé fær. Að vísu er því ekki að neita, að for- svarsmenn þeirra ríkja, sem kviksett hafa þjóðir sínar í vegna er allt gert til að fela ein- kenni frelsisins fyrir fólkinu. Múrar eru reistir. Mannleg sam- skipti við erlenda menn eru bönnuð öðrum en þeim, sem inn- vígðir eru. Gíslum er haldið eftir fyrir hvern ferðalang, sem úr landi fer. Útvarps-, sjónvarps- og blaðamiðlun er trufluð, hver með sínum hætti. Trúin á frelsiö Það er frelsið, sem ögrar al- ræðisríkjunum. Sú hreyfing, sem tæki það baráttumál upp á arma sína, að vestræn ríki förguðu frelsi sínu, gengi hreinna til verks, en þeir aðilar, sem krefj- ast varnarleysis vestrænna ríkja og að alræðislöndum verði falið skömmtunarvald á þeim friði, sem þjóðir heims eigi að búa við. Vill nokkur maður eiga fram- tíð sína og sinna undir úrslitum þess dómstóls, sem á ekki í aðra lögbók að vitna en þá, sem of- beldið og óttinn hafa skrifað? Hvers vegna geta menn í blindni boðað sjálfdæmi þeirra afla, sem ætíð bregða því vopni, sem sár- ast bítur á þá, sem veikburða eru og varnarlausir, óttanum og von- leysinu? Við öll, sem hér erum saman komin, og ég vona flest þeirra, sem á mál mitt kunna að hlýða, erum sannfærð um, að lýðfrelsið sé þrátt fyrir annmarka þess besti kosturinn, sem völ er á. Því gefur það ekki tilefni til svart- sýni, heldur þvert á móti til von- ar og bjartsýni, að lýðræðisþjóð- irnar meti frelsi sitt svo mikils, að þær sýni og sanni að leið óttans til útrýmingar þess er ekki fær. Frelsið getur ekki án sannleik- ans þrifist. Þegar ofbeldið og kúgunin taka hús á mönnum eða þjóðum er sannleikurinn fyrst- um allra varpað á dyr. Við hljót- um að trúa á það góða, sem í manninum býr. Við verðum um- fram allt að trúa á frelsið, ekki bara mitt frelsi og þitt frelsi, heldur frelsi allra manna og þá getum við óhrædd spurt með Tómasi: „Og hví skal þá ei ógn og hatri hafna, ef hjálp og miskunn blasir öllum við. í trú sem ein má þúsund þjóðum safna, tii þjónustu við sannleik, ást og frið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.