Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.12.1983, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1983 19 Kjartan Ólafsson hættir sem rit- stjóri Þjóðviljans „ÉG skil prýðilega sáttur við þetta starf. Ég er búinn að gegna því í tíu ár og ég tel það krefjandi starf. Því hef ég ákveðið að láta tíu ár duga í þeim stóli,“ sagði Kjartan Ólafsson, en hann hefur sagt upp starfi sínu sem ritstjóri Þjóðviljans. Kjartan sagði að ekkert væri af- ráðið hvað við tæki hjá honum, enda væri það hans einkamál. Hann var þá spurður hvort hann hygðist einnig hætta afskiptum af stjórnmálum, — hvort hann ætlaði kannski ekki að bjóða sig fram til Alþingis á ný. „Það er aldrei að vita, ég gef svör við því á réttum vettvangi, þ.e. í kjördæmisráði á Vestfjörðum," svaraði hann. Einar Karl Haraldsson, ritstjóri Þjóðviljans, var spurður hvort ákveðið væri með eftirmann Kjartans. Hann sagði að það eina sem lægi fyrir í málinu væri að hann og Arni Bergmann væru ábyrgir fyrir blaðinu nú. Olafur Ragnar Grímsson hefur gegnt ritstjórastörfum í fjarveru Kjartans Olafssonar síðustu þrjá mánuði. Samkvæmt heimildum Mbl. er ekkert ákveðið um fram- hald starfa hans þar, en hann situr nú sem varamaður á Alþingi. Viðmælendur Mbl. úr röðum al- þýðubandalagsmanna töldu flestir líklegast að Kjartan væri ekki að hugleiða að hætta afskiptum af stjórnmálum, hann ætti áreiðan- lega eftir að skipa sæti á fram- boðslista flokksins aftur, eins og einn viðmælandi blaðsins orðaði það. Baldur Kristjánsson ráðinn prestur Óháða safnaðarins BALDUR Kristjánsson, guðfræði- nemi og blaðamaður á Tímanum, hefur verið ráðinn prestur Óháða safnaðarins. Baldur lýkur embætt- isprófi í guðfræði frá Háskóla fs- lands næsta vor og mun þá hljóta prestsvígslu. Söfnuðurinn mun nú venju og lögum samkvæmt fara þess á leit við kirkjumálaráðuneytið að Baldur verði staðfestur forstöðu- maður safnaðarins frá áramótum, að því er segir í fréttilkynningu frá stjórn og safnaðarráði Óháða safn- aðarins. Jafnframt mun Baldur inna flest embættisverk af hendi frá þeim tíma fram að vígslunni, sem engin lög mæla í gegn, ef söfnuður óskar eftir því, þótt forstöðu- maðurinn hafi ekki lokið kandi- datsprófi né tekið vígslu. Baldur Kristjánsson er 34 ára, sonur Svanlaugar Ermenreksdótt- ur og Kristjáns Benediktssonar, borgarfulltrúa. Hann lauk BA- prófi í þjóðfélagsfræði frá Há- skóla íslands 1975 og hefur síðan unnið margvísleg störf. Nýja Philips maxim er ekki aðeins hrærivél heldur einnig grænmetiskvörn, hakkavél og blandari Philips maxim er frábær hönnun. Með fáeinum handtökum breytir þú hrærivél- inni í grænmetishvörn, hakkavél eða blandara. Allt sem til þarf eru fáeinir Philips maxim kostar aðeins 5.694 krónur! Það er leit að ódýrari hrærivél! fylgihlutir, sem allir eru innifaldir í verðinu. Philips maxim fylgir stór skál, þeytari, hnoðari, lítil skál, grænmetishvörn, hakkavél, blandari og sleikja. heimilistæki hf Hafnarstræti 3 — Sætúni 8. Til hvers er aö bíða fram á síðustu stundu? delember Nú er rétti tíminn til þess aö fá sér Ballingslöv innrétt- ingu á baðherbergiö. Mikiö magn og gott úrval fyrirliggj- andi. Opiö á laugardögum fram til jóla. Alnnréttingar sf. Knarrarvogí 2, Reykjavík. Sími 83230 Jólapappír Lionsklúbbsins Njarðar Allra helstu verslunardaga fyrlr jól mun Lionsklúbburinn Njörður selja jólapappír úr bílum Flugbjörgunarsveit- anna á Lækjartorgi og viö Kjörgarö. Börn munu einnig selja jólapappír í hverfum borgarinn- ar. Takiö vel á móti sölubörnum okkar. Allur ágóöi renn- ur til líknarmála. Lionsklúbburinn Njöröur, Reykjavik, óskar öllum lands- mönnum gleöilegra jóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.